Dagblaðið Vísir - DV - 26.11.1999, Blaðsíða 15
Pierce Brosnan:
bíódómur
26. nóvember 1999 f Ó k U
Gátlistinn sem handritshöfundar
Bondmyndanna styðja sig við inni-
heldur ýmis þau atriði sem hafa
verður með til að hlutimir gangi
upp. Þar má meðal annars telja at-
riðið fyrir titlana, skrautlegan
erkifjanda, fagrar meyjar með
kúnstugum nöfnum, leiktækjasýn-
ingu Q, þyrlur, vélbyssur og
sprengjur, auk lokaatriðis þar sem
James heldur stúlkunni í örmum
sér á afviknum stað og segir henni
eins og einn skraufþurran brand-
ara áður en tjaldið fellur. Flest er
þetta til sýnis hér en samt er eins
og eitthvað hafi gleymst af listan-
um. Brosnan stendur sína vakt en
varla mikið meira, fúlmennin eru
ekkert sérstaklega andstyggileg og
heimurinn er einhvern veginn
ekki nógu mikið að veði.
Bestu Bondmyndimar eru dular-
full blanda af spennu, hasar, losta,
galgopahætti, exótík og hugvitsemi.
Gamansemin svífur ávallt yfir og
einnig er oft stutt í tregann, enda er
Bond frekar harmræn persóna, ein-
fari án náinna tengsla við nokkum
mann og gengur um með þá þungu
byrði að þurfa stöðugt að bjarga
heiminum. Ég er af þeirri kynslóð
sem vandist á Roger Moore og er þess
vegna alltaf frekar hlýtt til hans þó
að Sean Connery sé auðvitað meiri
töffari. Fyrir mína parta eru The Spy
who Loved Me og For Your Eyes only
bestu myndimar með Moore og Di-
amonds Are Forever sú besta með
Connery. Hvorki Lazenby né Dalton
náðu verulegu flugi sem 007 en
Brosnan er ágætur Bond og Gold-
eneye sú besta af þeim þremur með
honum.
Bondmyndimar eru allar tilbrigði
við ofangreint stef en ná misvel að
spila úr því. Þó erfltt sé að henda
reiður á innbyrðis hlutfóllum virð-
ist jafnvægi milli þessara þátta
skipta miklu máli. Sé of mikið af
einum þættinum eða of lítið af öðr-
um fær maður á tiifinninguna að
eitthvað sé að. Hér sýnist mér
skorta allnokkuð upp á galskapinn,
framandleikann og lostann. Sögu-
þráöurinn er alltaf aukaatriði í þess-
um myndum. Hér þarf Bond að
kljást við hryðjuverkamann og gráð-
ugan olíusala sem hyggjast koma
hinum vestræna heima í mikinn
bobba. Gott og vel en tilfmningin er
sú að frískamínið vanti og aðstand-
endur skemmti sér ekki nægilega
vel. Ekki vantar úrvalsleikarana,
Marceau, Carlyle, Robbie Coltrane
og Judi Dench eru allt toppfólk í
sínu fagi og leikstjórinn Apted einn
af virtustu fagmönnum Breta. Hann
hlýtur þó að teljast sérkennilegt val
sem stjórnandi Bondmyndar því
hann er frekar alvarlegur leikstjóri,
vandvirkur og næmur á blæbrigði
hins smáa en hefur líklega ekki til
að bera þann hæfilega skammt af
kæruleysislegri ósvífni sem þarf til
að búa til sannfærandi Bond.
Ekki bætir svo úr
skák aö troða Denise
Richards upp á hann.
Hún er sæt, stelpan,
en alveg út á þekju,
saklaust amerískt
lamb í evrópskri úlfa-
hjörð.
í stuttu máli:
Bond í meðallagi,
þokkaleg skemmtun
en betur má ef duga
skal.
Leikstjóri: Michael
Apted. Handrit:
Neil Purvis, Robert
Wade. Aðalhlut-
verk: Pierce
Brosnan, Sophie
Marceau, Robert
Carlyle, Denise
Richards.
Ásgrímur
Sverrisson
„Frá árinu 1986 og þar til ég lék
James Bond í Goldeneye var ég vanur
að heyra hvar sem ég fór: „Þú yrðir
stórkostlegur Bond. Hvenær ætlar þú
að leika James Bond? Þú hefðir átt að
vera valinn...“ og allt í þeim dúr svo
það má segja að ég hafi fengið það á
tilflnninguna að James Bond væri
eitthvað í mínu lífl sem ég yrði að
takast á við.“ Þetta sagði Pierce
Brosnan þegar hann var valinn í
fyrsta sinn til að leika James Bond -
taka við af Timothy Daltion sem hafði
leikið njósnarann í tveimur kvik-
myndum. Ástæðan fyrir því að fólk
talaði alltaf um James Bond við
Brosnan var að hann var fyrsti kost-
urinn þegar Roger Moore ákvað að
hætta en þá var hann bundinn samn-
ingi við sjónvarpið um að leika áfram
í hinum vinsælu lögregluþáttum
Remmington Steele og gat því ekki
þegið hlutverkið. Um sama leyti hafði
verið gerð könnun í Bandaríkjunum
um það hver ættti að taka við af
Moore og þar var Brosnan langefstur.
