Dagblaðið Vísir - DV - 19.11.1999, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 19.11.1999, Blaðsíða 4
4 FÖSTUDAGUR 19. NÓVEMBER 1999 Fréttir Skelfískur ehf. á Flateyri 1 alvarlegum vanda: Kúfiskfyrirtæki á kúpunni - sameining viö Þórshöfn veltur á niðurfellingu skulda DV, Akureyri: „Það er rétt að við erum i svoköll- uðum frjálsum samningum við lán- ardrottna, við erum að vinna í þvi. Síðan erum við að sameinast kúfiskdeild Hraðfrystistöðvar Þórs- hafnar,“ segir Einar Oddur Krist- jánsson, stjómarformaður Skelflsks ehf. á Flateyri, sem nú á enn og aft- ur í alvarlegum fjárhagserfíðleik- um. Ekki er langt um liðið síðan fyrirtækið gekk í gegnum nauða- samninga við lánardrottna en Einar Oddur vill ekki kalla það nauða- samninga sem nú er að gerast. „Nei, þetta kalla menn frjálsa nauðasamninga sín á milli. Við erum að biðja um eftirgjöf á skuld- um undir forustu lögfræðings og löggiltra endurskoðenda." Hvaða upphæðir er verið að reyna að semja um? „Það liggur ekki fyrir fyrr en þessu er lokiö, ég get ekki tjáð mig um það á þessu stigi, þetta er bara í ferli. Fyrirtækið er búiö að tapa miklum peningum, reksturinn gekk mjög illa vegna þess að það fannst Einar Oddur Kristjánsson: „Erum í svoköil- uðum frjálsum samningum." Skel ÍS er nú farin frá Flateyri og aflar vel á miðunum út af Þórshöfn. engin skel á þeim miðum fyrir vest- an sem búið var að taka út. Bátur- inn okkar er í dag í leigu austur á Þórshöfn og fískar mjög vel. Við erum búnir að tapa miklum pening- um og erum að biðja um eftirgjöf á skuldum,“ segir Einar Oddur. Viljayfirlýsing um sameiningu Skelfisks ehf. við kúfiskdeild Hrað- frystistöðvar Þórshafnar hf. var undirrituð fyrir nokkru og í kjölfar- ið var kúfiskveiðiskipið Skel ÍS, Stjórn Samtaka um betri byggð: Gróf íhlutun í mál- efni Reykjavíkur - segir Steinunn „Við höfum auðvitað ekkert á móti því að málefni Reykjavíkur- flugvallar séu rædd en það er afar einkennilegt af Ríkisútvarpinu að afhenda pólitískum aðila og fram- kvæmdaaðilum í þessu máli tvær klukkustundir í Sjónvarpinu til að matreiða þetta mál ofan í almenn- ing á þeirra eigin forsendum," segir Steinunn Jóhannesdóttir, stjómar- maður í Samtökum um betri byggð, en samtökin ályktuðu í gær „um ámælisverð vinnubrögð meirihluta samgöngunefndar. “ „Við erum mjög óánægð með að það eigi að efna til opinnar umræðu um þetta mál á þeim forsendum sem lagt er upp með. Þetta er mál sem varðar Reykjavík í hæsta máta og þetta er allt saman skipulagt án nokkurs samráðs við borgaryfirvöld eða aðra sem hafa áhuga á þessum Qugvallarmálum. Þetta er gert í andstööu við minnihluta samgöngu- Jóhannesdóttir nefndar þannig að þarna eru einn þingmaður og formaöur þingnefnd- ar að efna til umræðu um mikið og stórt mál á einhæfum forsendum. Mér finnst að málefni Reykjavíkur- flugvallar þurfi að ræða að minnsta kosti með þátttöku borgaryfirvalda, ég tel ekki hægt að ræða þetta öðru- vísi ef þetta á að vera ábyrg um- ræða sem á einhverju að skila. Það er þannig að þessu staðið að það er Ámi Johnsen einn sem setur þetta upp eins og hann vill hafa þetta og síðan er fólki boðið upp á þrjár mín- útur til að tala. Ef menn vilja vit- ræna umræðu verða þeir að hafa þá með í umræðunni sem hafa eitthvað um málið að segja. Við lítum svo á að meirihluti samgöngunefndar sé þama með grófa íhlutun í málefni Reykjavíkur og tilraun til að svipta höfuðborgina forræði yfir