Dagblaðið Vísir - DV - 20.12.1999, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 20.12.1999, Blaðsíða 12
12 MÁNUDAGUR 20. DESEMBER 1999 Spurningin Eru möndluverölaun á þínu heimili á aðfangadagskvöld? Brynhlldur Guðmundsdóttir nemi: Já, og ég vinn þau alltaf. Heiðdís Helga Antonsdóttir af- greiðsludama: Ójá, og ég vinn þau aldrei en vonandi þó í ár. Vilhjálmur Þór Vilhjálmsson nemi: Já, og ég vinn þau sko alltaf (með smásvindli). Snorri Petersen námsmaður: Að sjálfsögðu og ég vinn þau aldrei. Carmen L. Lorens hársnyrtir: Nei, og hafa aldrei verið. Pétur Hannes Ólafsson nemi: Nei, en þau voru á mínum yngri árum. Lesendur Flugleiðastarfsmenn á frímiðum í ham agavandamál vegna ásóknar í áfengi Guðrún Ámadóttir skrifar: Það er sannarlega sárt að heyra og lesa fréttir um að agaviðurlögum skuli þurfa að beita gagnvart starfs- fólki Flugleiða sem ferðast á frímið- um með félaginu. Það sárt m.a. vegna þess að þetta flugfélag er eina íslenska flugfélagið sem heldur uppi föstum áætlunarferðum milli ís- lands og umheimsins. Það er einnig sárt vegna þess að forverar Flug- leiða, Flugfélag íslands hf. og Loft- leiðir hf., voru flugfélög sem rómuð voru fyrir frábæra þjónustu og þekkt af því góða orðspori sem af þeim fór og öllum þeirra starfs- mönnum. Þaö má einsdæmi heita að nú, í lok 20. aldarinnar, skuli ekki hafa tekist að kveða niður orðróm þann sem um tíma lá á starfsliði Flug- leiða um ótæpilega umgengni við Bakkus og þurft hefði að gera sér- stakt átak í þeim efnum með því hreinlega að „þurrka upp“ hóp fólks sem sótti svo í áfengið að ekki var við hæfi. Þegar upp kemur sá atburður að starfsmenn á frimiðum fara í slíkan ham í flugferð að meðfarþegar fara grátandi frá borði er meira en tíma- bært að beita þungum viðurlögum og takmörkunum fyrir starfslið Flugleiða. Reyndar hef ég aldrei skilið hvers vegna ekki er löngu búið að taka fyrir alla frímiða fyrir starfsfólk fé- lagsins. Eða hvers vegna ætti það að fá frí fargjöld frekar en t.d. sjáifír hluthafamir? Ailir munu styðja hertar aðgerðir „Allir munu styðja hertar aðgerðir stjórnenda Flugleiða gagnvart agavandamáli félagsins og þær aðgerðir á að tilkynna opinberlega til aö vinna traust farþega á ný,“ segir bréfritari. stjómenda Flugleiða gagnvart aga- vandamáli félagsins og þær aðgerð- ir á að tilkynna opinberlega til að vinna traust farþega á nýjan leik. Bæinn á enda fyrir bókarusl Húsmóðir í Reykjavík hringdi: Það væri ástæða fyrir DV að skoða vinninga hjá Skógarsjóðshappdrætt- inu sem svo mjög er auglýst núna. Þetta em smásmugulegir vinningar í meira lagi, og það hlýtur að vera ábyrgðarhluti að senda stóran hluta þjóðarinnar bæinn á enda eftir þessu bókarusli, tugþúsimdir vinninga em óseljanlegar bækur. Ég var svo „heppin“ að fá kiljubók frá Máli og menningu. Ég gat valið um bækur gefnar út 1991-1994 og verð að segja að mér leist ekki á blikuna. Mér fannst ég reyndar heldur ólánsöm að fá þessar bækur. Og dagbækumar sem eru í boði standa engan veginn undir nafni. Kurteislegra væri að til- kynna: Enginn vinningur! Flókaskórnir lifi! S.G.A. hringdi: Á dögunum var veriö að spyija um tlókaskó á lesendasíðu DV. Ég get upplýst að þessir dásamlegu skór era enn á markaöi hér. Ég sá þá i Kola- portinu fyrst - og síðar í verslun í Hamraborg 12 í Kópavogi. ég held hún heiti Waschbar og er á 4. hæð í verslunarhúsi í miðbæ Kópavogs. Ég fagna því að þessir skór eru enn við lýði, því þeir eru afar þægilegir, hlý- ir og hoÚustusamlegir - þótt yngra fólki þyki þeir lummulegir. Jesús fæddist árið eitt Helgi Bjömsson hringdi: Þegar Jesúbamið fæddist var ár- inu gefin talan 1 - ekki NÚLL. Jesú- bamið var aðeins sjö nátta þegar árið 2 rann upp. Það var aldrei neitt til sem hét árið 0. Að vitna í tommu- stokk til að styðja mál sitt er slóttug tilraun til að rugla fólk. Ef einhverju sinni hefði verið til ár sem bar töluna 0, þá væri einfaldlega árið 1998 núna - og árið 1999 væri fram undan. Það væri jafnlangur timi til aldamóta. Vigdís og Fljótsdalsvirkjunin Regína Thorarensen skrifar: Ég sá að Vigdís Finnbogadóttir, fyrrv. forseti íslands, auglýsti um daginn að hún vildi ekki Fljótsdals- virkjun. Ekki veit ég hvað hún er að skipta sér af málefnum okkar Aust- firðinga. Og ekki er það nú klókt af henni sem fyrrverandi sameiningartákni þjóðarinnar að blanda sér í þær deilur sem nú standa yfir. Sem bet- ur fer er hún ekki lengur