Dagblaðið Vísir - DV - 19.11.1999, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 19.11.1999, Blaðsíða 15
FÖSTUDAGUR 19. NÓVEMBER 1999 15 Tjaldhælar Vinstri grænna „Eg sakna þess lands sem fer undir uppistöðulón," segir m.a. f grein þingmannsins. á einstæðri náttúru Islands og ónotuðum möguleikum í ferðaþjón- ustu. Allt væri þetta nú gott og gilt. Hins vegar hjó ég eftir að hún nefhdi ekki hátækniiðnað eins og genarannsóknir sem eru ekki síður merkileg vísindi. Það var ef til vill ekki nein tilviljun vegna þess að það vildi svo merkilega til að ELest- ir flokksfélagar hennar í núverandi Vinstri grænum voru líka á móti frumvarpinu um gagnagrunn á heilbrigðissviði á síðasta þingi. Miklir möguleikar Þarna hafa svo sannarlega ný og merkileg atvinnutækifæri skapast þar sem hámenntað fólk hefur snúið heim til íslands til að taka þátt í spennandi viðfangsefnum. Þar eru miklir möguleikar fyrir sérhæfðan hóp og snerta verðmæti sem áður höfðu ekki verið nýtt sem skyldi. Ég er sjálfur enginn sérstakur talsmaður stóriðju á ís- landi. Hins vegar fellst ég á rök fjölmargra íbúa Austurlands sem telja að hátæknivædd stóriðja og virkjun verði kærkomin viðbót í atvinnuflóru í landsfjórðungnum og við eigum erfitt með að nýta okkur ekki þetta tækifæri. Ég sakna þess lands sem fer undir uppistöðulón. Ég fellst aldrei á það, eins og sumir hafa fullyrt, að Austflrðingar hafi verið með hendur í skauti og beðið eftir virkjun og stóriðju. Það hefur ver- ið unnið að fjölmörgum spennandi verkefnum, s.s. Héraðsskógum, ferðaiðnaði, hátækni í sjávarút- vegi, möguleikum á sviði símennt- unar, handunnum smáiðnaði í stein og við o.fl. o.fl. Það er engin ástæða fyrir jafn- skelegga konu sem Kristínu Hall- dórsdóttur að láta það pirra sig þótt rifjaður sé upp uppruni henn- ar nýju félaga því þeir, eins og hún, eiga sér sína pólitísku fortíð og gamlan slitinn tjaldhælapoka sem saumaður hefur verið upp og litnum breytt þótt tjaldhælamir, sem í honum eru, hafi bognað í all- ar áttir í grýttri vegferð íslenskra stjómmála. - Horfðu þér nær, vin- kona, en haltu áfram að brosa. ísólfur Gylfi Pálmason Á dögunum skrifaði mín ágæta vinkona, Kristín Halldórsdóttir, fv. alþingismaður og ný- kjörinn varaformaður Vinstri grænna, kjall- aragrein í DV eftir mið- stjórnarfund Framsókn- arflokksins. Heldur fór Kristín frjálslega með túlkun frá fundinum og gerði svipbrigði okkar ágæta leiðtoga, Halldórs Ásgrimssonar, að einu meginmáli greinar sinn- ar, eins og reyndar for- maður Vinstri grænna hafði gert í sjónvarps- fréttum. Ótrúleg málefna- fátækt Aðferðin er ekki ósvipuð aðferð og íhaldsmenn í Bretlandi nota þegar þeir fjalla um Tony Blair, leiðtoga Verkamannaflokksins. Svipbrigði hans skipta meira máli en gott gengi hans í breskum stjómmálum. Ég á því ekki að venjast að Kristín skrifi með þessum hætti. Hún er greinilega að semja sig að nýjum pólitískum aðstæðum. Heldur var hún á hálum ís þegar hún talar í grein sinni um póli- tískar ófarir Framsóknarflokks- ins. Þar nefndi hún „snöru í hengds manns húsi“. Ég man ekki betur þegar fáliðaðar kvennalista- konur riðu til þings á síðasta kjör- tímabili en að leiðir þeirra allra hafi skilið, hver fór í sína áttina. Krist- ín Halldórsdóttir fór til Vinstri grænna, Guðný Guðbjörnsdóttir til Samfylkingarinnar og Kristín Ást- geirsdóttir sneri sér að sagnfræð- inni. Kannski ekki tilviljun En öll él birtir upp um síður og gamalt bros hefur brotist fram á andliti Kristínar Halldórs- dóttur á myndinni sem birtist með kjallaragreininni og kann ég því mjög vel. Það er spaugilegt hve það angrar Krist- inu, og reyndar fleiri af félögum hennar, þegar talað er um rauða litinn í flokknum. Gömlu kommún- istamir og sósi- alistamir, sem gjaman hafa ver- ið nefndir rauðlið- ar, leituðu sér ein- hverra hluta vegna