Dagblaðið Vísir - DV - 26.11.1999, Blaðsíða 12
!
Jói leiðinlegi á bensínstöðinni náði hápunktinum í gaggó. Hann skipaði sjálfan sig sem einræðisherra og
ákvað hverjir væru skrýtnir, Ijótir og púkó. Síðan voru nördin lamin í spað eða girt
niðrum þau. En hvar er Jói núna og hvar eru nördin? Jói situr á bensínstöðinni,
borar í nefið og skoðar Hustler. Nördin eru hins vegar að meika það. Skringileikinn
sem stakk Jóa var þeirra guðsgjöf og þau senda honum tóninn með stæl.
sigra
li
■
5 f % / ■
Fórnarlamb eineltis
Jón Gnarr leikari, rithöfundur, fóstbróðir og tvíhöfði:
.Sko, ég uppliföi leiöinlega æsku, sorg-
lega og erfiða. Þaö voru allir vondir við
mig og allir níddust á mér og lömdu
mig. Á leiðinni í skólann og á leiöinni úr
skólanum. Á leiðinni út í búö og á leið-
inni úr búöinni. Stundum fór ég I búð
sem var miklu lengra í burtu svo ég
slyppi viö aö hitta einhvern sem ég
þekkti, . segir Jón Gnarr og bætir viö
aö þaö hafi yfirleitt veriö eldri krakkar
sem eltust við hann. „Þeim fannst ég
bara vera hálfviti. Svo var líka gaman
aö strföa mér vegna þess aö ég varð
svo reiður."
Reyndiröu aö berja krakkana á móti?
„Stundum. Ef ég sá tækifæri reyndi ég
aö berja á móti en ef ég átti ekki séns
þá sleppti ég því."
Hélt einettió áfram í gaggó?
„Ég var nörd þangað til ég fór I gaggó.
Þá varð ég töff og hef veriö töff síöan."
Þú átt bðrn. Hvaö myndiröu gera efein-
hverjir hrekkjupúkar legöu þau í einelti?
„Ég myndi komast aö því hverjir foreldr-
arnir væru og berja þá. Þaö er árang-
ursríkara en aö berja börn. Börn hafa
svo góða réttarstööu gagnvart fullorðn-
um."
Viltu bæta einhverju viö um einelti sem
slfkt?
„Ja... leiðin til að komast út úr þessu
er aö finna einhvern annan til aö leggja
í einelti. Ég finn stundum einhvern á
vinnustaönum mínum og hamra á hon-
um. Menn hafa ósjaldan hlaupiö í
burtu frá mér. Ég stend fyrir miklu ein-
elti meöal fulloröinna þvf ég er
skemmdur sföan f æsku. Einelti leiöir
nefnilega til eineltis. Ég hef Ifka staðiö
mig að þvf aö leggja börn í einelti. Vin-
ir barnanna minna fara stundum grát-
andi út. Mér er illa viö að ég sé svona
en ef ég get lagt einhvern í einelti þá
geri ég þaö," skrfkir skemmdi maöur-
inn og á sér ekki viðreisnar von.
Fyrrverandi eineltisgerandi
Hrafn Jökulsson blaðamaður, rithöfundur og athafnaskáld
„Ég lagöi aðra í einelti þegar ég var krakki. Hins soldiö feitir eöa litlir I sér?
vegar var ekki búiö aö finna oröið upp þannig „Fórnariömb mfn komu úr öllum áttum. Ég
aö ég var kallaöur ýmist hrekkjusvín eöa í haföi til dæmis gaman af þvf aö lúskra á strák
besta falli prakkari," segir Hrafn.
Af hveiju lagöirbu aöra í einelti?
„Ja... ég lagði metnað minn í þaö, strax 9 ára í
Melaskóla, aö geta slegist við alla þótt ég
stæöi sjálfur ekki út úr hnefa."
Fékkstu kikk út úr því aö leggja í einelti?
„Já, þaö var kikk. Mér þótti einfaldlega gaman
aö hrekkja. Ég naut þess og var daglegur gest-
ur á skrifstofu skólastjóra. Þetta var sem betur
fer fyrir daga skólasálfræöinga."
