Dagblaðið Vísir - DV - 20.12.1999, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 20.12.1999, Blaðsíða 15
MÁNUDAGUR 20. DESEMBER 1999 15 Veðrabrigði Upplýsingabylt- ing, hnattvæöing og líftækni eru timanna tákn. Þau grípa nú inn í líf fólks, umhverfi og samfélagsþró- un hvert með sín- um hætti. Margir hafa beig af hnatt- væðingmmi og of- ríki fjölþjóðafyrir- tækja og óttast að verða sviptir möguleikum til að hafa áhrif á eigin lifsskilyrði og framtíð. Það eru réttmætar áhyggj- ur og af þeim hef- ur sprottið árang- ursríkt andóf al- mennings. Aukin upplýsing, frjáls félagasamtök og stuðningur fjöl- miðla koma þar við sögu. Hér verða nefnd þrjú dæmi um lýð- ræðislega vakningu og árangurs- rika baráttu fjöldasamtaka sem breytt getur gangi mála til fram- búðar. Umhverfisvakningin hérlendis Á örfáum árum hefur almenn- ingur á íslandi vaknað til vitund- ar um þau gæði sem felast í víð- emum hálendisins og lítt meng- uðu umhverfi hafs og lands. Hér hafa sprottið upp lýðhreyfingar og fjöldasamtök sem láta sig þessi mál varða. Stórfyrirtæki sem beita fyrir sig skammsýnum stjórnmála- mönnum eiga allt í einu ekki jafn óskoraðan völl og áður. Krafan um skýrar leikreglur þar sem umhverfið er einhvers metið verður æ háværari. Krafan um að Fljótsdalsvirkjun fari í lög- formlegt umhverfismat nýtur fjöldastuðnings. Útsala á orkulind- um landsmanna í skjóli viðskipta- leyndar er fordæmd. Ráðamenn og flokkar, sem ekki virða almennar leikreglur og taka skammtíma- hagsmuni fram yfir umhverfis- vernd og hlífð við landið, falla hratt í áliti. Staða Framsóknar- flokksins er skýrt dæmi um þetta. Átökin um há- lendið eru rétt að byrja. Viöskiptastofnun á brauðfótum Alþjóðaviðskiptastofnun- in (World Trade Organ- ization) sem óx upp úr GATT-samningaferlinu hefur orðið tákn fyrir ófýðræðisleg vinnubrögð og ítök fjölþjóðafyrir- tækja. í stofnsáttmála WTO eru umhverfismál- in sett á þriðja farrými og lokuð inni í valda- lausri nefnd. Gegn þessu hafa umhverfísverndar- samtök víða um heim skorið upp herör. Banda- menn þeirra koma meðal annars frá verkalýðsfélögum og trúfélögum sem setja spurningar- merki við hnattvæðinguna í nú- verandi mynd. Þessum samtökum tókst með vel skipulögðu starfi og gagn- kvæmum tengslum að notfæra sér innri mótsagnir innan WTO og hleypa upp ráðherrafundinum í Seattle á dögunum. Risinn sem átti að leggja undir sig nýjar lend- ur reyndist á brauðfótum og á sér varla viðreisnar von í bráð. Erfðabreyttar afurðir í mótbyr Líftækni og erfðabreytingar eru stærsta landnámið í rannsóknum og fjárfestingum nú um stundir. Þeir sem djarftækastir eru á þeim vettvangi ætla sér mikinn hlut og skjóttekinn gróða. Möguleikar erfðatækninnar á sviði læknavís- inda og matvælaframleiðslu hafa verið málaðir í sterkum litum. Af- urðir erfðabreyttra lífvera þykja gróðavænlegar og fjölþjóöafyrir- tæki vilja sem minnst af varúðar- ráðstöfunum vita vegna þessarar nýju tækni. En skjótt skipast veður í lofti. Umhverfis- og neytendasamtök hafa varað við óheftri sölu erfða- breyttra afurða. Almenningur hef- ur lagt við hlustir. Bylting hefur orðið í viðhorfi til þess- arar nýju tækni, fyrst í Vestur-Evrópu en nú einnig í Norður-Amer- íku. Söluaðilar, verslanir og veitingahúsa- keðjur keppast nú við að aug- lýsa að engar erfðabreyttar afurð- ir séu í hillum þeirra eða á mat- seðlum. Ráðandi öfl hérlendis ættu að gefa gaum að þessum veðrabrigð- um. Það er ekki víst að hótanir um lögregluvald og sveitir Norður- víkings til að berja á umhverfis- verndarfólki séu þjóðráð. Hjörleifur Guttormsson „Þaö er ekki víst að hótanir um lögregluvald og sveitir Norðurvíkings til að berja