Dagblaðið Vísir - DV - 19.11.1999, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 19.11.1999, Blaðsíða 6
6 FÖSTUDAGUR 19. NÓVEMBER 1999 Viðskipti Þetta helst: Viðskipti á VÞÍ 493 m.kr. ... Hlutabréfaviðskipti 132 m.kr. ... Mest með Opin kerfi, 36 m.kr., og hækkuðu bréfin um 2,35% ... Hagnaður Opinna kerfa 193 m.kr. f. skatta ... Tæknival hækkaði um 7% við já- kvæða afkomuviðvörun ... Úrvalsvísitalan lækkaði um 0,27% og er nú 1.439,2 ... Mikil hagnaðaraukn- ing hjá Opnum kerfum Arni Sígfússon, framkvæmda- stjóri Tæknivals. Afkoma Tæknivals betri en áður var áætlað Tæknival sendi í gær frá sér af- komuviðvörun þar sem fram kemur að afkoma af reglulegri starfsemi á þriðja ársijórðungi var betri en endurskoðuð rekstr- aráætlun frá því í sumar gerði ráð fyrir. Niðurstaða af reglulegri starfsemi Tæknivals hf. á 3. ársfjórð- ungi 1999 er betri en áætl- að hafði verið. Þegar upp- gjör fyrstu 6 mánuða ársins 1999 var lagt fram, sem sýndi 144,3 milljón kr. taprekstur, til- kynntu forsvarsmenn Tæknivals að stefnt væri að viðsnúningi í rekstri fyrirtækisins á seinni 6 mánuðum ársins, sem gerði ráð fyrir 50 milljón kr. hagnaði af reglulegri starfsemi það tímabil. Við endurskoðaða rekstrará- ætlun fyrir seinni hluta árs sem gerð var sl. sumar, var gert ráð fyrir 30 milljón kr. taprekstri á 3. ársfjórðungi og 80 milljón kr., hagnaði á 4. ársfjórðungi, þ.e. 50 milljón kr. hagnaði af reglulegri starfsemi á síðari árshelmingi. Þetta er í samræmi við reynslu af rekstri Tæknivals undanfarin ár þar sem 3. ársfjórðungur i rekstri fyrirtækisins er að jafnan sá erf- iðasti en 4. ársfjórðungur sá besti. Þriðji ársfjórðungur skilar betri niðurstöðu af reglulegri starfsemi en ráðgert var og gangi áætlanir 4. ársfjórðungs eftir mun viðsnúningur í rekstri fara fram úr þeim væntingum sem gerðar voru. Að auki nemur hagnaður af sölu hugbúnaðarsviös Tæknivals um 180 milljónum kr. en sá sölu- hagnaður verður aðeins að hluta tekjufærður á árinu 1999. Hagnaður af reglulegri starfsemi samstæðunnar fyrir fjármagnsliði og skatta er nú 193 m.kr. sem er 77% hækkun frá sama tíma 1998. Hagnaður eftir skatta en án áhrifa dóttur- og hlutdeildarfélaga er 176 m.kr. sem er 96% aukning miðað við sama tíma í fyrra. Að teknu til- liti til dóttur- og hlutdeildarfélaga er hagnaður tímabilsins 100 m.kr. en var 69,5 m.kr. á sama tíma í fyrra sem er 44% aukning. Heildarvelta samstæðunnar jókst um 36% miðað við sama tímabil í fyrra og er nú 2675 m.kr. miðað við 1971 m.kr. árið áður. 67% hagnaðaraukning Hagnaður af reglulegri starfsemi móðurfé- lagsins eftir skatta var 63 m.kr. sem er 67% aukning frá sama tima í fyrra. Velta móðurfé- lags var 1549 m.kr. sem er 30% aukning miðað við sama tíma í fyrra. Velgengnin í rekstri móðurfélags- ins á sér rætur í aukinni sölu á UNIX- og NT-netþjónum og tengdri þjónustu svo sem rekstrarþjónustu- samningum, einnig er góður vöxtur í sölu á PC-tölvum og ClSCO-net- Haustrall Hafrannsóknastofnunar: Hafró fann töluvert af ungþorski í samanburði við undanfarin ár mældist töluvert af núll til tveggja ára þorski í nýlokinni stofnmæl- ingu botnfiska sem Hafrannsóknar- stofnun stóð fyrir. Almennt kom fram í mælingunni að holdafar þorsksins var þokkalegt, að því er fram kemur í fréttatilkynningu frá Hafrannsóknastofnun. Enn er þó eftir að aldursgreina þorsk úr leiðangrinum og