Dagblaðið Vísir - DV - 17.01.2000, Síða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 17.01.2000, Síða 2
2 MÁNUDAGUR 17. JANÚAR 2000 Fréttir Ungur maður sem var að æfa ísklifur með björgunarsveitarhópi i Sólheimajökli: Fékk fjögurra rúm- metra ísstykki á sig - talið hafa orðið honum til lífs að hann grófst niður í snjó undan gríðarfarginu Ungur maður sem var að æfa ísklifur fékk gríðarstórt klaka- og snjóstykki ofan á sig þegar hann var ásamt 10 öðrum nýliðum og tveimur leiðbeinendum við æflngar við ísvegg í skriðjökultungunni Sól- heimajökli í Mýrdalsjökli um klukk- an 14.30 í gær. Ungi maðurinn grófst undir öllum þunganum. Að sögn lögreglunnar í Vík er það talið hafa orðið manninum til lífs að hann grófst niður í snjó sem gaf eft- ir undan gríðarfarginu. „Þeir gátu ekki hreyft stykkið sem sprakk út úr ísveggnum en þeir Um kl. 10.30 í gærkvöld kom sjúkrabíll með hinn slasaöa björgunarsveitarmann á Borgarspítalann en vonast var til að meiðsl hans væru ekki alvarleg. DV-mynd JAK gátu grafið undir það og náð honum þannig," sagði Reynir Ragnarsson lögreglumaður um fé- laga mannsins sem komu honum til bjargar. Hópurinn var að æfa það sem fjallgöngumenn kalla oft „stál“ - í um 7 metra háum ísvegg. Ungi maðurinn var niðri ásamt öðrum félaga. Þeir voru ekki í línu þegar stórt stykki úr stálinu féll niður og ofan á annan þeirra. Hópur- inn var frá björgunar- sveitinni Kópi í Kópa- vogi. Hluti mannanna var fyrir neðan jökul. Komu menn þaðan með börur og bönd til að hífa hinn slasaða aftur upp á brún þegar búið var að ná honum undan. Björg- unarsveitarmenn frá Vík og fleiri björgunar- menn frá Suðurlandi komu fljótlega upp á jök- ul ásamt lækni. Var hinn slasaði borinn niður. Reynir lögreglumaður sagði að gangan hefði verið erfið: „Upp og niður með ísspöngum og skorum." Komið var með hinn slasaða nið- ur af jöklinum og hann fiuttur í sjúkrabíl á áttunda tímanum í gær- kvöld. Var þá talið að hann væri minna slasaður en talið var í fyrstu, jafnvel að hann væri einungis illa marinn en hefði sloppið við bein- brot. Þetta átti þó allt eftir að kanna betur á Borgarspítalanum þangað sem komið var með hinn slasaða á ellefta tímanum í gærkvöld. -Ótt ísafjörður: Flæddi í hús og hús tókst á loft Mikið fárviðri var fyrir vestan á laugardaginn. Á Þingeyri fauk skúr sem dreifðist vítt og breitt um bæinn. Þak fauk í Önundar- firði og landgangur á flotbryggj- unni á Flateyri fór i sjóinn. Þá þurfti að dæla vatni úr tveimur húsum á ísafirði en vatnið varð allt að 10 sm djúpt. Orsökina má rekja til þess að dælukerfi bæjar- ins hafði ekki undan í leysingun- um en skemmdir urðu þó ekki umtalsverðar. Veðrinu hafði slot- að um miðjan dag í gær. -hól Guðjón Þórðarson segir lið Stoke hafa tekið breytingum, bæði í varnar- og sóknarleik: Agaðri vinnubrögð og grundvallarbreytingar - leikmenn mínir farnir að finna þefinn af því að ná árangri, segir Guðjón H«w> I AUn HutKon | l«vt_M*lcft.fi«íafl I