Hann hefur ekki valdið framleiðend-
um Bond-myndanna vonbrigðum held-
ur staðið vel í stykkinu og er verðug-
ur arftaki Seans Connerys og Rogers
Moores sem höföu fest sig í sessi og
höfðu að bera þá útgeislun sem þurfti
til að geta haldið við vinsældum þessa
frægasta njósnara sögunnar.
írskur að upp-
runa
Pierce Brosnan
fæddist 16. maí 1952 í
smábæmun Meath á
írlandi. Fjölskyldan
flutti búferlum til
London eftir að heim-
ilisfaðirinn lét sig
hverfa og Brosnan sá
föður sinn ekki aftur
fyrr en hann var kom-
inn á þrítugsaldurinn.
Ekki var samkomu-
lagið gott á milli hans
móðurinnar á þessum
árum og fimmtán ára
gamall hætti Brosnan
í skóla, fór út á vinnu-
markaðinn og tók að
sér ýmis störf. Meðal
annars var hann um Pierce Brosnan og Linda Hamilton í Dante’s Peak.
tíma eldgleypir og teiknari. Þegar
hann kynntist leikhúsinu var framtíð
hans ákveðin og fékk hann vinnu í
litlum leikhópi sem ferðaðist um land-
ið. Að þvi kom svo aö hann skráði sig
í The Drama Center of London þar
sem hann nam leiklistina í þrjú ár.
Eftir það lá leiðin á leiksviðin í
London þar sem hann sló í gegn, með-
al' annars í uppsetningu Francos
Zefferellis í Filumena og þá má geta
þess að Tennessee Williams bað per-
sónulega um hann í aðalhlutverkið í
Red Devil Battery Sign.
Frægð í Bandaríkjunum
Pierce Brosnan kom fyrst fyrir
augu Bandaríkjamanna í míniserí-
unni The Manions of America sem
leiddi til þess að hann fékk titilhlut-
verkið í nýrri sjónvarpsseríu, Remm-
ington Steele. Brosnan var samt á báð-
um áttum hvort hann ætti að þiggja
hlutverkið þar sem hann ætlaði sér
alltaf að koma sér áfram í kvikmynd-
um og um þetta leyti var hann spennt-
astur fyrir að hreppa hlutverk Dýr-
lingsins í fyrirhugaðri kvikmyndaút-
gáfu á The Saint. Hann valdi sjónvarp-
ið og gerði þar rétt þar sem hætt var
við Dýrlinginn (sú kvikmynd kom síð-
ar með Val Kilmer). Remmington
Steele sló í gegn og í sjónvarpinu var
Brosnan næstu árin en lék að vísu í
einstaka kvikmyndum í hjáverkum.
Það vildi svo til að þegar
framleiðendur Bond-mynd-
anna þurftu svo að leita að
leikara í stað Timothys
Daltons, sem náði sér að þeirra dómi
aldrei á strik sem James Bond (ekki
eru allir sammál þeim úrskurði), var
hætt að gera sjónvarpsseríuna og
Brosnan var á lausu og fram-
haldið þekkjum við.
Einkalíf Pierce Brosnans
hefur veriö í sviðsljósinu.
Hann missi eiginkonu sína,
Cassöndru Harris (var
Bond-stúlka í For Your Eyes
Only), úr krabbameini og hef-
ur hann verið viðloðandi ýms-
ar fegurðardísir síðan en hef-
ur nú fest ráð sitt og giftst
Keely Shaye-Smith, sem hefur
verið fylginautur hans síðustu
árin, og eiga þau einn son, Dyl-
an Thomas. Pierce Brosnan hef-
ur nú lýst því yfir að hann ætlar
að leika Bond í fjórða sinn en
svo mun hann setja punktinn
yfir i-ð og snúa sér að öðru.
Ferillinn
Pierce Brosnan hefur á sínum ferli
leikið jöfnum höndum í sjónvarpi og
kvikmyndum og lék meðal annars í
tveimur sjónvarpsmyndum sem
byggðar eru á sögum Alistair
MacLeans en hér á eftir fer listi
yfir þær kvikmyndir sem hann
lék í:
The Mirror Crack’d, 1980
Nomads, 1986
Taffin, 1987
The Fourth Protocol, 1987
The Deceivers, 1988
The Heist, 1989
Mister Johnson, 1990
Victim of Love, 1991
The Lawnmower Man,
1992
Mrs. Doubtfire, 1993
Entangled, 1993
Love Affair, 1994
Goldeney, 1995
Mars Attacks, 1996
The Mirror Has Two Faces, 1996
Tomorrow Never Dies, 1997
Dante's Peak, 1997
The Thomas Crown Affair, 1999
The World Is Not Enough, 1999
-HK
Bíóhöllin / Laugarásbíó
— The World Is not Enough ★ ★