Dagblaðið Vísir - DV - 26.11.1999, Blaðsíða 20
Lifíd eftir vmnu
klukkan 13 til 17 undir yflrskriftinni Efnahags-
legt giidi þjóðgaröa. Meðal fyrirlesara er Stále
Navrud, norskur prófessor frá Landbúnaðar-
háskóla Noregs, einn þekktasti umhverfis-
hagfræðingur Noröurlanda. Vilborg Júlíusdótt-
ir frá Þjóðhagsstofnun kynnir athuganir sínar á
tiltækum gögnum sem geta gefið vísbending-
ar um efnahagslegt gildi þjóðgarðsins í Skafta-
felli. Davíð Bjarnason tekur fyrir erlent dæmi
um efnahagslegt gildi þjóðgaröa í Namibíu.
Forstöðumaður Náttúruverndar rikisins, Árni
Bragason, heldur erindi um framtíð þjóðgarða
á íslandi Ráöstefnunni lýkur með pall-
borðsumræðum undir stjórn Ólafs Arnar Har-
aldssonar alþingismanns. Þátttakendur eru
Stefán Benediktsson, Náttúruvernd rikisins,
Hjörleifur Guttormsson, fyrrv. alþingismaður
og ráðherra, Jónas Elíasson prófessor og Sig-
uröur Bjarnason ferðaþjónustubóndi.
Höfundur myndasögubókanna Trans-
metropolitan, Warren Ellis, heldur fyrirlestur
um myndasögur og menningu þeirra í Há-
skólabíói klukkan 13.15. Þegar Ellis kom til
landsins í fyrra var stútfullt út úr dyrum en
núna verður nóg af sætum, Háskólabíó er svo
stórt. Klukkan 15.30 áritar gúrúinn verk sín í
teiknimyndasöguversluninni Nexus VI, Hverfis-
götu 103.
Félag íslenskra músíkþerapista heldur jóla-
fund i Sjálfsbjargarhúsinu, Hátúni 12 (inn-
gangur á vesturgafli). Farið verður í tónföndur
með jólaívafi. Fundurinn hefst klukkan 15.
Enginn ætti að gleyma góða jóla-jólaskapinu
heima.
SunnudaguF
28. nóvember
tKrár
Café Romance kynnir breska píanóleikarann
Joseph O'Brian sem leikur af fingrum fram.
Hljómsveitin írafár, með hina gullfallegu írisi í
Rödd í eyðimörkinni
„Það er mikil vakning í trúmál-
um meðal ungs fólks. Það reikar í
eyðimörkinni í einmannaleik og
tilgangsleysi," segir Hilmar
Kristinsson meðlimur Frelsisins
og talsmaður Starthátíðar.
Hvert er hlutverk kirkjunnar í
þessari andans auön?
„Hlutskipti kirkjunnar hefur
alltaf verið útlagt eins og rödd i
eyðimörkinni," segir Hilmar sann-
færður og tekur fram að þetta sé
tilvitnun í Jóhannes skírara. „Jó-
hannes undirbjó jarðveginn áður
en Jesú kom.“
Hvað er Starthátíð „Nýrrar kyn-
slóöar nemenda og stúdentafé-
laga“?“
„Það er hreyfmg sem byrjaði
árið 1996 í norskum skólum og í
dag eru yfir 4000 meðlimir í Nor-
egi. Við erum sem sagt að starta
þessari hreyflngu á íslandi og það
eru fimm kirkjur sem standa að
Starthátiðinni. Kristilega miðstöð-
in Frelsið, Vegurinn í Frikirkj-
unni og Hvítasunnukirkjan í
Reykjavík, Akureyri og Vest-
mannaeyjum. Við vinnum eftir
þessari norsku fyrirmynd og
Stephan Christiansen, sem setti
hreyfinguna á laggimar í norsk-
um skólum, leggur hönd á plóg.“
Hver er tilgangurinn með stofn-
un hreyfingarinnar?
„Tilgangurinn er að nemendur,
hver í sínum skóla, verði með
virka boðun um fagnaðarerindið."
