Dagblaðið Vísir - DV - 17.01.2000, Síða 12
12
MÁNUDAGUR 17. JANÚAR 2000
Spurningin
Hefurðu farið á
útsölurnar?
Rakel Þormarsdóttir nemi: Nei,
en ég á kannski eftir að líta i kring-
um mig.
Ingunn Einarsdóttir nemi: Já, ég
keypti bol í Sautján. Ég ætla að
reyna að versla meira.
Gunnar Þór Gunnarsson nemi:
Nei, ég hef ekki farið á neina.
Gunnar Freyr Þórisson nemi: Já,
er búinn að kaupa smá. Reikna með
að kaupa meira.
íris Georgsdóttir skrifstofu-
stúlka: Nei, er ekki búin að fara og
ætla alls ekki.
Hildur Þórarinsdóttir nemi: Nei,
ekki neitt. Ætla reyndar að kíkja í
dag.
Lesendur
Er stjórnarsam-
starfið að veikjast?
öfl innan Framsóknarflokks ókyrrast
„Og þá hlýtur Sjálfstæöisflokkurinn líka aö bregöa á þaö eina ráð aö rjúfa stjórnar-
samstarfið aö fyrra bragöi og bjóða Vinstri grænum til sængur meö sér.“ - Ríkis-
stjórn Sjálfstæöis- og Framsóknarflokks.
Óskar Óskarsson skrifar:
Flestir sem fylgjast með
fréttum af íslenskum stjóm-
málum þykjast kenna veruleg-
an titring meðal sumra fram-
sóknarmanna á vinstri vængn-
um sem stundum hafa verið
nefndir „órólega deildin" inn-
am Framsóknarflokksins. Þessi
hópur framsóknarmanna, sem
þó er ekki fjölmennur, virðist
leggja allt kapp á að reka fleyg
í stjómarsamstarf Sjálfstæðis-
flokkins og Framsóknarflokks-
ins. Hent er á lofti flest sem
forystumenn sjálfstæðismanna
segja eða gera og síðan túlkað
sem svo að formaður Fram-
sóknarflokksins sé því andsnú-
inn og afar óánægður, að ekki
sé sagt leiður á, að þurfa að
dansa eftir pipu samstarfs-
flokksins í flestum greinum.
Það siðasta sem maður les i
blaðinu Degi (en blaðið virðist
sífellt verða sér úti um tilefni
til orðahnippinga í garð Sjálfstæðis-
flokksins og þá sérstaklega formanns
hans) er að formaður Framsóknar-
flokksins vilji endurskoða kvótakerf-
ið en formaður Sjálfstæðisflokksins
vilji engu breyta!
Og nú er það helst uppi á teningi
Framsóknarflokksins, samkvæmt
málgagni stjórnarandstöðunnar,
Degi, að i bigerð sé sérstök „sátta-
herferð" Framsóknarflokksins fyrir
breytt fyrirkomulag í kvótakerfinu
sem muni taki nýja stefnu eftir
hinn svokallaða Vatneyrardóm.
Talsmaður þessarar sáttaherferðar
og þingmaður Framsóknarflokks-
ins, Jón Kristjánsson, segir að sjáv-
arútvegurinn geti ekki lifað við sí-
felldar kærur og óvissu yfirvofandi.
Sem er meira en rétt hjá þingmann-
inum.
En taki óánægðir þingmenn
Framsóknarflokksins að skírskota
til nýrrar og sérstakrar „herferðar"
og krefjist þess að flokkurinn breyti
um stefnu með það að leiðarljósi að
Hæstiréttur staðfesti Vatneyrar-
dóminn má ljóst vera að þar er
stefnt að illdeilum í stjórnarsam-
starfinu. - Og þá hlýtur Sjálfstæðis-
flokkurinn líka að bregða á það eina
ráð að rjúfa stjórnarsamstarfíð að
fyrra bragði og bjóða Vinstri græn-
um til sængur með sér.
Samstarf sjálfstæðismanna við
VG er ekki óhugsandi þegar litið er
til sjávarútvegsmála almennt og
samkomulag eða sérstök bókun um
stjórnarstefnu varðandi Fljótsdals-
virkjun er fráleitt útilokuð. Og víst
er að þau mál sem fram undan eru
í efnahagsmálum og kjaramálum
yrðu auðleysanlegri með VG í
stjómarráðinu en tví- eða marg-
skiptan Framsóknarflokkinn. - Að
sjálfsögðu er Samfylkingin ekki til
umræðu og nýtist ekki í heilu lagi
til stjórnarþátttöku.