skjóls og festu niður gamla tjaldhæla sína í sama flokki, svo notuð sé tilvitnun Hjörleifs Guttormssonar, eftir að þeir, eða forfeðurnir, hafa löngu eytt kommagullinu og eftir að hafa ráfað villtir um og gátu ekki hugs- að sér að ganga til samstarfs við erkiféndur sina, kratana, sem eru stærsti hluti Samfylkingarinnar. Kristín gerði að umtalsefhi nýja möguleika í atvinnumálum. Ég var henni sammála um það að við eig- um að einbeita okkur að enn meiri fjölbreytni í atvinnumálum þjóðar- innar, í landbúnaðarmálum með vistvænni og lífrænni ræktun, í fiskeldi, í fjarvinnslu, rannsóknum Kjallarínn ísólfur Gylfi Pálmason alþingismaður „Ég er sjálfur enginn sérstakur talsmaður stóriðju á íslandi. Hins vegar fellst ég á rök fjölmargra íbúa Austurlands sem telja að há■ tæknivædd stóriðja og virkjun verði kærkomin viðbót í atvinnu- flóru í landsfjórðungnum...“ Sea Shepherd hótar íslendingum Það eru nokkur ár liðin síðan raddir heyrðust fyrst erlendis frá að í nánustu framtíð kynni að verða nauðsynlegt að friða ýmsa fiskistofna svo að hvalir og selir hefðu örugglega nægOegt að éta. Flestir tóku slíkum fréttum sem öfgafuilu gamni og vOdu ekki trúa að slíku væri slegið fram í alvöru. En nú blasir við stefnumörkun öfgahópanna, stríðshanskanum hefur verið kastað með því að tals- maður Sea Shepherd-samtakanna hefur boðað aögerðir gegn togveið- um íslendinga. Það eru verksmiðjutog- aramir sem eiga fyrst og fremst að fá að kenna á að- gerðum Sea Shepherd- samtakanna. Þessir svoköOuðu friðunarmenn hafa þegar í blaðafregnum boðað komu sína á ís- landsmið næsta sumar tO að klippa á togvíra. Fordæmi íslendinga Togveiðar eyðOeggja botndýralífið, segja tals- menn friðunarsamtaka og taka á upp nýjar veiðiað- ferðir sem síður skemma botndýra- lífið. Bandaríkjamenn hafa reynd- ar þegar tekið upp þráðinn og hafa skorið upp herör gegn togveiðum. Friðunarmenn telja sig því hafa sterkan bakhjarl þegar kemur að því að hreOa íslendinga með snjaOri uppfinningu þeirra sjálfra, víraklippunum úr þorskastríðinu. Islenskir sjómenn og vísindamenn vita manna best að með togveiðum er varla hægt að komast hjá ein- hverjum röskunum á botndýralífi. Hins vegar kann það að verða erf- iðleikum bundið að breyta tO dæm- is karfaveiðum á djúpmiðum yfir i handfæraveiöar eða línuveiðar sem teljast vistvænastar í fiskveið- um. Það er varla hægt að hugsa þá hugsun tO enda að stórum verk- smiðjutogurum verði breytt í snar- hasti í handfæraskip. En það er kannski sú hugmynd sem „alvitr- ir“ friðunarmenn vestur í Ameríku gera sér um fiskveiðar í Norður- Atlantshafi. Ofstopi verður ofbeldi Auðvitað má ætíð gera endur- bætur á fiskveiðistefnu og aðferðum við veiðar ef stjórnarherrar eru nægi- lega vakandi yfir þörfum og fyUstu kröfum um ár- angur. Vafalaust gæti það komiö tU álita að takmarka enn frekar togveiðar á grunnmiðum en gefa í þess stað minni bátum á neta- og krókaveiðum aukið svigrúm á fiskimiðunum. En menn verða seint ásátt- ir um réttar leiðir í fisk- veiðistjómun. Hagsmun- irnir eru of miklir og of verðmætir og viðkomandi hags- munasamtök eru of sterk tO að rýmOegir og sanngjamir hags- munir fái að ráða ferðinni. Það er kannski tO of mik- Os vænst að á „friðunar- skrifstofum" í Bandaríkjun- um og Kanada sé skilningur á þörfum lítiUar þjóðar í út- hafinu sem þarf á auðveld- ustu og hagkvæmustu leið tU að afla sér framfærslu á þeirri auðlind sem hafið gef- ur. Það er íslendingum framandi að það skuli vera hægt að gera of- stopa og ofbeldi að atvinnugrein misviturra manna sem berjast að því er virðist í nafni friðunar og verndunar. En það er umhugsun- aratriði að stórar og valdamiklar þjóðir sem virð- ast að minnsta kosti stundum berjast fyrir lýð- ræði og frjáls- ræði um allan heim skuli Uða að öfgafuUir of- beldismenn með aðgerðir á hend- ur