Hvers vegna fagnaöarerindiö?
„Að okkar mati er fagnaðarer-
indið langtum
betra en fíkni-
efni.“
Stóöu ólíkar
kirkjur aö
sama batterí-
inu í Noregi?
„Það voru 429 kirkjur sem stóðu
á bak við það. Baptistakirkjan, lút-
erska kirkjan, hvítasunnukirkjan
og aðrar fríkirkjur," segir Hilmar
sem horfir björtum augum til
helgarinnar.
Starthátíðin hefst í Hvítasunnu-
kirkjunni Fíladelfíu kl. 20.00 í
kvöld og kl. 10.00 á laugardaginn.
Stephan Christiansen mætir,
hreinn fögnuður mun rikja og all-
ir eru velkomnir.
Hilmar
Krlstins-
son er tals-
maður Start-
hátíðar og segir
fagnaðarerindið
betra en fíkniefni.
myndlist
fararbroddi, spilar á un-
plugged tónleikum á veg-
um ISIC-skólakortanna á
ísafold - Sportkaffi. Þeim
sem ekki hafa farið á
þennan stað er bent á að
hér sko miklu meira en
bara einhverjar íþrótta-
bullur að finna.
Gæðablóðiö Guðmundur
Rúnar Lúðvíksson lætur nýbygginguna uppi I
Kringlu ekki á sig fá. Hann mætir galvaskur á
Kringlukrána í kvöld og heldur uppi stemningu
með einmanalegt spotlight sér til hjálpar.
Böl 1
Viðar Jónsson er kántrí-
konungur suðursins,
a.m.k. þar til Hallbjörn
reynir að flytja aftur í bæ-
inn. Viðar sér um rokna
kántrikvöld á Næturgal-
anum í kvöld, svona upp
úr níu.
D j a s s
Hljómsveit Agnars Más Magnússonar og
Ólafs Stolzenwalds leikur á tónleikum í jazz-
klúbbnum Múlanum, Sóloni íslandus. Sveitin
leikur alls konar djass í hinum ýmsu útsetning-
um. Slökum á jólastressinu, hlustum á mjúk-
an djass klukkan 21. Það kostar 500 krónur
fyrir nema og eldri borgara en 1000 fyrir hina.
•Klassík
Selkór og Kammerkór Seltjarnarneskirkju
flytja tónlist, tengda aðventu ogjólum, í kirkj-
unni klukkan 20.30 ásamt einsöngvurum og
hljóðfæraleikurum. Sigurgeir Sigurðsson, bæj-
arstjóri Seltjarnarness, flyturaðalræöu kvölds-
ins. Helgistund í umsjá sóknarprestsins, sr.
Solveigar Láru Guðmundsdóttur. Veislukaffi i
safnaðarheimilinu á eftir til styrktar orgelsjóði.
Tríó Reykjavíkur heldur siðustu tónleika sína
á árinu í Hafnarborg klukkan 20. Tónleikarnir
hefjast á konsertstykki eftir Francois Couper-
in. Siðan verða leiknar tvær einleikssvítur Jó-
hanns Sebastian Bachs, nr. 1 í G-dúr og nr. 2
í d-moll. Flytjendur eru Peter Máté píanóleik-
ari og Gunnar Kvaran sellóleikari.
Árlegir aðventutónleikar Kvennakórs Reykja-
víkur eru i Hallgrímskirkju klukkan 20. Á fjöl-
breyttri efnisskrá má nefna Ave Maria eftir
Gustav Holst fyrir átta kvenraddir og miðalda-
Ijóðið „Ljómar nú jata lausnarans". Einsöngv-
ari á tónleikunum er Egill Óiafsson.
