Dagblaðið Vísir - DV - 26.11.1999, Blaðsíða 4
Astró
verður
súper-
klúbbur
íslenska skemmtanamenningin
fer fram i hellingi af kofum í miö-
bænum. Þaö sem hefur lengi vantaö
er almennilegur súperklúbbur þar
sem hægt er aö ganga að gæöa-
stemningu vísri. Bretinn Andy Sell-
ar kom hingað fyrir nokkru með þá
hugmynd aö bylta íslenska skemmt-
anaheiminum og nú styttist i að
hugmyndin rætist. Hann er nú orö-
inn „prómóter" hjá Astró og mun
hjálpa til við að reka staðinn.
„Á Astró verða gerðar meirihátt-
ar breytingar og þegar þeim er lok-
ið verður staðurinn alvöru staður,
alvöru súperklúbbur," segir Andy.
„Ég legg mest upp úr því að tónlist-
in verði alltaf best á Astró, sándið
best og stemningin best.“
Fyrsta kvöldið á hinum „nýja“
Astró verður 4. desember. Þá kem-
ur hingað snúðurinn Jazzy M sem
er með
þeim fræg-
ari í house-
senunni og
tíður snúð-
ur hjá
Ministry of
Sound í
London.
Gestir
munu
strax taka
eftir
breyting-
um. Svo halda breytingamar áfram
fram að áramótum og í hverri viku
verður boðið upp á eitthvað sér-
stakt og gott, lofar Andy allavega.
Eftir áramótin lokar Astró og opn-
ar ekki aftur fyrr en lun mánaða-
mótin feb./mars. Þá verður breyt-
ing staðarins fullkomnuð og í
hverri viku má eiga von á risanöfn-
um i dansgeiranum, nöfh eins og
Fatboy Slim hafa m.a. heyrst.
„Þeir útlendingar sem hafa kom-
ið hingað flnna fyrir æðislegum
straumum í skemmtanalífinu,“ seg-
ir Andy sem á von á að lokka út-
lendinga I massavís til íslands til
að tékka á stuðinu. „Vandamálið
hefin- bara verið aö staðinn hefur
vantað og því hafa stærstu nöfnin í
plötusnúðageiranum ekki komið
hingað ennþá. Þetta breytist allt
með tilkomu nýja Astrós."
Andy gerir sér grein fyrir ímynd
Astró í dag, að þangað mæti helst
bílasalar og silikonljóskur, „Astró-
týpur“ svokallaðar. Hann segir nýja
staðinn muni höfða til allra sem
viija dansa fram á morgun við und-
irleik bestu snúðana sem þegar
hafa sýnt mikinn áhuga á að koma.
„Nýi staðurinn mun ekki setja nein
landamæri," segir Andy og er þess
fullviss að íslendingar muni fila
nýja súperklúbbinn i botn óháð þvi
hvaða stereótýpu þeir tilheyra.
GRIM-
innast nu flestir
fönksveitina
Þessir drengir
iðiö Reykjavík
" in þeirra
iJUXli
ÍS'J
iru
u og nalfu ari.
sm þeir fara er
stingi spíttstíl
P
LiijJ
yj
lIujj
UJiJiJ
u
n
m
Ju
sfeíry,
m
„Snilldin gerðist auðvitað ekkert á
einum degi. Við settumst ekki niður
og hreyttum öllum lögunum af. Ætli
lagasmíðar spanni ekki eitt ár,“ segir
Birkir trompetleikari.
Vestur-skaftfellskt fönk
„Fyrstu lögin urðu til í sumarbú-
staði á Kirkjubæjarklaustri. Þetta er
vestur-skaftfellskt fónk,“ segir Börkur
gítarleikari.
Þeir segja alla í bandinu eiga lag
sem þeir sömdu á plötunni, félagslynd-
ið er í hávegum haft í Jagúar. „Já, all-
ir nema ég,“ hvíslar Fúsi trommuleik-
ari með kökkinn í hálsinum.
„Ég ætlaði nú að setja nafnið hans
Fúsa við mitt lag,“ segir Börkur. Ég
vorkenndi honum auðvitað og vildi að
hann fengi nú eitthvert smáSTEF. Sið-
an áttaði ég mig á því að Fúsi er tekju-
hæsti maðurinn í bandinu, síspilandi
með Álftagerðisbræðrum og svona.
Svoleiðis maður hlýtur enga vor-
kunn.“ Drengirnir gefa plötuna út
sjálfir og eru búnir að nota alla pen-
inga fyrir spilirí í sumar og haust til
að borga dæmið upp. Þar af leiðandi
hefur skotsilfrið ekki verið mikið en
nú horfa betri tímar við: „Síðasta
laugardag tókum við Skuldlausa gigg-
ið langþráða þegar við spiluðum á
Gaúk og Stöng, kláruðum að borga
upp plötuna. Tímar gnístrandi tanna
eru þannig liðnir og við tekur gróði,
segir Börkur með evrur i augunum.
Upprisa trommarans
Þeir fóru þá óvenjulegu leið að
leigja litla salinn í Borgarleikhúsinu í
Qóra daga til að taka plötuna upp. Þar
vippuðu þeir öllu draslinu upp á svið
og komu sér upp hljóðveri á leikhús-
fjölunum. Fyrir aftan takkana var síð-
an bransamaðurinn sjálfur, ívar
bongó.
Var mikiö mál og sviti aö koma öllu
draslinu fyrir áfjölunum?
„Bojbandið reddar sér alltaf, fer létt
með svona, „ segir Fúsi.
„Þetta var bara svipað og að róta
fyrir gigg. Sem sagt, ég þurfti að setja
munnstykkið á básúnuna mína,“ segir
Sammi og giottir letilega.
