Dagblaðið Vísir - DV - 19.11.1999, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 19.11.1999, Blaðsíða 11
' FÖSTUDAGUR 19. NÓVEMBER 1999 enning Það sem þjóðsagan þegir um í Sögubroti af Árna á Hlaðhamri sem er að finna í Þjóðsögum Jóns Árnasonar (H. bindi) segir frá Áma nokkrum, bónda í Hrútafirði, sem myrti tengdason sinn með grimmilegum hætti. Björn Th. Bjömsson, okkar helsti höfundur á sviði sögulegra skáldsagna, hef- ur nú tekið þessa gömlu sögu til handargagns og lagt út af henni í bók sinni Hlaðhamri. í sögu Björns er Árni nefndur Kársson og er hið mesta illmenni. Hann er kjaftfor, skapbráður með afbrigðum, þjófóttur, orð- Ijótur og heiftrækinn. Ástæðumar fyrir skap- brestunum er að flnna í uppvexti hans og ytri að- stæðum; fátækt, harð- neskja og vanmáttur hafa mótað hann og gert hann illan. Bamsmóðir hans kemur dóttur þeirra, Guð- rúnu, bamungri til hans í fóstur og upp frá því snýst sagan um uppeldi hennar, baráttu hins einstæða foð- ur við að afla mjólkur og matar og hvemig sam- band þeirra feðgina þró- ast. Ámi reynist eiga blíðu til í forhertum huga sínum, ungviðiö snertir viðkvæman streng í honum eins og í Bjarti í Sumarhúsum forðum. Hann elskar dóttur sína takmarkalaust á sinn eigingjarna hátt. Hann viil helst halda henni kyrri og einangraðri á bænum, sefur uppí hjá henni og við- hefur jafnvel ýmsa ósæmilega til- burði við hana. Guðrún litla elskar fóður sinn og virðir meðan hann er miðpunktur tilveru hennar. Eftir því sem hún eldist og kynnist heim- inum tekur viðhorf hennar stakka- skiptum. Sjálf segist hún hafa orðið fullorðin á einum degi. Þegar að henni er vegið er heiftrækni hennar engu minni en föður hennar. Framvinda sögunnar er hæg framan af og nostrað við hvert smá- atriði. Margar sérlundaðar og eftir- minnilegar persónur stiga fram í sögunni, s.s. sýslumaðurinn á Bæ sem er fulltrúi hins spillta dansk-ís- tilburði. Vel má ímynda sér hvað sá gamli hefur hugsað sér með hana ef hann hefði fengið að ráða og e.t.v. er skýringanna á afbrýði hans gagnvart tengdasyninum þarna að leita. Rómuð stílgáfa Björns nýtur sín stórvel í fomlegu orðfæri persóna og sögu- manns. í textanum eru allskonar skringileg orð, nafhgiftir og heiti á amboð- um ýmsum sem nú eru flestum gleymd. Það er orðaforðanum og stílnum að þakka að lesandinn get- ur horfið aftur um þrjár, fjórar aldir og fundið súran mygluþefinn í moldarkof- unum leggja fyrir vitin. Stundum koma fyrir ör- stutt myndræn innskot frá sögumanni sem einnig sýna gott vald á tungumál- inu. Alúð er lögð við samtölin í sögunni sem lífga upp á og varpa ljósi á persón- urnar þótt þau séu stundum innihaldsrýr og verði full- "7 löng. Mikið er um blót og ragn, tilsvör eru hnyttin en það er svo skrýtið að þau enda næstum öll á upphrópunarmerki! Bjöm lýsir vandlega því sem þjóðsagan þegir um. Atburðir henn- ar tala sínu máli en tilgangur Bjöms er að skýra aðdraganda þeirra út frá aðstæðum og ástriðum þessa fólks. Persónur sem ekkert eru nema nöfn á gulnuðum blöðum fá líf og lit, skáldleg innsýn er veitt i hugarheim þeirra. í bókinni birt- ast skemmtUegar og sannfærandi lýsingar á lífi fólks fyrr á öldum, kotbúskap og hjásofelsi í hnúskótt- um rúmbálkum. Þetta er saga sem ljúft er að lesa í skini lýsislampa. Björn Th. Björnsson Hlaðhamar Mál og menning 1999 Björn Th. Björnsson. lenska