Dagblaðið Vísir - DV - 20.12.1999, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 20.12.1999, Blaðsíða 20
20 enning MÁNUDAGUR 20. DESEMBER 1999 JuJ>"V Það rís úr djúpinu Þaö athyglisverðasta sem Guöni Elísson og útgefendur hinnar miklu bókar Heimur kvikmyndanna hafa gert er að búa til farveg fyrir íslenska hugsun um kvikmyndina - og mátti ekki tæpara standa að þetta tuttugustu aldar fyrirbæri fengi slíka meðhöndlun í okkar menningarkima. Bókin gerir tilraun til að spanna allt stafróf kvikmyndarinnar með greinum eftir rúmlega 70 höfunda, allt frá sögulegum yfirlitum um kvikmyndagerð heilla þjóða niður í míkrókosmískar vanga- veltur um einstök atriði í ákveðnum mynd- um. Bókmenntir Ásgrímur Sverrisson Bókin skiptist í fjóra hluta: kvikmyndir þjóðlanda, þar sem öllum helstu kvikmynda- framleiðsluþjóðum eru gerð skU i greinum sem Uestar eru ágætur inngangur að frekari stúdíum; kvikmyndir og samfélag, sem eru greinar af hinu eiginlega sviði kvikmynda- fræðinnar, þ.e. um samhengi kvikmynda við hugmyndastrauma og tíðaranda; kvik- myndagreinar, þar sem farið er yfir veUlest- ar tegundir (genres) kvikmynda; og ísland og kvikmyndir, þar sem fmna má greinar sem gætu flokkast undir alla þrjá fyrrnefndu flokkana. AUir þessir flokkar skarast auðvit- að á ýmsan hátt en skiptingin er ágætlega heppnuð og gefur bókinni góðan heildarsvip. Inntak skrifanna er misjafnt eins og verða viU í stórbókum af þessu tagi en nær þegar best lætur afskaplega ásættanlegum hæðum. Flestar greinanna, sérstaklega í kaflanum um kvikmyndir og samfélag, eru athyglis- veröar aflestrar )g færa þá umfangs- miklu umræðu sem farið hefur fram á Vesturlöndum inn í hið mikla tómarúm íslenskrar kvik- myndamenningar. í þeim skUningi er bókin ekkert minna en langþráð menn- ingarlegt landnám. Það hefur verið þyngra en tárum tæki að horfa yfir þá eyðimörk sem ís- lensk kvik- mynda“umræða“ hefur verið hingað tU og einkennst hef- ur að mestu leyti af slúðri og þýddum greinum úr erlend- um kvikmyndablöðum, gjaman án þess að geta heimUda eða gera minnstu tUraun tU að setja umræðuefnið í samhengi við okkar um- hverfi. Af og tU birtast reyndar vinjar i þess- ari eyðimörk en þær era líkt og í öðrum eyðimörkum, fáar og langt á miUi þeirra. Ekki batnar svo ástandið þegar kemur að umræðunni um íslenskar kvikmyndir þar sem lenskan hefur verið að tala um fjárhags- raunir og skipulag greinarinnar í stað orð- ræðu um það sem máli skiptir, hugmyndir og erindi islenskra kvikmynda við áhorfend- ur sína. Reyndar verður að geta þess að slík umræða hefur hafist að nokkru leyti í tíma- riti kvikmyndagerðarmanna, Landi & son- um, sem hóf göngu sína fyrir fjórum árum en þeim vettvangi má líkja við litinn dropa sem hola þarf þrítugt bjarg. Með þessari bók er orðið tU samfélag þeirra sem hafa getu og vUja tU að tjá sig um kvikmyndina í víðu sam- hengi. Sérstakur fengur er að kaflanum um ísland og kvikmyndir, ekki síst fyrir þá sem fást við kvikmynda- gerð í landinu. Vegna skorts á þeirri dýnamísku nær- ingu átaka um stefnur og strauma sem er undirstaða merkUegrar sköpunar, hef- ur íslensk kvikmyndagerð aUtof lengi svifið í tóma- rúmi og afraksturinn því verið svo