Dagblaðið Vísir - DV - 26.11.1999, Blaðsíða 8
Bókaunnendur þurfa ekki aö
kvarta þessa dagana. Skáldin
planta sér hvar sem er og lesa
ódauðleg tímamótaverk hvert ofan
í annað. Sumum íinnst jafnvel
lestrargleðin vera of mikil fyrir
sinn smekk og hlaupa skelfdir út
þegar glaðbeitt skáldaspíran birt-
ist með doðrant undir hendinni og
viðkvæmar munnviprur. Aðrir
njóta upplestursins í tætlur og
biða eftir jólabókaflóðinu allan
ársins hring. Þeim finnst svo un-
aðslega gaman að narta í
súkkulaðiköku eða súpa rauðvín
og leyfa skáldafrömuðunum að
gæla við hlustimar. Fókus kynnir
bókafíklunum helstu bókmennta-
atburðina í næstu viku.
Fjórir ungir höfundar kynna
verk sin á reyklausa kaffíhúsinu
Súfistanum. Óskar Ámi Óskars-
son les úr ljóðabókinni Myrkrið
kringum Ijósastaurana. Bragi
Ólafsson kynnir skáldsöguna
Hvíldardaga. Bjarni Bjamason
hvíslar upp úr skáldsögunni Næt-
urvörður kyrrðarinnar og Ágúst
Borgþór Sverrisson leyfir gest-
um Súfistans að hlýða á smá-
sagnasafnið Hringstiginn. Kynnir
er enginn annar en Kristján
Franklín Magnús. Upplesturinn
hefst klukkan 20.00 á sunnudags-
kvöldið.
Kaffíleikhúsið stendur fyrir
bókakynningum á laugardagseftir-
miðdögum í desember. Fyrsti upp-
lesturinn verður laugardaginn 27.
nóvember og hefst klukkann 15.00.
Börkur Gunnarsson les upp úr
nýútkominni bók sem heitir Sama
og síðast. Kristin Marja Baldurs-
dóttir les úr skáldsögunni „Kular
af degi“. Elísabet Jökulsdóttir
kynnir sina fyrstu skáldsögu og
Ólafur Gunnarsson státar af
Vetrarferðinni en hún er síðasta
bókin í þríleiknum sem hófst með
Fjallakirkju.
Svo má auðvitað ekki gleyma
ferðalöngunum fræknu, skriftap-
arinu Guðrúnu Evu Mínervu-
dóttur og Hrafni Jökulssyni,
sem ferðast um landið næstu vik-
una og lesa upp á ólíklegustu stöð-
um. Ferðaáætlun þeirra og við-
komustaði má sjá í „Líf eftir
vinnu“. Nánar tiltekið í dálkunum
Sveitin og Fundir.
i ilmir Snær er kominn langt frá
unga prestinum, síra Jóni Magnús-
syni, þegar við hittumst í vikunni til
að ræða við hann um myndina. Tæp
tvö ár eru liðin frá því tökur á
Myrkahöfðingjanum hófust um
miðjan vetur 1998. Síðan þetta var er
Hilmir Snær búinn að leika í tveim-
ur öðrum kvikmyndum, sem frum-
sýndar verða seinna I vetur, og leik-
ið ótal sviðshlutverk. Þessa dagana
er hugur hans bundinn Gullna hlið-
inu þar sem hann stendur í ströngu
sem leikstjóri við æfíngar fyrir jóla-
frumsýningu Þjóðleikhússins.
Þaö hefur gengiö á ýmsu meö aö
koma Myrkrahöföingjanum í kvik-
myndáhús og oft búiö að fresta frum-
sýningunni. Veistu ástœöuna?
„Frumsýningin hefur dregist
vegna þess að eftirvinnsla myndar-
innar var flókið mál. Sérstaklega
tók mikinn tíma að hljóðvinna
hana.“
Þessi seinkun tengist því ekki aö
tökur hafi verió erfiöar?
„Reyndar ekki. Þó voru þær erfið-
ar. Mest vegna veðursins. Við vor-
um kölluðu út í verstu veðrunum
því Hrafn vildi nota illviðrisdagana.
Myrkahöfðinginn er mikil veðra-
mynd. Það undirstrikar þá erfiðu
tíma sem myndin gerist á. Vont veð-
ur kemur því betur til skila hversu
harðbýlt landið var.