yfirvalds, Valgerður hús- freyja í Hlíð sem er stórlát og lætur ekki bugast af fátækt og andstreymi og Finna formaður í Bænhúsvík en hún er mikiU kvenskörungur. Sag- an leiðir í ljós gríðarlegan stétta- mun sögutimans og teflir fram and- stæðum eins og yfirvaldi og alþýðu, sakleysi og iUsku, harðneskju og blíðu. Ulska Árna á sér engin tak- mörk og þegar hann dvelur í fang- Bókmenntir Steinunn Inga Óttarsdóttir elsinu er hann orðinn eins og dýr. Sakleysi Guðrúnar er alveg yfir- gengUegt; í textanum er ýjað að kynferðislegri áreitni fóður hennar en hún ber ekkert skynbragð á þá Inn í annan heim Benedikt búálfur heitir fyrsta bamabók Ólafs Gunnars Guðlaugs- sonar og gerir hann bæði myndir og texta. í þessu ævintýri fáum við að kynnast stelpunni Dídí sem verður vinkona búálfsins Benedikts og fer með honum inn í gamalt, holt tré en það er leiðin tU Álfheima. Ferðin verður viðburðaríkari en efni stóðu tU því dökkálfar hafa rænt tannálf- inum og í áifabyggðinni fær hver álfurinn á fætur öðrum tannpínu. Benedikt og Dídí leggja af stað tU að bjarga málunum og i för með þeim slæst drekinn Daði sem lítur ógurlega út en er í raun sauðmein- laus grænmetisæta. Það er svo Dídí sjálf sem sigrar hið Ula með góðum og faUegum hugsunum. Það fannst mér reyndar full kvenleg og hógvær hertækni, nú í aldarlok, þegar stelp- um veitir ekki af að vera sterkar á sveUinu á fleiri sviðum. Atburða- rásin er spennandi og frásögnin fjörleg og fyndin. Bókin ætti að höfða til barna frá fimm ára aldri og hún sló svo sannarlega í gegn hjá yngri kynslóðinni á mínu heimUi. Ólafur Gunnar hefur lært mynd- list og auglýsingatéiknun og fer vel á því að hann myndskreyti söguna Bókmenntir Margrét Tryggvadóttir sjálfur. Það er nú einu sinni svo að heimur þeirra bóka þar sem sami maður hefur gert myndir og texta verður oftast heUdstæðari en þegar verkið er unnið í samvinnu tveggja einstaklinga. Myndir af persónun- um eru litaðar í tölvu en bakgrunn- urinn er ýmist litaður 1 tölvu eða með vatnslitum. Mér finnst sá hluti myndanna sem litaður er með vatnslitum mun betri en tölvulituðu myndirnar, en gaUinn er sá að stUl- inn á vatnslitamyndunum er of ólik- ur teiknimyndalegum tölvumynd- unum tU þess að það virki vel sam- an. Mergur málsins er þó hitt að með þessum teiknimyndalegu per- sónum er bókin í engu frábrugðin öllu því fjölþjóðlega bamaefni sem á okkur dynur alla daga. Það finnst mér einkum bagalegt í þeim hluta verksins sem gerist i mannheimum. Þar er hvergi merki um ísland, klæðnaður Dídíar samræmist iUa íslenskri veðráttu og aldrei hef ég séð holt tré hér á landi. Spumingin er hvort við eigum kröfu á að bæk- ur gerðar fyrir íslensk börn endur- spegli íslenskan veruleika. Mér finnst að svo sé. Ólafur Gunnar Guðlaugsson Benedikt búálfur Mál og menning 1999 11 Full búð af nýjum vörum Opiö: mán.-fim. 10-18 föstudaga 10-19 laugardaga 10-18 ‘ 13-17 Oxford Street Faxafeni 8 1 Kjólar toppar pils jakkar peysur buxur ..........."".. OXFORD STREET sími: 533 1555 5 stálpottar í setti • Þrefaldur botn • Má setja í uppþv°ttavél • Hitaeinangruð handföng Tilboð 4.870 kr HUSASMIÐJAN Sími 525 3000 • www.husa.is staðgreiðslu- og greiðslukortaafsláttur aW mllli hlminSo og stighœkkandi ^ ^ Smaauglysingar birtingarafsláttur PVi 550 5000

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.