Dagblaðið Vísir - DV - 01.02.2000, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 01.02.2000, Blaðsíða 28
ÞRIÐJUDAGUR 1. FEBRÚAR 2000 T>V 36 onn Ummæli Púkalegt mál „Ég er orðinn hundleiður á þessu púkalega máli. Það hefur i verið klifað á því , endalaust, menn eru stöðugt að þrasa bara til að i þrasa.“ Þórarinn Tyrf- ingsson, yfir- 1 læknir á Vogi, ÍDV. Össur „Ég vona samt að Össur rækti ekki úr sér kátínuna og stríönina sem er hans frábær- asti eiginleiki. En hann verður örugglega aldrei jafn niður- drepandi og þingflokkurinnn sem mér er tjáð að eyði 90 pró- sent af tima sínum í að tala um málefni öryrkja." Egill Helgason sjónvarps- þáttastjórnandi í Degi. Hömluleysi og spenna „Það virðist eitthvað vera til staðar í samtíð- inni sem ýtir und- ir hömluleysi fólks. Ætla má að mikil vanlíðan hrjái fjölda fólks. Þjóðfélag- ið er yfirspennt á plastkorta- hraðferð sinni í leit að hamingjunni og enginn veit hvert stefnir." Orn Bárður Jónsson prestur ÍDV. Vanhæfur málsvari „Umhverfisráðherra sem er ekki málsvari umhverfisins og náttúrunnar í þessu landi er að mínu mati vanhæfur til að gegna sínu starfi.“ Kolbrún Halldórsdóttir al- þingismaður í Degi. Rangt gefið „Hvað varðar framúr- keyrslu úr fjár- veitingum þá eru fjárlög landsins lög, en að mínu mati er rangt gefið oft á tíð- um.“ Guðný Sverris- dóttir, stjórnar- form. Sjúkrahúsanna í Reykjavík, í Degi. Fjárreiður stjórn- málaflokkanna „Af einhverjum stórkostlega dularfullum ástæðum, sem koma mönnum væntanlega frábærlega á óvart, þá er það einmitt Sjálfstæðisflokkurinn sem ætíö leggst vandlegast gegn því að nokkrar þær regl- ur verði settar sem „opni“ fjár- reiður stjómmálaflokkanna.“ lllugi Jökulsson, á Rás 2. Örn Ævar Hjartarson, íþróttamaður Reykjanesbæjar: Hálfur dagurinn fer í golfið DV, Suðurnesjum; „Titillinn er frábær viðurkenning á því sem ég var að gera síðasta ár,“ sagði kylfingurinn örn Ævar Hjart- arson, Golfklúbbi Suðumesja, en hann var útnefndur íþróttamaður Reykjanesbæjar fyrir árið 1999. Hann var vel að titlinum kominn þar sem hann stóð sig afburðavel á golfmótum sumarsins. „Ég átti kannski alveg eins von á því að verða kosinn eins og hver annar en það voru margir tilnefndir sem höfðu staðið sig mjög vel á árinu í hinum ýmsu íþróttagreinum." Örn Ævar stundar nám við há- skóla í Louisiana-fylki í Bandaríkj- unum þar sem hann leggur stund á markaðsfræði og spfiar golf með liði skólans. „Það fer hálfur dagurinn í golfið og hinn helminginn nota ég í lærdóminn“. Öm var valinn í tíu manna háskólalið fylkisins á síðasta ári og varð í öðru sæti sem nýliði ársins. Hann dvaldi hér heima síð- astliðið sumar og stóð sig eins og áður sagði frábærlega vel. Varð meðal annars stigameistari Golfsambandsins og í öðru sæti á íslandsmót- inu í Hafnarfirði og setti þar vallarmet. Þá varð Öm klúbbmeist- ari Golfklúbbs Suður- nesja fjórða árið í röð og útnefndur kylfingur ársins hjá Golfsambandi íslands. Þá vann hann Toyota-mótaröðina. Erlendis keppti hann einnig með landsliðinu og náði fjórða sæti í opna welska mótinu. Örn er innfæddur Keflvíkingur og var ekki hár í loftinu þegar hann byrjaði að fara á golf- völlinn meö föður sínum, Hirti Kristjánssyni, sem hefur stundað golfið lengi. „Ég hef líklega verið sex eða sjö þegar pabbi gaf mér fyrstu golfkylfuna og eftir það varð ekki aftur snúið. Ég spilaði þó um árabil bæði körfu- og fótbolta með Keflavík í yngri flokkum en eftir fermingu sneri ég mér alfarið að golfinu." Örn segir keppnisferðim- ar ásamt félagsskapnum vera eftir- sóknarverðast við golfið. Hann segir framtíðaráformin óljós. „Ég stefhi að því að klára námið hérna sem samkvæmt áætlun ætti að taka mig fjögur og hálft ár, síðan verður ann- að að koma í ljós. Það er aldrei að vita hvað ég geri ef ég verð eitthvað betri í golf- inu, þá er sá möguleiki alltaf fyrir hendi að spreyta sig sem atvinnumaður. Örn segir áhugamálin snúast aðallega um golfið. „Fyrir utan skólann er það bara golf- ið og kærastan sem komast að hjá mér,“ en kærastan, Þóra Kristín Möller, er að ljúka stúd- entsprófi í vor frá Mennta- skólanum við