Dagblaðið Vísir - DV - 26.11.1999, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 26.11.1999, Blaðsíða 10
vikuna 25.11-2.12 1999 48. vika Sólin skín, fullyrða Funkstar á og hafa grafið upp Bob Marley til að kyrja með sér. Vér Landar tökum þessu sólskinstilþrifum fagnandiþó sólin sé bara eitthvað sem okkur rétt rámar í. Lagið minnir oss á sumrið, sem kemur fyrren varir, sanniði til. Topp 20 (01) SunlsShining Bob Marley & Funkstar (02) The Dolphins Cry Live (03) NewDay WyClefJean & Bono (04) ToBeFree Emilíana Torrini (05) Stick’Em Up Quarashi (06) Heartbreaker Mariah Carey (07) KingForADay Jamiroquai (08) Burning Down The House Tom Jones & The Cardigans (09) BugABoo Destiny’s Child (10) Strengir Maus (11) Alltáhreinu Land og SynirUnpretty (12) SatisfyYou PuffDaddy 13: (You Drive Me) Crazy Britney Spears (14) That’s The Way It Is Celine Dion (15 ) Égerkominn Sálin hans Jóns míns (16) WHI2K WillSmith (17) Myndir Skítamórall (78) HitGirl Selma (19) Flying Without Wings Westlife (20) Then The Morning Comes Smash Mouth ■ Vikur á lista Oio t 2 'T 6 S4 10 4 4 111 X 1 k . J 4 12 I 4 5 4 8 4 7 X 1 4 11 4 3 4 9 + 3 4 o 4 5 * 2 ■4 2 Sætin 21 til 40 0 topp/ag vikurmar J háslökkvari 9 vikunnar nýtt á /istanum tö? stcndur I stafl thækkar s/g frá s/Oistu viku i lækkarsigfrá sifltstu v/ku fa/lvikunnar 21. What’Cha Gonna Do Eternal 22. Just My Imagination The Cranberries 23. When WeAre Together Texas 24. 1 Knew 1 Loved You Savage Garden 25. What 1 Am Emma Bunton & Tin Tin Out 26. 1 GotA Girl Lou Bega 27. Okkarnótt Sálin hans Jóns mins 28. Keep On Movin’ Five 29. AlltÁ Útsölu Buttercup 30. Bara Þig Sóldögg 31. Rhythm Divine Enrique Iglesias 32. LiftMeUp Geri Halliwell 33. She’sSoHigh Tal Bachman 34. lAm Selma 35. When The Heartache Is Over Tina Turner 36. Heyþú Stjórnin 37. 1 Saved The World To Day Eurythmics 38. 1 Need To Know MarcAnthony 39. Give It To You Jordan Knight 40. In And Out Of My Life One Phat Deeva 3 5 2 6 1 7 1 3 2 4 3 1 3 1 6 1 3 2 41 1 Ifókus ^GflflBflflflHHflflUHS Madness kom upp í skemmtilegri bylgju sem varð til um svipað leyti og pönkið var að deyja út. Þetta var enska ska-bylgjan og auk Madness var hljómsveitin The Specials frá Coventry vinsælasta ska-bandið. Minni bönd eins og Selecter, Beat og Bad Manners (sem komu hingað og spiluðu í Hollywood) fylgdu í kjölfarið. í Madness voru verka- mannastrákar frá Norður London. í miðju pönkinu voru þeir að hlusta á jamaíkapopp frá 7. áratugnum, menn eins og Desmond Decker og Prince Buster en Madness nefndi sig eftir einu lagi hans. Tónlistin var hratt og poppað reggae og gleði og stuð í fyrirrúmi. Tónlistinni fylgdi ákveðin tíska; svart/hvít jakkafót, mjó bindi, litlir hattar og broddaklipping. Ekki má svo gleyma ska-dansinum en stellingar hans sýndi Madness framan á fyrstu plötunni sinni: „One Step Beyond" sem kom út 1980. Bítlar 9. áratugarins En þó Madness væri ávallt trú ska-inu var pláss fyrir fleiri áhrif á litaspjaldi bandsins. Frá upphafi sóttu þeir í kraft Motown-soulsins og poppsnilldar þriggja mínútna smella frá 7. áratugnum. Bandið nýtti sér myndbandsmiðilinn og gerði skemmtilegar stuttmyndir við lögin sín sem enn jók á vin- sældimar. Madness gerði m.a.s. eina bíómynd, hina bráðskemmti- legu en sjaldséðu „Take it or Lea- ve it“. Frá 1979 til 1986 átti Mad- ness 21 smell sem allir fóru á topp 20 í Bretlandi. Tölfræðilega voru þeir því vinsælasta breska bandið siðan Bítlarnir réðu ríkjum. Vin- sældirnar náðu líka til Bandaríkj- anna þegar „Our House“ komst á topp tíu. Þegar fimmta stóra platan var í vinnslu tilkynnti stofnandi Mad- ness, hljómborðsleikarinn Mike Barson, að hann væri hættur og ætlaði að flytja til Hollands. Hinir sex héldu áfram og gerðu eina plötu í viðbót 1986 og 1988 voru þeir orðnir fjórir eftir og gerðu enn eina plötuna. Það var þó öllum ljóst að gullaldartími Madness