aUtof oft óþarflega tUvUjanakenndur og ómark- viss. Heimur kvikmyndanna á brýnt erindi við aUa þá sem unna kvikmyndinni og sjá í henni öflugan vettvang tU skoðunar á himni, jörð og öUu þar á milli. FjölbreytUeiki þess- arar bókar gerir það að verkum að jafnauð- velt er að hrífast af þeirri hugmyndaauðgi og kenningasmíð sem i henni birtist og að rífa hár sitt og skegg yfir ýmiss konar misskiln- ingi og viUutrú sem veður uppi inn á miUi. Slíkt er mikUs virði. Hún gefur tU kynna að eyðimerkurgöngunni sé að ljúka. Við hljót- um að trúa því að hún reynist ekki enn ein hiUingin heldur fyrirheit um frekara vits- munalíf handan sjóndeUdarhringsins. Heimur kvikmyndanna Ritstjóri: Guðni Elísson Art.is og Forlagið 1999 Guiní Eliston Heimur kvikmyndanna: Langþráð menningarlegt landnám. Hollt og gott fyrir þjóðarsálina Sumir menn eru þúsundþjalasmiðir. Einn þeirra er Páll Hersteinsson sem hefur skrif- að áhugaverðar bækur um lifnaðarhætti refa á Homströndum, Nú hefur hann tekið sig tU og gefið út tíu smásögur eftir sjálfan sig á eigin kostnað og m.a.s. hannað bókarkápuna sjálfur. AUt þetta ferst honum ágætlega úr hendi. Smásagnasafn Páls heitir því hógværa nafhi Línur. Efhi sagnanna má skipta gróf- lega í tvo flokka, annars vegar eru sposkar gamansögur með óvæntum uppákomum og endalokum og hins vegar uggvekjandi sögur eða furðusögur. Til fyrri _____________________ flokksins telst t.d. saga , B sem heitir Hið ljúfa líf, BOKíTieniltir fyndin og dramatísk saga um viðskipti tveggja náms- manna við mafiósa í Rómaborg. í seinni flokkn- Steinunn Inga Ottarsdóttir Þessi samanburður er engan veginn hag- stæður Páli. Dulúðin og sál- fræðilegt innsæið sem hafa haldið sögu HaUdórs sígildri eru víðs fiarri. Páli tekst betur upp í gam- ansögum sínum, sá frásagn- arháttur lætur honum aUvel. í heUd eru sögumar auðlesn- ar og skemmtUegar. Bygg- ingin er hefðbundin og framvindan létt og leik- andi. Hér er engin tUgerð á _____________ ferð, eng- ar flækj- ur, frá- sögnin liðast áfram eins og mjúk lína og les- andinn brosir öðru hverju í um eru sögur eins og Bylur og Drengur eða hundur. í Byl er fiaUað um ábyrgð manns á meðbræðrum sínum á mjög séríslenskan og sannfærandi hátt. Drengur eða hundur er sísta sagan í bókinni. Við lestur hennar rifi- ast upp hin þekkta og snjalla smásaga HaU- dórs Stefánssonar, Sori í bráðinu, þar sem drengur breytist í hund eins og í sögu Páls. kampinn, sáttur við tUveruna. Helsti gaUinn er sá að endir sagnanna er stundum ódýr, það er eins og höfundur gæti þess að vera ekki of krefiandi, óþægUegur eða ágengur. Sérstaklega er það áberandi í Byl en sú saga hefði örugglega haft dýpri áhrif og verið eft- irminnUegri með sorglegum endi. Persónur Páls eru sannfærandi og heiðarlegar en hann fer fullmjúkum höndum um þær. Aðalper- sónur sagnanna eru aUar karlkyns, ýmist afar venjulegir meðaljónar eða mjög óvenjulegir menn. Sem dæmi mætti nefna mann að kaupa inn á leið heim úr vinnu (Blóðþrýstingur) og mann sem breytir sér í flugu í sérstæðri sögu sem heitir Frelsi. Báðir þessir menn f verða ljóslifandi í hugskoti lesanda. Mikið hefur verið rætt um það á undanfomum árum hvort hin sanna séríslenska