Dagblaðið Vísir - DV - 26.11.1999, Blaðsíða 11
molar
Hljómsveitin Korn, sem er ekki beint
þekkt fyrir léttleika, er enn dimmari
og harðari á nýju plötunni sinni „lssues“
sem er nýkomin út.
i í
i * Bi jr
„Þetta er okkar dekksta og til-
finningaþrungnasta verk,“ segir
Jonathan Davis söngvari.
Hann segir plötuna vera fyrsta
kaflann í nýrri sögu hjá nýmálm-
sveitinni frá Kaliforníu. Hljóm-
sveitin var stofnuð úr rústum
sveitar sem kallaði sig LAPD 1993
og hefur smám saman verið að
stækka aðdáendahópinn. „Við höf-
um verið að gera sérstaka tegund
af tónlist á fyrstu þrem plötunum
okkar,“ segir Jonathan, „og sú síð-
asta, „Follow the Leader", var
lokakaflinn í þeirri sögu. Mörg
bönd hafa komið fram og þynnt
þessa tegund tónlistar út svo við
gáfum bara í og gerðum aðeins
öðruvísi plötu.“
Ekkert hipp-hopp
Nýja platan, sem nánast er laus
við hipp-hopp áhrifin sem fyrri
verk Kom hafa verið undir, segir
sögu kvíða og innri baráttu sem
söngvarinn hefur átt í síðan „Foll-
Kofln
ow the Leader" og lög eins og „Got
the Life“ og „Freak on a Leash"
gerði Kom að einni vinsælustu
rokkhljóm'sveit heims.
Þrátt fyrir myrkrið í nýju lögun-
um segist söngvarinn ekki endilega
hafa fundið sig knú-
inn til að endurtaka
groddalega söngstíl-
inn sem setti svip
sinn á fyrri verk. „Ef
tónlistin knýr mig til
að öskra þá öskra ég
en oft finnst mér góð
melódía áhrifameiri
en öskur,“ segir hann.
Meðvirkir
aðdáendur
Korn, sem lét aðdá-
enduma hanna fram- *
hlið nýju plötunnar með sam-
keppni, mun aftur biðja um list-
rænan stuðning frá þeim þegar
næsti túr hefst í febrúar. Á netinu
geta aðdáendumir valið fimm lög
af hverri
plötu og vin-
sælustu lög-
in verða svo
spiluð á tón-
leikunum.
Korn kem-
ur til með að spila í Bandaríkjun-
um, Evrópu, Japan og Ástralíu allt
næsta ár og áður en næsta ár er
liðið ætlar sveitin að byrja á nýrri
plötu. „Við elskum bara að búa til
tónlist," segir gitarleikarinn Head
auðmjúkur, „það var það sem kom
okkur saman í byrjun."
Þeir sem á annað borð fíla
drungalegan þungamálm Korn
ættu að drífa í að fá sér „Issues",
því þeir verða ekki sviknir af
þessu ríflega 50 mínútna 16-laga
flykki. Það er beita á önglinum:
fyrstu eintökunum fylgir fimm
laga aukadiskur með fjórum end-
urblöndunum af gömlum lögum og
glænýtt jólaiag, „Jingle Balls“.
Dave Grohl er Ringo Starr
gruggsins. Hann reis til metorða í
rokkinu sem trommarinn í Nir-
vana en hafði áður trommað með
harðkjarnabandinu Scream frá
Washington. Hann hafði lengi
samið eigin lög og einu ári
eftir að Kurt Cobain fargaði
sér var Dave mættur með
plötu stílaða á bandiö Foo
Fighters þar sem hann spilaði
og söng allt efnið sjálfur.
Þessi hæfileikaríki maður gat
þó ekki spilað allt sjálfur á
tónleikum og réð því bassa-
leikara og trymbil frá tilfinn-
ingarokksveitinni Sunny Day
Real Estate en söng sjálfur og
spilaði á gítar. Gamla pönk-
brýnið Pat Smear var einnig
með i byrjun á gítar.
Likt og Nirvana bræddi
Foo Fighters saman hráum
gítuium, snotrum melódíum,
pönki og poppi og gekk vel í
lýðinn sem syrgði Kurt og
Nirvana og vildi meira pönk.
