Dagblaðið Vísir - DV - 19.11.1999, Page 12

Dagblaðið Vísir - DV - 19.11.1999, Page 12
12 FÖSTUDAGUR 19. NÓVEMBER 1999 Spurningin Hvað ferðu oft út að borða í mánuði? Sveinn Guömundsson sjómaður: Það er ekki oft, 2-3 í mánuði og þá á skyndibitastaði. Gísli Öm Guðmundsson sjómað- ur: Það er ca 2-3 í mánuði, aðallega á skyndibitastaði. Elsa Blöndal nemi: Ég fer svona 1 sinni í viku á skyndibitastaði en ca 1 sinni í mánuði á frnni staði. Unnar Þór Gylfason sjómaður: Ég fer 4 sinnum í mánuði á finni staði en allt að 20 sinnum í mánuði á skyndibitastaði (þ.e. þegar ég er í landi). Heimir Snær Gylfason gröfumað- ur: Svona 2 sinnum á finni staði en í hverju hádegi á skyndibitastaði. Karen Erla Sverrisdóttir nemi: Næstum aldrei, eða alla vega mjög sjaldan. Lesendur Sannfæringu fórn- að fyrir fyrirtæki? - miöi í vasa seinni tíma Thorsara Frá aðalfundi íslenskra aðalverktaka. - Voru framkvæmdir þeirra á Keflavik- urflugvelli byggðar á fórn sannfæringar íslenskra ráðamanna? Halldór Sigurðsson skrifar: Síðastliðinn laugardag (13. nóv.) staldraði ég m.a. við og las grein eft- ir Guðmund Andra Thorsson í DV, Grein þessi skar sig mjög úr vegna þess gegndarlausa haturs á Banda- ríkjunum sem flaut úr penna höf- undarins. Pistlahöfundurinn, sem mér er tjáð að sé einn síðari tíma Thorsari (kominn af hinum góð- kunnu Thorsurum sem hér stóðu lengi að framkvæmdum með mikilli framsýni og dugnaði), hefur að mínu mati notið allra þeirra gæða sem við íslendingar höfum orðiö að- njótandi vegna sérstaks og snurðu- lauss samstarfs við Bandaríki Norð- ur-Ameríku um áratugaskeið. Má þá ekki undan skilja fyrirtæki eitt, Aðalverktaka hf., sem forfeöur pistilhöfundar voru í forsvari fyrir árum saman. Ungi Thorsarinn rekur í pistli sínum sögu af samræðum Ronalds Reagans, forseta Bandaríkjanna, og Steingríms Hermannssonar, fyrrv. forsætisráðherra, er þeir hittust á Bessastöðum á dögum leiðtogafund- arins (Reagan og Gorbatsjov) hér á landi. Þegar umræðan komst á það stig að Steingrímur minntist á ferð- ir kjamorkukafbáta um heimshöfin og snerti íslendinga alveg sérstak- lega, þá átti Reagan, sem hafði ver- iö einkar áhugalaus um orðaflaum Steingríms, skyndilega að hafa rankað við sér, dregið miða upp úr vasa sínum sem hann las: Flugleiö- ir fá lendingarleyfi í Boston! Siðan segir hinn ungi Thorsari: „Eins og allar fyndnar sögur er þetta mjög sorgleg saga. Um hvað er hún? Hún er kannski um kölkun, alzheimersjúkdóm á frumstigi, og þá væri hún vissulega sorgleg. En í rauninni er þetta ekki saga um Ron- ald Reagan. Þetta er saga um íslend- inga. Þetta er saga um samskipti ís- lendinga og Bandaríkjamanna á þessari öld og þetta er sorgleg saga. ...Bandarískir ráðamenn höfðu drjúga reynslu af því að sannfæring íslenskra ráðamanna væri ailtaf fol ef fjárhaglsegir hagsmunir ís- lenskra fyrirtækja væru í húfi.