Dagblaðið Vísir - DV - 19.11.1999, Blaðsíða 29

Dagblaðið Vísir - DV - 19.11.1999, Blaðsíða 29
XXV FÖSTUDAGUR 19. NÓVEMBER 1999 29 Hluti sýningargripanna í Gallerí Listakoti Hollensk iðnhönnun Nú stendur yfir sýning hol- lenskra iðnhönnuða í Gallerí Listakoti, Laugavegi 70. Á sýning- unni eru nytjahlutir og nytjalist, mikið unnið með endurvinnslu og/eða hlutir einfaldlega teknir úr eðlilegri notkun og gefið nýtt hlut- verk. Sýning þessi er sett upp vegna fjölda fyrirspurna frá þeim sem misstu af uppsetningu svip- Sýningar aðrar sýningar í Kramhúsinu í sumar. Allir hlutir á sýningunni eru til sölu eftir pöntunum en mismikið upplag til af hverju. Sýningin stendur til 1. desember og er opin alla virka daga frá kl. 12-18 og laugardaga 10-16. Vatnslitamyndir Jean Posocco sýnir vatnslita- myndir i Nönnukoti í Hafnarfirði. Hinn franski Jean Posocco, sem búsettur hefur verið í Hafnarfirði í sjö ár, sýnir vatnslitamyndir úr íslenskri náttúru. Myndimar eru allar gerðar á þessu ári. Sýningin er opin á sama tíma og kaSlhúsið, alla daga nema mánudaga milli klukkan tvö og sjö. Sýningin stendur til mánaðamóta. Jólahöllin Um helgina verður stórsýningin, Jólahöllin 99. í Jólahöllinni verða um 100 fyrirtæki sem kynna aUt tU jólanna og jólagjafa. Sýningin verður opnuð á fostudag klukkan 16 með sérstakri athöfn. í JólahöUinni verður mikið gert fyrir börnin og jólasveinar taka sérstaklega vel á móti þeim. Það verður 100 króna að- gangseyrir og rennur ágóöinn tU styrktar Barnaspítala Hringsins. Þetta er í annað sinn á jafnmörgum árum sem JólahöUin opin og er það sýningarfyrirtækið íslensk kynn- ing, sem stendur fyrir sýningunni. Byltingin á Kúbu Ungir sósíalistar standa fyrir fræðslufundi um byltinguna á Kúbu í dag kl. 17.30. Fjallað verður um sigurinn á einræðisstjóm Batista 1959, fjörutíu ára saga byltingarinn- ar rakin og rætt um hvemig hún stendur um þessar mundir. Fundur- inn er haldinn í bóksölunni Path- flnder á Klapparstíg 26, 2. hæð. Háskólafyrirlestur í dag kl. 16.15 í stofu 101 i Odda, Háskóla íslands, flytur Eric Aeschi- mann, blaðamaður á stjórnmála- deild franska dagblaðsins Libér- Samkomur ation, fyrirlestur í boði heimspeki- deildar. Nefnir hann fyrirlesturinn, La troisiéme voie de Lionel Jospin. La gauche plurielle au pouvoir depuis trente mois (Þriðja leið Lion- els Jospins. Árangur og horfur á miðju kjörtímabili vinstri stjómar- innar í Frakklandi). Málræktarþing íslensk málnefnd stendur fyrir málþingi á morgun í samvinnu við Samtök móðurmálskennara og Rannsóknarstofnun Kennaraháskóla íslands. Þingið er haldið í hátíðarsal Háskóla íslands og hefst kl. 11. Afmælishátíð Gauksins Sá vinsæli skemmtistaður Gauk- ur á Stöng er sextán ára í dag og er blásið til mikiilar veislu. Meðal þeirra sem koma fram eru hljóm- sveitin Súrefni, dj Þossi, Sveinn Waage ásamt fríðu foruneyti og svo verður eitthvað um