Dagblaðið Vísir - DV - 19.11.1999, Blaðsíða 25

Dagblaðið Vísir - DV - 19.11.1999, Blaðsíða 25
FÖSTUDAGUR 19. NÓVEMBER 1999 25 Myndasögur Fréttir W W (Ö !h 3 tn }H 3 w to • F—I o Pi :0 w '<1> 3 • H ^4 Ö) O cö (0 ».iH Ég er svo hræddur um 0|| að Jóakim frænda hafi ekkí 1 likað alls kostar skýrslan sem ég skrifaði t gær! ,• Hvað get ég sagt við hann?! Ekki hafði ég hugmynd um að hægt væri að ráða „Koppa- þjálfara"! ~E=r / 0. láttu ekki svona.' ( ástin min! Þú ætlar þól ekkí að segja aö þú sértj afbrýöísamur7! Éf satt skal segja/ - þá ER éqþaðla Bogi og Örvar í Nýkaupi. Landssamband gegn áfengisböli: Rónar Nýkaups ósmekklegir Landsmenn eru beðnir um „að gjalda varhug viö skefjalausri áróð- ursherferö fyrir sölu léttvíns og bjórs í stórmörkuöum“ segir i álykt- un stjórnar Landssambands gegn áfengisbölinu. Stjóm félagsins lýsir furðu sinni á því virðingarleysi fyr- ir viðskiptamönnum sem komið hef- ur fram í auglýsingum Nýkaups að undanfomu þar sem þjóðkunnir leikarar koma fram í gervi ógæfu- samra drykkjumanna, „sem oft eru i daglegu tali nefndir rónar. Þar eru þeir persónugerðir sem ímynd við- skiptamanna Nýkaups. Það er ósmekklegt, ber dómgreindarleysi glöggt vitni og til þess fallið að fæla ærukæra viðskiptavini frá þessari verslun,“ segir í ályktun Landssam- bandsins. Bílaleigan Geysir: Loftbóludekk undir bílana DV, Akureyri: „Loftbóludekkin hafa reynast frá- bærlega við íslenskar vetraraðstæð- ur. Þau eru á engan hátt síðri en negldir hjólbarðar hvað veggrip og öryggi varðar en eru margfalt mýkri og þægilegri í akstri. Að auki eru þau mun umhverfisvænni en negldir hjólbaröar og því ekki spuming í okkar huga að stíga það skref nú að setja loftbóludekk undir stærstan hluta bílaflota okkar,“ seg- ir Garðar K. Vilhjálmsson, fram- kvæmdastjóri Bílaleigunnar Geysis í Reykjavík, en Geysir og Gúmmí- vinnslan á Akureyri, umboðsaðili Bridgestone á íslandi, hafa gert með sér samning sem felur í sér að Geys- ir setur loftbóludekk undir um 70% af bílaflota sínum og mun væntan- lega stíga skrefíð til fulls áður en langt um líður. Loftbóludekkin eru ónegld vetrar- dekk, sérhönnuð til notkunar við erfiðustu akstursaðstæður að vetri til. Þau eru frábrugðin venjulegum hjólbörðum að því leyti að slitflötur loftbóludekkjanna er búinn til úr gúmmíblöndu sem er með óteljandi örsmáar loftbólur í sér. Þegar ekið er á snjó og ís myndast örþunn vatnsfilma undir dekkjum. Loft- bóludekkin soga vatnið upp í sig þannig aö snertiflötur þeirra er alltaf stamur. Auk þess gera loft- bólurnar það að verkum að þúsund- ir af hvössum brúnum grípa í yfir- borö vegarins. Stefán Antonsson, markaðsstjóri Gúmmívinnslunnar, vekur athygli á að loftbóludekkjum og harðkorna- dekkjum sé oft ruglað saman, en þau séu gjörólik. „Fyrir það fyrsta eru loftbóludekkin ný dekk en harð- komadekkin sóluð. Eiginleikar þessara dekkja eru að mjög mörgu leyti ólíkir,“ segir Stefán. -gk Sviptingar í veðri snemma á vetri eru miklar. Á sunnudag mátti li'ta þessa fríðu karla í Hveragerði. Ungu dömurnar, sem standa við hlið þeirra, eru þó ekki höfundarnir að þessum fyrstu vetrarboðum en stiiltu sér góðfúslega upp fyrir fréttaritara þar sem þær voru í garðinum. DV-mynd Eva

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.