En þó veður séu oft slæmt á ís-
landi þá er veðurfarið stopult eins
og flestir vita og ekki einu sinn
hægt að stóla á vonda veðrið. Þess
vegna voru notaðar snjó- og vindvél-
ar þegar veðrið var ekki nógu vont.
Þessar vélar eru ástæðan fyrir því
hve eftirvinnan hefur tekið langan
tíma. Hljóðið var oft ónýtt út af vél-
arhávaða og það þurfti aö döbba
meira inn á myndina en gerist og
gengur við eftirvinnslu kvik-
mynda.“
Er það þá rétt að þú hafir verió
keyröur áfram og hafir fengiö fleiri
en eitt flogakast meöan á tökum stóö?
Hilmir Snær þegir góða stund
áður en hann svarar. „Ég fékk eitt
flogakast. Það var nú mest því að
kenna hve mikið var að gera hjá
mér á þessum tíma. Ég var að leika
Hamlet á kvöldin í Þjóðleikhúsinu
og mætti síðan í tökur eldsnemma á
morgnana. Ég var sóttur í leikhúsið
eftir vinnu og keyrður austur. Þar
svaf ég kannski í fjóra tíma áður en
tökur hófust. Þegar þeim var lokið
var brunað aftur með mig í bæinn.
Svona gekk þetta nokkrar helgar í
röð.
Við þetta bættist mikill kuldi. Ég
þurfti aö ríða yfir jökulsár á hest-
baki í svo miklu roki að ég varð að
stinga mér undan hestinum til að
vera láréttur á baki.“
Vill ekki sofa hjá
Myrkrahöfðinginn er byggö á Písl-
arsögu sira Jóns Magnússonar,
manns sem var uppi einhvern tíma á
16. öld. Þekktir þú til þessarar sögu
áöur en þú tókst aö þér hlutverkiö?
„Ég las einhverja kafla úr Píslar-
sögunni þegar ég var í MR. Mig
tví farar
Grétar Mar Jónsson. Guölax.
„Há- og þykkvaxinn, hausstór og stóreygöur." Svona er guölaxinum lýst i
Islensku alfræðiorðabókinni en lýsingin gæti allt eins átt við Grétar Mar.
Hann tók nýlega við embætti formanns Farmanna- og fiskimannasambands-
ins og viö það tækifæri fóru ýmsar samsæriskenningar í gang, m.a. sú að nú
hefðu fiskamir smyglað „sínum manni“ að. Við skulum sjá til fyrir hvom
Grétar mun berjast, fiska eða fiskimenn, en víst er svipur með þeim félögun-
um - báðir bleikir og hraustlegir. Maður er heldur ekki i vafa um flothæfni
þeirra og að þeir geti tekið hraustlega á - Grétar við samningaborðiö, guð-
laxinn ef hann bítur á sjóstöngina.
minnir að þeir hafi verið í Sýnisbók
íslenskra bókmennta. Ég las hana
ekki alla fyrr en ég tók að mér hlut-
verkið í myndinni. Handritið styðst
við þessa sögu, sem er dagbók síra
Jóns. Hún er því skrifuð út frá at-
burðum sem áttu sér stað í raun-
veruleikanum. Myrkrahöfðinginn er
þó ekki eingöngu byggð á bókinni.
Hrafn skáldar líka.“
Hver er sira Jón?
„Síra Jón er ungur maður og af-
burða námsmaður, nýútskrifaöur úr
prestaskóla. Á þessum tíma tíðkað-
ist ekki að ungir prestar fengju
brauð fyrr en þeir voru búnir að
þjóna í ákveðinn reynslutíma. Síra
Jón var álitinn nógu gáfaður til að
þurfa þess ekki. Hann fær sitt
prestsembætti strax eftir útskrift.
Hann er að vísu sendur á afskekkt-
an stað og það skilyrði fylgir brauö-
inu að hann gangi að eiga ekkju for-
vera síns - eins og algengt var á
þeim tíma. Ekkjan er mörgum ára-
tugum eldri en hann svo það mynd-
ast strax mjög skrýtið samband
þeirra á milli.“
Sœttir hann sig möglunarlaust við
að giftast ekkjunni?