Lagið „This is a Call“ varð
vinsælt og Foo spilaði eins og
óður hundur. Plata númer
tvö kom út 1997, „The Colour
and the Shape“ og þá hafði
trommari úr tónleikabandi
Alanis Morissette gengið í
hópinn. Platan var tekin upp
af öllum í sveitinni, öfugt við
fyrstu plötuna sem var Dave
Grohl út í gegn, og hélt nafni
Foo Fighters enn á lofti.
Á nýjustu plötunni, sem nýkom-
in er út, minnir sveitin okkur á að
það er allt í lagi að spila hátt, lögin
mega vera um stelpur og það þarf
ekki að blanda tölvum i málið.
Platan var gerð í hljóðveri Daves
úti í sveit í Virginu-fylki og and-
rúmsloftið var frjálslegt. Bandið
var ekki á samningi þegar platan
var gerð og þurfti því ekki að hafa
ýtna plötukarla yfir sér. Það var
því grillað stíft, bjórinn teigaður og
mikið hlustað á 8. áratugsrokk,
skeggjaða andskota eins og Lynard
Skynyrd, Foghat og Peter
Frampton. Nýja platan minnir oft
á 8. áratuginn auk þess að vera
kirfilega stödd i nútímanum.
Dave Grohl er farið að líöa vel
eftir allt ruglið með Nirvana. Á
timabili bjó hann í Hollywood og
eitt lag af nýju plötunni „Stacked
Actors“ er um þá reynslu. „Ég hata
alla plastlega tilgerð en borgin er
byggð á tilgerð. Ég hataði borgina
en skemmti mér vel við aö hata
hana. Allir sem þú hittir þar vilja
vera einhverjir aðrir.“
Dave segir titil nýju plötunnar,
„There is Nothing Left to Loose“,
lýsa því hvemig honum líði í dag.
„Ég lifi í sátt við umhverfið. Mér
líður raunverulega eins og hausinn
á mér sé skrúfaður fast á og ég er
ánægður með allt. Á sama tíma er
ég með miðputtann á lofti og segi
skítt með það. Mér er alveg sama
um flest. Mér er alveg sama af því
ég er ánægður."
plötudómur
Paul Oscar — Deep Inside Paul Oscar ★ ★★★
Dúndrandi diskóplata
Á þessari nýju plötu Páls Óskars,
eða Paul Oscar eins og hann kallar
sig núna, er hann snúinn aftur á vit
diskósins sem hann tókst svo eftir-
minnilega á við á „Stuð“-plötunni
forðum. Platan er unnin með Jóa úr
Lhooq, Herb Legowitz úr Gus Gus
auk Barða Jóhannssonar, Viðars
Hákonar Gíslasonar og Bjarka Jóns-
sonar. Þetta er eiginlega fyrsta al-
vöru Palla-platan síðan „Seif“ kom
út árið 1996 og það var kominn tími
til. Lögin eru eftir áðurnefnda
pródúsera en textamir allir eftir
Palla utan lokalagsins sem er gay
diskó klassíkin „I Was Born this
Way“ (“I’m Happy, I’m Carefree, I’m
Gay/I Was Bom this Way“) sem
uppheiflega kom út með Carl Bean
hjá Motown 1978 og var mikið hit á
New York-house senunni á 9. ára-
tugnum. Stundum kallað „þjóðsöng-
ur samkynhneigðra".
Þetta er þrusuplata. Lögin skipt-
ast nokkuð eftir pródúserum, Jói á
mestu dúndurdiskó-smellina. Hann
sækir stíft í diskóhefðina, hvort sem
er í titillaginu „Deep Inside", sem
notar Giorgio Moroder grúv í anda
„I Feel Love“ með Donnu Summer
eða í rapsódíunni „Make up Your
Mind“ sem skartar þessu fina Kool
& the Gang bassa grúví. Herb
Legowitz pródúserar áðumefnt „I
was Bom this Way“ en líka hið frá-
bæra „Better Be Good“ sem samplar
grunninn úr „Haven’t You Heard"
með r&b drottningunni Patrice
Rushen. Það er að öðrum lögum
ólöstuðum þéttasti danssmellur plöt-
unnar. Barði á m.a. lögin „Please
Reject Me“ (fint eurodiskó-popp) og
hið opinskáa „Enter Me“ sem er eitt
af rólegu lögunum á plötunni. Sann-
kölluð vaselín-ballaða. Bjarki og
Viðar eiga svo rólegustu (og sístu)
lög plötunnar; - „No One to Love“
og „Then Came You“.
