Dagblaðið Vísir - DV - 30.12.1999, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 30.12.1999, Blaðsíða 8
8 ÍTMMTUDAGUR 30. DESEMBER 1999 Útlönd Stuttar fréttir i>v Frakkland: Milljón heimili án rafmagns Franska ríkisstjómin lagði í gær fram 1,6 milljarða króna til hjálpar- og uppbyggingarstarfs á svæðunum sem verst urðu úti i jólaóveðrinu. Að minnsta kosti 70 manns létust. Neyðarástand ríkir í mestöllu Frakklandi og sex þús- und hermenn vinna nú að hreins- un víðs vegar. Miklu magni af olíu skolaði á land á vesturströndinni þar sem olíuílutningaskipið Erika fórst fyrir tveimur vikum. Sérþjálfaðir starfsmenn ásamt sjálfboðaliðum vinna nú myrkranna á milli við að hreinsa ströndina. UPPBOÐ Framhald uppboðs á eftirfarandi eignum verður háð á þeim sjálf- _______um sem hér segir:______ Álfhólsvegur 26, þingl. eig. Ragnhildur Ólafsdóttir og Guðmundur Ólafur Heið- arsson, gerðarbeiðendur fbúðalánasjóður og Kaupþing hf., fimmtudaginn 6. janúar 2000, kl, 13.30.______________ Hamraborg 26, 1. hæð D, þingl. eig. Sig- urður Hilmar Ólason, gerðarbeiðendur lbúðalánasjóður, Samvinnusjóður Islands hf., Sjóvá-Almennar tryggingar hf. og Vátryggingafélag Islands hf., fimmtudag- inn 6. janúar 2000, kl. 16.00. Nýbýlavegur 96,0101, þingl. eig. Guðjón Engilbertsson og Dóra Ingólfsdóttir, gerðarbeiðendur Ibúðalánasjóður og sýslumaðurinn í Kópavogi, fimmtudag- inn 6. janúar 2000, kl. 14.30. Þinghólsbraut 28, jarðhæð, þingl. eig. Valgerður G. Hannesdóttir, gerðarbeið- andi Samvinnusjóður íslands hf., fimmtudaginn 6. janúar 2000, kl. 14.00. SÝSLUMAÐURINN í KÓPAVOGI Breskir íhaldsmenn í uppnámi: Major segir William Hague til syndanna Áfram rætt við flugræningjana í Afganistan: William Hague, leiötogi breskra ihaldsmanna, reyndi í gær aö stappa stálinu í liðs- menn sína við árþús- undamót. í staðinn fékk hann aðeins skammir frá John Major, fyrrum forsætisráðherra. Og var þó varla á það bæt- andi frá gagnrýninni sem Kenneth Clarke, fyrrum fjármálaráö- herra íhaldsmanna, jós yfir leiðtogann fyrr í viktmni. John Major sagði í grein í tímaritinu Spectator að fhaldsflokkurinn undir forystu Hagues myndi aldrei fara með sigur af hólmi í þingkosningum ef flokk- urinn færðist lengra til hægri en orðið er. Hann hvatti Hague til að leita á önnur mið en hægri aflanna í flokknum. Stuðningur hægri- manna væri nauðsynlegur en hann væri ekki nóg til að vinna í kosningum. Major sagði að aftur- hvarf til stefnumála Thatcher-tímans kynni að höfða til grasrótarinnar í flokknum en það dygði ekki til að laða að flokkn- um óákveðna kjósendur. Clarke sagði fyrr í vik- unni að undir forystu Hagues væri íhaldsflokkur- inn að verða ókjósanlegur. Tony Blair forsætisráðherra ætti að kætast við þessi innanbúðarátök í íhaldsflokknum, ekki síst þegar nýjustu skoðanakannanir sýna að Verkamannaflokkur hans hefur tuttugu prósentustiga forskot. Viðræðurnar á viðkvæmu stigi Indverskir emhættismenn héldu samningaviðræðum við flugræn- ingja sem hafa indverska farþega- þotu með meira en 150 manns á valdi sínu áfram í morgun. Ind- versk stjómvöld báru til baka frétt- ir um að þau hefðu fallist á að sleppa hluta þeirra sem fanga sem flugræningjamir vilja fá í skiptum fyrir gíslana. „Ekkert slíkt samkomulag er til,“ sagði Raminder Singh Jassal, tals- maður indverska utanríkisráðu- neytisins, við fréttamann Reuters í Nýju Delhi. Flugræningjamir hafa krafist þess að 36 uppreisnarmenn frá Kasmír verði leystir úr haldi. Flugvélinni var rænt á aðfanga- dag þegar hún var á leiö frá