Dagblaðið Vísir - DV - 28.12.1999, Síða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 28.12.1999, Síða 14
14 ÞRIÐJUDAGUR 28. DESEMBER 1999 Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og út^áfustjóri: EYJÓLFUR SVEINSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ÓLI BJÖRN KÁRASON Aöstoðarritstjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjóri: PÁLL ÞORSTEINSSON Ritsýóm, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift: ÞVERHOLTI11,105 RVlK, SÍMI: 550 5000 FAX: Auglýsingar: 550 5727 - RITSTJÓRN: 550 5020 - Aðrar deildir: 550 5999 GRÆN númer: Auglýsingar: 800 5550. Áskrift: 800 5777 Stafræn útgáfa: Heimasíða: http://www.skyrr.is/dv/ Vísir, netútgáfa Fijálsrar flölmiðlunar: http://www.visir.is Ritstjóm: dvritst@ff.is - Auglýsingar: auglysingar@ff.is. - Dreifing: dvdreif@ff.is AKUREYRI: Strandgata 25, sími: 462 5013, blaðam.: 462 6613, fax: 4611605 Setning og umbrot; FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Filmu- og plötugerð: ÍSAFOLDARPRENTSMIÐJA HF. - Prentun: ÁRVAKUR HF. Áskriftarverð á mánuði 1950 kr. m. vsk. Lausasöluverð 180 kr. m. vsk., Helgarblað 250 kr. m. vsk. DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. DV greiðir ekki viðmælendum fyrir viðtöl við þá eða fyrir myndbirtingar af þeim. Innanbúðarvandi leystur Þá er seðlabankastjórakapallinn loksins genginn upp og það með óvæntum hætti. Sjálfur bankaráðherrann, sá sem skipa átti í stöðuna, reyndist meðal umsækjenda og hlýtur því hnossið. Málamyndaauglýsing um lausa stöðu bankastjórans skipti auðvitað engu. Það vissu þeir sem sóttu um samkvæmt auglýsingunni, meðal annarra aðal- hagfræðingur Seðlabankans. Finnur Ingólfsson, viðskipta- og iðnaðarráðherra, hverfur úr ríkisstjóm svo leysa megi innanbúðarvanda Framsóknarflokksins. Valgerður Sverrisdóttir tekur við ráðuneytum hans en henni var lofað ráðherraembætti um áramótin. Við stjómarmyndunina síðastliðið vor var að vísu gengið út frá því að Páll Pétursson félagsmálaráð- herra viki úr ríkisstjóminni. Hann fer hins vegar hvergi. Staða þriðja bankastjóra Seðlabankans hefúr verið laus í hálft annað ár eða frá því Steingrímur Hermanns- son hætti fýrir aldurs sakir. Staðan var eymamerkt Framsóknarflokknum og því kemur ekki á óvart að val- inn sé ráðherra flokksins. Hið óvænta er að ráðherrann sé Finnur Ingólfsson. Seðlabankinn, og raunar aðrir rík- isbankar, hafa nýst stjómmálaforingjum sem síðasta þrep ferilsins, virðuleg útgönguleið að loknum löngum stjómmálaferli. Finnur Ingólfsson er hins vegar á besta aldri. Hann var kjörinn varaformaður Framsóknarflokkins fyrir ári. Miðað við hefðir í Framsóknarflokknum var því eðlilegt að álíta að þar væri kominn framtíðarforingi flokksins, þótt umdeildur sé. Svo verður ekki. Framsóknarflokkur- inn stendur því frammi fýrir því að frnna sér nýjan vara- formann og um leið mögulegan framtíðarformann. Samkvæmt breytingum á stjómarráðslögum flyst bankinn um áramót undir forsætisráðuneytið. Það er eðlileg breyting enda heyra efiiahagsmálin undir forsæt- isráðherra. Seðlabankinn skiptir miklu sem hagstjómar- tæki og mikilvægt að bankastjórastöður þar séu vel skip- aðar. Lögum samkvæmt skulu bankastjórar Seðlabank- ans vera þrír. Undanfarið hálft annað ár hafa þeir hins vegar verið tveir. Enginn hefur kvartað undan þeirri skipan mála nema formsins vegna. Það er enda ekki þörf á nema einum aðalbankastjóra Seðlabankans. Nýlega birtist í Degi yfirht yfir bakgrunn seðlabanka- stjóra víðs vegar í heiminum. Þar kom fram að yfirgnæf- andi meirihluti bankastjóranna er hagfræðimenntaður. Það er gengið út frá því að stjómendur seðlabanka hafi yfirgripsmikla þekkingu og yfirsýn á efnahags- og pen- ingamálum. Þessi regla hefur ekki verið við lýði hér á landi. Stjómmálaflokkamir hafa