L>k;t I EÍámíS I Slliit. iíl»h* iMT* Soortí CakndJí | CityA>chk* | | P>tM Uationwild* L«agu*'r Qn« | ÞMriob Two Satufday, Jaouary 16, 2000 Promotion windfall for Stoke directors Exdusfve by Msrtin Splnks Foim«r Stok* Cty orantrt P*t«r Cojter jnd K«ith Hurriphftys ar* in Hn* (*r anothtr fnanciil windfall if th« ciub rneni promotion. The pjir, íWI diiootors a»t«rs*ina •• C6 p*i cthtstak* in Stok* (oi aiound £3.5m, ai* i«t 1o caih in on th« club's tutui« suo««ss. But n«w« efcib chaírman Ounnai Oblaion hai d«tend*d th* ‘bonui* agr*em*nt mhieh i«ai stiuck atthe tim* ofth« lceland*: takíouci «ariiei the sesion. Th« pðtantialpaymants. for an undfetfosed amount. are n««al«d inth* prospedu: foishaiu in Sltdte Holding. th* oompany now owtikij 66 p*t o*nt of Stok* C*y, The piosptdui itat«i: “tf Slok* Crtjr FC nachts th« Fáit Dhrbion In the n«xt Wo leatons, th* pi«s*ntt«aion indudtd. Stokt HoMing SA ii obkgattd to pay tha formei majoiíy o*un*rs of the ttam a ipeolfwd amount. Tht tam* condKion applici i Stoke Cíy FC itachti lh« Pi«mi*i DMsioiiwrthinth* next flu* ttasons " But * addi: “Thei* paytncnb ai« not subitantial in latio to puiohasing prk*. noit* th* «xp*cted finaneíal öalns *f th« Uamfiomthis p«rfoimanc«.“ Opponcnts of Mi Coatci and Mi Humphrtyi wrill b« angerad to leain that th«y itand t* gain financially fiom piomotion. 6ut I.V Oklason. ««ho i*fus«4 to diccdos* the flgur«s huoL«d. today VneUd th* dealuaould btntflt tl.« okib b*caui• th* foim«r ommeis had agi««d to defei paymentwihich th«y might othtiwi!* havt pocktttd up fiont. Mi ObUion said: *W« got a low«i piic* onth«Vshai«s tnltUlfr b«0Jus« w« hadth«i« piouBions put h. Itb som*tMng w« „Þetta endaði vel, það var aðabnálið. Það voru ágætir tilburðir og taktar í þessum leik. Góðar sóknir komu og mikiil kraftur í mönnum því mikið var i húfl fyrir bæði lið,“ sagði Guðjón Nýr stjórnmála- vefur á Vísi.is í dag verður opnaður nýr stjóm- málavefur á Vísi.is og það verður menntamálaráðherra, Bjöm Bjama- scn, sem mun senda fyrstu fréttina inn á vefmn. Með vefnum er skapað- ur nýr, opinn vettvangur skoðana- skipta um íslensk og erlend stjóm- mál. Á stjómmálavefnum verða nýjustu fréttir úr stjómmálalífl landsins, sem og frá útlöndum, en auk ritstjómar Vísis leggja blaða- og íréttamenn samstarfsmiðlanna - DV, Dags, Stöðvar 2 og Bylgjunnar - til fréttir á vefinn. Þá verður á honum að flnna Starlegar fréttaskýringar, unnar af blaðamönnum DV, Dags og Visis.is. Allar fréttir Vísis um hitamál hvers tíma verða mjög aðgengilegar á stjómmálavefnum. Á meðan Alþingi situr verður hægt að fylgjast beint með útsendingum frá þingfúndum á stjómmálave&um en fleiri en þing- menn munu geta látið ljós sitt skína á þessum vettvangi því í „Rödd fólks- ins“ getur hver sem aðgang hefur að Netinu lagt sitt til málanna, undir eigin na&i eða duinefni. -rt Þórðarson, þjálfari Stoke City, eftir að liö hans hafði á fóstudagskvöldið unn- ið 2-1 sigur á