frásagn- arlist sé á undanhaldi. Af bók Páls að dæma er sú hætta ekki fyrir hendi. Hefðbundnar sögur af fólki, einkennUegum mönnum og eftirminnUegum atburðum eiga ávaUt greiðan aðgang að þjóðarsálinni. Sög- ur Páls eru skemmtflegar, hugljúfar og vel skrifaðar og einkennast af sannri frásagnar- gleði. En ég hefði vUjað lesa meira á miUi línanna. Páll Hersteinsson Línur Rrtverk, 1999 Á stalli Stefán Aðalsteinsson hefur sent frá sér fræðirit fyrir böm sem ber heitið Landnáms- mennimir okkar - Víkingar nema land. í bókinni, sem hefur verið tUnefnd tU bama- bókaverðlauna Reykjavíkur, leitast Stefán við að veita ungum lesendum yfirsýn yfir menningu víkinganna og aðstæður þeirra í Noregi. Þá er sagt aUítarlega frá þeim sem fyrstir námu hér land, auk sagna af ýmsum merkum landnámsmönnum. Hönnun bókar- innar er í höndum Önnu Cynthiu Leplar og er bókin afar smekkleg og sérlega faUeg. Anna Cynthia hefur einnig teiknað fiölmörg landakort, skreytt ýmsum hlutum frá víkingatíma. Þá eru fiölmargar ljósmyndir af söguslóðum og ýmsum fomum munum sem hafa fundist, að ógleymdum myndlýsingum fomrita. Þessi viðbót gerir bókina mun ítarlegri og hún nær yfir breiðara svið en eUa. Efnið er mikið tU unnið upp úr fomritum okkar og höfundur leitast við að halda þeim stíl hlut- leysis sem einkennir þau. Stund- um finnst mér hann þó ganga fuUlangt og endurkasta viðhorfum fornritanna athuga- semdalaust. Það á að sjálfsögðu misvel við. í bókinni eru menn metn- ir af útliti og ættemi, eins og títt var á sögu- öld, án þess að gerðar séu nokkrar athugasemdir við það. Það sleppur þó fyrir hom. Verra fannst mér að sjá hvemig hem- aðar- og ránsferðir vík- inganna eru réttlættar með því að benda á að engin lög hafi bannað rán á sjó eða landi á þessum tíma. Sagt er frá drápum landnámsmanna og annarra vikinga á hlutlausan hátt og án móralskra hugleið- inga. Mér fannst því skjóta skökku við í fimmta kafla þar sem sagt er frá því er tveir þrælar, sem Hjörleifur Hróðmarsson, fóst- bróðir Ingólfs Amarssonar, greip með sér á írlandi á leið sinni tfl íslands, snúa vöm i sókn og drepa Hjörleif og hans menn. í bók- inni er sagt að þeir hafi myrt Hjörleif og fiadað um drápin sem morð sem er öUu sterkari orð en notuð eru um dráp land- námsmannanna. Þetta er í eina skiptið sem þessi orð eru notuð enda era þetta einu þræl- amir sem leggja í mannvíg. Hér er samúðin greinUega með landnámsmönnunum sem ávaUt er lýst sem hetjum og er höfundi mik- ið í mun að kasta ekki rýrð á þá. Litlu skipta írskir þrælar sem eru þó hin raunverulegu fómarlömb, því ekki komu þeir sjálfvUjugir tU landsins. Því má heldur ekki gleyma að við erum líka komin af irskum þrælum þó höfðundur geri lítið úr þeim skyldleika í bókinni. Þessa hók her þó að þakka því að hún er skemmtUeg aflestrar, fróðleg og einstaklega glæsUeg. Stefán Aðalsteinsson Landnámsmennirnir okkar - Víkingar nema land Anna Cynthia Leplar sá um bókarhönnun og myndlýsti Mál og menning 1999 Bókmenntir Margrét Tryggvadóttir Ármann Kr. Einarsson látinn ■ Einhver vinsælasti og ástsælasti barnabóka- höfundiu' aldarinnar á : Islandi, Ár- # mann Kr. Einarsson, lést 15. þessa mánaðar, 84 ára. Hans '| verður h minnst í