nýtt sér bankastjóra- stöðumar nánast sem eftirlaunavist fýrir stjómmálafor- ingja sem em að draga sig í hlé. Svo er enn. Finnur Ingólfsson er að vísu viðskipta- fræðingur að mennt og hefur í ráðherratíð sinni á fimmta ár verið yfirmaður bankamála. Þess vegna er ráðning hans sem seðlabankastjóra ekki eins fráleit og stundum áður. Ráðning Finns Ingólfssonar sem seðlabankastjóra er þó í grundvallaratriðum byggð á sömu hæpnu forsend- unum og áður. Ráðningin er útgönguleið stjómmála- manns og um leið lausn á vanda sem flokkur hans stóð frammi fýrir. Þess vegna vilja stjómmálaflokkamir halda ónauðsynlegu kerfi þriggja bankastjóra. Það er hins vegar móðgun fyrir aðra umsækjendur að auglýsa slíkt embætti þegar allir vita að umsóknir ann- arra en hins útvalda skipta engu máli. Hæfir umsækjend- ur um stöðuna em hafðir að fíflum. Jonas Haraldsson Í2 lœS; I Aö hækka megi hinn vesæla íslenska elli- og örorkulífeyri með því aö gera bætur tekju- og eignatengdar eins og heilbrigðisráðherra hefur sagt, jafngildir því að fólk borði íbúöirnar sínar, segir greinarhöfundur m.a. Stefnuljós til vinstri og hægri beygja Kjallarínn Jónas Bjarnason efnaverkfræðingur ferðar. Frakkar eru svo- lítið sér á báti eins og vanalega. Sósíalistinn Jospin, studdur af kommúnistum og græn- ingjum, sagði nýlega að ríkisstjómin geti ekki skipt sér af öllu í efna- hagslífínu í tengslum við uppsagnir fólks í iðnfyrirtækjum í Frakklandi. Samstarfs- flokkar hans létu sér fátt um flnnast þótt at- vinnuleysi sé nú við- kvæmasta vandamálið í Frakklandi og reyndar i Þýskalandi einnig. Til að veita vinstri öfl- um sýndarstuðning var „Samfylkingin er ekki enn búin aö semja stefnuskrá og væri henni sæmst að fylgja áður- nefndum krataflokkum ef hun ætlar ekki að eftirláta Sjálfstæð- isflokknum alla miðjuna í ís- lenskum stjórnmálum og sitja sjálf eftir föst „á rauðu ljósi.u Stjómarflokkarn- ir í Englandi, Frakklandi og Þýskalandi glima nú við stefnuvanda. Þar eru við völd krataflokkar með mismunandi nöfn- um, verkamanna-, sósíalista- eða sósí- aldemókrataflokk- ur með stuðningi græningja eða kommúnista. Rætt hefur verið um 3. leiðina svokölluðu (frá 0. Palme) til að feta sig eftir til fé- lagslegrar velferðar og góðra lífskjara; vandinn hefur ver- ið að sameina þetta tvennt. Sett hafa verið fram falleg slagorð eins og rétt- læti með nýbreytni, sveigjanleiki, skipulagning, end- urskoðun, endur- nýjun, sjálfsábyrgð, skilyrt öryggi o.s.frv. í raun snýst mál- ið um að virkja bet- ur markaðsöflin, einkavæðingu, afnám reglufargans og minnkun ríkisumsvifa en þó án þess að skerða velferð til að tryggja hags- muni þeirra sem minnst mega sín eða era atvinnulausir. Segja má að Blair, Jospin og Schröder séu nú í forystu um að móta hugmyndir um stefnumið jafnaðarmanna í Evrópu í náinni framtíð. Miðjumoð og moöhausar Hugtökin hægri-vinstri em orð- in nánast merkingarlaus og allar svokallaðar vinstristjómir í vest- rænum löndum treysta nú í vax- andi mæli á markaðsöflin til verð- mætasköpunar og aukinnar vel- útbúin yftrlýsing um að leiðin til réttlátara þjóðfélags útiloki ekki millifærslur fjármagns milli þegna landsins. Yfirlýsingar Jospins ganga til vinstri en framkvæmdir til hægri. Hann hefur nú selt fleiri ríkisfyrirtæki en þrír hægri for- sætisráðherrar á undan honum gerðu til samans. Skandinavísku leiðirnar ekki til eftirbreytni „Örlát félagsleg framlög verður að endurskoða þegar í ljós kemur, að þau freista fólks til óábyrgs háttemis,“ er haft eftir aðaíráð- gjafa Blairs, próf. Giddens, „fólk verður að vera reiðubúið til að starfa vegna ávinnings af því eða með því að setja löggjöf þar um.