Dagblaðið Vísir - DV - 17.01.2000, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 17.01.2000, Blaðsíða 4
4 MÁNUDAGUR 17. JANÚAR 2000 Fréttir DV sandkorn Stórfundur Eldingar á Isafirði: Einn karl með hníf - allt sem eftir er af bolfiskvinnslu á ísafirði, sagði Finnbogi Jónasson fiskverkandi DV, ísafirði: Hátt á fjórða hundrað manns mætti á fund smá- bátafélagsins Elding- ar í gær, sunnudag, um fiskveiðistefnu stjómvalda og úthlut- anir veiðiheimilda, auk þess sem menn höfðu stórar áhyggj- ur af áframhaldandi byggð ef ekkert breyttist í þessum málum. Á fundinum voru lagðar fram svohljóð- andi tillögur frá Eld- ingu um úrbætur í fiskveiðistjórnunar- kerfinu: „Aukning aflaheim- ilda, sem hugsanlega kemur til fram- kvæmda vegna stækk- andi þorskstofns, fari á báta innan við 10 tonn að stærð vegna augljósra byggðasjón- armiða. Heimildirnar úthlutist eftir sömu reglum og aðrar veiði- heimildir, hjá bátum í dagakerfi fjölgi dögum I sama hlutfalli og heimOdir hjá öðrum smábátum. Aukningunni skal landað í fisk- vinnslustöð viðkomandi svæðisfélags Fjölmenni var á fundi smábátafélagsins Eldingar á ísafirði í gær. Þingmenn Vestfjarða voru brúnaþungir þegar þeir hlustuðu á sjónarmiö kjósenda. Einar Oddur Kristjánsson og Einar K. Guðfinnsson, þingmenn Sjálfstæðis- flokksins, með fyrrum samherja, Guðjóni A. Kristjánssyni, þingmanni Frjálslynda flokksins. DV-mynd Kolbrún Afsökunarbeiðni í viðtali blaðamanns við undir- ritaðan laugardaginn 15. janúar var meðal annars eftir mér haft að Aðalheiður Inga Þorsteinsdótt- ir hefði nýlega verið ráðin inn á fréttastofu Sjónvarpsins án aug- lýsingar. Mér er skylt að upplýsa í þessu sambandi að mínar upp- lýsingar reyndust einfaldlega ekki réttar. Fullyrðing min um ráðningu Aðalheiðar er því röng og var ekki að henni staðið á ann- an hátt en gerist og gengur. Mér þykir mjög miður að hafa vegið með ómaklegum hætti að starfsheiðri Aðalheiðar. Hana og aðra sem ég kann að hafa sært með röngum fullyrðingum mín- um bið ég innilega afsökunar. Aðalheiöi Ingu og öðrum starfs- mönnum fréttastofu Sjónvarpsins óska ég alls hins besta. Þröstur Emilsson, fyrrverandi fréttamaður Sjónvarpsins á markaðsverði með 10% afsiætti af þvi verði sem er á svæðinu. Þeir sem fá þessar heimOdir mega hvorki leigja þær né selja. Enn fremur mótmælum við harðlega kvótasetningu á ýsu, steinbít og ufsa.“ Þingmenn Vestfjarða, þeir Einar K. Guðfinnsson, Einar Oddur Krist- jánsson og Guðjón A. Kristjánsson, sátu fundinn en hvorki sjávarút- vegsráðherra né forsætisráðherra sáu sér fært að mæta. Fjörugur fundur Fundurinn var fiörugur eins og við er að búast af Vestfirðingum og í lok hans var mönnum boðið að taka tO máls. „Við verðum bara að lýsa yfir sjáif- stæði Vestfiarða og stofna hér sjálf- stætt riki, þá sætum við að auðugustu fiskimiðunum,“ sagði Gunnlaugur Finnbogason sjó- maður. Finnbogi Jónasson fiskverk- andi sagði þing- menn Vestfiarða of lina, nú þyrftu þeir að spyma við fót- um. Hann sagði það umhugsunarefni að eina boFiskvinnsl- an í höfuðstaðnum ísafirði væri nú einn karl með hníf og visaði til þess að bæði frystihús