•Sveitin
Það verður rokna gleði á Kaffi Nielsen á Egils-
stöðum. Kiukkan 13:00 teflir skákmeistarinn
ógurlegti Róbert Haröarson fjöltefli. Um fjögur-
leytið tekur ódauðleikinn við og skáldin Guð-
rún Eva, Guðjón F. og Hákon lesa upp með
Hrafn Jökulsson i farabroddi.
m
f
©Leikhús
Á Litla sviði Þjóðleikhússins er verið að leika
dramað Abel Snorko býr einn eftir Eric
Emmanuel Schmitt kl. 15. Þetta er vinsæl
sýning og því er nauðsynlegt að hringja I síma
5511200 og athuga með miða.
Djúpt inni í maga Þjóðleikhússins, nánartiltek-
ið í Smíðaverkstæðinu, er griski harmleikurinn
Fedra sýndur kl.20.30. Fedra er reyndar
franskt verk en Hilmi Snæ, Arnari Jónssyni og
Tinnu Gunnlaugsdóttur er nokk sama og leika
þau með miklum tilþrifum.
Þá er það Leitin að vís-
bendingu um vitsmunalíf
í alheimlnum eftir Jane
Wagner á litla sviðinu í
Borgarleikhúsinu. Hér
fer Edda Björgvinsdóttir
á kostum undir leikstjórn
Maríu Sigurðardóttur.
Sýningin hefst kl.19.
Meira fyrir eyraö er
söngskemmtun með lögum Jóhanns G. Jó-
hannssonar við Ijóö Þórarins Eldjárns í tilefni
af hálfrar aldar afmæli Þórarins. Þar syngja
þau Sigrún Hjálmtýsdóttir, Örn Árnason og
Stefán Karl af mikilli list á stóra sviðinu í Þjóð-
leikhúsinu kl.21.
Síðasta sýning á franska harmleiknum Fedru
á Smíðaverkstæði Þjóðleikhússins í kvöld.
Tinna Gunnlaugsdóttir fer á kostum í aðalhlut-
verkinu svo það væri synd að missa af þess-
ari sýningu.
Fyrir börnin
íþróttaálfurinn Magnús
Scheving kallar ekki allt
•ömmu sína og er ekki vit-
und hræddur við Glanna
glæp en það er nafnið á
vonda karlinum í sam-
nefndu leikriti sem Þjóð-
leikhúsið sýnir þessa
dagana. Sigurður Sigur-
jónsson leikstýrir og
Máni Svavars samdi tön-
list við söngtexta Karls Ágústs Úlfssonar.
Leikarar eru meðal annarra Stefán Karl Stef-
ánsson, Magnús Ólafsson, Örn Árnason,
Steinn Ármann Magnússon, Kjartan Guðjóns-
son, Linda Ásgeirsdóttir, Ólafur Darri Ólafs-
son, Rúnar Freyr Gíslason og auðvitað Magn-
ús Scheving sjálfur. Tvær sýningar eru ! dag.
Sú fyrri hefst kl. 14 en sú seinni kl. 17 en þv!
miður er uppselt.
Sýningin Móðir og bam verður umgjörð lista-
smiðju barna í sal 5. Á sýningunni verða mál-
verk og höggmyndir úr eigu safnsins. í amstri
jólaföstunnar geta foreldrar og börn tekið þátt
í jólakortasmiðju á vinnustofu barna frá kl. 13
til 16 alla sunnudaga fram að jólum. Tónlist,
piparkökur og mandarínur koma öllum í jóla-
Marilyn Herdis Melk sýnir grafíkmyndir! veit-
ingahúsinu Við fjöruboröiö. Sýningin stendur
fram að jólum og er opnunartími Fjöruborðsins
frá 18-22 virka daga en 11:30-22 laugardaga
og sunnudaga.
I gær opnaði Ólafur Gunnar Sverrisson sýningu
á hálsmenum iHár og List, Strandgötu 39,
Hafnarfirði. Sýningin kallast Spækjur og Sprek
og stendur til 9 desember.
Harpa Björnsdóttir sýnir skúlptúr ! Listasafni
ASl. Sýningin stendur til 5. desember og er
opin alla daga frá 14-18 nema mánudaga.
Vlgnir Jóhannsson myndlistamaður er með
málverkasýningu ígallerii Sævars Karls. Sýning-
in stendur til 9. desember.