á umhverfisverndarfólki séu þjóðráð," segir m.a. í lok greinarinnar. - Norðurvíkingur við æfingar á auðnunum. Kjallarinn Hjörleifur Guttormsson fyrrv. alþingismaður „Útsala á orkulindum landsmanna í skjóli viðskiptaleyndar er for■ dæmd. Ráðamenn ogflokkar, sem ekki virða almennar leikreglur og taka skammtímahagsmuni fram yfír umhverfísvernd og hlífð við landið, falla hratt í á!iti.u Vegið að æru Annað bindi ævisögu Stein- gríms Hermannssonar er gefið út nú fyrir jólin. Ætla Steingrímur og höfundur bókarinnar, Dagur Bergþóruson Eggertsson, að hafa gott upp úr jólasölunni í annað, en þó ekki síðasta sinn. Það er þeim svo sem frjálst að gera, en gaman- ið kámar þegar æra látins manns á að fylgja með í kaupunum. í þriðja kafla bókarinnar er fjallað um alræmd mál frá þeim tíma er Steingrímur Hermannsson var framkvæmdastjóri Rann- sóknaráðs ríkisins. Mál þessi voru á sínum tíma kölluð „grænbauna- málin" og snerust í stuttu máli um að Steingrímur lét Rcmnsóknaráð ítrekað greiða fyrir persónuleg út- gjöld sín. Segir bókarann mistækan í bókinni bregður hins vegar svo viö að Steingrímur er orðinn nánast alsaklaus af öllu saman og ævisagnaritarinn kannar ekki þau gögn sem fyrir liggja en skrifar þess í stað einhliða hetjusögu í ætt við konungabókmenntir miðalda. Steingrímur viðurkennir að ein- hverjir reikningar hafi verið hæpnir, en lætur lesandann halda að það hafi ekki verið viljandi af sinni hálfu. Það sem þó er sláandi er að Steingrímur skellir í raun allri skuld á bókara Rannsókna- ráðs, sem nú er látinn. ítrekað er þess getið að bókarinn hafi gert þessi eða hin mistökin og að hann hafi ver- ið „mistækur", en Steingrímur lætur sem hann hafi sjálfur haft hreinan skjöld. Þessi aðferð Steingríms við að hreinsa sig af þessu ljóta máli er af hans hálfu ný, en um leið afar smekklaus. Steingrími væri réttast að líta sér nær, og höfundi bókarinnar væri hollt að skoða nokkrar stað- reyndir málsins. Þeir sem það gera geta tæplega dregið þá álykt- un að bókarinn hafi valdið Stein- grími þeim vandræðum sem hann lenti í vegna þessa. Grænar baunir Steingrímur keypti grænar baunir og annan mat fyrir Surts- eyjarfélagið, en hann var formaður þess félags. Maturinn var handa „Steingrímur viðurkennir að ein- hverjir reikningar hafí verið hæpn- ir, en lætur lesandann halda að það hafí ekki verið viljandi af sinni hálfu. Það sem þó er sláandi er að Steingrímur skellir í raun allri skuld á bókara Rannsókna- ráðs, sem nú er látinn.“ látins manns mönnum sem unnu fyrir félagið, en reikningur vegna kaupanna fannst hins vegar í bók- haldi Rannsókna- ráðs. Þar voru grænu baunimar skráðar á bifreið ráðsins sem viðhald! Er með ólíkindum að Steingrímur reyni að skjóta sér undan ábyrgð á því að reikningar af þessu tagi fmnist í bókhaldi Rann- sóknaráðs. Steingrimur átti sjálfúr gamlan jeppa en Rann- sóknaráð nýlegan fólksbíl sem Steingrímur hafði til afnota. Það ár sem Ríkisendur- skoðun rannsakaði sérstaklega, árið 1969, var þessi nýlegi fólksbíll skráður á verkstæði í 342 klukku- stundir, eða næstum klukkustund á dag allt árið um kring! í bók- haldi Rannsóknaráðs fundust reikningar þar sem búið var að strika yfir númerið á einkabíl Steingríms og setja númerið á bil Rannsóknaráðs í staðinn til að þeir yrðu greiddir af Rannsókna- ráði. Varla ætlar Steingrímur að halda því fram að bókari ráðsins hafi tekið upp á því?! Símkostnaður Rannsóknaráðs var afar mikill og þurfti Steingrím- ur að endurgreiða hluta hans vegna persónulegra nota. Bensínkostnaður Rann- sóknaráðs var einnig mikill og ef marka má bókhald þess eyddi fólksbíll ráðsins 16 litr- um á dag hvem einasta dag ársins. Auk