Nepal til Indlands og hún hefur verið á flugvellinum í Kandahar í Afganist- an frá því á jóladag. Vestrænir stjómarerindrekar sem hafa fylgst með flugráninu sögðu að svo virtist sem viðræðum- ar við ræningjana væru á mjög við- kvæmu stigi. Utanríkisráðherra talebana- stjómarinnar í Afganistan sagði í morgun að samningaviðræðumar hefðu hafist að nýju. Flugræningj- amir féllu i gær frá kröfu um fjórt- án milljarða lausnargjald fyrir gísl- ana. Þá gerði ráðherrann lítið úr auknum liðsafnaði talebana á flug- vellinum í Kandahar. Abdut Wakil, utanríkisráðherra talebanastjórnarinnar i Afganistan, ræðir við fréttamenn á flugvellinum í Kandahar þar sem flugræningjar hafa haft ind- verska farþegaþotu á valdi sínu síðan á laugardag. gamiar^kvold Salín hans Jóns mins ásamt DJ Leroy Johnson - m I Leikhuskjallarinn / Hverfisgotu 19 / Simi 551 9636 Föngum fagnað Tuttugu og sex palestínskum fongum var fagnað innilega í gær en þeim var sleppt vegna ákvæða í friðarsamningi ísraela og Palestínumanna. Sýknaður af njósnum Rússneskur dómari sýknaði í gær fyrrrnn flotaforingjann, Alex- ander Nikitín, af ákæra mn njósnir og sölu ríkisleynd- armála. Nikitín var gefið að sök að hafa selt upplýs- ingar um geisla- virka mengun í Norðuríshafinu þegar hann varm fyrir norsk um- hverfisvemdarsamtök. Börn grilla Bradley Bill Bradley, sem keppir að því að verða útnefiidur forsetafram- bjóðandi demókrata, komst í hann krappan í gær. Bradley hitti fyrir hóp bama skammt frá bænum Concord í New Hampshire og bjóst við auðveldum fundi. Börnin komu á óvart með því að spyija Bradley erfiðra spuminga um ríki- dæmi hans og hvort hann ferðað- ist í glæsikerrum. Bradley varð hálfhvumsa í fyrstu en náði að bjarga sér fyrir hom. Saddam sóttur heim Zírínovskf, leiðtogi frálslynda lýðræðisflokksins í Rússlandi, fór í kurteisisheimsókn til Saddams Husseins í írak í gær. Zírínovskí hefur verið tiður gestur í Bagdad þar sem hann hefur sýnt forsetan- um samstöðu sína í baráttunni gegn viðskiptabanni S.Þ. Grimmilegt morö Hollenska lögreglan handtók breskan mann í gær, gnmaðan um að hafa með grimmilegum hætti myrt átján ára gamlan pilt í Skotlandi í síðustu viku. Piltur- inn hafði verið afhöfðaður. Stríðsglæpamaður Lögregla á Englandi rannsakar nú hvort eitthvað sé til í ásökun- um um að hinn 86 ára Konrad Kaljes, sem búsettur er i landinu, sé stríðsglæpamaður. Kaljes er grunaður um að hafa myrt 30 þús- und gyðinga í Lettlandi í seinna stríði. Hann neitar ásökunum. Tipper útskrifuð Varaforsetafrúin Tipper Gore var útskrifuð af John Hopkins sjúkrahúsinu í Baltimore í gær. Tipper gekkst undir aðgerð þar sem hnúður á skjaldkirtli var fjarlægður. Aðgerðin gekk vel en frekari krabbameinsrannsókn bíður varaforsetafrúarinnar í upphafi nýs árs. Bandaríkin: Forrík hjón yfir- gefa veikt barn Tiu ára drengur, sem þjáist af hreyfihömlun og er bundinn við hjólastól, var skilinn eftir á sjúkrahúsi í Delawere á annan í jólum. Steven litli er eina barn Richards og Dawn Kelso sem eru forrík og hafa getað keypt sólar- hringsumönnun fyrir soninn. Svo brá við um jólin að hjúkrunar- fólkið fékk frí í tvo daga og þurftu foreldramir að taka við umönnun sonarins. Það reyndist þeim ofraun og ákváðu þau að grípa til þess óyndisúrræðis að yfirgefa soninn. Þau gáfu sig fram við lögreglu á þriðjudag og vom sett í varðhald en sleppt skömmu síðar gegn tryggingu. Málið þykir hið alvar- legasta og munu hjónin koma fyrir rétt í mars á næsta ári.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.