Dagblaðið Vísir - DV - 26.11.1999, Blaðsíða 22
I ú r fókus
Símanúmeriö 1818 er geigvænlega gott fram-
tak. Þar getur maöur fengiö upplýsingar um öll
símanúmer á íslandi og geri aörir betur. Þaö
skiptir engu máli lengur hvort símnotandinn er
skráöur hjá Tal eða Landsímanum. Símanúm-
eriö sprettur á Ijóshraöa upp úr stimamjúkum
barka. Þjónustan er bljúg, glaðleg og hreinlega
engu lík. Burt meö þreytulegt tafsiö hjá land-
simanum og mánaöarlanga bið hjá Tal. í nýja
símanúmerinu er svarað ólýsanlega lipurlega
og innan þriggja hringinga. Húrra!
ú r f ó k u s
Fólk að tjá sig um skilnaði er hrottalega trist
og ofnotað lesefni. Hjartveikin fyllir yfirleitt
opnu eöa meira og lesandinn fær kokfylli af
armæöukenndri sjálfshjálp. Tímaritin flagga
slíkum greinum meö reglulegu millibili. Yfirleitt
er vel snyrt manneskja á forsíðunni meö ótrú-
veröugar sigurviprur í munnvikunum og voöa-
lega lífsreynslu i augnaráðinu. Séö og heyrt
flaggar Maríönnu Friöjónsdóttur í endalausu
striöi við Birgi Þór Bragason. Ágústa og Hrafn
brosa framan í þjóðina og gefa síðan skýrslu
um skilnað. Fyrrverandi kvinna Siguröar A.
Magnússonar tjáði sig eftirminnilega i Nýju
lífi. Pálmi Gestsson leikari hefur brotið ein-
hver hjörtu samkvæmt málgagni Vestfirðinga.
Fimm konur ræða karlmenn og skilnaði í
Heimsmynd og svona mætti lengi upp telja.
Þetta er frekar subbulegt þegar staðreyndin er
sú að hinn aðilinn fær sjaldnast að tjá sig.
Sæmundur Gunnarsson lýkur sýningu sinni í
Svarta pakkhúsinu viö Hafnargötu 2, Kefla-
vík, í dag. Sýningin hefur aö geyma landslags-
myndir í olíu.
r#F u n d i r----------------------------
Pallborösum-
ræöur á Súfist-
anum, bókabúö
Máls og menn-
ingar, í tilefni af
bók Jóns Ólafs-
sonar, Kæru fé- _________________________
lagar - íslenskir sósíalistar og Sovétrikin. Um-
ræöan fer af staö klukkan 20.
Þá er röðin komin að Vopnafiröi hjá þeim
feröaglööu þremenningum, Guörúnu Evu
Mínervudóttur, Hrafni Jökulssyni og Róberti
Harðarssyni. Róbert byrjar á því að leika
flöltefli í skólanum klukkan 15. Hann tekur
annað tafl á Hótel Tanga klukkan 20.30, þar
sem Hrafn og Guörún Eva lesa úr nýútkomn-
um bókum sínum og kynna austurlenskt Ijóð.
1. desemberi
Popp
Ellen Kristjáns, Eddi Lár
og Þórður Högna standa
fyrir stuðinu á Næsta
bar. Dagskrá hefst
stundvíslega klukkan
23.00. Frítt inn. Veigar á
vægu verði.
•Krár
Café Romance kynnir breska planóieikarann
Joseph O'Brian.
Glaumbar heldur áfram að vera fönkí á miö-
vikudögum og að þessu sinni ætlar
Funkmaster 2000 að standa fyrir fönkbrass-
djammsessjón. Blásarar sem telja sig geta
fönkað eru hjartanlega velkomnir og hver veit
nema einhver þeirra veröi ráðinn í bandiö i
kjölfarið. Á undan Fönkmaster treður upp glæ-
ný grúvgrúppa, Fashanar.
Leynifélagiö laumu-
púkast með stæl á
Gauki á Stöng.
Ruth Reginalds og
Maggi Kjartans tóna
saman á Kaffi Reykja-
vík. Magnað.
Ingvar V. og Gunni
Skímó halda uppi undur-
samlegri gleði á Wunderbar og fimm í fötu
kosta 1000 kr. Mánaðamótagleði.
