Dagblaðið Vísir - DV - 01.02.2000, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 01.02.2000, Blaðsíða 6
6 ÞRIÐJUDAGUR 1. FEBRÚAR 2000 Neytendur Snyrtivörur úr ríki náttúrunnar Uppskrift 2 gróflega söxuð eggald- in 4 gróflega saxaöir kúr- bítar 2/3 bolli af ólífuolíu 2 niöursneiddir laukar 2 hvítlauksrif, smátt söxuö 1 gróft söxuð og kjarn- hreinsuö rauö paprika 2 gróft saxaöar og kjarnhreinsaöar gular paprikur ferskt rósmarín 1 tsk kóríander 3 litlir tómatar, afhýdd- ir, kjarnhreinsaöir og smátt niöur- skornir 8 niðurrifin basillauf salt og svartur pipar fersk steinselja til að skreyta meö. Aðferö Saltið eggaldinin og kúrbítinn. Setjið þá í skál og eitthvað þungt ofan á til að pressa safann úr þeim. Látið standa í um 30 mínútur. 2) Hitið olíuna í víðum potti eða á pönnu. Steikið laukinn á pönnunni í um 6-7 mínútur eða þar til hann er orðinn mjúkur og bætið þá hvít- Þessi litskrúöugi grænmetisréttur hentar vel sem forréttur eöa sem léttur aöalréttur. lauknum saman við og látið hann malla í um 2 minútur. 3) Skolið eggaldinin og kúrbítinn, látið þoma á eldhúspappír og setjiö síðan út á pönnuna. Bætið paprik- unum síðan saman við og látið malla þar til þær eru næstum orðan brúnar. Bætið þá kryddjurtunum og kóríanderkryddinu saman við. Setj- ið lok á pönnuna og látið maUa í um 40 mínútur. 4) Bætiö síðan tómötunum saman við og látið malla í tíu mínútur í viðbót. Skreytið með steinselju og berið fram heitt eða kalt. -GLM í Húsasmiðjmmi Þessi litskrúðugi grænmetisréttur hentar vel sem forréttur eða sem léttur aðalréttur. Flestar nútimakonur og margir karlmenn líka nota einhverjar snyrti- vörur dags daglega og margir eyða talsverðum fjármunum í hverjum mánuði í alls kyns krem, farða og hársnyrtivörur. En það er óþarfi að setja heimilisbókhaldið á annan end- ann jafnvel þótt þú viljir líta sem best út. Ef til vill þarftu heldur ekki á öll- um þessum dýru snyrtivörum i falleg- um pakkningum að halda og það er vel líklegt að þú borgir of mikið fyrir vörur sem pakkaðar eru í dýrar gler- krukkur og fallega pakka. Hér áður fyrr, þegar amma eða langamma voru ungar, var úrvalið af snyrtivörum mun minna og þá var gott að geta gripið til ýmissa heimatilbúinna snyrtivara. Þær virðast hafa dugað formæðrum okkar ágætlega og ættu því einnig að geta dugað okkur. Þar að auki sparar þú umtalsverðar upp- hæðir með því að búa til þínar snyrti- vörur sjálf og getur notað peningana í eitthvað skemmtilegra. Góö hárnæring a) Það er óþarfi að eyða peningun- um í að fara á hárgreiðslustofu til að láta næra hárið þegar þú getur búið til þína eigin djúpnæringu heima. Blandið saman einu eggi, kjöti úr hálfri maukaðri lárperu og tveimur msk. af ólífuolíu. Þvoið hárið síðan fyrst með sjampói og þurrkið létt með handklæði og reynið að ná sem mestri bleytunni úr því. Berið lárperublönduna í hárið og nuddið henni ofan í hársvörðinn. Setjið plast- fllmu (eins og er notuð utan um mat) yfir hárið til að halda á því hita og bíðið með næringuna i hárinu i um hálftíma. Þvoið næringuna síðan vel úr og þá ætti hárið að vera glansandi og mjúkt. b) Ef hár þitt er virkilega þurrt og flækist auðveldlega má prófa þessa heimatilbúnu djúpnæringu í hárið: Stappið einn mjúkan banana í mauk og bætið við einni matskeið af sól- H3 Electrolux • Ryksuga • 1600W • Inndraganleg snúra • Fylgihlutageymsla • Ofnæmissía • Mjög hljóðlát ~25A9Ql HÚSASMIÐJAN Sími 525 3000 • www.husa.is Heimatilbúnar snyrtivörur þurfa alls ekki aö vera verri en þær sem keyptar eru í versl- unum. Meö því aö búa sjálf(ur) til snyrtivörur má líka spara talsveröar fjárupphæöir. blómaolíu og hálfri matskeið af „lime- safa“. Blandið öllu vel saman og ber- ið i hárið. Látið bíða í um hálftíma og skolið svo vel úr. c) Ef hárið er líflaust og vantar lyft- ingu er