Dagblaðið Vísir - DV - 17.01.2000, Blaðsíða 36

Dagblaðið Vísir - DV - 17.01.2000, Blaðsíða 36
MILLENNIUM subaru IFRETTASKOTIÐ 1SÍMINN SEM ALDREI SEFUR Hafir þú ábendingu eða vitneskju um frétt, hringdu þá í síma 550 5555. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eða er notaö í DV, greiðast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotiö í hverri viku greiðast 7.000. Fullrar nafnleyndar er gætt. Við tökum við fréttaskotum allan sólarhringinn. 550 5555 MANUDAGUR 17. JANUAR 2000 Ofviðri geisaði á Austurlandi um helgina: Allt meira og minna í rúst segir formaður björgunarsveitarinnar í Neskaupstað „Það er í raun og veru allt meira eða minna í rúst hér,“ sagði Sævar Guð- jónsson formaður björgunarsveitar- innar Gerpis í Neskaupstað í gærkvöM en mikið ofviðri var fyrir austan um helgina. „Það er búið að vera alveg æv- ^tjntýralega hvasst héma. Fjöldi bfla er skemmdur og það er að fjúka hér jám af þökum og margar rúður í húsum em brotnar. Mánahús, sem er gömul sfldarverkunarstöð, er nánast rústir einar. Þak af heimavist Verkmennta- skólans er farið, járnplötur hafa fokið. Við vorum fyrst kallaðir út í nótt um eittleytið og erum nánast búnir að vera að síðan. Það hafa verið um 20 manns allan tímann að störfúm en núna seinnipartinn var kallað út al- mannavamaútkall og þá bættust við slökkviliðið, bæjarstarfsmenn og lög- (. regla," segir Sævar. Þegar veðrið var nvað verst var fólk beðið að vera ekki á ferðinni nema nauðsynlegt væri. Loðnuskipin Beitir og Börkur þurftu að bíða með að landa vegna veðurs og rafmagnsleysis en í gærkvöld var ver- ið að klára löndun úr þeim. Þá lágu Stórviöri á Austurlandi: 19° hitamet á Dalatanga DV; Seyðisfirði: I tvo daga hefur geisað stórviðri hér á Austurlandi og hefúr veðrið valdið nokkrum skaða í sumum 6 byggðarlögum en þó ekki hér í bæ. Veður hefúr verið milt í Seyðisfirði, eins og reyndar er oft í vestlægri átt. Aðfaranótt sunnudags mældist hiti á Dalatanga tæpar 19 gráður sem mun vera með því hæsta sem um getur í þessum mánuði. Loðnuflotinn er allur í hööi - og hér liggja allmörg skipanna og bíða batnandi veðurs. Veiðamar hafa gengið alivel til þessa en langt er síðan þær hafa byijað með jafnmikl- um krafti og svona snemma. Loðnufrysting er víða hafm en menn em mjög vansælir með verð- ið á þeim afúrðum - vonast þó eftir að verð muni hækka, en loðnan er almennt stór og vænleiki hennar því mjög vel viðunandi. -J. J. ER HANN PA FJÖL-NOTA? enn að berast. „Það er nú sem betur fer að lagast veðr- ið þannig við vonum að þetta fari að taka enda þó við höfúm reyndar vonað það frá upphafi," segir Sæv- ar Guðjónsson. Þórshamar úr Grindavík var einn þeirra báta sem þurftu aö bíða viö bryggju í Neskaupstað vegna rafmagnsleysis og slæms veðurs. DV-mynd Reynir Neil skip í vari inni á firði í gær meðan verstu hviðumar gengu yfir. Vindhraði á svæðinu var mikfll, eða um 25 m/s. „Ég held að vindhraðinn hafi farið í 47 metra á sekúndu í hvið- um í veðurathugunarstöðinni héma og loðnuskipið Börkur mældi 60 metra á sekúndu og var mælirinn í botni hjá þeim,“ segir Sævar. Tjón í Neskaup- stað hefur enn ekki verið metið og seg- ir Sævar að tilkynningar um tjón séu Þak nágranna fór inn um stofuglugga Á Borgarflrði eystri fúku þök að mestu af tveimur