óvæntar uppá- komur. Annað kvöld verður veisl- Súrefni er ein þeirra hljómsveita sem kemur fram á afmælishátíð Gauks á Stöng unni haldið áfram og þá stígur á svið hljómsveitin eldklára, Jagúar. Á sunnudag og mánudag er svo komið að rokkurunum í Dúndur- fréttum. Allir tónleikarnir er sendir út á Netinu og er vef- slóðin www.xnet.is. Disneylög Guðrún Gunnarsdóttir og Berglind Björk Jónasdóttir ásamt hljómsveit koma fram „í sparifötunum" í Kafflleik- húsinu í kvöld. Þær stöllur eru þjóðinni vel kunnar og munu þær syngja lög úr nýj- um og gömlum teiknimynd- um, sérhönnuð dagskrá fyrir fuliorðið fólk. Hljómsveit kyn- þokkafullra drengja kemur fram með þeim en í henni eru Skemmtanir Pálmi Sigurhjartarson á pí- anó, Karl Olgeirsson á ví- brafón, harmóniku, hristur, bongótrommur o.fl., Þórður Högnason á kontrabassa og Björgvin Ploder á trommur. Þetta eru allt annálaðir gleði- menn sem taka þáttt í lögun- um af lífi og sál. Súld eða rigning Sunnan og síðan suðvestanátt, 18- 23 m/s norðvestantil, en 13-18 ann- ars staðar. Súld eða rigning einkum Veðrið í dag um landið vestanvert og með norð- urströndinni. Hlýnandi veður, hiti allt að 18 stig á Norðurlandi. Höfuðborgarsvæðið: Sunnan og suðaustan 8-13 m/s og dálitil súld af og til í fyrstu en suðvestan 10-15 og súld eða rigning siðdegis og fram á nótt. Hiti 7 til 12 stig. Sólarlag í Reykjavík: 16.18 Sólarupprás á morgun: 10.11 Siðdegisflóð í Reykjavík: 15.21 Árdegisflóð á morgim: 03.51 Veðrið kl. 6 í morgun: Akureyri skýjaö 13 Bergstaöir skýjaö 10 Bolungarvík skýjað 10 Egilsstaöir 9 Kirkjubœjarkl. léttskýjaö 6 Keflavíkurflv. súld 9 Raufarhöfn alskýjaö 9 Reykjavík rign. á síö. kls. 10 Stórhöföi rigning og súld 7 Bergen heióskírt -1 Helsinki skýjaö -4 Kaupmhöfn skúr á síö. kls. 3 Ósló skýjað 0 Stokkhólmur snjókristallar 0 Þórshöfn léttskýjaö 3 Þrándheimur skýjaö -2 Algarve léttskýjaö 10 Amsterdam skýjaö 3 Barcelona léttskýjaö 13 Berlín snjók. á síö. kls. 0 Chicago hálfskýjað 15 Dublin léttskýjaö 0 Halifax léttskýjaö -2 Frankfurt snjók. á síð. kls. 0 Hamborg þokumóöa 0 Jan Mayen rigning 1 London úrkoma í grennd 4 Lúxemborg snjókoma 0 Mallorca skýjaö 15 Montreal aískýjaö 2 Narssarssuaq rigning 2 New York alskýjaö 9 Orlando hálfskýjaö 17 París skýjað 5 Róm rigning 15 Vín þokumóóa 0 Washington léttskýjaö 2 Winnipeg skýjaö -6 Steve Martin og Eddie Murphy leika aðalhlutverkin. Bowfinger Háskólabíó sýnir gamanmynd- ina Bowfinger. Bobby Bowfinger er nærri gjaldþrota kvikmynda- framleiðandi og leikstjóri sem sér fram á að allir draumar hans eru að verða að engu. í örvæntingu sinni ákveður hann að freista gæf- unnar einu sinn enn og láta sem hann sé að fara að gera stórmynd og um leið plata kvikmynda- stjömu til að vera þátttakandi. Steve Martin leikur Bobby Bowfinger og Eddie Murphy kvik- myndastjörnuna Kit Ramsey. Hann leikur einnig mun viðkunnan- Kvikmyndir legri en