óþarfi að eyða miklum pen- ingum í hársprey, gel og froður til að lyfta hárinu. Betra er að stífþeyta nokkar eggjahvítur og bera í hárið. Þær veita góða lyftingu og gefa hár- inu einnig tals- verða næringu. Ódýrar húö- snyrtivörur d) Margir eyða talsverðum fiár- munum í alls kyns hreinsikrem og maska sem gera eiga húðinni gott. Ef húðin þarfnast smá- hressingar og hreinsunar má auðveldlega búa til einfaldan „kornamaska" í eldhúsinu. Blandið einfaldlega saman einum bolla af haframjöli og tveimur matskeiðum af vatni og búið til þykka blöndu úr þessu. Nuddið blöndunni á andlitið en lát- ið ekki bíða á því. Skolið síðan vel og setjið gott and- litsvatn á húðina sem verð- ur frískleg og hrein fyrir vikið. e) Ef húðin er þurr getur verið gott að fara í olíubað. Þá er ráð að blanda nokkrum dropum af ólífu- olíu saman við uppáhalds- ilmvatnið og bæta því síð- an út í baðvatnið. Einfalt en áhrifaríkt. f) Ef augu þín eru bólgin og pokar undir augunum eru áberandi er gott að leggja sneið af kaldri agúrku á hvort augnlok. Einnig má vefia ísmolum inn í bómull og setja á augnlokin. g) Ef þú hefur sólbrunnið er óþarfi að rjúka til og kaupa dýran kæliá- burð (after sun) því kalt hreint jógúrt gerir sama gagn. h) Svokallaðir líkamskornamaskar sem hreinsa í burtu dauðar húðfrum- ur og óhreinindi á líkamanum njóta sífellt meiri vinsælda. Auðvelt er að búa til slíkan maska heima fyrir og hráefni er ekki dýrt. Blandið saman 50 g af hnetusmjöri með muldum hnetubitum (crunchy peanut butter), 25 g af sjávarsalti, tveimur matskeiðum af valhnetuolíu. Blandið hnetusmjörinu og saltinu saman og bætið olíunni smám saman saman við. Nuddið blöndunni síðan á likamann, sérstaklega þar sem húðin er hörð, t.d. á olnboga, hæla og upp- handleggi. -GLM Bananar eru fyrirtaks næring fyrir . Litskrúðugur Electrolux á heima grænmetisréttur i>v Gagnlegir blómadropar Heilsubók fiölskyldunnar frá Vöku-Helgafelli geymir margar gagnlegar upplýsingar um óhefð- bundnar lækningar. Þar er m.a. sagt frá gagnsemi ýmissa blóma- dropa sem gert geta sálartetr- inu gott. Lost og líkamleg- ir áverk- ar: Morg- unstjarna, sólarljómi, læknakólfur, skeggfióla. Þessi blóm draga úr tilfinningalegu uppnámi og sársauka. Ofþreyta: Minturunni, ólífu- tré, lífskraftur. Þessar plöntur gagnast við tilfinningadoða, upp- gjafartilfinningu og sinnuleysi. Geðsveiflur. Kamilla, para- dísarblóm. Þessi blóm stuðla að rósemd og jafnvægi ef viðkom- andi er hörundsár, sorgmæddur, ergilegur eða eirðarlaus. Skýrleikaskortur: Melónu- tré, bóronía, Chilefífill. Þessar plöntur auka einbeitingu og auð- velda ákvarðanatöku. Streita: Svarteyga Súsanna, gul sverðlilja, balsamína og Ind- landsnelikka. Þessi blóm vinna gegn streitu, kvíða og vanmætti. Samskiptaörðugleikar: Roða- gras/læknakólfur. Þessar jurtir stuðla að eindrægni manns og auka kynferðislega fullnægju. Tilfinningasársauki: Fiðr- ildafióla, gulltoppur. Þessar plöntur sefa sárar tilfinningar og gefa styrk til að takast á við lífið þrátt fyrir erfiðleika. Hryggð/þxmglyndi: Blá- klukka, jónsmessurunni, fiðr- ildabjalla. Þessar plöntur endur- vekja gleði og bjartsýni hjá þeim sem haldnir eru depurð án sýni- legrar ástæðu. Fiðrildabjalla hentar bömum sérstaklega vel. Ahyggjur: Kastanía, hegranef. Þessar olíur verka vel þegar minnstu atriði valda áhyggj- um og óþægi- legar hugsan- ir sækja að, oft samfara höfuðverk og svefnleysi. Ótti og ofsahræðsla: Sólrós, maríulykill/þistill. Efla kjark og innri frið þegar viðkomandi er hræddur og hefur ekki stjóm á sér. Vanmáttarkennd: Fimm- hyrna, lerki, lehua-tré. Endur- vekja sjálfsöryggi þegar viðkom- andi finnst hann sjálfur lítils megnugur og skortir sjálfstraust. Lehua-tré hentar konum sérstak- lega vel. -GLM

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.