Dagblaðið Vísir - DV - 26.11.1999, Blaðsíða 6
Didda var siöast i
Fókus í ágúst í fyrra.
Þá var að koma út#
diskur með Ijóðunum v
hennar við rokkuni|$rd|
leik og hún var á
leiðinni til Kúhu. Þar
var hún í tíu máhuðf;.,k4Í
Nú er Didda p
heim með glæhyja
skaldsogu og.-barn i
maganum. Hún seéfr '
Dr: Gunna að /hún ffm
sakni hara
hunds frá Kubu.
„Þetta bara gerist þegar maður fer
á sjóræningjaslóðir," segir Didda og
bendir á kúluna á maganum sem er
frekar lítil miðað við að bamið á að
frumsýna öskrið í jólamánuðinum.
„Ég tók sneið af Karibahafinu með
mér heim.“ Svo tölum við ekki
meira um bamið í maganum því
Diddu finnst „þessar óléttuumræður
í blöðunum vanvirðing gangvart
ófæddu bami“ og ég er alveg sam-
mála henni og ekki heldur að vinna
fyrir Séð og heyrt.
Ofdekruð börn og stóri
pabbi
„En bókin kemur Karíbahafinu
ekkert við,“ segir Didda um skáld-
söguna „Gullið í höfðinu". Bókin
kemur í framhaldi af „Ertu“, sem
kom út í hittifyrra, og ljóöabókinni
„Lastafans og lausar skrúfur" sem
kom út ári áður.
Komstu heim sem sanntrúaóur
Kastrókommi?
„Nei, langt frá því. Mér finnst
Kastró flottur leikari og ég er ekki
að segja að hann sé iUmenni eða
neitt slíkt, en hann er alveg jafn
mikill pólitíkus og næsti hákur. Ég
varð fyrir vonbrigðum með Kúbu.
Ég átti þann draum að Kúba væri al-
veg eins og þegar byltingin var gerð,
en þetta er allt breytt. Ýmislegt
þama er allt öðmvísi á litinn en gef-
ið er í skyn.“ Didda gerir hlé á máli
sínu til að lagfæra bumbuna. Heldur
svo áfram: „Kúba og Karíbahafið er
tímalaus staður. Tíu mánuðir þar
líða eins og tveir mánuðir hér. Það
er ekkert merkilegt aö gerast og
alltaf sama veðrið. Samt gerir fólk
jafn mikið veður út af veðrinu þar
og hér. Eyjaskeggjaelementið er líka
þaö sama og hér.“
Vilja þá Kúbverjar alltaf vera aö
^ ^Þetta er mórall úr
annarri átt, ekki
þessarí venjulegu
mórölsku átt sem
er alltaf með mór
fara eitthvað?
„Sumir. Sumir hafa farið og kom-
ið aftur af því Kúba er eini staður-
inn á jörðinni þar sem þeir þurfa
ekki að vinna, þurfa ekki að bera
ábyrgð á sjálfum sér. Þeir eru með
sömu ranghugmyndir um umheim-
inn og frelsið og þeir sem halda
kannski að París sé rómantískur
staður. Kúbverjar halda að umheim-
urinn biði með rauða dregilinn. Þeir
eru eins og ofdekruð böm og Kastró
er stóri pabbi. Þeir fatta fljótlega að
frelsinu fylgir ábyrgð og þú þarft að
hafa fyrir hlutunum. „
Varstu vör viö íslensku túristana?
„Já, já. Það var hringt í mig af því
að fólk hélt ég gæti reddað rútum og
svona. Einn íslendingur hringdi og
vildi fá mig til að tala íslensku.
íslenskufasisminn náði því alla leið
þangað. En þetta var vel meint,
hann vissi kannski ekki að ég talaði
íslensku við Úlf son minn og skrif-
aði á íslensku allan daginn.“
Einum gull, öðrum bull
Didda sat í karíbaskri paradís og
skrifaði um vistmanneskju á geð-
deild. „Ég var byijuð að skrifa um
hana Kötlu hér en svo elti hún mig
bara út,“ segir skáldkonan.