þessa var ferðakostnaður og risna jafnvel mun meiri en hjá flestum ráðu- neytum. Eitt ár af tuttugu Ekki er rúm í stuttri grein til að rekja alla þessa sögu, en hér að ofan em þó sýnishom af þeim fjölmörgu at- hugasemdmn sem Rík- isendurskoðun gerði við reikninga Rann- sóknaráðs það eina ár sem þeir voru teknir til sérstakrar athugun- ar. Steingrímur Hermannsson sat hins vegar í stóli framkvæmda- stjóra í rúm tuttugu ár og hefði ver- ið fróðlegt á sjá úttektir á öllum þeim árum. í stað þess að leggja spilin á borð- ið i ævisögu sinni og viðurkenna loks það sem miður hefúr farið er þar tekinn sá kostur að skella skuld- inni að mestu á mann sem ekki get- ur svarað fyrir sig. í seinni tíð hafa ævisögur síður verið í þeim mærð- ar- og lofsöngsstíl sem áður var. Þessi bók er þó augsýnilega aðeins rituð í þeim tilgangi að gera verk Steingríms sem mest og best. Haukur Þór Hauksson Kjallarinn Haukur Þór Hauksson viðskiptafræðingur Með og á móti Möguleikar íslendinga í úrslitakeppni Evrópumóts landsliða? íslenska landsliðið í handknattleik tekur f fyrsta skipti þátt í úrslita- keppninni. Liðið leikur í riöli meö Svf- um, Króötum, Dönum, Slóvenum og Portúgölum. Þaö veröur fróölegt aö sjá hvernig okkar mönnum reiðir af f keppninni. Möguleikarnir eru mjög göðir „Ég held að möguleikamir séu mjög góðir á að ná góðum ár- angri. Að mínu mati eru tvær erfiðar þjóðir í riðlinum og þar á ég við Svía og Króata sem leika á heima- velli. Eins og staðan er í dag er alls ekki óraunhæft að tala um þriðja sætið og með smáheppni gætum við lagt annaðhvort Svía eða Króata. Um fs- lenska liðið má segja að það er skipað nánast atvinnumönnum í allar stöður fyrir utan Bjarka Sigurðsson. Það er gaman til þess að vita að strákamir eru að standa sig vel i Þýskalandi og það kemur sér að sjálfsögðu vel fyrir landsliðið. Að auki er Guð- mundur Hrafnkelsson að verja vel og það er ekki síður mikið at- riði. Liðið hefur á að skipa sterk- um mönnum f allar stöður en þetta er svo síðan spurning urn hugarfarið áður en lagt er af stað. Liðið hefur allt til að bera og nota verður tímann vel fram að móti.“ Þorbergur Aðalsteinsson, þjálfari Víkings í handbolta. Guðjón Guömundsson, íþróttafróttamaður á Stöð 2. Getur brugðið til beggja vona „Fyrirfram teljast möguleik- arnir þokkalegir en hins vegar eru blikur á lofti. Það eru lykil- menn meiddir, bæði Bjarki og Valdimar og Dagur á einnig ennþá við meiðsli að stríða. Fyrir í dag eigum við Aron Krist- jánsson en höf- um enga sam- bærilega leik- menn eins og staðan er núna við Valdimar og Bjarka. Af þessum sökum gæti þetta orðið svolitið erfitt. Hinu er ekki að leyna að það hlýtur að vera lag hjá íslenska liðinu í þessari keppni. Einfald- lega vegna þess að sænska liðið er komið á ellistyrk og það sama verður að vissu leyti sagt um Rússa. Þau lið sem hafa verið að bera af í Evrópu á síðustu árum eru að klára sinn feril. Ég bendi líka á það að íslendingar eru í mjög erfiðum riðli og höfum ekki heldur verið að vinna þessar stórþjóðir nema öðru hvoru. Það getur því hæglega brugðið til beggja vona vegna þess að við eigum ekki menn sem hafa nægi- lega reynslu til að taka við þess- um stöðum sem eru vandamál. Einnig vil ég segja að menn hafa ekki verið ánægðir með leik- mann eins og Dag Sigurðsson undanfarin ár með landsliðinu en staðan er bara einfóld. Hann er besti leikstjórnandi sem viö eigum og það er enginn sjáanleg- ur eins og er til að taka hans stöðu í íslenska landsliðinu nema hugsanlega Aron Krist- jánsson, aðrir eru langt, langt, langt frá því að geta staðist hon- um snúning." -JKS

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.