“ - Pistillinn allur sýnir ótrúlegt hatur og ekki síður vanmat á bandarísk- um ráðamönnum og niðurlægingu islenskra ráðamanna. Thorsarinn ungi hefur bersýni- lega lesið vel miðann í vasa sínum áður en hann lagði í enn eina orr- ustuna um íslensk utanríkismál með fyrrverandi forseta Bandaríkj- anna, sem nú er illa haldinn af alzheimersjúkdómi, að skotspóni. Miðinn í vasa hins unga Thorsara hefur vísast haft að geyma orösend- inguna: íslensk utanríkisstefna snýst alltaf fyrst og fremst um Flug- leiðir, fiskmangara, aldrei um reisn. Frí afnotagjöld starfsmanna RÚV - allt samkvæmt ráðherrabréfi G. Pétur Matthíasson, deildarstj. innheimtudeildar RÚV, skrifar: Vegna lesendabréfs í DV þann 16. nóvember sl. vil ég taka fram eftir- farandi: - Reglur um afnotagjald Ríkisútvarpsins og starfsmenn þess eru mjög skýrar. Samkvæmt ráð- herrabréfi frá 1. janúar 1977 greiða starfsmenn sem hafa verið fastráðn- ir í eitt ár þriðjung af afnotagjaldi. Starfsmaður sem hefur verið fast- ráðinn í þrjú ár greiðir ekki afnota- gjald samkvæmt ákvörðun ráð- herra. Fréttamenn greiða ekki af- notagjald enda er kveðið á um það í kjarasamningi Félags fréttamanna og fjármálaráðuneytisins. Horft er til sams konar ákvæðis í kjara- samningi Blaðamannafélags ís- lands. Vel er síðan fylgst með því að lausráðnir starfsmenn og verktakar greiöi afnotagjald og verður að segj- ast að sumum sem hafa lengi starf- að fyrir Ríkisútvarpið finnst ein- kennilegt að ekki séu gerðar undan- tekningar á þessum reglum. Þetta eru reglur sem eflaust má endurskoða en það er ekki hlutverk innheimtudeildarinnar. Svona eru reglumar og á innheimtudeildinni er farið eftir reglum. Það má síðan spyrja skrifara les- endabréfs hvort hann teldi ekki að starfsfólki Stöðvar 2, svo nærtækt dæmi sé tekið, þætti það einkenni- legt ef farið væri fram á að starfs- menn Stöðvarinnar greiddu áskrift í þrjú ár eftir að hafa fengið fast- ráðningu. Rússar „fundu upp friðinn" Sigurður Jóhannsson skrifar: Eins og kunnugt er var Steinn Steinarr maður fyndinn og orðhepp- inn, bæði í bundnu máli og óbundnu. Eftir eina af hinum frægu „friöarlot- um“ Rússa á sínum tíma varð Steini að orði í viðtali við Helga ritstjóra Sæmundsson að Rússar „hefðu fund- ið upp friðinn". Og auðvitað hlaut Steinn ómældar skammir og mörg ófógur orð að launum í Þjóðviljanum. Athyglisvert er hversu mikla áherslu Rússar virðast hafa lagt á að ná áhrifavaldi á Norðurlöndum. Ný- lega hefur komið í ljós að Sovétmenn lögðu m.a. fram til fylgismanna sinna hér á landi þrjátíu milljónir króna á tíu ára tímabili. Þá brugguðu Rússar einnig ráð sín í Noregi eins og kunnugt er og lék Ame Treholt þar aðalhlutverkið hjá þeim. Arne þessi var einnig um árabil Arne Treholt hinn norski mætir til yfirheyrslu í Noregi. mikill og náinn vinur Jens Evensen, sem var á tímabUi ráðherra og ráð- gjafi í sjávarréttarmálum þar í landi, og fól Jens honum mikUvæg trúnað- arstörf. Nokkur kynni höfðu fáeinir menn hérlendis af „friðarbaráttu" Treholts eins og menn rekur minni tU. Norsk yfirvöld komust hins vegar að samspUi Treholts og Sovétmanna, og segir í Britannica, „Book of the Year 1986“, að Arne Treholt hafi hlot- ið 20 ára fangelsisdóm. JOV Ríkisútvarpið og starfsfólkið Helgi Einarsson hringdi: Ég vil byrja á að þakka einstak- lega