Dagblaðið Vísir - DV - 19.11.1999, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 19.11.1999, Blaðsíða 24
* 24 FÖSTUDAGUR 19. NÓVEMBER 1999 Salsa Ball húsið opnað kl. 23.30 KLAUSTRfÐ AMNO MCMXl IX Veitinva- og skemmtistaSurinn Kluustrið Klapparstig 26 • Sími 552 6022 Leo með norska kærustu Nú eru frændur okkar stoltir. Ameríski hjartaknúsarinn og leik- arinn, Leonardo DiCaprio, er búinn að næla sér í norska kærustu. „Já, viö erum kærustupar," stað- festir hin 21 árs gamla yngismær, Monica Hansen frá Tönsberg. „Það er alveg æðislegt að kyssa Leo. Hann er ofsalega umhyggju- samur og hjartahlýr. Það er alveg stórkostlegt að vera kærastan hans,“ segir Monica enn fremur. Þau Monica og Leo litli kynntust í sumar og að sögn stúlkunnar gekk fyrsta stefnumótið nú ekki allt of vel. Monica villtist nefnilega á leið á stefnumótið og hitti því Leo ekki í það skiptið. „Þegar ég kom heim hafði Leo hringt tuttugu sinnum til að kanna hvað hefði orðiö af mér,“ segir Mon- ica í viðtali við Séð og heyrt. Þau hittust þó um síðir og síðan hefur ástin blómstraö. Mariah bauð í dýrindisveislu Söngkonan Mariah Carey bauð í mikla glæsiveislu á Café Opera í Stokkhólmi í vikunni. Eitt þús- und gestir mættu i herlegheitin og að sjálfsögðu tók Mariah fyrir þá lagið. Annars var hún á þön- um um salarkynnin með tvö vöövabúnt sér við hlið, hefð- bundna lífverði. Carey kom til Svíþjóðar frá ítaliu þar sem hún hélt tónleika. Leikkonan Lisa Marie vakti athygli við frumsýningu nýjustu kvikmyndar Tims Burtons vestur f Hollywood á miðviku- dagskvöld. Myndin heitir Sleepy Hollow og þar leikur Lisa Lafði Crane. Fagnaðarfundir eftir búðaráp Miklir fagnaðarfundir urðu með þeim skötuhjúum Johnny Depp og Vanessu Paradis í Los Angeles um daginn. Hefði mátt halda að þau hefðu ekki sést svo vikum skipti. Reyndar höfðu þau aðeins verið aðskilin í nokkrar klukkustundir, á meöan hún var í fatabúð og hann leit inn í fomsöl- ur með kunningja sinum. Eftir búðarápið féllust Johnny og Vanessa í faðma og kysstust. Dreyfuss kynnist skordýrum Leikarinn Richard Dreyfuss hefur heldur betur komist í kynni við skordýr á meðan hann hefur verið við myndatökur í Frönsku Gíjönu. „Skorkvikindin eru á stærö við tennisskó. Þau em svo stór að þau aðstoöa kvikmynda- gengið við að færa rafmagns- kaplana," segir Dreyfuss. Myndin sem hann leikur í heitir Gamli maðurinn sem las sögur. Mamma selur bamaföt Drew Sumum mæðrum er ekkert heilagt. Að minnsta kosti ekki mömmu leikkonunnar, Drew Barrymore. Gamla konan hefur ákveðið að selja gömul bamafót dóttur sinnar og fleiri muni tengda bamæsku hennar, utan kvikmynda og innan, á uppboði á Netinu. Meðal þess sem selja á, auk barnafatanna, er jólakort til Drew frá Jack Nicholson. Sviðsljós DV Madonna leikur á fasteignasala Kynbomban Madonna hefur goldið breskum fasteignasölum rauðan belg fyrir gráan með því að kaupa sér glæsihús án aðstoð- ar þeirra. Húsið kostaði popp- stjömuna um sex hundruö milíj- ónir króna. Við það misstu fast- eignasalar tólf milljóna króna spón úr aski sínum. Madonna hafði lengi leitað að fasteign i London og eitt sinn voru fast- eignasalar með í leitinni en þeir stóðu sig ekki í stykkinu. Mel B leitar á náðir miðils í öngum sínum: Óttast um karlinn sinn og frægðina Aumingja Mel B er í öngum sín- um. Þessi fyrram tilvonandi tengda- dóttir íslands er svo hrædd um að glata eiginmanni sínum, gógódansar- anum Jimmy Gulzar, að hún hefur leitað á náðir miðils. Ekki hvaða miðils sem er, heldur Versu Manos sem getur státað sig af því að ráða fjölda frægs fólks heilt um lífið og tilveruna og allt þar á milli. Meðal annarra kúnna miðils- ins er George Michael. „Mel var algjör taugahrúga þar tO hún hitti Versu,“ segir náinn vinur miðUsins. „Hún játaði fýrir Versu að hjónaband hennar og Jimmys væri ekki upp á það besta um þessar mundir. Mel segir að tíðar fjarvistir hennar reyni mjög á hjónabandið." Mel ku sem sé óttast að Jimmy beiti danshæfOeikum sínum á aðrar stúlkur. Og það vUl hún ekki sjá. Við þetta bætist svo að söngkonan íturvaxna hefur áUtaf lifað í stöðug- um ótta við að missa röddina. Sem myndi náttúrlega binda skjótan enda á ferUinn og frægðina. Versa lagði þá bara Tarot-spUin á borðið og útkoman var svo ljómandi að Mel fór frá henni syngjandi glöð og ánægð. Hver spUalagning kostaði ekki nema sextíu þúsund krónur. En þeim peningum var vel varið. Versa hefur staðfest í viðtali við breska æsiblaðið, Heimsfréttir, að Mel hafi leitað tU hennar. Meira seg- ir hún ekki um hvað þeim fór i mUli. „Sérgrein mín er ástin, fjármál og áUt þar á mUli,“ segir Versa. Pamela nakin á tímaritsforsíðu Pamela vinkona okkar Ander- son birtist kviknakin á forsíðu- mynd bandaríska tímaritsins Jane. í fanginu heldur hún á Brandoni, þriggja ára syni sínum og Tommydýrsins. í viðtali inni í blaðinu lætur hún aUt flakka. „Ég er blaðurskjóða," viðurkennir hún og segir að samband sitt og Tommys sé betra nú en þegar hann lamdi hana reglulega í spað og sat inni.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.