stað- arins standa nú tóm. Þá gagnrýndi hann bæjaryfirvöld fyrir úthlutun byggðarkvótans - sagði hann hafa vei' ið sendan tO Grind- arvíkur. Hann benti á fréttaflutning af svæðinu og tók sem dæmi að RÚV hefði þótt merkOegra á sínum tíma að dauð gæs fannst inni í Djúpi á sama tíma og ungur athafnamaður var að koma hér að bryggju með nýjan bát. Meginniðurstaða fundarins var sú að Vestfirðingar krefiast breytinga á núverandi kerfi fiskveiða: Um það hvemig það verður gert má lengi deOa en byggðatenging kvótans, nýtingar- réttur og afnám sölu- og leiguréttar vom m.a. þeir kostir sem nefndir voru á fundinum. -ks Lífsþróttur til áskrifenda DV í tilefni átaksins Leið tO betra lífs, sem stendur nú sem hæst, gefst áskrifendum DV kost- ur á að kaupa Lífs- þrótt, næringarfræði almennings, á tilboðs- verði. Bókin, sem er eftir Ólaf Gunnar Sæ- mundsson, næringar- fræðing og heilsusál- fræðing, kom út á liðnu ári en þar er að finna ítarleg- ðr*|í" com kemi I/ “ ar upplýsingar um flestallt er við- kemur næringarfræði al- mennings. Áskrifendum DV gefst kostur á að kaupa bókina á 4.980 krónur en viðmiðunarverð er 6.980 krónur. Hægt er að hringja í síma 535 1045 hvenær sem er sólarhringsins og bókin verður send áskrifendum að kostn- aðarlausu. -hól 11 f síPfr oiirirujH ai“ Háskólamenn deila Raðfullnægingar „Brynja mín, ef eitthvað er fúllnæg- ing þá var þetta raðfuOnæging." Þannig lýsti Þórdís Brynjólfsdóttir, handboltastúlka í FH, líðan sinni á meðan FH var að leggja Val að veUi í kvennahandboltanum á dögunum. SkOaboð- in voru til Brynju , Steinsen Valskonu en Brynja mun hafa haft uppi svipaða eða sams konar yfir- lýsingu eftir einn sigurleOc Vals í vet- ur. Það er auðvitað hið besta mál ef sigrum i handboltaleikjum kvenna fylgja raðfullnægingar í löngum bun- um en það vekur hins vegar óneitan- lega þá spurningu hvers vegna ungar stúlkur hætta svo oft að stunda þessa íþrótt um tvítugt. Þorbjörn svalur Þorbjörn Jensson, landsliðsþjálf- ari karlalandsliðsins I handboltanum, sem er á leiðinni með lið sitt í Evr- ópukeppnina sem hefst í vikunni tek- ur mikla áhættu með vali á liði sínu. Hann fer þangað með a.m.k. tvo leikmenn sem eru mjög tæpir vegna meiðsla og aðra sem lítið hafa leikið að undan- fómu vegna meiðsla. Evrópu- keppnin er sögð erf- iðasta handbolta- keppnin því þar eru engin miðlungslið eða léleg lið frá öðrum heimsálfum og hver einasti leikur verður upp á líf og dauða. Landsliðsþjálfarbin teflir því djarft og hlýtur að standa eða falla með því hvernig honum tekst upp með „sjúkraliðið" sitt í Króatíu. Það vekur hins vegar athygli að engar gagnrýn- israddir hafa heyrst frá íþróttafrétta- mönnum varðandi það að fara með „sjúkralið" i slíka hörkukeppni. Alfreð varar við Alfreð Gíslason, þjálfari Magdeburg í Þýskalandi, enis besta félagsliðs heims, lét þó að því liggja fyrir nokkrum dögum að ísland kynni að vera að dragast aftur úr í alþjóðleg- um handknattleik. Al- freð nefndi það ekki beinum orðum að ís- lenska liðsins biði erfiðara verkefni á Evrópumótinu í Króatíu en það réði við en það mátti jafnvel lesa á mOli línanna. Það er e.t.v. ekki