Stríddiröu líka minni máttar, krökkum sem voru
sem var svona helmingi stærri og feitari en ég.
Annars var enginn óhultur. Ég leit ekki á þetta
sem ofsóknir heldur hálfgerðan leik. Þetta
tfökast hjá ungviði af öllum dýrategundum og er
á engan hátt athyglis- eða ámælisvert. Þaö er
aö segja á þessu skeiði ævinnar."
Séröu eftir geröum þínum?
„Nei, ég sé ekki eftir neinu. Ég drap engan,
held ég, sko. Ég hef lika gert mér far um aö
fylgjast meö hvernig fórnartömbunum hefur
farnast í Iffinu og sé ekki betur en þau hafi plu-
maö sig ákaflega vel. An þess aö ég ætli aö
þakka mér þaö sérstaklega eða uppeldis-
aðferðum mfnum," segir Hrafn hógvær og bæt-
ir viö aö hann hafi skipt lífi sfnu f tvennt á þess-
um tfma. „Ég var vel upp alinn fýrirmyndar-
drengur heima hjá mér. Þar hét ég Hrafn
Jökulsson en um leiö og ég lokaöi útidyrahurö-
inni varö ég ógnvaldurinn Krummi Klakason."
Legguröu fólk ennþá í einetti?
„Öldungis ekki. Eftir því sem árin færast yfir
verð ég æ hógværari og prúöari f allri fram-
komu. Þaö má gjarnan undirstrika að ég er orö-
inn mjög góöur f dag," fullyrðir Hrafn og er sak-
leysiö uppmálaö.
Fórnarlamb eineltls
Páll Óskar Hjálmtýsson tónlistarmaður,
útvarpsrödd og Doktor Love á netsíðu Fókuss:
„Ég gerði mér ekki grein fyrir því fyrr en
í framhaldsskóla aö þaö væri til orö
yfir mína upplifun. Ég var einn f heimin-
um frá 7 ára aldri og þar til ég var 16
ára," segir Páll Óskar og heldur áfram
„Þaö var aldrei líkamlegt ofbeldi. Ein-
eltiö gekk út á þaö að ég var fullkom-
lega afskiptur. Ákveðinn hópur af
krökkum geröi mér ítrekað Ijóst aö ég
væri þeim ekki samboöinn. Ég uppfyllti
ekki einhverjar kröfur um mannlega
hegöun sem þau voru búin aö setja
sjálf. Ég þurfti að berjast fýrir tilveru-
rétti mínum, öllu sem ég geröi og
sagöi, I 9 ár og þaö var ansi lýjandi.
Aðeins vegna þess aö ég vildi ekki
hnýta bagga mfna sömu hnútum og
krakkarnir f skólanum."
Á hvaö hátt skarstu þig úr?
„Ég var miklu meira hugsandi og skap-
andi. Haföi annan orðaforöa og nálgaö-
ist alla mögulega hluti á annan hátt.
Áhugamálin voru allt önnur en þau áttu
að vera hjá 10 ára strák. Fyrsti líkkistu-
naglinn f minn tilverurétt var sú staö-
reynd aö ég vildi ekki spila fótbolta.
Mér finnst ógeðslegur jjessi hugsunar-
háttur sem fýlgir keppnisfþróttum: ég
vinn - þú tapar. En íþróttatöffararnir
réðu svæðinu og spiluöu sig sem
slíka. Þetta ömurlega hobbf var bara
valdatafl í dulargervi," fullyröir Páll
Óskar og er greinilega mikiö niðri fyrir.
„Siöan var þaö hevf alvariegt mál aö
ég væri strákur að syngja. Syngjandi
strákur samsvaraði ekki þessari hug-
myndafræöi. Ég teiknaöi líka sjúklega
mikiö og gekk svo langt að gefa út mitt
eigið skólablaö. Öll slfk sköpun virkar
sem ógn fýrir þá sem eru ekki eins
skapandi.
