Dagblaðið Vísir - DV - 26.11.1999, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 26.11.1999, Blaðsíða 14
Spaceyí Pay It Forward í umræöum um ósk- arsverðlaunin á næsta ári er Kevin Spacey sá heitasti um þessar mundir og er það frammi- staða hans 1 American Beauty sem þyk- ir einkar glæsi- leg. Spacey, sem hefur undanfarin miss- eri haldið sig aðallega við leiksviðið og vann eftir- minnilegan leiksigur í The Iceman Cometh, bæði í London og New York, mim að öllum líkindum leika á móti Helen Hunt í Pay It Forward á næsta ári. Fjallar myndin um kennara sem hefur aldrei beðið þess bæt- ur að hafa orðið fyrir kyn- ferðislegri áreitni í æsku og samband hans við móður eins nemanda síns. Leik- stjóri verður Mimi Leder (Deep Impact). Áður en að Pay It Forward kemur mun- um við sjá Spacey í The Big Kahuna, þar sem mótleikari hans er Danny DeVito. Fjall- ar sú mynd um sölumenn sem hittast á ráðstefnu í Kansas. Spacey framleiðir þá kvikmynd. Brannagh stofnar The Shakespeare Film Company Kenneth Brannagh hefur verið manna dugleg- astur við að festa leikrit Shakespe- ares á filmu og á ekki lítinn þátt í því að Shakespe- are er kominn aft- ur í tísku. Hann hefur nú stofnað kvikmyndafyrir- tækið The Shakespeare Film Company sem er ætlað að koma í kvikmynd sem flest- um leikritum skáldjöfursins og er áætlun að hver kvik- mynd kosti 16 milljónir doll- ara. Brannagh segir að alls ekki sé ætlunin að kvik- mynda leikritin á klassískan máta heldur reyna að koma þeim til skila á sem áhuga- verðastan hátt. Þegar er lok- ið fyrstu kvikmyndinni, Love’s Labour Lost, þar sem Brannagh leikur á móti Alicia Silverstone, Natascha McElone og Nathan Lane og leikstýrir einnig myndinni og skrifar handritið. Er leik- ritið látið gerast á fjórða áratugnum og skartar lög- um eftir Cole Porter og Irv- ing Berlin. Frumsýningar í dag: Hrafn og James Bond (Pierce Brosnan), vel klæddur og snyrtilegur í öllum hasarnum. Enough er Michael Apted sem áður hefur leikstýrt mörgum úr- valsmyndum, þar á meðal Coal Miner’s Daughter, Gorky Park, Goriilas in the Mist og Nell. óhultur fyrir árásurr djöfulsins, því þverl gegn vilja hans sótti á hann holdlegai hugsanir um aðrs konu, en þá eigin konu er Guð hafði valið honum. Konu ai fjölskyldu galdra- mannanna brenndu Samkvæmt þeim fræðum er síra Jór hafði numið beittr nornir holdlegri girnd til að leiða menn í freistni. Er sú kona er sótti á huga hans norn? í hlutverkum eru Hilmir Snær Guðna- son, sem leikur síra Jón, Sara Dögg Ás- geirsdóttir, Alexandra Rapaport, Guðrún Kristín Magnúsdóttir, Hallgrímur H. Helga- son, Jón Sigurbjöms- son, Jón Tryggvason og fleiri. Auk þess að leikstýra myndinni er Hrafn Gunnlaugsson einn handritshöfunda og einnig stjórnaði hann klippingu mynd- arinnar og valdi tón- listina. Kvikmynda- tökumaður er Ari Kristinsson, hljóð- Við drekkingarhylinn. Hilmir Snær Guðnason í hlut- verki síra Jóns Magnússonar. Tvær kvikmyndir verða frum- sýndar í dag, merkilegar kvik- myndir þótt ólíkar séu. Önnur er íslensk, Myrkrahöfðinginn, sem Hrafn Gunnlaugsson leikstýrir, og hefur verið beðið með mikilli eftir- væntingu eftir þessari mynd. Hin myndin er nítjánda myndin um njósnara hennar hátignar, James Bond, 007, The World Is not En- ough. Myrkrahöfðinginn hefst árið 1643. Ungur hugsjónamaður, síra Jón Magnússon (Hilmir Snær Guðnason), útskrifast frá Presta- skóla íslands. Vegna afburða náms- árangurs var síra Jón vígður til prests án þess að þjóna reynslutím- ann. Hann gekk að eiga ekkju fyr- irrennara síns, Þórkötlu (Guðrún Kristín Magnúsdóttir) en sú kvöð fylgdi brauðinu. Ekkjan var þrjátiu árum eldri en sira Jón. Þau hjónin verða ffjótlega fyrir árásum galdra- manna Satans og mega þola miklar þjáningar. En þrátt fyrir galdra- árásirnar haggast ekki trú hug- sjónamannsins á þær kenningar sem hann hafði numið í Prestaskól- anum um sigur hins góða og að hægt væri að bjarga sálum galdra- manna frá eilífri glötun með því að hreinsa þá í jarðneskum eldi - „eldi sem er sem kitlur einar hjá logum vítis sem brenna til eilífð- ar“. í baráttunni við útsendara Andskotans, fær sira Jón að reyna hversu vanþakklátt og erfitt það er að vinna slík góðverk. Þótt