Dagblaðið Vísir - DV - 19.11.1999, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 19.11.1999, Blaðsíða 10
 íenmng FÖSTUDAGUR 19. NÓVEMBER 1999 Hin hræðilem freisting Merkileg þverstæða er 1 þvi að Bertold Brecht, sem þvældist landflótta stað úr stað á árunum 1933 og fram undir 1950, skyldi einmitt á þeim tíma skrifa Krítarhringinn í Kákasus, verk sem lofar staðfestu, þann sem er kyrr og flýr ekki af hólmi, þann sem gætir þess dýrmætasta á háskatímum, hvort sem það er land eða barn. Kannski lýsir þetta þrá hans eftir annars konar lífi, kannski eru land og barn í þessu tilviki tákn þess sem hann vissulega gætti vel, tungu og menn- ingar þjóðar sinnar. Sagan í Kritarhringn- um, sem var frumsýndur í Þjóðleikhúsinu i gær- kvöldi, er einföld og bibl- íuvísun hennar er skýr. í byrjun leiks eru tveir hóp- ar fólks að reyna að kom- ast að niðurstöðu um eign- arrétt á dal nokkrum i stríðslok. Til frekari skýringar er leikin fyr- ir hópana undir stjórn sögumannsins sem Arnar Jónsson lék gömul kínversk saga af barni sem móðir skilur eftir þegar hún flýr heimkynni sín í ofvæni í borgarastríði og önnur kona tekur að sér, nauðug viljug. Tæp- um þremur árum og miklum hrakningum seinna er fósturmóðirin dregin fyrir dóm og við fylgjumst með réttarhöldum þar sem hin raunverulega móðir sækir sinn rétt gegn henni. Minnug Salómons og dóms hans í svipuðu máli fylgjumst við spennt með en Brecht dregur talsvert úr þeirri spennu með því að gera of greinilega upp á milli mæðr- anna tveggja; hann treystir áhorfendum sín- um ekki nógu vel. Texti Brechts er frámunalega fallegur á köflum í þýðingu Þorsteins Þorsteinssonar og Þrándar Thoroddsen og listamenn Þjóð- leikhússins ná miklum safa úr honum undir hugmyndaríkri stjórn Svisslendingsins Stef- ans Metz. Hann kemst af með ákaflega einfalt svið en nýtir leikflokkinn þeim mun betur í sama stíl og við sáum hjá leikflokki hans Theatre de Complicité á Listahátíð fyrir „Eg á hann!“ Margrét Vilhjálmsdóttir í hlutverki Grúsju og hinn ur með „vél“ sinni, Brynhildi Guðjónsdóttur. nokkrum árum. Hópurinn verður klettur þegar þess er þörf, myndar brú yfir jökul- skarð, verður á sem streymir áfram. Leik- munir eru fáir, þeirra algengastir langar stangir sem nýttust til margra hluta. Oftast voru þau spjót hermanna sem bjuggu til listi- leg munstur með þeim en fegurst urðu þau þegar þau breyttust í vatnið í ánni. Búningar voru fjölbreyttir og tónlistin var flott og féll vel að sýningunni án þess að vera áberandi lík stíl Kurts Weill. Leiklist Silja Aðalsteinsdóttir Hópurinn varð sem einn maður og allir stukku úr einu hlutverkinu í annað eftir þörfum nema Margrét Vilhjálmsdóttir sem leikur aðalhlutverkið, hina umkomulausu Grúsju sem tekur umkomulausa jarlssoninn Mikjál að sér. Hún fellur fyrir þeirri hræði- legu freistingu að vera góð, eins og sögumað- urinn segir. Þetta er sterk og sjálfstæð al- þýðustúlka þó að hún stigi kannski ekki í vitið og Margrét lék hana af næmri tilfinningu og skilningi. Fasi og hreyf- ingum þessarar erfiðis- konu náði hún maka- laust vel. Dómara henn- ar, fyllibyttuna og snill- inginn Asdak, lék Sig- urður Sigurjónsson af sannri nautn. Aðrir í hópnum áttu allir sínar stjömustundir og mætti telja mörg dæmi en hér verður að nægja að nefna atriðið frábæra þegar Ingvar E. Sigurðs- son og Bergur Þór Ing- ólfsson í hlutverki óvinahermanna finna jarlssoninn og ætla að taka hann af Grúsíu. Há- tind þeirra átaka lætur töfrandi jarlsson- leikstjóri ieika í slow DV-mynd E.