Preston, liðinu í 2. sæti 2. deildarinnar í Bretlandi, liði sem ekki hafði tapað í síðustu 20 leikjum. Leikurinn lyfti Stoke upp í 4. sæti deildarinnar. - í Stokeblaðinu Sentinel var eftir þér haft um helgina að þú segir við leikmenn þína að þeir verði að leggja fram mikla vinnu ef þeir ætli að eiga möguleika á að ná góðum árangri? „Já, það er eina leiðin til árangurs. I klefanum eftir leik var mjög góð stemning og andinn góður. Leikmenn mínir flnna muninn á því að haga sér vel á vellinum, uppskera og ná ár- angri, og því að koma kannski eins og lamdir hundar inn í klefa eftir að hafa hent frá sér gulinum tækifærum. Þeir eru aðeins famir að flnna muninn á þessu. Þefa af því hversu gaman það er að vinna,“ sagði Guðjón sem hitti Geir Haarde fjármálaráöherra og konu hans, Ingu Jónu Þórðardóttur, en þau sáu leikinn á Brittania leikvanginum í Stoke á fóstudagskvöld. „Þau voru ánægð. Það var hið besta mál,“ sagði Guðjón. „Ég fæ ekki meira fyrir þennan leik. Það var notaleg tilfinning að fá þessi þrjú stig. Þau voru vel þegin. Ánægju- legast fyrir mig var að eftir að Preston- menn fengu þetta ódýra víti sem kom þeim inn í leikinn undir lokin, og þeir jöfnuðu 1-1, sýndu mínir menn mik- inn vilja til að vinna og koma sér inn í leikinn aftur. Þeir gerðu alvöruatlögu að þvi að ná þessu sigurmarki sem svo náðist.“ - Menn gáfust ekki upp. „Nei. Þegar langt er liðið á leik og menn fá á sig jöfhunarmark undir þessum kringumstæðum þá svona „súkkar“ í mönnum. En menn bættu bara við.“ - Þið hafið nú unnið 4 af 5 síðustu leikjum. Þú ert búinn að vera talsverð- an tíma með liðið. Hvað hefur breyst mest frá því að þú tókst við Stoke? „Það er auðvitað búið að „rótera“ og byggja upp aðra mynd af liðinu. Grundvallarbreytingar hafa átt sér stað á ákveðnum hlutum. í sjálfú sér er erfltt að dæma um hvað hefur breyst mest. En það er auðvitað kominn men-i agi a liðið. Menn eru agaðri í vinnubrögð- um, bæði hvað varðar vamar- og sóknarað- gerðir. Kannski er það fyrst og fremst það sem hefur breyst.“ Menn tóku eftir þéttum vam- arleik á fóstu- dagskvöldið. Hann minnti jafnvel á íslenska landsliðið? „Þetta hefur breyst langmest. Þetta breytist. Maður setur auðvitað inn sín- ar áherslur. Maður sækir í reynsluna, breytir liðum og horfir á hlutina með ákveðna mynd í huga sem maður vill sjá. Þetta er eins og púsl.“ - Hvemig gengur bresku strákun- um að aðlagast þínum hugsunarhætti? „Við reynum að hittast einhvers staðar á leiðinni. En það sem fyrst og fremst á að reka menn áfram í þessu er viljinn til að vinna. Ég er að reyna að rækta það meira með mönnunum, áhugann á að vinna. Þegar þeir flrma bragðið af þessu þá vonandi verða þeir enn þá ákveðnari í að vinna enn bet- ur.