var liðinn. Forn frægð í dag lifir Madness á fornri frægð eins og svo oft er hlutskipti vinsælla poppara. Drengirnir reyndu fyrir sér sinn í hverju lagi en varð lítið ágengt, þó gekk sólóið best hjá Suggs söngv- ara. Bandið hefur spilað á sumrin á Madstock-festivalinu í London og lík- lega séð þar að Madness væri málið, ekki sólóverkefni, því á fyrsta festival- ið ‘92 mættu 70 þúsund manns til að heyra gamla gullið. Þá hafa ný bresk bönd eins og Supergrass og Blur lýst yfir hrifningu sinni og i Bandaríkjun- um risu upp bönd eins og Mighty Mighty Bosstones og No Doubt sem sóttu áhrif í poppað ska Madness. Hljómsveitin er því komin saman fullskipuð á ný og á nýju plötunni „Wonderful", sem er fyrsta hljóðvers- platan í 14 ár með sveitinni fullskip- aðri, má heyra kunnuglega stuðtóna frá köppunum sjö. Kannski ekki það allra ferskasta en samt sem áður hið ágætasta popp og þeir sem muna tím- ana tvenna og voru í Höllinni ‘84 fá ef- laust einkennilegan stuðkipp í verald- arvanan vísitöluvangann við að heyra þetta ágæta kombakk Madness. plötudómur Land og synir - Herbergi 313 ★★★ Ekki er hægt að segja annað en að miklar framfarir hafl átt sér stað hjá sunnlensku poppsveitinni L&S síðan hún heiðraði plötumark- aðinn með nærveru sinni síðast. Bandið er allt orðið miklu liprara og skemmtilegra og Hreimur orð- inn öruggari söngvari. Strákamir fimm hafa tekið sig rækilega sam- an í andlitinu og Herbergi 313 er mjög metnaðarfull poppplata þar sem nostrað er við öll smáatriði í upptökum og sándi með góöum ár- angri. Það sem helst dregur plöt- una niður, að mínu mati alla vega, em sum lögin sem oft eru bara ekki nógu sterk og eftirminnileg og ná þvi ekki að kítla réttar heila- stöðvar. Aðdáendur L&S geta andað ró- lega. Strákarnir eru ekki komnir út í níðþunga framúrstefnu eða járnblendigarg heldur halda sig stálslegnir í poppdeOdinni. Hljóð- súpa L&S á þessari plötu er gerð úr tærum gítar, effektahlöðnum trommum, sterkum bassa, freyð- andi hljóðgervlum, skemmtilegum aukahljóðum og þykkum fiðlu- veggjum. Það hefur greinilega ver- ið legið yflr sándinu og flestir geta verið sammála um að platan „sánd- ar flott“ eins og sagt er á bransa- máli. Hreimur er framarlega i mix- inu og bláeygður syngur með næst- um því brostinni röddu sem fast- lega má búast við að bræði hjörtu heimasætnanna sem aldrei fyrr. Platan er ellefu laga, þar af er lag- ið „Örmagna" tvisvar. Það er lipur- lega fléttaður ballöðuópus sem fiðl- ur gæða næstum því væminni gæsahúð. Strákarnir hafa fílað fiðl- umar í botn og hafa því lagið aftur aftast í strípaðri flðluútgáfu. Næst kemst L&S poppuðu algleymi í lag- inu „Lending 407“ sem er léttasta lagið og mest stuðkveikjandi. „Freistingar" er gott og töff lag og „Saga“, flnt lag sem kom út á safn- plötu í sumar, smellpassar í heildar- myndina. „Allt á hreinu" er einnig ágætisstuðlag i nokkuð sniðugri út- setningu þar sem frasinn „minna er meira“ er hafður að leiðarljósi. Önnur lög finnst mér síðri, þau ná ekki flugi, eru fráhrindandi og stundum leiðinlega væmin. Strákarnir fimm hafa tekið sig rækilega saman í andlit- inu og Herbergi 313 er mjög metnaðarfull poppplata. Textar L&S eru að mestu lausir við að vera sniðugir og oft eru þeir gelgjulega kauðslegir. Umbúðimar em silfurlitaðar og grámyglulegar - þó sumum finnist þær eflaust töff - og það hefði mátt sleppa galla- buxnaauglýsingunni, nóg er nú helv. auglýsingaböggið fyrir. En liðsmenn L&S geta verið stoltir af þessari plötu, þeir vönd- uðu sig og tóku vissa áhættu sem var sú að læða inn framandi krydd- um í poppsúpuna. Þeir sem á ann- að borð fíla þessa tegund af súpu ættu ekki að fúlsa við henni þess- ari því „Herbergi 313“ er það lang- besta sem íslenska léttpoppeldhús- ið hefur reitt fram á þessu ári. -Dr. Gunni 10 f Ó k U S 26. nóvember 1999

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.