Platan er eins og ferðalag um æv-
intýraveröld diskósins síðustu tvo
áratugi eða svo en um leið er hún
færð inn í samtímann með sándi og
heildarsvip. Textar Palla eru lika
góðir; - margir persónulegar vanga-
veltur um lífið og tilveruna en sum-
ir líka eins og beint frá hjartanu
(eða kviðnum).
Þetta er að mínu mati besta plat-
an með Páli Óskari hingað til. Hún
er óaðfinnanlega gerð (Palli hefur
Platan er óaðfinnanlega gerð,
nokkuð fjölbreytt og góð heild
en umfram allt skemmtileg.
ekki áður sungiö betur), nokkuð
fjölbreytt og góð heild en umfram
allt skemmtileg. Setjið „Deep
Inside" í tækið, hækkið vel og þið
getið bókað pumpandi sveitt íjör
fram á næstu öld...
Trausti Júlíusson
Björk á bak
við Ijöldin
Þó hljótt hafi verið um Björk hefur hún verið
iðin á bak við tjöldin. Þeir sem vilja heyra
nýjasta lagið hennar geta farið og sótt það á
www.bjork.com. Lagið heitir „Amphibian", er
samið af Björk og Mark Bell úr LFO og er í
kvikmyndinni Being John Malkovich. Það er
stórundarleg kvikmynd í leikstjórn Spike Jonze
en sá kappi er frægur fyrir frábær tðnlistar-
myndband, m.a. við stórsmeli Bjarkar, „Oh it’s
so Quiet". Það erannars hellingurfram undan
hjá stórstirninu okkar. Hún verður með tvenna
tónleika I London í desember og spilar þar
með Brodsky kvartettinum. Þessir tónleikar
eru aðeins fyrir meðlimi aðdáendaklúbbs
Bjarkar. Þá verður hún með Voices of Europe
2000 í Perlunni um aldamótin og sá samevr-
ópski pakki dúkkar svo upp aftur í menningar-
borgunum í ágúst og september. Þá leikur
Björk eitt aðalhlutverkið I næstu mynd Lars
Von Trier og semur tónlistina í myndinni.
Orkurokkari
glftist
Sú saga gekk á dögunum að bassaleikari
Rammstein hefði látist í flugslysi yfir Mexíkó.
Þetta er ekki rétt og hið rétta að það var
bassaleikarinn Christopher Zimmermann
sem fórst. Hann lék með þrem meðlimum
Rammstein á árum áður í fyrirrennara þýska
orkubandsins, hljómsveitinni Feeling B. En þó
enginn meðlimur Rammstein sé dáinn komst
gítarleikarinn Richard Kruspe nálægt því þeg-
ar hann gifti sig á dögunum. Hann og sú
heppna, Caron Bernstein, fóru til eyjunnar
Santa Lucia í Karibíahafinu í brúðkaupsferö-
inni. Rammstein er þessa dagana að taka upp
sína þriðju plötu en þeir Ijóstra engu upp um
innihald né stefnu. Platan á að koma út árið
2000.
Útgefendur Queen vilja meina að sveitin hafi
verið svo góð að það dugi ekkert minna en
þrjár „Greatest hits" plötur. Sú þriðja er því ný-
komin út, átta árum eftir lát Freddy Mercury,
og verður að öllum líkindum jafnvinsæl og hin-
ar tvær. Platan heitir „Queen +“ og á plúsinn
væntanlega að tákna alla þá aukamenn sem
koma við sögu á plötunni. Þarna fær Queen
hjálp frá Montserrat Caballé, David Bowle,
George Michael og Wyclef Jean. Ekki má
gleyma hefðarfrúnni Elton John en framlag
hans á plötunni er tónleikaútgáfa af „The
Show Must Go on“ sem hann söng með eftir-
lifandi drottningum á öörum tónleikum Queen
eftir aö Freddy lést. Elton var svo snortinn af
frammistöðu Queen þetta kvöld að hann
sagði: „Þið ættuð að spila oftar. Þið eruð eins
og Ferrari inni í skúr sem bíður bara eftir öku-
manni".
26. nóvember 1999 f Ókus
11