skipu- lagsþróun svæðisins til langrar framtíðar." -hdm Sigurbjörn Bárðarson. Meö 2000 verðlaunapeninga heima hjá sér: Sigurbjörn vill komast í Guinnes Iðrunarfullir sjálfstæðismenn - segja nýbúa góða DV, Akureyri: Fjórir stjómarmenn í Verði, félagi ungra sjálf- stæðismanna á Akureyri, með Arnljót Bjarka Bergsson formann í broddi fylkingar, hafa beðist afsökunar á þeim skilaboðum sem lesin voru út úr fréttatilkynn- ingu sem félagið sendi frá sér á dögunum. í fréttatilkynningunni var sagt frá samþykkt rn JO ur stjórnarinnar þar sem son og^ sagði efnislega að engum 1 Jas ætti að veita íslenskan ríkisborg- ararétt nema sá hinn sami stæðist grunnskólapróf í íslensku. „Sú hugsun sem ályktuninni var ætlað að koma á framfæri komst ekki til skila í henni. Hugsunin var og er sú að tryggja nýbúum menntun í íslensku og gera íslenskukunnáttu að skilyrði fyrir veit- ingu íslensks ríkisborg- araréttar. Nýbúar eru góðir og gegnir einstak- lingar í íslensku samfé- lagi. Það er öllum til hagsbóta að nýbúum verði gert kleift að verða virkari þátttak- endur í islensku þjóðfé- lagi. Við vonum að Vörður, félag ungra sjálfstæðismanna á Akureyri, bíði ekki hnekki vegna ályktunarinnar og lýkur málinu hér með af okkar hálfu," segir í tilkynningu stjómar- mannanna. Bjarki Bergs- menn hans afsökunar. Sigurbjörn Bárðarson, heimsmeistari í hestai- þróttum, opnaði nýverið safn sitt með á þriðja þús- und verðlaunagripum sem hann hefur hlotið á löng- um ferli hestamennskunn- ar. Safniö er til húsa í höf- uðstöðvum Sigurbjöms við Elliöavatn þar sem hann býr ásamt fjölskyldu og hestum. Nú stefnir hann á að komast í heimsmetabók Guinnes sem handhafi flestra verðlaunagripa sem einn maður hefur hlotið í einstakri íþróttagrein. „Ég hef verið að hugsa um þetta og vissulega langar mig að komast í heimsmetabókina. Á skeiðvellinum hugsar maöur um það eitt að setja met og í sjálfu sér er það met út af fyrir sig að komast í heimsmetabók- ina,“ sagði Sigurbjörn sem hefur riðið margan hringinn frá því hann byrjaði með þann brúnskjótta í hesthúsum Fáks við Elliðaár sem unglingur. „Ég vona að ég eigi er- indi sem erfíði þegar kemur að heimsmetabók Guinnes,“ sagði hann. Örlygur Hálfdánarson bókaútgef- andi gaf út heimsmetabók Guinnes í Orlygur Hálfdánarson. sem er í eigu Skelfisks, leigt til Þórshafnar og nokkrir starfs- menn Skelfisks héldu einnig til Þórshafnar til starfa þar við kúfiskvinnslu á sjó og í landi. Heimildir DV segja að um sam- einingu fyrir- tækjanna geti þó ekki orðið að ræða fyrr en botn hefur fengist í fjárhagsstöðu Skel- fisks og hún verið löguð verulega; Þórshafnarmenn séu einfaldlega ekki tilbúnir í að taka við þeim mál- um eins og staða þeirra er. Hrað- frystistöð Þórshafnar er með kúflsk- veiðiskip í smíðum í Kína, sem kemur til landsins í vor, og mjög fullkomin kúfiskverksmiðja er á Þórshöfn. Ekki náðist í Jóhann A. Jónsson, forstjóra Hraðfrystistöðv- ar Þórshafnar, vegna þessa máls, en hann er erlendis. -gk Ekkert agaleysi Aðalmaðurinn í Stoke-on-Trent þessa dagana er Guðjón Þórðarson , fyrrum landsliðsþjálfari. Guðjóni hef- ur verið tekið með kostum og kynjum þar ytra. Áður en gengið var frá marg- umtöluðum samning- um var Guðjón að ræða við Stoke-menn um einstaka leik- , menn, aðstöðu og fleira. Einn Stoke- manna var svolítið áhyggjufullur á svip og sagði Guð- jóni að það væru talsverð aga- vandamál hjá félaginu. Spurði hann hvort Guðjón