ÓI. motion og það var bæði fyndið og hrollvekjandi. Stjarna sýningarinnar er þó enn ónefnd en það er brúðan Mikjáll sem Suzann Wachter bjó til en Brynhildur Guðjónsdóttir stýrði. Drengurinn var svo heillandi í útliti og hreyfing- um að salurinn hitnaði bein- línis eftir að hann kom á svið- ið. Það var eins og hver áhorf- andi sæi í honum sitt kærasta barn og um salinn fór bylgja samúðar þegar hann var inni. Þetta er leikhúslist og í sönn- um Brecht-anda. Þjoöleikhusiö sýnir á stóra sviðinu: Krítarhringurinn í Kákasus eftir Bertold Brecht Þýðandi: Þorsteinn Þorsteinsson Þýðing bundins máls: Þrándur Thoroddsen Lýsing: Björn B. Guðmundsson Búningar: Þórunn Elísabet Sveinsdóttir Leikmynd: Gretar Reynisson Tónlist: Pétur Grétarsson Dramatúrg: Philippe Bischof Leikstjóri: Stefan Metz Fiðlan arét Sigrún Eðvaldsdóttir fiðluleikari lék einleik með Sinfóníuhljómsveit íslands í gærkvöldi. Á efnisskránni var fiðlu- konsert í a-moll op. 53 eftir Antonin Dvorák ásamt verkum eftir Péteris Vasks og Béla Bartók. Hljómsveitar- stjóri var Uriel Segal en hann hefur áður stjómað Sinfóníuhljómsveit ís- lands, meðal annars á tónleikum Lista- hátíðar í júní árið 1970. Sigrún er án efa einn fremsti hljóð- færaleikari landsins. Ástæðan fyrir yf- irburðum hennar er fyrst og fremst sú að hún býr yfir mikilli tækni og leikur sér að því sem öðrum finnst erfitt. Einnig er hún örugg á sviði og henni finnst greinilega gaman að koma fram. Stíll hennar er rómantískur, hún tekur oft áhættur og lætur þá tilfmningarnar ráða. Auðvitað hittir maður ekki alltaf á réttar nótur undir slíkum kringum- stæðum en það gerir ekkert til því svo- leiðis feilnótur eru bara smartar og sexí, enda hluti af túlkuninni. Fiðlu- konsert Dvoráks er því kjörið verkefni fyrir Sigrúnu, þar ólgar allt og kraum- ar af tilfinningum sem ná ærandi há- punkti í slavnesku dansæði í lokin. Túlkun Sigrúnar var ástríðufull og þróttmikil og sumt var svo innilegt að margir í salnum hafa örugglega komist við. Sigrún hefur örlítið hráan tón sem jaðrar við að vera sár og svoleiðis hljómur hentar rómantísku verki vel, fiðlan grætur og áheyrendumir lika. Óneitanlega var þessi flutningur á konsert Dvoráks því hinn glæsilegasti og mikill sigur fyrir einleikarann. Tvö önnur verk voru flutt á tónleik- unum, hið fyrra Musica Dolorosa eftir Péteris Vasks og Tónlist fyrir strengi, slagverk og selestu eftir Béla Bartók. Sigrún Eðvaldsdóttir. Túlkun hennar var ástríðufull og þróttmikil. DV-mynd E.ÓI. Tónlist Jónas Sen Hið fyrra flokkast sem nútímatónlist og er fyrir strengjasveit. Það hefst á drungalegum tónum sem stigmagnast upp i kraftmikinn hápunkt en samt er tónlistin alltaf hæg og innhverf. Hún gæti sómt sér ágætlega sem kvik- myndatónlist, enda margir langir, ísmeygilegir tónar sem skapa stemn- ingu. Sumt er keimlíkt tónlist Arvos Párt og margt fallegt ber fyrir eyru, enda verkið ágætlega samið. En flutn- ingur Sinfóníunnar var upp og ofan, strengirnir voru ekki alltaf samtaka og sumt var nánast falskt. Hér er hugsanlega við hljómsveitarstjórann að sakast en hann var dálítið stífur og hörkulegur og tókst ekki að laða fram það besta í hljómsveitinni. Verk Bartóks var ekki heldur alltaf vel leikið, í hröðu þáttunum voru strengimir stundum óhreinir og hér voru feilnóturnar ekki hluti af áhrifa- mikilli túlkun heldur bara klaufaleg- ar. Aftur mátti kenna hljómsveitar- stjóranum um, sem var alltaf i flottum stellingum eins og í innrammaðri myndaseríu en ekki i miklu sambandi við hljómsveitina. Þó verður að segj- ast að hægu kaflarnir voru magnaðir, enda alvöru kvikmyndatónlist á ferð- inni, því ef minnið svíkur mig ekki er adagio-kaflinn aðaltónlistin í hryll- ingsmyndinni The Shining eftir Stanley Kubrik. Hér var leikur Sin- fóníunnar svo kynngimagnaður að það var ekki laust við að maður færi að ímynda sér að áheyrendurnir fyrir aftan mann væru í rauninni svipir og útfrymi. í heild voru þessir tónleikar þvi misjafnir; upp úr standa einleikur Sigrúnar og forynjur Bartóks. Námskeið í spuna íslandsdeild EPTA, Evrópusambands pianókenn- ara, stendur fyrir námskeiði í spuna 20.