Dagblaðið Vísir - DV - 01.02.2000, Blaðsíða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 01.02.2000, Blaðsíða 5
ÞRIÐJUDAGUR 1. FEBRÚAR 2000 5 DV Fréttir Bimustaðir I Laugardal: Fátækur bóndi óskar eftir ráðskonu - má hafa börn undir skólaskyldualdri „Ég er fátækur þvi hver króna fer í skuldir," sagði Indriði Hilm- arsson, bóndi á Birnustöðum í Laugardcd í ísafjarðarsýslu, sem auglýst hefur eftir ráðskonu sem hefur áhuga á sauðfjárrækt og er tilbúin að elda, þvo og þrífa heima hjá honum í dagsins önn. „Það fer mikill tími i heimilisstörf hjá mér og það gengur ekki til lengdar. Ég hef ekki komist frá síðan um versl- unarmannahelgina 1998 þegar ég fór á útihátíð í Fljótshlíðinni ásamt dóttur minni en ég er frá- skilinn og á þrjú böm,“ sagði Ind- riði sem er 39 ára, með dökkt, þykkt hár, 1,72 metrar á hæð og 70 kOó að þyngd. Indriði setur það ekki fyrir sig þó ráðskonan eigi böm en reynsl- an hefur kennt honum að það er ekki gtát ef þau eru á skólaskyldu- aldri. I sumar var hann með ráðs- Birnustaöir eru vel staðsettir, miðja vegu milli Hólmavíkur og ísafjarðar og samgöngur góöar. allra fml kib 4huga hefur rt wmdfiiriW- l *k' | &Und‘r ”kA!a;'Wn * *taa konu sem fór frá honum í haust vegna barna sem þurftu að fara í skóla: „Það er ágætis heimavist fyrir skólakrakka í Súðavík en það er skiljanlegt að mæðumar vilji vera hjá bömunum sínum. Þess vegna set ég þennan fyrirvara. Hins veg- ar get ég sagt að draumaráðskonan mín er kona sem getur unnið sjálf- stætt. Ég var einu sinni með ráðs- konu sem elti mig út um öll tún til að spyrja hvað hún ætti að gera næst. Hún var verri en engin,“ sagði Indriði bóndi sem hvorki er með sjónvarp né tölvu. En útvarps- tæki á hann. „Ef ráðskonan vill endilega hafa sjónvarp þá er ég tilbúinn til að kaupa eitt slíkt. En hér er fallegt og þvi nóg við að vera, engin fjöll og þar af leiðandi engin snjóflóða- hætta. Hér er gott beitiland, mikið kjarr, dilkar vænir og pósturinn kemur þrisvar í viku,“ sagði Indriði Hilmarsson á Birnustöðum. EIR Stjórnir heilbrigðisstofnana: Geta sagt nei við gagnagrunni - segir lögfræðingur heilbrigðisráðuneytis „Lögin kveða á um að hver ein- stök heilbrigðistofnun þarf að sam- þykkja þetta þannig að það getur komið upp sú staða að einhveijar heilbrigðistofnanir vilji ekki vera með,“ segir Guðríður Þorsteinsdótt- ir, skrifstofustjóri lögfræðiskrif- stofu heilbrigðisráðuneytisins, en samningaviðræður eru nú fram undan milli íslenskrar erfðagrein- ingar (ÍE) annars vegar og heil- brigðisstofnana og sjálfstætt starf- andi heilbrigðisstarfsmanna hins vegar um afhendingu upplýsinga um heilsufar sjúklinga. Semja á við framkvæmdastjórn hverrar stofnunar, þ.e. stjóm og framkvæmdastjóra, og samkvæmt samkomulagi heilbrigðisráðuneytis við ÍE er stefnt að því að skráningu allra gagna verði lokið fyrir árslok 2000. Semja þarf um greiðslur Um er að ræða samtals 46 stofn- anir; sjúkrahús og sjálfstæðar heilsugæslustöðvar og umtalsverð- Guðríður Þorsteinsdóttir: „Viö erum að fara yfir hvernig þetta verður ná- kvæmlega gert til þess aö geta gef- ið stofnunum leiðbeiningar um þaö.“ an fjölda sjálfstætt starfandi sér- fræðinga. Viðræður við einstaka aðila kunna að dragast á langinn því samningsstaðan er óvenjuleg; heilbrigðisstofnanimar hafa vöru sem þær mega aðeins selja einum titlelúuun aðila, ÍE, sem aftur á móti getur aðeins keypt þá vöru hjá viðkomandi stofnun. Þess má geta að æski sjúklingur þess að upplýsingar um hann fari í gagnagrunninn en viðkomandi stofnun hefur ekki samið um slíkt skal landlæknir hafa milligöngu um að upplýsingamar fari í gmnn- inn. „Heilbrigðisstofnun þarf að sam- þykkja að veita upplýsingar úr sjúkraskrám til færslu í gagna- grunninn. Það em starfsmenn heil- brigðisstofnananna sem vinna gögnin en rekstrarleyfishafinn á að greiða allan kostnað við þá vinnu auk þess sem hann á að greiða kostnað við sjúkraskrár- kerfi til notkunar fyrir viðkom- andi stofnun," segir Guðríður. -GAR Mikilli loönu landaö um helgina: Janúar gaf tæp 150 þúsund tonn DV Akureyxi: Eftir mikla loðnulöndun um helgina, mest á Austurlandi, er ljóst að nýliðinn janúarmánuður er langbesti janúar í loðnunni í áratug a.m.k. Skipin flúðu í land sl. föstudag vegna bræluspár sem svo gekk eftir, og mörg voru þau með nokkurn afla eða slatta sem var landað um helgina. Að henni lokinni nam heildarafl- inn í janúar 148 þúsund tonnum sem er geysilega mikið og mun meiri afli en menn gerðu ráð fyrir. Þetta má sjá betur ef litið er á það að allur afli á sumar- og haustver- tið nam ekki nema um 83 þúsund tonnum. Samtals er aflinn því orð- inn 231 þúsund tonn, útgefinn kvóti nam 575 þúsund tonnum og eftir er því að veiða um 340 þúsund tonn. Mestri loðnu hefur verið landað á Eskifirði eða 27,4 þúsund tonn- um, í Neskaupstað 23,7 þúsund tonnum, ríflega 20 þúsund í Seyðis- firði, tæplega 14 þúsund í Reyðar- firði og um 12 þúsund tonnum í Grindavík. -gk Gamli ryðkláfurinn Odincova er nú óðum að taka á sig nýja og betri mynd og er stefnt að þvi að skipiö komist til veiöa um mánaöamótin mars-apríl. Önnur aöalvél skipsins var hífð um borð á dögunum og þó vir hafi slitnaö í blökk við verkið haföist þaö að lokum og er von á hinni vélinni í þessari viku. DV-mynd S

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.