í Listasetrinu Kirkjuhvoli, Akranesi stendur yfir
sýning ! tilefni af 40 ára afmæli útgáfu“Sem-
20
entspokans", blaðs starfsmannafélags Sem-
entsverksmiðjunnar, sem er einnig fertugt. Á
sýningunni kennir margra grasa.Sýningunni lýk-
ur 5. desember og er Listasetrið opið alla daga
nema mánudaga frá kl. 15-18
Fjórar einkasýningar eru í gangi ! Nýlistasafn-
inu, Vatnsstíg 36 í ReykjavIk.Sýnendur eru:
Didda Hjartardóttir Leaman, Þórunn Hjartar-
dóttir, Olga Bergmann og Anna Hallln. Sýning-
arnar eru opnar daglega frá kl. 14-18 nema
mánudaga og þeim lýkur 12. desember. Að-
gangur er ókeypis og allir vekomnir.
Myndlistarmennirnir Ingimar Ólafsson Waage
og Karl Jóhann Jónsson sýna málverk í Lista-
safni ASÍ, Ásmundarsal, Freyjugötu 41, 101
Reykjavík. Á sýningunni eru landslagsverk
tengd ferðalögum um óbyggðir islands og por-
trettverk af ýmsum náttúrufyrirbærum, svo sem
álfum og kleinum.Sýningunni lýkur 5. desem-
ber.
Sæmundur Gunnarsson er með sýningu !
Svarta pakkhúsinu við Hafnargötu 2, Keflavík.
Sýningin hefur að geyma landslagsmyndir! olíu
og verður opin um helgar frá klukkan 14 til 18
og um virka daga frá klukkan 20 til 22. Sýning-
unni lýkur þann 30. nóvember.
„Kaffi, Englar og fleira fólk“ er yfirskrift sýning-
ar Lindu Eyjólfsdóttur á akrilmyndum sem hún
er með ! Gallerí Stöðlakotl við Bókhlöðustíg.
Hulda Vilhjálmsdóttir sýnir málverk og skissur
af konunni ! Gallerí Nema hvað. Sýningin er
opin fimmtudaga til sunnudaga frá 14-18. Síð-
asti sýningardagur er 30. nóvember.
Lárus Karl Ingason er með Ijósmyndasýningu í
kaffistofu Hafnarborgar. Á sýningunni eru 12
myndir teknar í nágrenni Kleifarvatns. Sýningin
stendur til 13. des.
Hollenskir iðnhönnuðir sýna í Galleri Listakot,
Laugavegi 70.Á sýningunni eru nytjahlutir og
nytjalist, mikið unnið með endurvinnslu og/eða
hlutireinfaldlega teknir úr eðlilegri notkun og
gefið nýtt hlutverk.Sýning þessi er sett upp
vegna fjölda fýrirspurna frá þeim sem misstu af
uppsetningu svipaðrar sýningar! Kramhúsinu I
sumar. Allir hlutir á sýningunni eru til sölu+
eftir pöntunum en mismikið upplag til af
hverju.Sýningin stendur til 1. desember og er
opin alla virka daga frá kl. 12-18 og laugardaga
1Þ16.
Gallerí 101 við Laugaveg sýnir Anatomy of
Feelings. Þar gefur að líta uppgötvanir sem
Haraldur Jónsson gerði meðan hann dvaldi ný-
verið ! sjálfsklpaðri einangrun inni ! norskum
skógi. Á sýningunni eru teikningar, textaverk
og myndband.
Helgi Snær Sigurðssonar sýnir grafíkmyndir !
Listmunahúsinu Ófeigi.Skólavörðustíg 5 og ber
sýningin nafnið Undir niðri. Verkin eru tölvuunn-
arljósmyndir færðar yfir á eirplötur sem síðan er
þrykkt af á papp!r.Sýningargestum er boðið !
hringferð með neðanjaröarlest í Madrid. Þetta
er fyrsta einkasýning Helga Snæs. Sýningin
stendur yfirtil 27. nóvember.Aðgangurerókeyp-
is.