-21. nóv. Leiðbeinandi verður austurríski píanóleikarinn Michael Kneihs (á mynd). Hann tengist íslensku tón- listarlífí sterkum böndum því bæði er hann bamabarn hins mikla tón- listarfrömuðar Victors Urbancic og einnig hefur hann áður komið hér fram sem píanóleikari og hald- ið námskeið fyrir píanókennara. Kneihs kennir nú við Tónlistarhá- skólann í Vín. Námskeiðið um helgina fer fram I Tónlistarskóla Kópavogs og hefst kl. 10.00 báða dagana. Caput-tónleikar Á sunnudagskvöldið kl. 20.30 halda Caput-liðam- ir Eirikur Öm Pálsson trompetleikari og Sigurður Þorbergsson básúnuleikari einleikstónleika í Saln- um í Kópavogi. Þeir leika verk eftir nokkur af þekktustu tónskáldum liðandi aldar svo sem Karl- heinz Stockhausen og Paul Hindemith auk verka eftir Eirík Örn, Folke Rabe, W. Kraft, Toro Takemitsu og Boris Blacher. Aðrir flytjendur á tón- leikunum eru Judith Þorbergsson, píanó, Pétur Grétarsson, slagverk, Ásgeir H. Steingrímsson, trompet og Einar S. Jónsson, trompet. Sjónþing Eiríks Á morgun kl. 13.30 hefst Sjónþing Eiriks Smith listmálara i Gerðubergi. Umsjónarmaður þess er Harpa Bjömsdóttir myndlist- armaður, stjómandi er Aðal- steinn Ingólfsson listfræðing- ur en spyrlar era myndlistar- mennimir Daði Guðbjömsson og Hafdís Helgadóttir. Eiríkur fæddist 1925 og á að baki mjög fjölbreyttan og sjónþingsvænan feril því segja má að hann hafi átt hlut í öllum helstu listastefnum sem hingað bárust á árunum 1950-’70. Hann er einn af ást- sælustu listmálurum sinnar kynslóðar hér á landi, eftirsóttur portrettmálari, myndskreytir og náttúrutúlkandi og vinsæll kenn- ari. Samkeppni um lag í tengslum við menningarborgarverkefni Há- skóla íslands á árinu 2000 verður efnt til samkeppni um kórlag án undirleiks við erindi úr kvæði Jónas- ar Hallgrímssonar „Til hema Páls Gaimard" sem geymir einkunnarorð Háskóla íslands: Vísindin efla alla dáö, orkuna styrkja, viljann hvessa, vonina glœöa, hugann hressa, farsœldum vefja lýö og láö; tífaldar þakkir því ber fœra þeim, sem aö guðdómseldinn skœra vakiö og glœtt og verndaöfá viskunnar helga fjalli á. Lagið þarf að vera auðlært og henta vel til sam- söngs. Nótur skulu merktar dulnefni og nafn höf- undar fylgja í lokuðu umslagi, merktu dulnefninu. Tillögur sendist inn fyrir 1. febrúar árið 2000 til: Samskipta- og þróunarsviðs, Háskóla íslands, v/Suðurgötu, 101 Reykjavík. Veitt verða tvenn verðlaun. 1. verðlaun kr. 150 þús., 2. verðlaun kr. 50 þús. Frumflutningur verð- launalagsins og afhending verðlauna fer fram að kvöldi fimmtudagsins 26. maí á opnun fræða- og menningarhátíðar Háskóla íslands: Líf í borg, sem haldin verður dagana 26.-28. maí árið 2000. Einar og Örn á Akureyri Á sunnudagskvöldið kl. 20.30 verða tónleikar á vegum Tónlistarfélags Akureyrar í Safnaðarheimili Akureyrarkirkju. Þar flytja snillingarnir Einar Jó- hannesson klarínettuleikari og Örn Magnússon pí- anóleikari fjölbreytta efnisskrá þar sem gætir áhrifa allt frá Dimmalimm til djássins auk þess sem heyra má rammíslenskan tón Jóns Leifs. Barbara og Úlfar Leikhústrúðamir góðkunnu, Barbara og Úlfar, stikla á stóru í leikbókmenntum heimsins og ís- lenskri menningu í Listaklúbbi Leikhúskjallarans á mánudagskvöldið, en enginn veit fyrir fram hvar leitað verður fanga, í Biblíunni, Shakespeare, Jónasi Hallgrímssyni eða öðru andans fóðri. Húsið verður opnað kl. 19.30 en dagskráin hefst kl.. 20.30. Umsjón Silja Aðalsteinsdóttir

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.