Gott er að hafa gler í skó...
Carl J. Eiríksson verkfr. skrifar:
Hinir sjálfskipuðu „sérfræðing-
ar“ sem halda áfram baráttu sinni
fyrir því að 21. öldin sé hafin grípa
til ýmissa ráða til að blekkja fólk.
Þeir sem ekki eru þeim sammála
eru kallaðir „bókstafstrúarmenn".
Þeir sem vilja bíða til loka þrítug-
asta apríl, áður en mánaðamótin
apríl/maí renna upp, þeir eru þá
líklega „bókstafstrúarmenn".
Eitt ráðið sem „sérfræðingarnir"
nota er að slá öllu upp í grín með öf-
ugmælum og rugli,
jafnvel rithöfundar
taka þátt í þessu.
Einn „sérfræðing-
urinn“ skrifaði að
þegar bam yrði ell-
efu ára hæfist
fyrsta ár þess í öðr-
um áratug! Annar
skrifaði að Jesú
hefði verið sjö
nátta þegar árið 2 rann upp. Einn
skrifaði að það væri almenn mál-
venja að „hlaupa yfir fyrsta æviárið
þegar aldur manna er reiknaður"
og að barn væri „eins árs við fæð-
ingu“ en hætti að vera eins árs á
eins árs afmælinu (!) en eftir það
aftur kallað eins árs næstu tólf mán-
uði eftir afmælið.
Saman við ruglið blanda „sér-
fræðingarnir" síðan hárréttum at-
hugasemdum sem fæstir taka mark
á vegna þess að fólk ályktar að þeir
séu bilaðir menn. - Til þess mun
leikurinn gerður.
Carl J.
Eiríksson.
Þarf að hagræða
láglaunastefnunni?
Guðrún María Óskarsdóttir
skrifar:
Hve mikill hluti láglaunafólks á
íslandi er óvirkur þátttakandi í
samfélaginu sökum þess að það nær
því ekki að greiða skatta til sam-
neyslunnar sökum lágmarkstaxta-
greiðslu launa? Hve miklum hluta
er refsað fyrir það eitt að ná skatt-
leysismörkum og lenda þar með
undir þeim hópum er ekki greiða
skatta sökum launa undir skattleys-
ismörkum?
Það er nokkuð einkennilegt til
þess að vita í góðærinu að vinnu-
veitendur gefi fyrir fram þá yflrlýs-
ingu að fyrirtækin séu rekin á lág-
launastefnunni, með því að hafna
tilboði um hækkun lægstu launa og
frestun samninga í eitt ár. Það gef-
„Mönnum kynni aö bregða viö ef haldinn væri úti-
fundur allra þeirra er taka laun undir 100.000 krón-
um á almennum vinnumarkaði." - Mótmælafundur á
Ingólfstorgi. Launþegar mótmæla sjálftöku alþingis-
manna á launum.
ur tilefni til efasemda um raunveru-
lega afkomu hinna ýmsu fyrirtækja
í íslensku atvinnulífi.
Hægt virðist vera að hækka laun
starfsmanna hins opinbera í anda
góðærisins og markaðslaunastefnu
- þ.e. sumra, ekki annarra, og afls
ekki þeirra sem enn
eru undir 100.000
krónum eftir margra
ára starfsaldur.
Hvaða réttlætissjón-
armið kann hið op-
inbera fram að færa
er það hækkar einn
hóp umfram annan?
Varla getur slíkt
talist gott fordæmi?
Nema skrifa eigi það
sem mistök mis-
heppnaðrar til-
raunastarfsemi til
þess að fela mönn-
um vald tfl þess að
ákveða laun sín
sjálfir? Mönnum
kynni að bregða við
ef haldinn væri úti-
fundur aflra þeirra
er taka laun undir
100.000 krónum á al-
mennum vinnumarkaði. En ekki er
ólíklegt að það þyrfti til svo í ljós
kæmi hve margir ná því ekki að
baða sig í geislum góðærissólarinn-
ar og sjá aðeins ský í stað sólar,
þrátt fyrir vinnu frá morgni til
kvölds.