skorinort og timabært les- endabréf í DV 10. þ.m. um yfir- gang ríkisstarfsmanna, sem er orðinn óþolandi í þjóðfélaginu af ýmsum ástæðum. Voru þar m.a. nefndir til þingmenn og starfsfólk Ríkisútvarpsins. Það er orðið löngu tímabært að hreinsa tU á þeirri stofnun hvað varðar starfs- fólk sem nýtur þess skjóls að vera á þessari stofnun þegar það er með önnur mnsvif úti í þjóðlifinu jafnframt. Tala nú ekki um þegar um fréttamenn er að ræða, eins og ég var að lesa um í Morgun- blaðinu sl. miðvikudag. Þar kem- ur fram að einn fréttamaður Sjón- varps gegni jafnframt stöðu ræð- ismanns erlends ríkis hér á landi. En þetta er bara eitt dæmi af mörgum um hagsmunaárekstur rlkisstarfsfólks í störfum sínum hér og þar í þjóðfélaginu. Óttast nektar- staðina Halla Guðmundsdóttlr skrifar: Ég er ekki ein í hópi kvenna jafnt sem karla sem óttast starf- semi nektárstaðanna í Reykjavík. Ég er ansi hrædd um að um þá staði flæði meira magn eiturefiia en almennt er vitað. Lögregan er dugleg við að upplýsa ásamt toll- yflrvöldum flæði þessara efna til landsins en auðvitað nær hún aldrei öllu því sem smyglað er. Á þessum búllum er mikill ólifiiað- ur og sori og þar hafa líka fundist fikniefni í fórum þeirra sem þar starfa. En lögreglan hefur þvi miður nokkuð bundnari hendur þegar kemur að rannsókn ailra þessara nektarstaöa. Og allir vita hvers vegna. Það er mál sem ekki er mikið rætt en verður að taka fyrir. Þakkir til DV Tveir starfsmenn Eimskips sendu þessar línur: Á stórum vinnustað eins og hér eru fjölmiðlar, pólitík og fleira til umræðu í matar- og kaffihléum. Tekist er á um ýmislegt og menn ekki alltaf á eitt sáttir. Þar er gjaman farið í gegnum mál sem fréttir og fjölmiðlar hafa skilið eftir sig og allt gegnlýst. Okkur langar til að senda þakkir fyrir einstaklega skörp og greinargóð skrif ritstjóranna á DV sl. laugar- dag. Annars vegar leiðara um Hæstarétt yfirstéttarinnar og hins vegar um Afturhvarf til stjórn- lyndis. Með sitt hvorum hættin- um, en raunsönnum i alla staði, var tekið á málum sem mjög hafa verið í umræöunni þessa dagana: Dómi Hæstaréttar, sem enn á eft- ir að verða hitamál hjá almenn- ingi, og svo auðvitað auðlinda- gjaldinu og hinni dreifðu eignar- aðild. í útrýmingar- hættu í Reykjavík Friðjón hringdi: Ég heyrði í útvarpsfrétt þar sem rætt var við einn þingmann Fram- sóknarflokksins í Reykjavík, að hann taldi flokkinn vera í útrým- ingarhættu í höfuðborginni. Ég tel þetta nú ekki vera neitt nýtt af nál- inni. Framsóknarflokkurinn hefur aldrei haft mikið fylgi í Reykjavík, og á heldur ekki að hafa þaö. Flokk- urinn er bændaflokkur og á að vinna fyrir þá sérstaklega. Hins vegar þurfa menn ekki að furða sig á hvernig mál þróast hjá framsókn- armönnum yfirleitt. Það þarf ekki annað en hlusta á fyrrverandi for- mann, Steingrím Hermannsson, hvernig hann skefur fylgið af flokknum. Þaö nýjasta f þeim efh- um er yfirlýsing hans að Framsókn- arflokkurinn eigi alls ekki að eiga landbúnaðarráðherra. Hvílíkur stjómmálamaður, Steingrímur!

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.