öðrum þjóð- um að stefnu- marki skuli fá að starfa frjálst innan þeirra vé- banda. Hugtök- in frelsi, vemd- un, friðun og virðing hljómar ekki ætíð sann- færandi, ísmeygileg markaðssetning íslendingar hafa ekki efni á að skopast lengur að öfgum fjöl- mennra friðunarsamtaka úti í hin- um stóra heimi. Mikið fjármagn býr að baki starfsemi þessara öfga- fuUu hópa og fjölmennur hópur „atvinnugóðmenna" og „friðar- sinna" á aUt sitt líf undir því að ná árangri í baráttu við hin vondu öfl veiðimannaþjóðfélaganna. Barátta öfgafólks byggist á ísmeygOegri markaðssetningu um hvali, seli og fisk. Skítt með stríðshrjáð fólk og sveltandi börn um aUan heim. Jón Kr. Gunnarsson „íslendingar hafa ekki efni á að skopast lengur að öfgum fjöl- mennra friðunarsamtaka úti í hin- um stóra heimi. Mikið fjármagn býr að baki starfsemi þessara öfgafullu hópa og fjölmennur hóp- ur „atvinnugóðmenna“ og „friðar- sinna“ á altt sitt líf undir því að ná árangri...“ Kjallarínn Jón Kr. Gunnarsson framkvæmdastjóri Meö og á móti Á að afnema lögbundið fæðingarorlof? Að undanförnu hafa skrif um launa- mun kynjanna á heimasíðunni Frelsi.is vakið talsverða umræðu, en þar er því haldið fram að barneignir kvenna, og sér í lagi lögbundið fæð- ingarorlof þeirra, séu stór hluti skýr- ingarinnar á launamuninum. Ætti að vera baráttumál kvenna Afnám lögbundins fæðingaror- lofs ætti að vera baráttumál kvenna þar sem lögbundið fæðingarorlof hefur áhrif tO lækkunar launa þeirra. Vinnu- veitandi hefur tOhneigingu tO að greiða lægri laun þeim starfs- krafti sem um- svifalaust, og án ____ þess að þurfa að ívar Páll Jón8Son bera kostnaðinn hagfTæöinemi. sjálfur, getur horfið úr vinnu í nokkra mánuði. Það hefur í fór með sér óvissu fyrir vinnuveitandann og kostnað við að fmna annan starfsmann, Það leysir ekki vandann að lögbinda fæðing- arorlof fyrir karla líka því þá breyt- ist hópurinn úr konum í fólk á bameignaaldri og væntanlegir feð- ur þurfa þá einnig að gjalda þess. Ef einhver vOl una því að fá greidd lægri laun fyrir vinnu sína fyrir réttinn tO fæðingarorlofs á hann að geta ákveðið það sjálfur í frjálsum samningum við vinnuveitanda sinn. Sjálfsögð réttindi Splunkuný jafnréttisstefna ungra sjálfstæðismanna um afnám lögbundins fæðingarorlofs er and- vana fædd sem kemur í sjálfu sér ekki á óvart því kenningar nýfrjálshyggj- unnar hafa hvergi í heimin- um virkað í framkvæmd. __________________ Það verður samt viihjáimur h. vii- aö segjast eins hjálmsson, há- og er að vonandi *J<0'aneml vara_ pingmaour sam- forðar orottlIlTl fylkingarinnar. aOsherjar þjóð- inni frá því að Sjálfstæðisflokkur- inn verði enn við völd þegar þessir drengir komast tO áhrifa i flokkn- um. Helstu hugsjónir þeirra snúast um lögleiðingu fikniefha, að Island sé fyrir íslendinga og nú síðast af- nám fæðingarorlofs. Það er samt einu sinni þannig að með lögum um lögbundið fæðingarorlof eru foreldrum og börnum fengin mikO- væg réttindi því orlofið gerir for- eldrum betur kleOt að annast böm sín á fyrstu mánuðum ævinnar. Með því treystum við innbyrðis tengsl fjölskyldunnar og styrkjum hana á þýðingarmiklu og við- kvæmu skeiði. Lögbundið fæðing- arorlof felur því í sér mikOvæga hagsmuni fyrir samfélagið og það er skylda okkar að sjá til þess að aOir foreldrar fái notið þessara sjálfsögðu réttinda. Að auki eru lögin um lögbundið fæðingarorlof mikOvægt tæki í baráttunni fyrir auknu jafnrétti kynjanna og til þess faOin að bæta stöðu kvenna á vinnumarkaðnum. -KJA Kjallarahöfundar Athygli kjaOarahöfunda er vakin á því að ekki er tekið við greinum i blaðið nema þær ber- ist í stafrænu formi, þ.e. á tölvu- diski eða á Netinu. DV áskilur sér rétt tO að birta aðsent efni á stafrænu formi og í gagnabönk- um. Netfang ritstjórnar er: dvritst@ff.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.