bókmennta- ■ sögunni fyr- ir það að gera bóklestur að eftirsóttri skemmtun þús- unda bama og unglinga sem eUa litu bækur heldur homauga og þarf ekki annað en minna á söguhetjurnar Áma í Hraunkoti, Óla og Magga til að sanna þá staðhæfingu. Ármann var Tungnamaður, fæddur 1915 í Neðridal í Biskupstungum, og fyrsta bókin hans, smásagnasafhið Vonir, kom út 1934, þegar hann var aðeins 19 ára. Fyrsta barna- bókin hans var Margt býr í fiöUunum (1937). Almennum vinsældum náði hcmn með fyrstu bókinni um Áma í Hraunkoti, fá- tæka Reykjavíkurdrenginn sem kemst tU manns í sveitinni (Tungunum!) og verður mikil hetja. Flýgur meira að segja sinni eig- in flugvél sem var áreiðanlega æðsti draum- ur afar margra ungra drengja á þeim árum. Vissulega lenti Árni í spennandi ævintýr- : um á flugvélinni sinni en hann gerði líka gagn, m.a. með því að dreifa fræi um óbyggðir landsins úr henni. ‘ Einkenni á bókum Ármanns aUa tíð var í þessa vem: spennandi söguþráður, vel spunninn, og faUegur móraU sem aldrei íþyngdi þó sögunum. Eftir að hann hætti mikið til að skrifa hélt hann áfram að heiUa bömin með því að heimsækja skóla og segja sögur. „Ég hef verið heppinn maður,“ sagði Ár- mann í viðtali hér í DV fyrir tveimur árum þegar ævisaga hans, Ævintýri lífs míns, kom út: „Nær aUt sem ég hef tekið mér fyr- ir hendur hefur heppnast." Hann stóð ásamt Vöku-HelgafeUi að stofnun Verðlaunasjóðs islenskra barnabóka sem hefur lyft undir marga unga höfunda og á sinn þátt í sterkri " stöðu islenskra barnabóka nú; fyrsta fram- lagið tU þess sjóðs kom frá fiölskyldu Ár- I manns í tUefhi af sjötugsafmæli hans. Hann heldur því áfram að hafa áhrif á íslenskar barnabókmenntir þótt hann sé sjálfur geng- inn. Hann er kvaddur með virðingu. j ; I Nú heilsar þér á Hafnarslóð Nýja bókafélagið hefur gefið út bók Áðal- geirs Kristjánssonar, Nú heUsar þér á Hafn- arslóð. Ævir og örlög i höfuðborg íslands i 1800-1850. I 1 :::k Ekki er ofsagt að 19. öldin - og þá einkum fyrri hluti hennar - kaUi á athygli íslend- inga nú undir lok 20. aldar. Einkum verða þeir ungu karlmenn sem þá lögðu af ótrú- legum metnaði grunn að hugmyndum þjóð- arinnar um sjálfa sig mörgum nútímahöf- undum að umhugsun- arefni. Aðalgeir Kristjánsson var lengst af skjalavörð- ur við Þjóðskjala- safn íslands og skrifaði doktorsrit- gerð sína um Fjölnismanninn Brynjólf Péturs- son (1974). Nú bætir hann mn betur og skrifar mikið rit um fyrri helming 19. aldar og fiaUar þar um aUa þá mörgu íslendinga sem mannahöfn um lengri og skemmri tíma, þátttöku þeirra í straumum og stefnum tím- ans sem höfðu svo afdrifarík áhrif á islensk stjómmál og menningu við upphaf sjálf- stæðisbaráttunnar. Aðalgeir leiðir þá fram á sviðið, einn af öðmm, þá sem skipuðu sér í forystusveit og líka hina sem eru löngu gleymdir en lögðu sitt af mörkum tU lit- skrúðugs samfélags Hafnaríslendinga á þessum tíma. Bragðið er upp myndum af daglegu lífi þeirra, hvunndags og spari, draumum þeirra, vonum, gleði og þrautum - og brennandi ástríðu að verða ættjörðinni að liði. Bókin er ríkulega myndskreytt með ítar- legum nafna- og heimildaskrám og efnisút- drætti á dönsku.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.