hefði ekki áhyggjur af þvi og hvort hann þekkti til slíkra vandamála. Guðjón sagðist engar áhyggjur hafa og að hann þekkti lítt til slíkra vandamála. Stoke-maðurinn spurði vantrúaður af hverju Guðjón héldi aö agaleysið héldi ekki áfram. Þá barði okkar maður í borðið svo glumdi í og hvæsti á ensku: Because I fuckin’ say so. Sáu menn að agaleysi yrði ekki vandamál það sem eftir lif- ir leiktíðar... Stjornleysi Jón Kjartansson, bóndi á Stóra- Kroppi, ér skeleggur maður enda var framganga hans í Borgarfjarðar- brautarmálinu til þess að vegurinn var ekki lagður um land hans. Hann er mjög ánægður með sveitarstjórann í Borgarbyggð, Þór- xuini Gestsdóttur, og sveitarstjórn. Hins vegar er hann ekki eins ánægður með stjórnina i Skorradalshreppi, bendir á að þar búi 40 einstaklingar og um 15% þeirra séu i sveitar- stjórn. Nær ómögulegt væri að stjórna byggðarlaginu við þær að- stæður. Þetta jafngilti því að 15.000 Reykvíkingar væru í borgarstjóm. Stjómimunarhættir yrðu eins og í hverju öðru bananalýðveldi... Merkilegt - unniö að lýsingu á afrekum hans íslenskri þýðingu þar til fyrir nokkrum áram að út- gáfu íslensku útgáfunnar var hætt: „Það er enginn með útgáfuréttinn eins og stendur en ég hef hjálpað mönnum að komast í bók- ina sem hafa leitað eftir því við mig,“ sagði Örlygur Hálfdánarson sem síðast kom Óskari vitaverði í Vestmannaeyjum í heims- metabókina fyrir það afrek að hafa merkt fleiri fugla en aörir. „Ég held að Óskar vita- vörður hafi verið búinn að merkja um fjórtán þúsund fugla þegar ég kom honum i bókina," sagði Örlyg- ur sem lýsir sig reiðubúinn til að hjálpa Sigurbimi við ætlunarverk sitt. „Mig vantar aðeins vottorð með lýsingum á metum Sigurbjöms meö undirritun fulltrúa Landssambands hestamanna eða þá landbúnaðaráð- herra sjálfs.“ Vinna við lýsingu og flokkun á þeim metum sem Sigurbjöm Bárð- arson hefur sett og slegið á skeið- vellinum er þegar hafin og verður unnið sleitulaust i málinu þar til Sigurbjörn er kominn á síöur heimsmetabókar Guinnes með alla verðlaunagripina sina. -EIR Miðaldra kunningi Sandkorns, mikill fjáraflamaður sem lifir af því að kaupa og selja hvers konar verö- bréf, var nýlega staddur í kokkteil- gleðskap. Hann taldi sig hafa komist í feitt þar sem i partíinu voru samankomnir allir helstu verðbréfavík- ingar landsins. Hann mjakaði sér því í átt að snittuborðinu og lagði við eyra í þeirri von að verða einhvers vísari um leyndardóma verðbréfaviðskipta. Mikil varð því undrun hans þegar hann varð þess áskynja aö umræðurnar snerust mestmegnis um nýju Bruno Magli- skóna, Gucci-bindin, Boss-jakkafót- in, Versace-úrin, Lagerfeld-skyrt- umar og Gaultier-ilmvötnin ... Örvhentur? Gísli Hjartarson, ritstjóri og sagnasjór á ísafirði, hefur gefið út tvær bækur með vestfirskum þjóð- sögum. Sumar þeirra eru um Gísla sjálfan en hér er ein sem er ekki i bók- inni. Gisli missti ungur hægri hand- legginn i slysi en hefur síður en svo látið þá fotlun aftra sér frá því að taka lífið með trompi. Eitt sinn vann hann á vistheimilinu Bræðra- tungu á ísafirði þar sem þroskaheft- ir einstaklingar búa. Gísli sat og sló tölur inn í reiknivél á miklum hraða þvi hann var að vinna í bókhaldi heimilisins. Einn vistmannanna stóð og virti fyrir sér vinnubrögð hans um stund en spurði síðan: Gísli, ertu örvhentur? Umsjón Haukur L. Hauksson Netfang: sandkom @£f. is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.