síra Jón brenndi galdramennina á báli til að bjarga þeim var hann ekki hönnun annaðist Kjartan Kjartansson. Myrkrahöfð- inginn er sýndur í Háskólabíói. Nitjánda James Bond-kvikmynd- in The World Is Not Enough er frumsýnd i Bíóhöllinni, Laugarás- bíói og Nýja bíói í Keflavík. Jams Bond er sem fyrr að bjarga heimin- um og til að svo geti orðið þarf hann að fara í gegnum miklar eldraunir um alla Evrópu. Það er ekkert nýtt fyrir Bond eða 007 að eiga við hryðjuverkamenn og nú er það hópur slíkra manna sem ætlar sér að ná yflrráðum yfir olíu- lindum heimsins. Til að koma í veg fyrir að svo verði þarf Bond að glíma við hryðjuverkaforingjann Renard, auk þess sem fallegar stelpur verða á vegi hans sem hann að sjálfsögðu stenst ekki þótt ekki séu þær allar þar sem þær eru séðar. Auk Pierce Brosnan, sem að sjálfsögðu leikur Bond, leika í myndinni Robert Carlyle, Sophie Marceau Denise Richards, Judi Dench, Roobie Coltrane og John Cleese. Leikstjóri The World Is Not Páll eldri (Jón Sigurbjörnsson) og Páll yngri (Jón Tryggvason). Síra Jón Magnússon (Hilmir Snær Guðnason) predikar. Við hlið hans er Þórkatla kona hans (Guðrún Kristín Magnúsdóttir), Páll yngri (Jón Tryggvason) og Páll eldri (Jón Sigur- björnsson). Mörg andlit Johns Maicovich Ein athyglisverðasta kvik- myndin sem sýnd er um þessar mundir er Being John Malcovich, svört kómedia um leik- brúðugerðar- mann sem kemst inn 1 hugarheim Malcovich. Er það John Cusack sem leikur brúðu- gerðarmanninn. Malkovich sjálfur leikur einnig í mynd- inni og það má einnig sjá hann í kvikmynd Luc Bes- sons The Messenger: The Joan of Joan Arc. Það er annars að frétta af Malcovich að hann ætlar næstu misseri að halda sig bak við myndavélina, fram- leiða og leikstýra. Fyrst er á dagskrá Ghost World, lítil kvikmynd sem Malcovich framleiðir. í aðalhlutverk- um eru hinar ungu leikkon- ur Thora Birch og Leelee Sobieski. Sjálfur mun Malcovich leikstýra Dear Mr. Copote,, sem er saka- málamynd, og Baby Doc, gamanmynd sem gerð verð- ur eftir handriti Malcovich. bíódómur Tarzan lifir Teiknimyndirnar frá Disney eru nokkurs konar helgimyndir nútimans, gjaman goðsöguleg æv- intýr sem höfða til frumhvatanna í ungum sem gömlum. Þegar vel tekst til eru þær stórbrotin upplif- un sem geymast á vísum stað í huga áhorfandans alla ævi. Fyrri kynslóðir eiga minninguna um Mjallhvíti og dvergana sjö og einnig Bambi, yngra fólkið hefur sinn Ljónakóng og ævintýrið um Aladdin. Sagan um Tarzan er frá upphafi aldarinnar og samkvæmt anda sinnar tiðar gengur hún út frá þeirra tíma hugmyndastraumum um mannseðlið, þróun tegund- anna og siðmenningu gegn villi- mennsku. Sagan hefur lifað vegna þess að hún spyr klassískra spuminga um vegferð mannsins, auk þess að vera afburða spenn- andi og viðburðarík. Margar út- leggingar á sögunni hafa litið dagsins ljós siðan þá og þær em ófáar þrjúbíóminningarnar sem undirritaður á af ævintýmm apa- bróður á tjaldinu. Höfundar Disney-útgáfunnar leggja eðlilega út frá þeim straum- um sem hæst ber í samtíðinni, þ.e. samskiptum ólíkra menningar- heima, fordómum og umburðar- lyndi. í stað þess að hópur land- könnuða uppgötvi Tarzan í fóstri hjá öpum og dragi hann síðan til siðmenningarinnar með misheppn- uðum árangri, snýst sagan um leit að samsömun og skilningi. Við fylgjmnst með Tarzan alast upp hjá górilluflokki og læra öll trixin þar til hann er orðinn „kaþólskari en páfmn", ef svo má að orði komast. Þegar Jane og landkönnuðirnir birtast kemur að því að Tarzan er krafinn um afstöðu; hvort stend- urðu með þínum flokki eða hinum óvæntu gestum? AUt fer auðvitað afskaplega vel að lokum en á leið- inni er stanslaust fjör. Og þvilíkt fjör! Þetta er allt sett fram af ótrúlegri hugar- og fingrafimi, öll teiknivinna er væg- Sam-bíóin- Tarzan ★★★ ast sagt frábær, blæbrigðarík og full af töfrum. Hljóðheimurinn magnaður sem og upplifunin öll sem spannar tilfinningaskalann frá a til ö. Tarzan er afbragðs skemmtun sem allir ættu að geta haft gaman af. Stjórnendur: Kevin Lima og Chris Buck. Handrit: Tab Murphy, eftir sögu Edgar Rice Burroughs. Ásgrímur Sverrisson f ó k u s 26. nóvember 1999

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.