„Hann gerir það. Samt vill hann
ekki hafa holdlegt samband við
þessa konu. Hann kallar sjálfan sig
stríösmann guðs og lítur .svo á að
sitt hlutverk i lífinu sé að berjast við
hið illa með öllum tiltækum ráðum.
Síðan gerist það að sira Jón verð-
ur fyrir áhrifum frá ungri vinnu-
konu. Hann áttar sig ekki á því sem
er að gerast en grunar þó að þetta sé
verk djöfulsins. Hann fer að trúa því
og við þetta þarf hann að kljást. Um
það snýst sagan."
Kynhvötin og Kölski
„Yfirleitt snýr dæmið öfugt í
þeim kvikmyndum sem fjalla um
galdraof'sóknir. Við erum vön að
sjá söguna út frá fórnarlömbunum,
sem brjálaðir menn elta uppi og
kasta á bál. Hér fáum við að kynn-
ast málinu út frá sjónarhóli þess
sem eltist við galdramennina. Síra
Jón er nefnilega sannfærður um að
bróðir vinnukonunnar og faðir
beiti sig göldrum og hljóti því að
vera handbendar djöfulsins."
Síra Jón girnist konu og trúir því
að það sé djöflinum aö kenna?
„Hann trúir því statt og stöðugt.
Það má kannski líkja þessu við trú-
arofsæki því trú Jóns er algjörlega
blind. En við megum heldur ekki
gleyma því að á þessum tíma trúði
fólk með jafnmikilli sannfæringu á
tilvist Guðs og Satans.
Myrkrahöfðinginn er lika ástar-
saga. Hún fjallar um tilfinningar
en ekki blóð og bardaga. Annars
vegar eru vandræðin milli síra
Jóns og prestsfrúarinnar og hins
vegar kenndir hans til vinnukon-
unnar sem hann neitar að kannast
við. Þetta er gott efni í þríhyming
sem virkar ekkert alltof vel og
lendir oft í árekstrmn. Hrafn er
líka ósmeykur við að ganga langt
með sína karaktera."
Ertu þá búinn aö sjá myndina?
„Síðast þegar ég sá hana í heild
var hún grófklippt með sáralitlu
eða engu hljóði. Hún hefur væntan-
lega tekið nokkrum stökkbreyting-
um síðan.
Ég þarf heldur ekkert að sjá
hana.“
Ekki í mínum höndum
Hvaö áttu við?
„Þetta er búið og gert af minni
hálfu. Leikari hefur ekkert með það
að gera hvernig hann er klipptur til
í kvikmynd. Þegar hann er búinn að
skila sínu er framhaldið ekki lengur
1 hans höndum. „
Er þaö óþœgileg tilfinning?
„Já, að vissu leyti. Maður veit
ekki alveg á hverju maður á von á
frumsýningu.“
Er þá erfiöara aö vera viöstaddur
frumsýningu á kvikmynd en fara
meö hlutverk á sviöi?
„Já. Eiginlega er mun erfiðara að
sitja úti í sal og horfa á sig á risastór-
um skermi en vera í leikhúsinu."
Er þaö vegna þess aö í leikhúsinu
ertu virkur þátttakandi?
„Ætli það ekki. Ef illa gengur á
leiksýningu er hugsanlega hægt að
bæta úr því. Maður er þess vegna
svolítið viðkvæmur fyrir tilhugsun-
inni um að kannski hefði verið hægt
að gera betur.
Aðallega er ég þó óvanur að horfa
á sjálfan mig í bió. Ég hef aðeins
einu sinni áður leikið í mynd sem
sýnd var á kvikmyndatjaldi."
Nú er oft sagt aö þaö sé auöveld-
ara aö leika í kvikmynd en á sviöi.
Ertu ekki sammála því?
„Auðvitað er það auðveldara að
mörgu leyti, en erfiðara líka. í leik-
húsinu hefur leikarinn heila sýningu
til að byggja sig upp í eitthvert skap
sem á að koma i lokin. í kvikmynd
þarftu að ná sömu áhrifum á einni
mínútu. Maður þarf þvi að halda vel
utan um alla þræði og helst að kunna
handritið utanbókar til að hafa
stemninguna á hreinu.“ -MEÓ
8
f Ó k U S 26. nóvember 1999