Á hún sér stoð í raunveruleikan-
um?
„Hún Katla? Já, hún er tribute
handa mörgum manneskjum sem ég
hef rekist á, en hún er ekki ein
manneskja. Hún er svo heppin að
geta dæmt allt út frá líkum. Líkun-
um á því hvemig hlutimir geta
hugsanlega verið. Hún þarf ekki að
æða neitt um heiminn, hún reiknar
þetta bara út. Þess vegna varð Katla
áfram á íslandi þó hún væri skrifuð
á Kúbu.“
Og bókin heitir Gulliö í höföinu...
„Já, eða bullið, samanber máls-
háttinn „Einum gull, öðrum bull“.
Hún Katla er mjög skemmtilegur
karakter. Stundum þurfti ég bara að
standa upp og spyrja hana hvað í
ósköpunum væri í gangi hjá henni
og svo skrifaði ég svarið niður.“
Heldurðu aó pabbi þinn lesi þessa
bók?
„Nei, ég held að hann sleppi þess-
ari líka. Ég er samt alltaf að nálgast
hann þó honum finnist það ekki. Ég
held það komi honum á óvart að ég
geri lögreglumann að mikilvægri
persónu. Hann kom sterkur inn og
segir hluti sem skipta ákaflega
miklu máli. Ég held að pabbi hafi
ekki búist við þessu af mér. Hann
ætti að kíkja á síðasta kaflann.“
Ertu aö predikera, er mórall?
„Nettur mórall, já, en ekki beint.
Þetta er mórall úr annarri átt, ekki
þessari venjulegu mórölsku átt sem
er alltaf með móral. Þetta er annar
mórall. Hann er hvorki vondur né
leiðinlegur. Katla er merkileg fyrir
það hvemig hún segir frá. Hún
krefst þess af fólki að það hætti að
vera það sjálft og halli höfðinu og
sjái veröldina eins og hún. Ef þér
tekst að gera það við lesturinn þá
skemmtirðu þér betur. Þá geturðu
verið afslappaður við aðstæður sem
þú vissir ekki að þú gætir verið af-
slappaður við.“
Mér finnst margar
konur hérna setja
sig á ansi háan
hest. Þær sýna
nektardansmeyjun-
um vanvirðingu
með því að
vorkenna þeim.
u
Ertu búin aö ákveöa bókina alla
fram í tímann þegar þú byrjar aö
skrifa?
„Stundum. Ja, ég veit það ekki al-
veg. Ég er svo mikill nýgræðingm-
og er ekki endanlega búin að finna
mína formúlu. Það á ágætlega við
mig að fara blint áfram og taka
sénsa. Oft er ég búin að ákveða eitt-
hvað innra með mér en svo breytist
það þegar það kemur út.“
Lestu til aö fá inspírasjón?
„Til að stæla, meinarðu?“
Nei, meira svona til aö minna þig
á það hvaö gerir þaó þess viröi aö
skrifa.
„Já, já. Allt sem maður les þegar
maður er að skrifa, eða hvað sem er
að gerast í kringum þig, það smygl-
ar sér einhvem veginn inn. Það er
að segja ef það skiptir þig einhverju
máli. Það sem ég hef verið að lesa
undanfarin tvö ár, fyrir utan hitt og
þetta eins og gengur, era aðallega
bækur eftir Joe R. Lansdale og A.
M. Homes. Þau era bæði bandarísk
og bæði á lífi, sem mér finnst mjög
skemmtilegt. Svo hef ég fylgst með
teiknimyndasögunni „Preacher". Ég
les mikið af teiknimyndasögum þeg-
ar ég er að skrifa. Og svo fylgist ég
náið með því sem bömin í 9. bekk
era að læra.“
Allt nákvæmlega eins
Svo kom Didda heim, beint i bull-
andi góðærið. Hvað fannst henni
helst hafa breyst?