D jass
^SÞá eru þeir mættir í Múlann: Andrés Gunn-
laugsson leikur fönkkaflann úr gripabók Wes
Montgomerys ásamt Siguröi Flosasyni á alt-
saxófón, Birgi Baldurssyn! trommusnillingi og
Þóri Baldurssyni á Hammond B3. Leikurinn
hefst klukkan 21. Kostarýmist 1000 eða 500
eftir aldri.
•Leikhús
Þá er Kritarhringurinn í Kákasus eftir sjálfan
Bertolt Brecht rúllaöur af stað á stóra sviöi
Þjóöieikhússins. Fólk keppist við að hæla
þessarri frábæru uppsetningu og er sagt að
þetta sé þaö besta sem hefur rambað á stóra
sviðið í langan tíma. Fjöldinn allur af leikurum
hverjir voru hvar
Skáldskapur og skák
„Viö leggjum af stað fostudag-
inn 26. nóvember og byrjum á
Stöðvarfirði. Það verður fjöltefli
og upplestur á Svarta folanum
síðar um kvöldið," segir Guðrún
Eva Mínervudóttir rithöfundur.
Hún ætlar að gera víðreist um
landið ásamt félögunum Hrafni
Jökulssyni athafnaskáldi og Ró-
berti Harðarsyni skákmanni. Til-
gangur ferðarinnar er tvíþættur.
Þau kynna glænýjar skáldsögm-
eftir skriftaparið Guðrúni Evu og
Hrafn, bækumar Ljúlí ljúlí og
Miklu meira en mest. Hins vegar
ætlar Róbert að
kenna landsmönnum
skák.
Af hverju skák?
„Ja, tja, Skákin er
svo ágæt íþrótt og
óvitlaust að efla
áhuga landsmanna á
henni,“ svarar Eva
fyrir hönd þrieykis-
ins.
Eru þetta alveg
löórandi góöar skáld-
sögur?
„Það em þín orð en
ég ætla ekki að bera á
móti því.“
Helduróu aó þaö
verði góö stemning í
feröinni?
„Sko, þetta er nátt-
úrlega bara sveita-
ferð. Nóttin er ung og
þetta verður aðallega
skemmtilegt að komast burt af
Laugaveginum og upp í sveit.“
Slást fleiri í hópinn eöa sjáiö þið
eingöngu um upplestrana og skák-
kennsluna?
„Grannuppskriftin er ég, Hrafn
og Róbert en svo bætast margir
góðir gestir við sem koma og
fara.“
Hjá hverjum kviknaði hug-
myndin?
„Hrafn er framkvæmdastjóri
ferðarinnar og ég hef lítið verið
að fetta fingur út í skipulagið. Ég
var bara dregin með. Gat ekki
hugsað mér að sofa ein í tíu næt-
ur svo ég lét tilleiðast eftir svolitl-
ar fortölur. Ég haga mér bara eins
og fln manneskja. Mæti bara á
staðina sem mér er ætlað að
mæta á og losna við aukamaus-
ið,“ segir Guðrún Eva að lokum.
Ferðalangarnir fljúga til Egils-
staöa á föstudaginn, hefja leikinn
á Stöðvarfirði og enda hann á Ak-
ureyri þann 4. desember. Nánari
upplýsingar um tímasetningar og
viðkomustaði er að finna undir
Sveitinni í Lífið eftir vinnu.
Guðrún Eva Mínervudóttir, Hrafn Jökulsson og Róbert Harðarson ætla að efla áhuga lands-
manna á skáldskap og skák.
fer á kostum í stykkinu og er sviðsmyndin
einkar glæsileg. Dríföu þig að panta miöa því
örfá eru sætin. Síminn er 5511200.
Islenska óperan er komin á fullt undir traustri
hönd nýs óperustjóra. Nýlega var Mannsrödd-
in, La voix humaine, ópera eftir Francis Pou-
lene frumsýnd og ku hún vera nokkuð góð.
Þetta er hádegissýning. góð nýbreytni, og
hefst sýningin I dag kl.11.30 meö léttum
málsveröi.
Nú er komið að
allra slðustu
sýningu Þjóns I
súpunni. Þarna
fær fólk að
njóta sln með
leikurunum yfir
drykk og mat.
starfsmannahópa sem vilja háma I sig í Iðnó.
Vitleysan hefst kl.20.