Sund. -AG Maður dagsins Fánar heimsins Fánar heims er hnatt- rænt verkefni á ferð um heiminn - frá einum stað til annars. Þvi er komið fyrir á sérvöldum stöðum utan- húss og í fjölbreyttu sam- hengi. Fánamir eru hefð- bundnir þjóðfánar sem eru sýndir á nýjan hátt. Á svæðinu við Norræna húsið hefur verið komiö fyrir 10 flaggstöngum og verða alls 30 fánar til sýnis þá átta daga sem sýning- in stendur yfir. Fánarnir fylgja sólárgangi; þeir verða dregnir að húni að morgni og teknir niður að kvöldi. Allir fánamir eru í sama gráa litnum. Þennan gráa lit er ekki að finna í nein- um þjóðfánum í dag. Ná- kvæmt mynstur af stórum og litlum götum kemur í stað þjóðartákna og lita. Fánamir draga i sig um- hverfið, blandast sjónrænt hver öðrum, bera ný skila- boð og hvetja til umræðu um umhverfismál, sjálfsvit- und og fjölþjóðlega menn- ingu. Höfundur sýningarinnar er Elsebet Rahlff sem haldið hefur margar einkasýning- ar og tekið þátt í fjölda sam- sýninga. Hún tók þátt í hin- um alþjóðlega grafiktvíæringi í Ljubljana i Júgóslavíu árið 1963 og í kjölfarið kom þátt- taka í fleiri sýningum í Kaupmannahöfn, Björgvin og víðar í Noregi og Sví- þjóð. Rahlff vinnur mikið með innsetningar og notar til þess ýmis efni. Sýningar Hurð fellur að Stöfum Myndgátan hér aö ofan lýsir oröasambandi. Verk eftir Claudio Parmiggiani. Höfn brauðsins Á laugardaginn var opnuð í Listasafni íslands sýning á verk- um eftir Claudio Parmiggiani, sem er einn þekktasti núlifandi listamaður Italiu. Sýningin er tví- þætt. Annar hluti hennar ber heit- ið Höfn brauðsins og var fyrst sýndur í ráðhúsinu i Bologna árið 1998. 1 því verki stendur höfnin sem líking fyrir stjómsýslu borg- arinnar. „Höfnin“ verður fyllt með níu bátum hlöðnum táknum. Hinn hluti sýningarinnar er sam- sett sýning sem veitir breiðari innsýn i starf Parmiggianis. Segja má að Parmiggiani tilheyri hópi síðframúrstefnumanna í ítalskri myndlist. Hann------------ vinnur aðallega Sýllíngar í skulptur með ______ þrívíddarverk (objects) og inn- setningar. Sterkar rætur hans í ítalskri myndlistarhefð em greini- legar í notkun táknmáls þar sem fjallað er um frumspekileg efni. Brjóstin á Mokka Brjóstin á Mokka er yfirskrift sýningar á verkum eftir Stefán Geir Karlsson. Mokka flýtur í brjóstum. Silíkon, sokkabönd, jám, gúmmí, tré, blúndur, vír og plast. Stingandi, lafandi, tælandi, talandi, kitlandi. Ómótstæðilega fógur og seiðandi. Bridge Fáir efast um að Bandaríkjamenn séu nú með sterkasta lið allra þjóða í opnum flokki eftir ömggan sigur liðs- ins á -HM á Bermúdaeyjum á dögun- um. Þeir unnu ótrúlega auðveldan sigur á Brasilíumönnum í úrslita- leiknum. Frammistaða Evrópuþjóða olli hins vegar vonbrigðum. Að vísu náðu Norðmenn að enda efstir í riðla- keppninni en síðan var ævintýrið úti hjá þeim. Landslið ítala og Frakka hafa verið sigursæl á undanfómum árum en hvomg þjóðin var þó með sitt besta lið á Bermúda aö þessu sinni. Þegar bandarísku heimsmeist- ararnir mættu Frökkum í riðlakeppn- inni náðu Bandaríkjamenn næsta auðveldum sigri, skoraðu 42 impa gegn 20 impum Frakka. Ætla mætti að í úrslitakeppni HM ætti það að vera formsatriði að ná spaðaslemmu á hendur AV í þessu spili í leiknum. Það olli heldur ekki Nickell og Freeman neinum vandræðum í leikn- um við Frakka eftir fimm ása spurn- ingu vesturs (RKCB) á fjórum grönd- um. Sagnir vom hins vegar fljótar að deyja út í 4 spöðum á opna salnum, austur gjafari og NS á hættu: 4 872 M DG52 * D7 * Á862 4 ÁD54 4* Á8 4 G93 4 K543 4 10 * 643 4 1086542 4 G109 Austur Suður Vestur Norður Mari Rodwell Multon Meckstr. 1 4 pass 1 4 pass 24 pass 2 grönd pass 4 4 p/h Það er ótrúleg linka hjá Mari að reyna ekki frekar við slemmuna eft- ir stökk austurs í 4 spaða. Segja má að tveggja granda sögnin hafi ekki verið vel ígrund- uð. Ef hann hefði sagt þrjú hjörtu (game- eða slemmutilraun og beiðni um hjálp í litnum), heföi austur ömgglega sagt 4 spaða og þá veit vestur af góðum stuðningi í þeim lit og getur farið í slemmuþreifmgar. fsak Öm Sigurðsson 4 KG963 * K1097 4 ÁK * D7

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.