DV
Sjónvarpsfréttir
kl. 22 rýrar í roðinu
HaUdór Ólafsson skrifar:
Ég hef orðið fyrir vonbrigðum
með seinni fréttir Ríkissjónvarps-
ins. kl. 22. Sannarlega hefði verið
hægt að gera þennan fréttatíma að
flnum aðalfréttatíma kvöldsins en
þarna eru mest endurtekningar frá
fréttum kl. 19 ásamt stuttu heims-
homi sem stúlka les undir hrað-
myndasýningu sem minnir á Gög og
Gokke-myndir í árdaga. Það er
óþarfi fyrir Sjónvarpið að efha til
fréttaupprifjunar kl. 22 ef uppskeran
er ekki viðameiri en raun ber vitni.
Margir bjuggust við að hér yrði létt
einhverju af sjónvarpsokinu um
kvöldmatarleytið og fært til seinni
frétta. Kastljósið lofar góðu og það
ætti miklu betur heima í seinni
fréttunum til að gera þær áhrifa-
meiri og eftirsóttari. Sleppa mætti
þá alveg fréttum kl. 19 og koma með
því til móts við fólk við kvöldborðið.
Á að drepa
Pinochet?
Selma hringdi:
Mér þykir vera uppi typpið á fyr-
irbærinu Amnesti International
sem er sagt vera mannréttindasam-
tök með mannkærleik að leiðar-
ljósi. Þau hafa nú krafist þess að fá
aö skoða niðurstöður úr læknis-
rannsókn á Pinochet, fyrrverandi
einræðisherra í Chile, sem setið
hefur í stofufangelsi í Bretlandi.
Samtökin vilja nú ásamt öörum
álíka góðgerðasamtökum láta
senda Pinochet þennan til Spánar,
til Frakklands, Belgíu og um allar
koppagrundir þar sem hans er kraf-
ist til að sitja undir yfirheyrslum
um gjörðir sínar á valdatíma hans.
Hvað sem öllu líður er karlinn orð-
inn 84 ára, heilsutæpur og væntan-
lega varla að marka orð hans leng-
ur. Hann skal samt á píningarbekk-
inn fyrir orð mannúðarsinna. Og
varla linna þeir látum fyrr en karl
hefur verið drepinn eða eitthvað
enn verra á undan. Hvað amar eig-
inlega að þessu fyrirbæri, Amnesti
Intemational, ég spyr bara?
Uppynging í
Flugleiðabatteríi
Soffía Jónsdóttir skrifar:
Það sló víst óhug á einhverja, eða
ætti ég að segja hneykslun, þegar
rekstraraðili Flugleiðahótelanna
ákvað að segja upp konum með
háan starfsaldur innan hótelanna.
Víst er sárt að þurfa að yfirgefa
vinnustað sinn, og það langt um
aldur fram, ef ekkert annað er til-
efnið. En svo brýnt sem stjómend-
um hótelanna hefur þótt að losa sig
við aldraðar hótelkonur þá hlýtur
hiö sama að gilda um borð í flugvél-
um Flugleiða þar sem þónokkuð
ber á öldrun sumra þeirra kvinna
sem enn em á faraldsfæti í þjón-
ustu við farþegana og mismunandi
léttar á brúnina. Áberandi er hve
þjónustulið Atlantaflugfélagsins er
yngra og áberandi lipurra, auk þess
sem farkostimir eru stærri, rýmri
og nútímalegri. Flugleiðir ættu því
að ganga hreint til verks og stefna
að allsherjar uppyngingu í batteríi
sínu, frá þjónustuliði og upp úr.
Aldrei neitt
aöhafst
Gunnar Bjömsson skrifar:
I fréttum var talsvert gert úr þvi,
bæði í blöðum og á ljósvakamiðlun-
um, þegar starfsmenn í efri lögum
Búnaðarbankans og fleiri nýttu sér
vitneskju um hækkun hlutabréfa í
Búnaðarbankanum og festu kaup á
þeim. Verðbréfaþing íslands átti að
hafa sett allt í gang, eins og það er
stundum kallað, vegna málsins. En,
eins og venjulega, var ekkert að-
hafst af þess háifu, þess aðeins get-
ið að herða þyrfti á reglum til aö
fyrirbyggja svipaða uppákomu fyr-
ir „næsta hring“ sem dansaður
verður í verðbréfasirkusnum. Og
við hverju var að búast af Verð-
bréfaþingi sem sjálft er í eigu bank-
anna, m.a.? Er þetta ekki dæmigert
í eftirlitsgeirum þeim sem aðhald
eiga að hafa með fjármálaveltunni,
opinberri sem einkavæddri?