•Síöustu forvöö
í dag lýkur sýningu hollenskra iðnhönnuöa I
Gallerí Listakoti, Laugavegi 70. Á sýningunni
eru nytjahlutir og nytjalist, mikið unnið meö
endurvinnslu og/eða hlutir einfaldlega teknir
úr eðlilegri notkun og gefið nýtt hlutverk. Sýn-
ing þessi er sett upp vegna fjölda fyrirspurna
frá þeim sem misstu af uppsetningu svipaðr-
ar sýningar I Kramhúsinu I sumar. Allir hlutir
á sýningunni eru til sölu eftir pöntunum en
mismikiö upplag er til af hverju.
I meira á. f
www.visir.is
Fimmtuda’gír
2. desember
D jass
Nú er liöið fram á miöja djassviku Múlans,
Sóloni fslandus, og róöin komin að Ómari Ein-
arssyni gitarleikara að spila nýjar útsetningar
á gömlum meistaraverkum. Meö honum leika
Kjartan Valdemarsson á planó, Jóhann Ás-
mundsson bassaleikari og Jóhann Hjörleifs-
son trommuleikari. Aögangseyrir sá sami og
síðast.
•S veitin
Skák og skáldskapur gerir það gott á lands-
byggðinni. Skáldin Guörún Eva Mínervudóttir
og Hrafn Jökulsson lesa upp á Hótel Reyni-
hlíð I Mývatnssveit. Skákmeistarinn Róbert
Harðarson teflir úr sér allt vit.
•Leikhús
Þá er Krítarhringurinn I Kákasus eftir sjálfan
Bertolt Brecht rúllaður af stað á stóra sviöi
Þjóðleikhússins. Fólk keppist við að hæla
þessarri frábæru uppsetningu og er sagt að
þetta sé þaö besta sem hefur rambað á stóra
sviöiö I langan tima. Fjöldinn allur af leikurum
fer á kostum I stykkinu og er sviösmyndin
einkar glæsileg. Dríföu þig að panta miða þvl
örfá eru sætin. Síminn er 5511200.
I leikstjórn Jo Baier. Aðhlutverk leika Martina
Gedck, Heio von Stetten, Jörg Hube, Anaid
Iplician og Erna Wassmer. Þetta er gaman-
mynd um hjónaleysin Richard og Waltraut sem
ákveðið hafa að ganga I það heilaga. Vand-
ræðan hefjast þegar tengdamamma brúðar-
innar neitar að koma I brúökaup til Múnchen.
Hjónaleysin verða þvl að gifta sig uppi I sveit.
Myndin er sýnd ótextuð. Aögangur er ókeypis.
Góða skemmtun
Stendur þú
fyrir einhverju?
Sendu upplýsingar í
e-mail fokus'ð?fokus.is / fax 550 5020
Þetta þykir vinsælt meðal
Það var frekar tíðindalaust á föstudagskvöldið.
Skáldin Stefán Máni og Steinar Bragi krunk-
uðu sitt I hvoru lagi á Grandrokk. Steinar Bragi
sást aö vlsu viða þar sem hann var að selja
nýju Ijóöabókina Augnkúluvökva. Kristófer
Dignus kvikmyndagerðarmaður og lífskúnstner
var eitthvað eiröarlaus og vappaði milli ólíkleg-
ustu staða. Stórmennið og þorskaðdáandinn
Hans Kristján Árnason heimsótti Kaffibarinn
og Maria Heba söng óð til lífsins, Kafflbarsins
og jólanna. Leiklistargyöjunemarnir Maríanna,
Vigdís Páls og Esther Thalía hylltu Kaffibarinn
meö návist sinni og vöktu stjórnlausan fagnað-
arblús. Þær skinu svo skært að allir aörir féllu
I skuggann og sáust ekki.
Á laugardagskvöldið var hins vega brjálaö
mega stuö á Kaffibarnum. Ekta grimubúninga-
afmæli. Rauður dregill og sannur elegans. Af-
mælisbörnin og
starfsmenn Kaffi-
barsins Allý og Jói B.
dyravöröur glöddust
með glöðum og allt
var voöa gaman.