“ -Ótt Stuttar fréttir i>v Banaslys á Garðskagasvegi Rúmlega flmmtugur maður lét líflð í bílveltu á Garðskagavegi um tvöleytið í gærdag. Maðurinn, sem var kominn langleiðina til Garðs, var látinn þegar sjúkrabifreið kom á vett- vang. Afadrengir hans tveir sem vom með honum í bílnum sluppu htið meiddir. Lögreglan í Keflavík segir ekki ljóst hvernig slysiö átti sér stað en talsvert hvasst var á þessum slóð- um. Lög skerða persónufrelsi Sigurður Líndal lagaprófessor telur að ný lög um hljóð- ritun símtala skerði persónufrelsi. Hann litur svo á að það eigi að vera réttur hvers og eins að taka upp eigin símtöl. Stöð TF-SIF skoöuð Nú stendur yflr stærsta skoðun sem TF-SIF, þyrla Landhelgisgæsl- unnar, hefur farið í. Þetta er svoköll- uð 5000 tíma skoðun en búist er við að hún muni standa yflr í sex vikur og á meðan er þyrlan ekki flugfær. Morgunblaðið sagði frá. Margir leita að vinnu Enn er mikil eftirspum eftir vinnuafli á höfuðborgarsvæðinu og telja flestir talsmenn ráðningarfyrir- tækja að framboð á vinnuafli sé einnig mikið og margir séu að leita eftir því að skipta um starf um þess- ar mundir. Dæmi eru um að ráðning- arfyrirtæki fái 200 starfsumsóknir á Netinu á dag. Mbl. sagði frá. Hundruð nota offitulyf Nokkur hundrað sjúklingar hafa notað offltuiyfið xenical siðan notkun þess hófst hér á landi fyrir um hálfu ári. Þetta lyf hefur verið vinsælt er- lendis og hefur m.a. orsakað mikla veltuaukningu hjá lyfjafyrirtækinu Hoffmann-LaRoche. Morgunblaðið sagði frá. Hreindýrarannsóknir Náttúmstofa Austurlands hefur tekið við rannsókn- um á hreindýrum fyrir embætti veiði- stjóra. Lengi hefur staðið til að flytja rannsóknimar frá Akureyri til Austurlands þar sem heimkynni hreindýranna eru. Samn- ingurinn hefúr mjög mikið gildi fyrir Náttúrastofuna, segir Siv Friðleifs- dóttir umhverfisráðherra. Sjónvarpið sagði frá. Lítil kaupmáttaraukning Aðalhagfræðingur Seðlabanka Is- lands, Már Guðmundsson, segir að kaupmáttur ráðstöfunartekna geti í besta lagi aukist um 1-2% í ár. Hann segir einnig hættu á að þróunin verði sú að kaupmátturinn hreinlega minnki. Mbl. greindi frá. Svipað efnahagsástand Um 67% íslendinga telja að efna- hagsástand á íslandi verði svipað á árinu 2000 og það var í fyrra en þeir vom fleiri sem telja að ástandið muni verða verra á þessu ári heldur en þeir sem telja að það mmii verða betra. Sjónvarpið sagði frá. Áburðarverksmiðjan kærð Áburðarsalan ísa- fold, sem flytur inn erlendan áburð, hef- ur kært Áburðar- verksmiðjuna hf. til Samkeppnisstofnun- ar vegna rangra og villandi auglýsinga. Þar er m.a. sagt að Áburðarverksmiðjan framleiði áburð sem hentar betur fyrir íslenskar að- stæður. Forsvarsmenn Áburðarverk- smiðjunnar telja auglýsingamar rétt- ar. Stöð 2 sagði frá. Keikó verður frjálsari Keikó fær á næstunni mun stærra atha&asvæði en hann hefur haft síð- an hann var fluttur í kví sína i Vest- mannaeyjum fyrir um einu og hálfu ári. Búið er að girða Klettsvikina af með um 300 metra langri girðingu og mmi hann því geta fengið sér mun lengri sundspretti og aukið líkumar á að hann verði einhvem timann frjáls ferða sinna. Stöð 2 sagði frá. -KJAAhól

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.