Á hvaöa tímapunkti hætti eineltib?
„Mér fannst ég ekki byrja aö lifa fýrr en
ég stakk krakkana af og fór f MH. Um
leið losnaöi nördvítahringinn og ég
fékk loks að lifa. Ég gat andað rólega
og gert það sem mér sýndist án þess
þaö væri hakkað f spað. i dag þegar ég
rúlla f gegnum plöturnar mínar eöa
stend upp á sviði verður mér Ijóst að
ég er stööugt aö fagna þvf að vera á
Iffi."
Hver er versta afleiöing eineltis aö
þínu mati?
„Fórnarlömb eineltis koma upp um sig
þegar að nánum tilfinningalegum sam-
böndum kemur. Þau fokka upp ástar-
samböndum eða velja maka sem fer
illa meö þau. Það er viöbjóðslegasta
afleiðing eineltisins. Ég vil segja bæði
viö krakka og fullorðið fólk sem verður
fyrir einelti að þaö er ekkert að þeim -
þaö er eitthvað aö hjá hinum. Ég er
persónulega búinn aö fyrirgefa þess-
um krökkum því ég vil ekki eyða tíma
og orku f biturð. Því miður voru þau
ekki jafn miklir mannþekkjarar og ég,“
segir Páll Óskar öruggur.
-AJ
Fórnarlamb
eineltis
Margrét Hugrún Gústafsdóttir, texta- og
hugmyndasmiður á auglýsingastofunni Gott fólk,
stuttmyndaframleiðanai og skáld.
„Ég varö fýrir einelti f barnaskóla og gaggó.
Tfmabilið varöi frá því aö ég var 9 ára og þar
til ég varö 14 ára. Böggiö einkenndist af kaf-
færingum, snjóboltakasti og meiri háttar sví-
virðingum. Svo versnaði þaö til muna f
gaggó. Þá fór ég f Kópavogsskóla sem var
svona roðhálsskóli (Red Neck). Tólf manns I
hverjum bekk og allir kepptust við að vera
eins. Búningurinn uppistóö af blárri
milletúlpu, stretsbuxum og kínaskóm. Aðal-
áhugamáliö var blak. Ég fittaöi bara ekki inn
í þetta," útskýrir Margrét.
Manstu einhver dæmi úr barnaskóla?
„Þegar ég var 9-10 ára þótti ég soldið skrýt-
in. Ég þurfti t.d aö mæta til sálfræðings og
þaö var tilkynnt! kallkerfi skólans þar sem
ég sat i tfma. Pip, skruöningur og svo rödd-
in „Margrét Hugrún á aö mæta til sálfræö-
ings." Ég man líka eftir strák sem sló mig
utan undir og af því ég var svo góð f biblíu-
sögum. Þá bauð ég honum aö slá mig á hinn
vangann. Hann sló mig auðvitað.
Var einhvers konar einelti af hálfu kennara?
„Eitt dæmiö er tónmenntartfmi þar sem allir
máttu koma með uþpáhaldsplötuna sfna.
Restir komu meö HLH-flokkinn nema ég
sem kom meö Ninu Hagen. Mér fannst hún
jóöla svo flott. Þaö var ekki tekiö vel í þetta.
Ekki einu sinni af kennaranum sem var f Rfó
Trfó. Honum fannst þetta bara drulluvírd.
Stuttu seinna las ég Barn náttúrunnar eftir
Laxness og pikkaði upp stafsetninguna. Stíl-
bragöinu var heldur ekki vel tekið f skólanum
og ég var látin sitja eftir. Þrátt fýrir rök-
semdafærslur mfnar þvf ég þótti hreinlega
skrýtin."
Breytist eineltismunstríö í gaggó?
