Dagblaðið Vísir - DV - 26.11.1999, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 26.11.1999, Blaðsíða 7
Tölvupoppsveitin Mullet tekur nýrómantíska hljóðgervlahetjur sér til fyrirmyndar, m.a. íslensk bönd eins og CTV, Box og Sonus Futurea. Mullet vakti nokkra at- hygli í fyrra með útgáfu sinni af gömlu Botnleðju-lagi en er nú mætt með heilan geisladisk í jóla- flóðið með frumsamið efni í bland við Botnleðjulagið og eitt eftir Depeche Mode. Útgáfuteiti í tilefni disksins verður haldið í kvöld á Sport kaffi, Þingholtsstræti. „Við erum nú bara tveir í þessu Tvíhöfði væntstn -letoa i loftiO í januar „Við erum í lögbanni," segir Sigurjón Kjartansson, „megum ekki vinna fyrir íslenska útvarps- félagið fyrr en 30. júní. Við virðum þetta lögbann“. Þó lítur allt út fyrir að útvarps- stöð Tvihöfða fari í loftið í lok jan- úar. Stöðin mun ekki heita „Grin- miðstöðin", eins og einhvers stað- ar stóð, heldur er „Útvarp Tví- höfði“ vinnsluheitið. Lögð verður áhersla á hið talaða mál og tónlist leikin eftir playlista. Sigurjón og Jón Gnarr verða alla virka morgna á milli sjö og ellefu en þá taka við aðrir þættir. Um helgar verður svo sérdagskrá. Ýmsir glaðir og góðir menn eru orðaðir við stöðina og er undirbúningur á fuilu. Fjórða Fóstbræðraserian fer svo af stað í lok febrúar. Að vanda verða þættimir í seríunni átta, en nú ber svo við að tveir þættir verða samfelldir, eins konar stutt- myndir. Heiti þeirra er „íslensk bíómynd" og „Rómantísk gaman- mynd“ og getur fólk getið í eyð- umar. „Það er líka kominn nýr leikstjóri, hann heitir Sigmjón Kjartansson og stendur sig mjög vel,“ segir Sigurjón. Jón er enn uppistandandi í Loft- kastalanum og grínast í sýning- unni „Ef ég væri nörd“. „Já, ég er búinn að fara,“ segir Sigurjón, „þetta er mjög skemmti- leg sýning." Þegar uppistandi Jóns lýkur bregður hann sér i spor Woody Allens og leikur aðalhlutverkið í leikritinu „Play it Again, Sam“, sem hann hefur þýtt og staðfært. En þú, Sigurjón, á aö fara í rokkið aftur, endurvekja Ólympíu eða eitthvað? „Nei, ég hef nóg annað að gera.“ til aö sto bandi, ég og Ásmundur Örn,“ segir Þórður H., öðm nafni Doddi litli. „Ásmimdur ætlaði að stofna eitthvert sveitaballadæmi en ég tróð þessari hugmynd inn hjá honum og hann keypti það.“ En af hverju að sœkja í tölvu- poppið? „Popptónlistin í dag er bara svo ógeðslega leiðinleg," segir Doddi og dæsir. „Hún var miklu betri fyrir sirka 15 árum. Við vorum líka bara of ljótir til að stofna boj- band svo við gerðum sítt-að-aftan fna boj band í staðinn. Menn máttu vei ljótari í gamla daga.“ Mullet þýðir einmitt sítt-að-ai an á ensku, sbr. „Mullet hairdo Buttercup spilar á eftir plöt kynningunni, en auk alls þessa ( Doddi að halda upp á þrítugse mælið sitt. „Nei, það hefur ekke breyst, nema hvað allt er orð: leiðinlegra," segir hann, „nen þegar ég er í tölvupoppinu. Þá lí ur mér vel.“ ^ GRAFARVOGUR LÆKJARGATA U BREIÐHOLT Nætii^ÆgijaSOT^aká langardagskvcVlduin. Broltíarartnnar írá Lækjargötn eru kl. 02:30, 03:00, 03:30 og 04:00 nTÍr fólk sem vakir lengui 26. nóvember 1999 f ó k u s 7

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.