Dagblaðið Vísir - DV - 26.11.1999, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 26.11.1999, Blaðsíða 9
Kexverksmíðjan Frón bar sigur úr bítum í karokekeppni vinnustaðanna í morgunþætti Bylgjunnar um daginn. Þar bitustu 25 fyrirtæki um karokevélina. „Ég efa ekki að kex hafl góð áhrif á söng- röddina enda hef ég alla tið verið mikill kex- maður," segir hinn 28 ára gamli Kristinn S. Jónsson sem færði Kexverksmiðjunni Frón sigurinn í karokekeppni fyrirtækja sem haldinn var á vegum morgimþáttar Kristó- fers Helgasonar á Bylgjunni. Kristinn hefur ekki bara borðað kex frá blautu bamsbeini heldur líka sungið hástöfum. En karaoke, er það ekki ferlega hallœrislegt og úrelt fyrirbœri? „Nei, alls ekki. Og ég held jafnvel að kara- oke sé að koma inn aftur. Svo eru margir tónlistarmenn erlendis sem taka allt sitt pró- gramm upp á karokedisk og spila hann og syngja bara með þegar þeir eru að skemmta," segir Kristinn sem söng mikið í karaoke á sínum yngri árum. „Maður gengur bara ekkert inn í einhverja hljómsveit og verður söngvari. Einhvers staðar verður maður því að byrja og karaoke er bara alveg frábært fyrirbæri fyrir söng- glatt fólk.“ verið að meðhöndla míkrófóninn í fyrst sinn þá segir hann að úrslitakeppnin, sem fór fram í Ölveri, hafi verið hörð . „Eftir fyrri umferðina hugsaði ég að ég þyrfti á kraftaverki að halda til að vinna keppnina,“segir Kristinn sem greinilega fékk ósk sína uppfyllta. Hvernig er annars lífið í kexverksmiójunni? „Við erum um 35 manns sem vinnum þama og andinn er bara fínn. Ég er að vinna sem línustjómandi sem þýðir að ég hef t.d. með hið vinsæla mjólkurkex að gera,“ segir Kristinn sem segist tralla og flauta aðeins yflr kexunum. En hver er svo framtíðin, ekki œtlarðu að tralla fyrir kexin og Broadwaygesti enda- laust? „Ætli maður hlaupi ekki í það sem er best borgað," svarar Kristinn og er alveg rólegur en bætir við að það sé ýmislegt í bígerð. Þeir sem ekki heyrðu í Kristni á Bylgjunni geta skellt sér á Broadway þar sem hann þenur raddböndin um helgar. -snæ Fékk kraftaverk Kristinn þarf þó ekki að hanga lengur í karaokenu þar sem hann er í hljómsveitinni Port og syngur í Bee gees sýningunni á Broa- dway. Þrátt fyrir að hann hafi síður en svo Karaokemeistarinn Kristinn syngur í Bee Gees-sýningunni á Broadway en vinnur á virkum dögum í kexverksmiðjunni Frón. 'r -■ . • ■ ■■ - ‘ ' ■ >■ '■' ' »> ' . Ut"*: Sé *■* * - v1 ; - >>£&. *%/ <“• v;' : A , : ■•■ : ..| 26. nóvember 1999 f Ó k U S 9

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.