forseti ís- Gunnþórunn Arnarsdóttir skrifar: Ég er starfandi læknir á Sjúkra- húsi Reykjavíkur og ég er satt aö segja orðinn óskaplega þreytt og pirmð á allri þessari umræðu sem er búin að vera í gangi varðandi launakostnað spítalanna. Þessar launahækkanir á sínum tíma voru ekkert annað en léleg leiðrétting launa sem var löngu tímabundin. Ég er búin að vera starfandi læknir í þrjú ár núna og ég hef um 177.000 kr í mánaðarlaun. Og satt að segja finnst mér þetta smánarlegt. Ég vinn mjög mikið og vaktir eru langar og erfiðar, 24 tímar, þar sem oft á tíðum er vart tími til að kom- ast í mat. Ég er burtu sólarhringum saman frá fjölskyldu og vinum. Yfir- vinnutíminn minn reiknast á um 1450 kr. á tímann, og hvaða stétt sambærileg myndi sætta sig við slíkt? - Ég fæ ég 20% stórhátíðará- lag sem þýðir að á stórhátiðum er ég líklega með lægstu launin á vakt- inni boriö saman samstarfsfólk úr öðrum stéttum. lands. Austfirðingar vilja fá Fljóts- dalsvirkjun og þeir vita alveg hvað þeir vilja. Austfirðingar kusu Vigdísi í for- setakosningunum með miklum yfir- burðum. Ég álykta að það hafi verið mikið ólán hjá þeim að kjósa hana í þetta mikilvæga embætti. Hún vann ekkert fyrir íslensku þjóðina og síst af öllu Austfirðinga. í embættinu hagaði hún sér eins og hver annar óráðsíulistamaður, var ferðafikill Fyrir síðustu samninga voru mánaðarlaun nýútskrifaðra lækna um 97.000 kr á mánuði, á sama tíma voru leikskólakennarar að krefjast 100.000 kr. lágmarkslauna. Hvað er að gerast í þessu þjóðfélagi? Er það tilviljun að fleiri og fleiri læknar eru að snúa baki við læknisfræð- inni og leita sér starfs annars stað- ar? Eftir allan þennan tíma og alla þessa vinnu era fleiri og fleiri lækn- og hin mesta eyðslukló. Fór á hverju ári umfram heimildir í fjárlögum. Ef Albert Guðmundsson hefði verið kosinn forseti Islands hefði ís- land verið betur sett fjárhagslega núna. Albert heitinn var mikill hæfileikamaður og vildi íslensku þjóöinni allt það besta, auk þess að vera vinur litla mannsins. - En þú, Vigdis mín, varst bara upp á sport forseti íslands. ar að hætta og byrja upp á nýtt i allt öðrum greinum (viðskiptafræði, lögfræði, tölvufræði o.fl). Við verð- um að gera upp við okkur hvort viö viljum viðhalda hér samkeppnis- hæfri þjónustu í þessum geira. Það er ekki hægt að ætlast til að hér sé einn hæsti standard sem um getur í heiminum á rússneskum launum. Ef svo er þá verða engir læknar hér eftir því það kemur enginn heim aftur úr námi. Hvenær gengur 16- unn inn í nýja öld? Birgir Sveinarsson, Akureyri hringdi: í DV þann 8. desember sl. er mér svarað vegna greinar minnar um hvenær aldamótin renna upp. Sá sem skrifar þarna er með allt aðrar for- sendur og fær því allt annað út. Ég stend við allt sem ég sagði 29. nóvem- ber. Annað vil ég og benda á. Það er að skora á Bókaútgáfuna Iðunni að láta i sér heyra um aldamótamálið - þeir gefa út Aldirnar. Hvenær í ósköpumun ætla þeir að láta nýja öld hefjast? Eigum við að slökkva á götuljósunum? Hvergerðingur hringdi: Það er undarlegt að ekki skuli búið aö lýsa þjóðveginn úr Reykjavík aust- ur yfir fjall, til Hveragerðis og Sel- foss. Þetta verk mun kosta um 200 milljónir. Það er ekki mikið fé miðað við þau skakkaföll sem á veginum verða - oft vegna myrkursins. Vega- gerðin vill ekki lýsinguna, hvernig sem á því stendur. Kannski er ráðið að slökkva á allri götulýsingu, hvar sem hún er. Hvernig þætti Reykvík- ingum það? Jólaverðbólga í fluginu Ólafur Hjartarson símsendi: Dóttir mín var að hringja heim frá Noregi. Hún ætlaði að gera upp far- seðlana sem hún pantaði til íslands fyrir fimm manns. Þá kemur í ljós að búið er að hækka veröið um 500 krónur norskar hvem miða. Það þýð- ir rúmar 5 þúsund íslenskrar krónur á hvem haus, 25 þúsund á hópinn. Búið var að panta á vissu gjaldi fyrir löngu en síðan er skellt á óskiljan- legri hækkun fyrirvaralaust. Nú er spurningin hvort dóttir mín hefur efni á þessu. Hún segir að margir ís- lendingar í Ósló séu hættir við að koma heim vegna þessarar hækkun- ar Flugleiða sem enginn skilur því ekki er verðbólgunni fyrir að fara. Launakostnaður spítalanna „Við verðum að gera upp við okkur hvort við viljum viðhalda hér samkeppn- ishæfri þjónustu í þessum geira,“ segir bréfritari m.a. - Óánægðir starfs- menn á ríkisspítölum funda (myndin tekin í nóv. á sl. ári.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.