Sigurborg Stefánsdóttir sýnir málverk og
klippimyndir í Listasal Man Skólavörðustíg 14.
Sýningin er opin á verslunartíma alla daga og
um helgar kl. 14-18.
Lifi Kalevala er yfirskrift myndlistarsýningar í
sýningarsölum Norræna hússins í tilefni afmæl-
isdagskrárinnar Kalevala um víða veröld. Sýn-
ingin kemur frá Akseli gallen-Kallela-safninu !
Helsinki. Sýningin er opin þriðjudaga til sunnu-
daga, kl. 14-18. Lokað er á mánudögum. Að-
gangur kr.200. Sýningin stendur til 19. des.
Hinn franski Jean Posocco, sem búsettur hefur
verið í Hafnarfirði sl. 7 ár.sýnir vatnslitamyndir
úr íslenskri náttúru ! kaffihúsinu Nönnukoti í
Hafnarfirði. Myndirnar eru allar gerðar á þessu
ári. Sýningin er opin alla daga nema mánudaga
milli klukkan tvö og sjö. Sýningin stendur til
mánaðarmóta.
Myndlistakonar Sigurrós Stefánsdóttir er með
sýningu í Bílar og list Vegamótastlg 4. Yfirskrift
sýningarinnar er Á ferð og samanstendur hún
af olíumyndum með manneskjuna sem mið-
punkt. Sýningin stendur til 25. nóvember.
Guðmundur Björgvinsson er með málverkasýn-
irigu í 12 tónum Grettisgötu 64.
Brynja Árnadóttir sýnir pennateikningar á kaffi-
húsinu Við árbakkann á Blöndósi. Þetta er 12.
einkasýnig Brynju.
Magnús Pálsson er með sýningu! gallerí i8 þar
sem hann sýnir silfurstóla og myndband.Sýn-
ingin er opin fimmtudaga til sunnudaga frá
kl.14 -18.
Gunnar Karlsson myndlistarmaður er með
myndlistarsýningu í Kringlunni Isamvinnu við
Gallerí Fold og Kringluna. Sýningin, sem ber
nafnið Kringlu Kristur, samanstendur af fjórum
5 metra háum myndverkum sem sérstaklega
eru gerðar með hið stóra rými Kringlunnar !
huga. Verkin eru tölvuunnar Ijósmyndir, teknar í
samvinnu við Grím Bjarnasonljósmyndara og
Guöjón Hafliðason módel.
Listamaður nóvembermánaðar! Listafléttunni
á Akureyri er grafiklistamaðurinn Marlyn Herdis
Mellk. Listafléttan er opin frá kl. 11-18 virka
daga og laugardaga frá 11-14.
Sýning á verkum fimm félaga SÚM-hópsins,
sem allir stóðu að opnun Gallerí SÚM fyrir 30
árum, stendur yfiri ! stóra salnum í Listasafni
íslands. Þeir sem eiga verk á sýningunni eru
Jón Gunnar Árnason, Magnús Tómasson,
Hreinn Friðfinnsson og bræðurnir Kristján og
Sigurður Guðmundssynir. Sýning stendur til
28. nóvember.
Sigurður Magnússon listmálari er með mál-
verkasýningu ÍSverrissal í Hafnarborgar. Hann
sýnir 20 olíumálverk og ber sýningin yfirskriftina
„Reiri þankastrik".
Myndir Jóns Baldurs Hlíðbergs úr náttúru ís-
lands eru til sýnis i Hafnarborg. Sýningin stend-
urtil 13.des.
Ragna Róbertsdóttir sýnir verk úr vikri, gler og
hluta af Mýrdalssandi á Kjarvalstöðum. Sýning-
in stendur til 19. nóvember. Opið alla daga frá
klukkan 10 - 18. Leiðsögn er um sýningar
safnsins alla sunnudaga kl.16.
í landi birtunnar er heiti á sýningu með mynd-
um eftir Ásgrimur Jónsson sem er í Listasafn-
inu. Hér er að finna vatnslitamynda sem eiga
sér enga hliðstæðu í islenskri myndlist. Sýning-
in stendur til 28.11.