um leið ein- faldari mann, Jiff, sem látinn er vera staðgengill stjöm- unnar. Fjöldi þekktra leikara er í auka- hlutverkum. Má þar nefna He- ather Graham sem leikur smást- imið Daisy, Christine Barinski, Jamie Kennedy, Robert Downey jr. og Terence Stamp. Nýjar myndir í kvikmynda- húsum: Bíóhöllin: Blair W'rtch Project Saga-bió: Runaway Bride Bíóborgin: October Sky Háskólabió: Lake Placid Háskólabíó: Election Kringlubió: South Park ... Laugarásbíó: The Sixth Sense Regnboginn: Fight Club Stjörnubíó: Blue Streak Krossgátan 1 2 3 4 5 6 7 10 11 \b. 13 U 15 16 17 18 19 20 21 12 Greiðfært um helstu þjóðvegi Nokkur hálka hefur myndast á þjóðvegum lands- ins og vom vegir yfirleitt hálir í morgunsárið og hákublettir víðast hvar. Snjór er á vegum sem liggja hátt, að öðru leyti er greiðfært um helstu Færð á vegum þjóðvegi landsins. Á nokkrum leiðum á Suðurlandi og Suðvesturlandi eru vegavinnuflokkar að störfum og eru þær leiðir vel merktar. Skafrenningur m Steinkast 0 Hálka Q) Ófært Vegavinna-aögát @ Öxulþungatakmarkanir m Þungfært ® Fært flallabtlum Þrjár systur Þær Valgerður og Silja Jónsdætur em stoltar af litlu systur sinni, eins og sjá má á myndinni, og hafa verið duglegar að passa hana. Litla systir heitir Steinunn og fædd- Barn dagsins ist á Amtssjúkrahúsinu í Glostrup á Sjálandi 13. september síðastliðinn. Hún var 52 sm og vó 3650 grömm við fæðingu og hefur verið dugleg að stækka síðan. Foreldrar systranna eru Sigþrúður Gunnarsdóttir og Jón Yngvi Jóhannsson. Lárétt: 1 hönd, 5 hnöttur, 7 græðgi, 9 vaxa, 10 belti, 11 seinkun, 13 dreifa, 15 spjald, 17 kaldi, 18 eykta- mark, 20 kindum, 21 lítil, 22 sting. Lóðrétt: 1 kraft, 2 ótta, 3 nískupúka, 4 kona, 5 snúningar, 6 illmenni, 8 stara, 12 keyrum, 14 fugl, 15 halli, 16 kveinstafi, 19 oddi. Lausn á síðustu krossgátu: Lárétt: 1 dögg, 5 oft, 8 erill, 9 ró, 10 kar, 11 Elín, 12 kannir, 15 skin, 16 ger, 17 kutar, 19 gá, 21 ýr, 22 óláns. Lóðrétt: 1 dekk, 2 öra, 3 gimi, 4 ’ ~ glenna, 5 olli, 6 frí, 7 tónar, 13 akur, 14 regn, 15 ský, 16 grá, 18 tó, 20 ás. Gengið Almennt gengi LÍ19. 11. 1999 kl. 9.15 Einina Kaup Sala Tollaenai Dollar 71,690 72,060 71,110 Pund 115,830 116,420 116,870 Kan. dollar 48,890 49,190 48,350 Dönsk kr. 9,9340 9,9890 10,0780 Norsk kr 9,0290 9,0790 9,0830 Sænsk kr. 8,5930 8,6410 8,6840 Fi. mark 12,4230 12,4976 12,6043 Fra. franki 11,2604 11,3281 11,4249 Belg. franki 1,8310 1,8420 1,8577 Sviss. franki 46,1100 46,3600 46,7600 Holl. gyllini 33,5178 33,7192 34,0071 Þýskt mark 37,7658 37,9928 38,3172 (t lira 0,038150 0,03838 0,038700 Aust. sch. 5,3679 5,4001 5,4463 Port. escudo 0,3684 0,3706 0,3739 Spð. peseti 0,4439 0,4466 0,4504 Jap. yen 0,676200 0,68030 0,682500 frskt pund 93,787 94,351 95,156 SDR 98,260000 98,85000 98,620000 ECU 73,8600 74,3100 74,9400 Símsvari vegna gengisskráningar 5623270

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.