seinna vænna að fara að búa sig undir það að liðið geti tapað öOum leikjum sínum þar en slíkt væri mesti skeUur ís- lensks handknattleiks sem svíða myndi undan. Sjálfsagt er þó að minna á það að íslenska liðið hefur á stundum skOað mestum árangri þeg- ar væntingarnar hafa verið sem minnstar. Háskólamenn hafa aOtaf þurft að deUa hver við annan. DeOur eru hluti af tilveru þeirra - lifsspursmál í leit þeirra að réttlætingu fyrir tU- veru sinni. Þess vegna er mikilvægt fyrir prófess- ora og lægra setta há- skólamenn að nýta vel öU deUumál sem upp kunna að koma. Það er ábyrgð- arhluti að láta gott deilu- mál fram hjá sér fara. V iðskiptaháskólinn, undir forystu Guðfinnu Bjarnadóttur rektors, hef- ur skipt um nafn. Hér eft- ir skal skólinn heita Há- skólinn í Reykjavík. Gott nafti og i sjálfu sér eðli- legt og raunar furðulegt að menn skyldu ekki láta skólann heita Háskól- ann í Reykjavík frá upphafi. Eins og góðum háskólamönnum sæmir hefur þessi nafngift farið í taugarnar á kennurum í Há- skóla íslands, enda sjá þeir þama gullið tækifæri til að efna til deOna. Heimspekingurinn Páll Skúlason, rektor Háskóla íslands, getur ekki ann- að en stokkið á svo gott deOumál - þrætubók- arlist er honum í blóð borin. PáU Skúlason heldur því fram að mikU hætta sé á að erlendir háskólamenn taki að rugla sam- an skólum því Háskóli íslands sé yfirleitt kennd- ur við Reykjavík á erlendum tung- um - University of Iceland in Reykjavik á ensku. Auðvitað er þetta bara grín hjá rektor eða þá hann hefur litla trú á erlendum kollegum sínum sem þó eru vanir að fást við svipuð nöfn á háskól- um. Hitt er svo annað að nú þarf rektor að standa frammi fyrir sínu fólki í Háskóla íslands nú þegar hann sækist eftir endurkjöri inn- an skamms. Dagfari er orðinn ýmsu vanur þegar kemur að deUuefnum á op- inberum vettvangi. Eftir því sem árin líða verða deUúmálin æ ómerkOegri og skipta litlu. En þeg- ar háskólamenn eru famir að ríf- ast um nafn á skólum hlýtur sú spuming að vakna hvort þeir hafi ekkert þarfara að gera um leið og þeir þiggja laun úr sameiginlegum sjóði landsmanna. Eru virkilega ekki önnur og merkari ágreiningsmál sem eru verðugri fyrir háskólamenn að glíma við? Dagfari er að minnsta kosti farinn að efast um ágæti þess að fiármagna rifrUdi af þessu tagi með opinberum fiármunum. Dagfari KR-ingar fúlir Mikið rosalega var gaman að heyra hvað KR-ingar voru fúlir í lok útsend- ingar Sýnar á körfuboltaleik KR og Tindastóls fyrir helgina. TmdastóU sigraði en KR-ingar tóku þeim ósigri reyndar nokkuð mannalega. Hnis vegar þurfti að endurtaka „bik- ardráttinn" í undanúrslitum karla en samkvæmt drættinum í leikhléi vora KR-ingar með heimaleik gegn Njarðvík. Vegna mistaka þurfti að draga afitur í lok leiks KR og Tindastóls og þá drógust KR-ingar í „ljónagryfiuna" í Njarðvík gegn heimamönnum. Mátti heyra „baul“ frá áhorfendapöUunum i KR- húsinu eftir dráttinn enda drátturinn sem salt í sárið sem tapið gegn Tinda- stól oUi og Njarðvikingar engir a’............... Umsjón Gylfi Kristjánsson Netfang: sandkom @ff. is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.