„Já, mín fór f Kópavogsskóla og byrjaði þar
ógeöslega „hardcore" tíma. Skiptistööin var
eins konar „inferno" þar sem unglingarnir
sniffuðu lím, átu sjóveikispillurogdrukku sig
fulla. Ég bara kom inn f þetta óhörönuð meö
áverka smábarnaeineltisins. Þá hófst einelt-
iö fyrir alvöru og stóö í tvö ár með regluleg-
um barsmíðum og andlegum niöurlæging-
um. Um daginn kom brúðarmynd af einum
aöalhöfuöpaur eineltisins. Á myndinni blasti
viö mér skakkbrosandi akfeit dagmamma f
forijótum ferskjubleikum púfferma rjóma-
tertukjól meö burstaklipptan offitusjúkling
sér við hliö," flissar Margrét.
Hverjir eru verstu þættir eineltis?
„Versta afleiöing eineltis er fáránlegt félags-
legt uppeldi. Maöur fer f skóla til að læra aö
funkera í þjóöfélaginu og veröur paranoid f
staðinn. Þaö háir manni á fullorðinsárum
þegar maður kynnist nýju fólki og upplifir sig
sem frfk. Vegna þess aö þér var sagt að þú
værir frík f mörg ár. Einelti í skóla, á vinnu-
stað og elliheimilum, í öllum þessum litlu
einingum, það er seinni heimsstyrjöldin f
hnotskurn. Þegar Þjóðverjar fundu gyöingum
allt til foráttu til aö upphefja sjálfa sig."
Fórnarlamb og
gerandi eineltis
Björgvin Franz Gíslason leikiistarnemi:
„Eineltiö byrjaði I leikskóla. Þar var
einn strákur sem var aöalstríðnis-
púkinn," segir Björgvin og tekur
fram aö hann hafi veriö afar furöu-
legt barn. „Meöan hinir krakkarnir
voru f sandkassanum fann ég hár-
kollu, dress og lék leikrit. Á þessum
tíma var einhvers konar sænsk
hippastefna f leikskólunum og ég
lék svo mikið að það þótti óeðli-
legt."
Hvernig hippastefna?
„Bara hippafasismi. Ein fóstran var
stórfurðuieg. Ef einhver prumpaði
lét hún alla krakkana beygja sig og
þefaði til að finna rétta sökudólg-
inn. Fóstrurnar á þessum leikskóla
mæltu meö þvf að ég færi til sál-
fræðings. Hann var yndislegur maö-
ur og ég held aö hann hafi hlegið og
sagt aö ég heföi bara mikinn áhuga
á leiklist." Björgvin minnist þess aö
hann hafi sjálfur fundið mótff til aö
leggja f einelti. „Það var lítil stelpa í
leikskólanum og ég setti hana inn í
geymslu, læsti og fór svo f drekku-
tíma. Hún þurfti að dúsa þarna
þangaö til einhver uppgötvaði hvarf-
iö. Ég skammast mín fýrir þetta enn
í dag."
Geröiröu mikiö aö því aö leggja aöra
í einelti?
„Ég var lagöur I einelti og ég lagði í
einelti á móti. í dag þegar ég hugsa
um þaö finnst mér þetta andlega
ofbeldi sikk. Ég varði sjálfan mig
með trúöshlutverkinu en notaði
augnaráöiö til aö terrorisera aðra.
Þegar maöur er lagður f einelti þá
brýst fram reiöi og hún þarf útrás.
Ég leitaöi f tvisted leiki. Misþyrmdi
axjónkörlum og limlesti dúkkur."
Þú lékst mikiö opinberlega sem
barn. Spilaöi þaö inn í?
„Það voru ákveðin gengi sem eltu
mig uppi. Yfirleitt voru þessi einelti
byggö á þvf aö ég haföi leikið f aug-
lýsingum og kvikmyndinni Stella f or-
lofi. Mamma og pabbi sögðu aö
krakkarnir væru bara öfundsjúkir og
ég ætti aö nota þaö á móti. Þegar
ég þoröi loksins aö segja aö þau
væru öfundsjúk þá virkaði það
furöuvel."
Hélt ástandiö áfram í gaggó?
„Nei, þá komst ég nefnilega f
töffaragengiö. Safnaöi hári, byrjaöi
aö reykja og stofnaöi ieikfélag. Þaö
var bara gaman f gaggó og menntó.