“ Velferðarkerfið í Svíþjóð hefur valdið gríðarlegum hallabúskap og háum vöxtum ásamt kæfandi háum sköttum; Persson og minni- hlutastjóm hans varð að grípa til víðtæks niðurskurðar á velferðar- kerflnu og setja ýmis skilyrði. Stöðugt fleiri Danir komu sér þægilega fyrir á atvinnuleysisbót- um á timum stöðugs halla í ríkis- búskapnum þangað til kratastjóm P.N. Rasmussens beitti sér fyrir gagngerðri endurskoðun. Atvinnu- leysisbætur hafa nú verið skertar og skilyrtar; ungt og atvinnulaust fólk hefur aðeins rétt til bóta í skamman tíma. Hvaða módel skyldi vera best? Schröder, kanslari Þjóðverja, sem setti nýlega ásamt Blair fram hugmyndir um endumýjun jafn- aðarstefnunnar, var spurður að því hver þriðja leiðin væri. Hann sagðist ekki einu sinni þekkja hin- ar tvær, að vísu i hálfgerðu gríni en þó af alvöru í ljósi þess að gömlu hugtökin hægri-vinstri eru nánast að verða merkingarlaus. Framsóknarflokkurinn á Islandi telur sig miðjuflokk sem forðast öfgar en fylgir í raun gamaldags stefnu sem kallast gæti leið 1,5 en ekki 3. Heilbrigðisráðherrann lét í það skina nýlega að hækka mætti hinn vesæla islenska elli- og ör- orkulífeyri með þvi að gera bætur tekju- og eignatengdar. Það sem við er átt er að fólk borði íbúðim- ar sinar. Samfylkingin er ekki enn búin að semja stefnuskrá og væri henni sæmst að fylgja áðumefndum krataflokkum ef hún ætlar ekki að eftirláta Sjálfstæðisflokknum alla miðjuna í íslenskum stjómmálum og sitja sjálf eftir fóst „á rauðu ljósi“. Jónas Bjarnason Skoðanir annarra Fjölmiölafólkiö „Það er mikið framboð af fólki, sem vill vinna á fjölmiðlum en það er ekki þar með sagt að það sé mikið framboð af mjög hæfu fólki. Nýju netfyrirtæk- in, sem em að sjálfsögðu að hluta til fjölmiðlafyrir- tæki, laða til sín gott fólk með því að bjóöa fram kauprétt á hlutabréfum. Innan tíðar geta hin hefð- bundnu fjölmiðlafyrirtæki staðið frammi fyrir því, að þau missi hæft fólk til nýju fyrirtækjanna af þeim sökum einum, að nýju fyrirtækin bjóða kauprétt að hlutabréfum, sem þátt í starfskjörum. Og hugsanlegt er að slíkt hafi gerzt nú þegar.“ Innherji í Viðskiptablaði Mbl. skrifar 23. des. Baráttan fyrir félagafrelsi „Að morgni Þorláksmessu var kveðinn upp í Fé- lagsdómi dómur, sem miklu varðar í baráttunni fyr- ir félagafrelsi hér á landi. Félagsdómur viðurkenndi þar rétt 17 vélfræðinga, sem starfa hjá Reykjavíkur- borg, til að fela Vélstjórafélagi íslands samningsum- boð við borgina fyrir sína hönd í stað Starfsmanna- félags Reykjavíkur ... Þorri launþega á almennum vinnumarkaði býr enn við þær aðstæður, að verka- lýðsfélög og vinnuveitendafélög semja um það sin á milli að allir launþegar í tiltekinni starfsstétt á til- teknu svæði verði að vera félagar i tilteknu verka- lýðsfélagi, hvort sem þeir hafa áhuga á því eða ekki. Ella fái þeir ekki vinnu ... Frjálslyndir menn munu ekki linna baráttunni fyrir félagafrelsi á íslandi fyrr en tryggt er að enginn verði með lögum neyddur til aðildar að félagi sem hann vill ekki vera í, hvort sem mn er að ræða skólafélag, verkalýðsfélag eða félag af einhverju öðru tagi.“ Úr Vef-Þjóðviljanum 25. des. Pennastrik sem kallast gengisfall „Alþingi hefur sett lög þar sem segir að fiskimið- in séu sameign þjóðarinnar. Hvemig er þá hægt að ráðstafa réttinum til nýtingar þeirra með afsali? Hvers vegna á sá aðili, sem var í útgerð um 1980, hundraðshluta veiðirétt úr sameign þjóðarinnar árið 2000? ... Málsmetandi menn hafa komist að þeirri niðurstöðu, að núverandi kvótakerfi í sjávar- útvegi þýði stöðuga afgjaldagreiðslu þjóðarinnar til kvótaeigendanna. Þjóðin mun því að öllum líkindum greiða áðurnefnda 35 milljarða fyrir útgerðina með pennastrikum þeim, sem við þekkjum frá fyrri tím- um og kallast gengisfall. Ekki einu sinni heldur aft- ur og aftur ef kerfið verður ekki afnumið." HJ í ritstjórnargrein 6. tbl. Voga. I

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.