Elisabeth Taylor
brosti sínu blíðasta
og leitaði að nýju eig-
inmannsefni. Burt
Reynolds réð sér
ekki fyrir kæti og
Axel Rose brilleraði
sem plötusnúður. Tvlburarnir Twins heilsuðu
upp á gesti og Tito Jackson var sú allra
sætasta. Hún var svo sæt aö fjöldamorðinginn
Manson framdi sjálfsmorð. Goldie Hawn glotti
glimrandi blítt og Tracy Lords náði ekki andan-
um. Lucy í Dallas
brosti I gegnum tár-
in og James Bond
fór á kvennafar.
Kraftverk hyllti
Hitler sem tútnaði
út I fullkominni
heimsstyrjaldar-
gleði. Bobbysokks
létu ekki að sér
hæða og ekki
Madonna heldur.
Cindy Lauper sýndi tilhneigingar til sjálfsfróun-
ar, Billy Idol fríkaði út og Homer drakk bjór úr
stórri krús. Pamela Anderson elti Tommy Lee
allt kvöldið en hann
nennti ekki að berja
hana og fór á barinn.
Dolly Parton söng sig
hása og Adamshjónin
gáfu henni hóstamixt-
úru. Kristófer Dignus
kvikmyndagerðarmað-
ur varð kjaftstopp yfir
þessu öllu saman og
María Heba líka. Þau
sátu I hornsófanum
klædd sem Eva María og Óskar Jónasar þar til
ónefndur kom og braut Eddurnar þeirra.
Á laugardagskvöldið var rosalegt stuö á Prikinu
og Allý afmælisbarn þaut þangað á ermalaus-
um kjól og berleggjuð I strigaskóm. Henni varð
samt ekki meint af volkinu enda var svakalega
hlýtt á Prikinu. Sölvi Blöndal I Quarashi var I
geöveiku stuði og
Svanur Kristbergs
tjúllaðist hreinlega
af hreinni og skærri
alheimsvisku. Svala
Björgvins stökk
hæð sína I loft upp í
fullum herklæðum
og Dj Margeir sigr-
aði heiminn og
meira til.
Aðalgleðifagnaðar-
lukkan var þó á Max-
ims. Fjölnir ofurkærasti og athafnaskáld núm-
er eitt mætti og hló mikið að íslenskri fýndni.
Jafnoki hans Magnús Ver fór algjörlega á kost-
um og sagði þýska fýndni. Nektardansmeyjarn-
ar máttu sln lítils andspænis þessum stór-
karlalegu hláturmildu kémpum og fóru bara aö
sofa.
Annars sást súperþúsundúltravoltastjarnan
BJörk í Kolaþortinu um helgina. Hún veitti tal-
lenskum útskurði óvenjumikla athygli meðan
aðrir veittu henni athygli. Það er fátt annað
fréttnæmt frá síðustu helgi. Fjöriö verður tvi-
mælalaust núna um helgina.
Sýningum fer fækkandi á Feguröardrottning-
unni frá Linakrí eftir Martin McDonagh. Feg-
urðardrottningin lætur samt fara vel um sig á
litla sviöinu I Borgarieikhúsinu kl.20 og biður
leikhúsgesti vinsamlegast að slökkva á friö-
þjófunum áður en haldið er af staö.
Enn er Hellisbúinn aö blíva feitt. Gæinn I lend-
arskýlunni viröist einfaldlega höfða til innstu
hvata nútímamannsins því það er eiginlega
alltaf uppselt. Sýningin hefst kl.20 í Islensku
Óperunni en síminn í miðasölunni er 551-
1475.
•F undir
Súfistinn heldur ótrauður áfram bókakynning-
um, I þetta sinn á framandi og fornum mat,
suður-amerískum og súrmat. Lesið verður og
matreitt upp úr nýjustu bók Isabelle Allende,
Afródítu. Hallgerður Glsladóttir kynnir bók
sína, íslensk matarhefö, og Sixpack Latino
leikur fýrir gesti. Borðhald hefst klukkan 20.
Þá eru rithöfundarnir Hrafn Jökulsson og Guð-
rún Eva Mínervudóttir komnir norður. Þau lesa
upp á Hótel Reynihlíð þar sem ferðafélagi
þeirra, skákgúrúinn Róbert Haröarson, tekur
fjöltefli viö Mývetninga.
Bíó
Goethe zentrum við Lindargötu 46 heldur
áfram kvikmyndasýningum sínum. Röðin er
komin að Der Schönste Tag im Leben (1995)
22
f Ó k U S 26. nóvember 1999