„Fyrst við erum að tala um það þá
finnst mér að allir í bandinu eigi að
kaupa sér græjur þannig að þeir séu
sjálfbærir. Sammi og þið brassarar,
þið ættuð að sjá um ykkar hljóðnema
og græjur," kveður Fúsi við, greini-
lega orðinn lang-
þreyttur á að þurfa
að bera trommu-
settið sitt.
„Þetta er tíma-
mótaviðtal, sterk
skoðun frá
trommaranum,"
segir Börkur.
„Það er greini-
lega reiði í loftinu,
eitthvað sem hefur
verið bælt niður,“
bætir Birkir við en
fer þó varlega þar
sem það eina sem
hann þarf að sjá
um er trompetinn._________________
„Þetta er pirrandi, heldur Fúsi
áfram. „Allir eru með þyngsli til að sjá
um en brassaramir mæta rétt fyrir
tónleika með flautumar sínar - og fá
sér bjór.“
„Þetta em stjömumar í bandinu,"
segir Ingi bassaleikari. Það er greini-
legt að brassaramir eru að fá fleng-
ingu er horft er illilega á Birki. „Ekki
horfa á mig, horfíð frekar á Samma.“
Frónskar limrur
Platan samanstendur af tíu illa lykt-
andi fonk slögurum sem jaðra við
suðumark. Sumir halda því fram að
fónkið sé allt eins og ekkert sé nýtt
hægt að gera í þeim geira, hann sé
blóðmjólkaður. Sveittir fönkarar eins
og Jagúar em nú ekki alveg sammála
því, eða hvað:
„Ja, að vísu stal ég mínum lögum
en það veit það enginn, ekki einu
sinni strákamir,“ segir Sammi í gríni.
„Það er reyndar mjög þægilegt með
fönkið,“ skýtur Fúsi inn í. „Það þekkja
fáir lögin þannig að við getum spilað
okkar lög og annarra í bland og
komust upp með að breyta þeim,
teygja og lengja og enginn tekur eftir
því.“
En slœðist ein-
hver íslenska inn í
þessi alíslensku
lög?
„Við getum sagt
það stoltir að text-
arnir eru á ís-
lensku," svarar
Sammi. „Textarn-
ir,“ gellur við í
hinum. „Hvaða
textar?“ „Nú, í
bókinni með
geisladisknum,"
svarar Samúel,
konungur súpu-
kjötsbrandaranna.
Fólk getur semsagt
sönglað það sem stendur í bókinni
með disknum ef það vill.
Brassararnir dansa
Eins og flestir vita er Börkur gítar-
leikari annar umsjónarmanna hins
ágæta þáttar Sílikon á Skjá einum. Þá
er bara spumingin hvort Jagúar nýti
sér ekki tækifærið og noti hann sem
front, láti hann góla eitthvað sætt fyr-
ir gelgjumar.
„Það er enginn söngur hjá okkur,“
segir Börkur stuttaralega, greinilega
ekki ánægður með sætabrauðsímynd-
arsköpunina.
„Við viljum helst losna við svona
söngvarakomplexa," segir Fróði en
hann ætti nú aö vera vanur slíkum
stælum, en hann hefur mikla
bransareynslu. „Þá losnum við lika
við ýmislegt vesen, eins og til dæmis
óskalög og tóntegundaskipti fyrir
söngvarann. Annars veit Ingi allt um
söngvarakomplexa. “
„Já, ég lenti í slæmu tilfelli af
söngvarakomplexnum á sínum tíma
en það besta við þetta band er að það
er laust við svoleiðis." Ætli Ingi hugsi
ekki til baka til Spoon með fröken
Torrini í fararbroddi. „Ég er sammála
skoðunum Birkis um söngvara," segir
Sammi. „Það er alveg eins hægt að
vera með dansara eða eitthvað álíka
fyrirbæri.“
„Kannski við ættum að fá okkur
söngvara og þá gætuð þið brassararn-
ir verið dansarar," segir Daði hljóm-
borðsleikari við litlar undirtektir frá
brössurunum sem vilja greinilega
ekki stofna stöðu sinni í hættu.
Draumar Jagúar
En drengir, stefniö þiö á stjörnuhim-
ininn? Er meikiö þaö sem bíöur ykkar?
„Hvað er það, hvernig skilgreinirðu
það?“ spyr Daði, greinilega að reyna
að snúa út úr þessari frábæru leið til
að hnýta endahnútinn á viðtalið.
„Ef þú átt við að fara eitthvað út að
spila byrjum við eflaust í Skandinav-
íu.“
Já, þaö hljómar sem skásti mögu-
leikinn. Skárri en Bretland.
„Það eru nú aðrir vettvangar, aðrar
fjölmennar þjóðir. Þjóðverjar eru til
dæmis níutíu milljónir," segir-Fúsi.
Já, nei, nei. Þaö er vonlaust.
„Kannski. Ekki nema við söfnum í
smábumbu og sítt að aftan, látum
vaxa yfirvaraklámskegg og fáum okk-
ur snjóþvegnar gallabuxur.“ Hinir
taka vel í þetta sem þýðir að
það er ekki hægt að gera
þeim það að halda við-
talinu áfram.
-hvs
U»V m fKAi VI HAyMSN KAN PÍ
M§§ t §T§PÍT.,-.- ©felM KAN V/Iii NQÚSK I
3Á ©§ KAi'iyé 66 8AKTUS 9é 9I§P§§, MSPift ©6
MiN Jg§ FeÍSSbll §f KSMPS6MI
MEI, MiM §i VA§ f>IT IMME! SN©§§Í VA§
N0&§fc! UIV SilMieN §U* NeilMj
3ÓNATAW
wwm
VSA/igr i
f Ó k U S 26. nóvember 1999