íbúðarhúsum og lentu jám- plötur af öðm þeirra á næsta húsi og fóm beint inn um stofugluggann. Á Húsavík rak hvalaskoðunarbátinn Hauk á land í hvassviðrinu á laugardag en hann komst aftur á flot í gær. Rafmagnslaust varð í Fjarðabyggð á laugardagskvöld en rafmagni var komið aftur á með gamalli línu. Stöðva þurfti loðnu- bræðslumar í Neskaupstað, á Eskifirði og Fáskrúðsfirði þar sem rafmagn var takmarkað. Unnið var að viðgerð í gærkvöld og var búist við að henni yrði jafnvel lokið á miðnætti. -hdm 12% launahækkun flugmanna hjá Flugleiðum: Engar athugasemdir við þetta segir Hervar Gunnarsson, varaforseti ASI „Þegar verið er að skipta á réttindum eða kaupa réttindi höfúm við í sjálfú sér ekki nein- ar athugasemdir við það,“ segir Hervar Gunnarsson, 1. varafor- seti ASÍ, um 12% iaunahækkun flugmanna hjá Flugleiðum gegn því að starfsaldurslistar innan- lands- og mUlflandaflugs verði aðskild- ir. Póstatkvæðagreiðslu er lokið og verða atkvæði talin á fimmtu- dag. „Það má semja um eitt og annað og að það komi launa- hækkanir fyrir réttindi. Þannig að það sem ég veit um málið sé ég ekkert athugavert við. Ég held að þetta sé ekkert sem er fordæmisgefandi fyrir aðra kjarasamninga," segir Hervar. -hdm Olafur Stefánsson og Kristín Soffía Þorsteinsdóttir gáfust hvort ööru síðast- liðinn laugardag í Dómkirkjunni. Eftir athöfnina var haldiö ál Hótel Borg en þar samglöddust vinir og vandamenn brúðhjónunum. Með þeim á myndinni er ársgömul dóttir þeirra, Helga Soffía. DV-mynd Hari Sækir huggun til Fjölnis „ég er alltaf til staöar fyrir hana,“ segir Fjölnir Greinin sem birtist í Sunday People í síðustu viku. Kryddplan og fyrrverandi unnusta Fjölnis Þorgeirssonar, nú Mel G, á um sárt að binda þessa dagana en barnsfaðir hennar og eig- inmaður, Jimmy Gulzar, segist ein- faldlega ekki elska hana lengur. í sárum sínum leitar hún huggunar hjá íslenska kyntröllinu og fyrrver- andi unnusta, Fíölni Þorgeirssyni. Fjölnir segir í einkaviðtali við breska tímaritið Sunday People að hún hafi grátið þegar hún hafi látið þau orð falla að hún vildi sannar- lega að hjónaband hennar gæti gengið. „Það sem ég er að gera er að vera henni góður vinur og bjóða henni öxl til að gráta á,“ segir Fjöln- ir og bætir við: „Ég er ailtaf til stað- ar fyrir hana.“ Ekki náðist í Fjölni Þorgeirsson vegna þessa. -hól Skólarnir leysi ágreininginn sjálfir „Ég hef ekkert um málið að segja. Mér fmnst aðalatriðið að þeir komi sér saman um þetta. Þetta er ágrein- ingur sem þeir verða að leysa sín á milli,“ segir Bjöm Bjarnason menntamálaráðherra. Tilkynnt var um nýtt nafn Viðskiptaháskólans, Háskólinn i Reykjavík, síðasthðinn föstudag. Rektor Háskóla íslands hef- ur látið þau orð falla að þar íhugi menn málsókn á hendur Háskólans í Reykjavik vegna nafngiftarinnar. -hól Veðriö á morgun: Hlýindi austanlands Spáð er vestan- og suðvestan- átt, 5-10 m/s. Súld verður með köflum vestan til en þurrt að mestu og víða léttskýjað austanlands. Hiti verður 3 tfl 7 stig, hlýjast austan til. Veðrið í dag er á bls. 45. MERKILEGA MERKIVÉLIN brother pt 1 íslenskir stafir 5 leturstærðir 8 leturgerðir 6, 9 og 12 mm prentborðar Prentar (tvær línur Verð kr. 6.603 Nýbýlavegi 14 Sími 554 4443 ísafirði.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.