Árþúsunda arkitektúr eða Millennial Archltect-
ure er heiti samsýningar sem sýnd er í Gerðar-
safni í Kópavogi. Höfundar sýningarinnar eru
Steina Vasulka, skjálistarmaður, Anita Hardy
Kaslo, arkitekt og Sissú Pálsdóttir, myndlistar-
maður. Listamennirnir þrír eiga það sameigin-
legt að hafa búið samtímis í Santa Fe, en nú
hafa leiðir skilist og undirbúningur þessarar
sýningar farið fram á netinu undanfarið ár.
Gerðarsafn er opið alla daga nema mánudaga
frá kl. 12 -18.
Listasafn Akureyrar sýnir nú verk Stefáns Jóns-
sonar en um er að ræða hámenntaðan Akureyr-
ing sem sýnir gólfskúlptúra. Skúlptúrar þessir
eru tilbrigði við meiriháttar listaverk og mætti
kalla þau eftirlíkingar ef menn væru fyrir það að
djöfiast! listamanninum. En það er óþarfi því
þetta er hin skemmtilegasta sýning og á sama
tíma og hún opnar hefst ný röð yfirlitssýninga á
vegum Listasafnsins sem hlotið hefur heitið
Sjónauki, en í þeim verður ýmsum hugsuðum
boðið að rýna í ákveðna þætti myndlistarsög-
unnar. Fyrstur til að ríða á vaðið er heimspek-
ingurinn og útvarpsmaðurinn Hjálmar Sveins-
son sem fjallar um „dauðahvötina" sem hann
telur sig greina hjá íslenskum myndlistarmönn-
um. Verkin á sýningunni eru fengin að láni frá
Listasafni Reykjavíkur og spanna þau allt frá
Þórarni B. Þorlákssyni og Jóhanni Briem til Jó-
hönnu K. Yngvadóttur, Hrings Jóhannessonar,
Helga Þorgils Friðjónssonar, Haraldar Jónsson-
ar, Georgs Guðna og Jóhannesar Eyfells. Sýn-
ingin er opinn frá kl. 14-18 og stendur hún fram
til 5. desember.
Jón Axel Björnsson er einn af þekktari málur-
um okkar, útskrifaðist úr MHl ¥79 og hefur
haldið fjöldann allan af sýningum. Nú sýnir
hann í Galleríi Sævar Karli Sýning samanstend-
ur af 12 andlitum, þekkjanlegum eða óþekkjan-
legum, einu skúlptúr, náttúrustemmingum og
kolteikningum á striga. Verkin má skoöa sem
eina inmsetningu eða mörg sjálfstæðverk. Upp-
lifun og nálgun við verk Jóns virka oft á áhorf-
andann sem trúarleg skynjun þannig að sýru-
hausar mega vara sig.
Hönnunarsafn íslands stendur fyrir sýningu að
Garðatorgi 7, nýbyggingu ! miðbæ Garðabæjar,
sem nefnist íslensk hönnun 1950-1970. Sýn-
ingin er kynningarsýning Hönnunarsafnsins,
sem til var stofnað í desember 1998. Á þess-
ari sýningu, sem Þórdís Zoéga innanhússarki-
tekt hefur haft umsjón með, er að finna sýnis-
horn af íslenskum húsbúnaði, húsgögnum, leir-
list, veflist, skarti oggrafískri hönnun frá sjötta
og sjöunda áratugnum. Á sýningunni verður
kynnt tillaga að merki (logo) Hönnunarsafnsins.
Félag íslenskra teiknara (FÍT) gekkst fyrir sam-
keppni meðal félagsmanna sinna og var ein til-
lagan valin til áframhaldandi úrvinnslu. Árangur
samkeppninnar er hugsaður sem framlag FÍT til
safnsins. Sýningin stendur til 15. nóv, og er
opin mánudaga-föstudaga kl. 14-19 og laugar-
daga-sunnudaga kl. 12-19.
f Ó k U S 26. nóvember 1999