því er að- eins unnt að skoða vísitölur út frá lengdardreifingum. í samanburði við fyrri ár mældist mikið af núll til eins árs ýsu í leiðangri Hafrann- sóknastofnunar og er magnið af eins árs ýsu sambærilegt og árið 1996, þegar sterki árgangurinn frá 1995 var ársgamall. Vísitala gullkarfa er á uppleið og var uppistaða gullkarfaaflans á bil- inu 33-35 sentímetrar á lengd. Haf- rannsóknastofnun segir að svo virð- ist sem um sé að ræða árgang frá 1990, sem fylgst hefur verið með frá í mars 1991. Vísitala grálúðu hefur farið hækkandi og var hún nú um 25% hærri en árið á undan. Mest mældist af 40-70 sentímetra langri grálúðu. Af öðrum niðurstöðum kemur fram hjá Hafrannsóknastofnun að í haustrallinu var skoðað í á fjórða þúsund þorskmaga til að kanna fæðuval þorsksins á haustin, ekki síst með tilliti til sjálfráns. Ekki er búið að fullvinna úr gögnunum sem söfnuðust en fyrstu tölur benda ekki til þess að um umtalsverða aukningu á sjálfráni hafi verið að ræða nú miðað við síðustu ár. Afsláttur af öllum vörum! Við rymum fyrir nyjum vorum. Seljum ósóttar pantanir og aðrar lagervörur með ótrúlegum afslætti! USA 'j, hljómtæki á kynningarverði felgurítifooðj Opið Irá 10 ■ 17 laugardag búnaði. Þá hefur mikið verið unnið í innri skipulagsmálum og hagræð- ingu, meðal annars í tengslum við birgðahald og flutninga. Birgðastýr- ing hefur verið mjög virk og hefur upphæð sölubirgða nánast staðið í stað frá áramótum þrátt fyrir mik- inn vöxt í veltu. Forsvarsmenn fé- lagsins eru ánægðir með aldurssam- setningu birgða og stöðu við- skiptakrafna. í ársskýrslu fyrirtækisins fyrir árið 1998 kemur fram að áætlanir fyrir rekstrarárið 1999 gera ráð fyr- ir veltu samstæðunnar yfir 3000 m.kr. og hagnaði eftir skatta yfir 100 m.kr. Hagnaðarmarkmiðum ársins er þegar náð og telja forráðamenn félagsins nú að hagnaður ársins í heild verði yfir 140 m.kr. eftir skatta. Mikill samdráttur í loðnu- veiðum í október Fiskaflinn í október síðastliðn- um var 76.032 tonn. Fiskaflinn í október í fyrra var 92.394 tonn. Fiskaflinn það sem af er árinu er svipaður og árið á und- an, 1.313.956 tonn á móti l. 271.175 tonnum. Aflasamdráttinn má einkum rekja til samdráttar í loðnuafla sem var aðeins 2.923 tonn í októ- ber sl. á móti 8.985 tonnum í októ- ber 1998, að þvi er fram kemur í frétt frá Hagstofu íslands. Eins hefur kolmunnaafli dregist nokk- uð saman frá fyrra ári, var 17.366 tonn í október 1998 en 12.849 tonn síðastliðinn októbermánuö. Hins vegar jókst þorskaflinn frá októ- ber 1998, fór úr 18.785 tonnum í 21.271 tonn. Lögbannskrafa á Tvíhöfða samþykkt Sýslumaðurinn í Reykjavík hef- ur úrskurðað að lagt verði lög- bann við þvi, með vísan til 1. mgr. 24. gr. laga um kyrrsetningu, lög- bann o.fl., að Jón Gnarr og Sigurjón Kjartans- son starfi hjá eða fyr- ir Norður- ljós, sem á m. a. stöðv- ar íslenska útvarpsfé- lagsins, eða eigi fjárhagslegra hagsmuna að gæta hjá sömu aðilum fyrr en eft- ir 30. júnf árið 2000 þegar samn- ingur þeirra við Fínan miðil renn- ur út. Obreytt hámark á kvóta- eign Davíð Oddsson forsætisráð- herra segir í ítarlegu viðtali við Viðskiptablaðið að hann eigi ekki von á því að mörkum, sem kveða á um hámark aflahlutdeildar ein- stakra aðila, verði breytt þrátt fyrir að einstök fyrirtæki séu nú mjög tekin að nálgast hámarkið.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.