„Nákvæmlega ekkert. Allt er ná-
kvæmlega eins. Tryggvi „Hringur"
er ennþá á hjólinu sinu. Það era enn
þá jafn fáir að gefa öndunum en enn
þá jafn margir að rífast yfir því að
það skuli vera rasl í Tjöminni. Og
enginn að týna upp þetta rasl af því
að ef fólkið sem er að kvarta gerir
það ekki sjálft, þá gerir það enginn."
Hvers saknaröu mestfrá Kúbu?
„Ég sakna nú bara tikarinnar
minnar. Ég sakna bara hunds frá
Kúbu.“
En hvers saknaöir þú frá íslandi
þegar þú varst á Kúbu?
„Ég saknaöi þess oft að hitta fólk
og labba í burtu með það á tilfinn-
ingunni að ég hafi átt skemmtilegar
samræður, aö það hafi eitthvað ver-
ið að gerast. Að víst höfðum við eina
ferðina enn komist að einhverju
sem skipti máli, þó þaö væri
kannski ekkert merkilegt. Það er dá-
lítið skrýtið aö vera útlendingur í
svona langan tíma. Ég var alltaf ný-
búinn á svæðinu - „el strangera“ -
og það er mjög leiöinlegt að vera ný-
búi. Þetta háttarlag gagnvart útlend-
ingum ber vitni um minnimáttar-
kennd samfélagsins. Hér er þessi
minnimáttarkennd sýnd með derr-
ingi i garð útlendinga, t.d. þessi hug-
mynd að fólk þurfi að ná samræmdu
prófunum til að fá ríkisborgararétt.
Hvað eiga þá margir íslenskir skuss-
ar að missa ríkisborgararéttinn? Á
svipuðum nótum er þessi sjokk-
kennda umræða um nektardans-
staðina. Á Kúbu er það mjög algengt
að ungar stúlkur selji sig til að
halda uppi fjölskyldunni. Ef þú ferð
til þriðja heimsins - það hugtak á
annars bara við um peninga, ekki
fólkiö sjálft - þá sérðu að viðhorfin
era allt önnur, að það er allt annað
sem fólkið er að sækjast eftir. Það er
enginn sem gabbar þig út í þessa
vinnu. Þú gerir þetta af því að þér
finnst þú þurfa þess. Eina leiðin til
að koma í veg fyrir að fólk sæki i
^ ^Ef maður heyrir
gott lag getur
maður ekki skellt
sér í dans. Og
maður getur ekki
ýtt bílum.^ ^
svona svört störf er að útrýma fá-
tækt. Þetta hefur ekkert með kynja-
ágreininginn að gera. Mér finnst
margar konur héma setja sig á ansi
háan hest. Þær sýna þessum konum
vanvirðingu með því að vorkenna
þeim. I staðinn ættu þær að reyna
að sjá málin aðeins með sömu aug-
um og konumar."
Má ekki ýta bíl
Diddu frnnst ágætt að þurfa að
standa í því að kynna bók. Þá þarf
hún ekki að hugsa eins mikið um
kúluna á meðan.
„Þetta er svo leiðinlegt á síðasta
sprettinum. Maður getur ekki beygt
sig, ekki hlaupið, ekki hoppað. Ef
maður heyrir gott lag getur maður
ekki skellt sér í dans. Og maður get-
ur ekki ýtt bílum. Ég reyndi að ýta
bíl í gær en mátti það ekki. Þetta er
það leiðinlega við óléttuna og þvi er
fint að gefa út bók, þá hef ég um eitt-
hvað annað að hugsa.“
Og hvaö nú? Ertu núna komin í
góö mál og getur gefiö út bœkur þaö
sem eftir er?
„Það veit ég ekkert um,“ segir
Didda, „en ég vona það. Mig myndi
langa til að halda áfram að skrifa
bækur sem verða gefnar út. Ég gef
mig alveg fram í það mál, sko.“
6
f Ó k U S 26. nóvember 1999