Maður var búinn aö bæla allar til-
finningar og kominn í eitthvert
trúöshlutverk. Aö vissu leyti er ég
enn I trúöshlutverkinu og maður er
aö vinna meö sjálfan sig úr því og
svo mörgu ööru. Ég er aö læra að
maður þarf ekki aö vera trúður utan
sviös. Ef eitthvaö kemur upp á hjá
mér þá birtist trúöurinn ósjálfrátt.
Hann hefur alltaf gert þaö og gerir
enn. Svona tilfinningapakki er
manni vissulega til trafala f daglega
iífinu en nýtist óendanlega vel uppi
á leiksviöi," segir Björgvin Franz að
lokum.
Áhugamaður
um einelti
Svavar Örn fiölmiðlastjarna, tískukóngur
og hárgreiðslumaður:
I sfðustu viku birti Fókus viðtal viö
Svavar Örn þar sem hann sagöist vera
mikill áhugamaöur um forvarnir gegn
einelti. Fókus sló þvf aftur á þráöinn
tog spuröi Svavar hvers vegna einelti
væri honum sérstakt áhugamál.
„Þaö er hræöilegt að vinna í grein sem
getur stuölaö aö einelti. Ég vil
ekki vera nein tfskulögga
sem handtekur fólk fyrir
merki eða verð," svarar Svav-
ar Örn ákveðinn. „Þaö er al-
gengt að fólk verði fýrir einelti
vegna hluta sem skipta engu
máli. Ég veit ekkert hallæris-
legra en einelti út af hlutum
sem fólk getur ekkert gert
aö. Eins og gleraugum,
talsmáta, vaxtarlagi o.s.frv.
Mér finnst einelti einn alvar-
legasti glæpur sem framinn
er. Þótt ég hafi hvorki oröið
fýrir einelti né nauðgun þá
veit ég aö þetta lifir meö fólki
„for the rest of their lifes".
Þess vegna biö ég krakka
eöa fólk á öllum aldri aö
hugsa sig tvisvar um þvf að-
gát skal höfð f nærveru sál-
ar.“
Hvaö finnst þér um fólk sem
leggur aöra í einelti?
„Mér finnst fólk sem leggur aöra f ein-
elti vera mjög ódýr pappfr. Það er
hræðilegt að vita til afleiðinganna sem
svoleiðis fólk veldur. Þaö er líka stað-
reynd aö gerandinn er óörugg lítil
manneskja með vankanta sem hún
þarf að fela."
Hvaöa skoöun hefuröu á því þegar fólk
veröur fyrir einelti vegna fatasmekks
og útlits?
„Ég skora á krakka og fólk yfirhöfuð aö
vera þaö sjálft. Það er eins og allir
þurfi aö vera steyptir f sama mót. Ef
tískan segir aö allir þurfi aö vera eins
þá er best að ég hætti f bransanum og
fari aö gera eitthvað annaö. Það hafa
ekki allir efni á aö kaupa einhver merki
eða rándýr föt og það er ömulegt ef
börn þurfa aö Ifða fyrir að foreldrarnir
geta ekki keypt réttu fötin reglulega.
Svavar Orn
hættir í
tískubrans-
anum ef
allir þurfa
aö líta eins
út.
Búöirnar maka krókinn á svoleiðis
tiskuþylgjum en þaö hafa bara ekki all-
ir ráö á þeim. Krakkar eiga aö vera
sniöug og þau sjálf. Þaö er langftott-
ast. Enda veit ég fátt skemmtilegra en
gömul föt sem fólk breytir eftir hug-
myndafluginu. Það er miklu meira tóff
en gráa dragtin eða hettupeysan. Ég
heyrði um hræöilegt eineltisdæmi
sem stafaði af þvf aö fórnarlambið
gekk f Hagkaupsbuxum. Ef það er mál-
iö þá vil ég frekar stimpla mig út og
skila búningnum," segir Svarar Örn af-
dráttarlaust.
f Ó k U S 26. nóvember 1999
26. nóvember 1999 f Ókus
13