Dagblaðið Vísir - DV - 01.02.2000, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 01.02.2000, Blaðsíða 32
opEi_e ! FRETTASKOTIÐ SÍMINN SEM ALDREI SEFUR Hafir þú ábendingu eöa vitneskju um frétt, hringdu þá í síma 550 5555. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eöa er notað í DV, greiðast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku greiöast 7.000. Fullrar nafnleyndar er gætt. Við tökum við fréttaskotum allan sólarhringinn. 550 5555 Fíkniefnalögregla lét til skarar skríöa í gærkvöld: Fimm nýir e-partí-menn komnir inn Fimm ungir menn voru hand- teknir i gær og gærkvöld í tengslum V við e-partímálið svonefnda sem upp- hófst í kringum áramótin. Fíkni- efnalögreglan lét til skarar skríða víða um borgina eftir að hafa að undanfornu rannsakað þetta mál náið. Fimm aðrir - menn og piltar á aldrinum 17-25 ára - hafa setið meira og minna í gæsluvarðhaldi allan janúarmánuð í sama máli. Eru grunaðir í e-partímálinu því orðnir tíu sem teljast verður mannmargt í einu sakamáli. Á hinn bóginn lá ekki fyrir þegar DV fór i prentun hvort krafist yrði gæsluvarðhalds yfir öllum „nýju“ mönnunum enda var eftir að yfirheyra á lögreglustöð. Þetta kemur betur í ljós þegar flkni- efnalögreglan mætir með lögfræð- ing embættisins niður í Héraðsdóm Reykjavikur í dag þar sem kröfur verða væntanlega lagðar fram. Áður en handtökumar fóru fram í gærkvöld hafði lögreglan þegar upplýst að mál þetta væri umfangs- mikið og alls ekki væri útilokað að fleiri yrðu teknir. Rannsókninni hefur miðað vel að sögn lögreglu. Óvenjumikill fjöldi grunaðra og væntanlegra sakbominga hefur ver- ið í vörslu fikniefnalögreglunnar á síðustu mánuðum. 1 stóra málinu svonefnda frá i byrjun september er á annan tug grunaðra, í máli kenndu við Spán voru þrir, í Þórscafé-málinu eru fjögur ákærð og í framangreindu e-partímáli em tíu í haldi. Eru þá ótalin umfangs- minni mál. -Ótt ^Tvö fíkniefnamál Sundlaug Selfoss: Myndatokumalið rætt í bæjarstjórn Fulltrúar meirihlutans i bæjar- stjóm Árborgar ræddu á fundi síð- degis í gær málefni sem snertir meðferð félagsmálayfirvalda á kvörtunum sem borist höfðu vegna myndatöku fyrrum sundlaugarvarð- ar Selfosslaugar á stúlkum á sex- tánda aldursári. Afstaða meirihlut- ans er sú að bamavemdaryfirvöld ljúki rannsókn málsins. Umræddur sundlaugarvörður kom á fund bæjarstjórans fyrir skömmu ásamt yfirmanni sundlaug- arinnar þar sem hann óskaði sjáifur eftir að verða leystur frá störfum. Hann hefur starfað sem ljósmyndari fyrir blöð í Reykjavík og hefur reyndar einnig tekið myndir fyrir Selfossbæ. Ekki er talið liggja annað fyrir í málinu en að maðurinn hafi gert umræddum stúlkum, sem eru langt undir sjálfræðisaldri, grein fyrir því að ef af birtingu yrði væri nauðsynlegt að fá leyfi foreldra. Málið kom síðan til kasta lög- reglu frá skóla viðkomandi ung- linga án þess að lögð yrði fram formleg kæra. Þaðan var málið sent bamavemdaryfirvöldum þar sem það er nú. -Ótt Sjúkraliðar: Það er reiði í loftinu DV, Akureyri: Rannsóknarlögreglan á Akureyri hefur upplýst tvö tikniefnamál sem komu upp um og eftir helgina. Alls voru 6 manns handteknir i tengslum við rannsókn málanna en sleppt að loknum yfirheyrslum. Öðm málinu tengdust fimm manns en í hinu mál- inu var einn maður með um 25 g af amfetamíni og 20 g af hassi. -gk Áhugahópur um auölindir í al- mannaþágu kynnti í gær tillögur til breytinga á lögum um stjórn fisk- veiða sem er ætlaö aö opna og markaösvæöa sjávarútveginn. Til- lögurnar gera ráö fyrir aö uppboðs- kerfi á aflaheimildum veröi smám saman tekiö í notkun þannig aö í lok fiskveiöiárs rýrni aflaheimildir hvers skip um 20%. Rýrnunin veröi síðan boöin út af Kvótaþingi fyrir næsta fiskveiöiár. í áhugahópnum eru Ell- ert B. Schram, Guðmundur G. Þór- arinsson, Hálfdan Kristjánsson, Jón Magnússon, Markús Möller, Þor- > valdur Gylfason o.fl. DV-mynd E.ÓI. „Það er reiði í loftinu," sagði Kristín Guðmundsdóttir, formað- ur Sjúkraliðafélagsins, i morgun þar sem hún var stödd á fjölmenn- um fundi sjúkraliða af Ríkisspítöl- unum í húsnæði BSRB við Rauð- arárstíg. Þar ræddu sjúkraliðar kjarasamninga sína og báru sig Kristín Guö- að,“ sagði Krist- mundsdóttir ín. -EIR ÞRIÐJUDAGUR 1. FEBRÚAR 2000 Sjáiöi fallega snjókarlinn okkar! Þau eru aö vonum stolt, systkinin í Mjölnis- holti, Hákon og Sólveig Gíslabörn, enda margt til lista lagt. En honum ætti ekki að vera kalt um hálsinn með svona hlýjan trefil. Kannski systkinin búi til snjóhús handa honum ef rigningin er ekki búin aö leysa hann upp og eft- ir liggur stór vatnspollur. DV-mynd S Stéttarfélagið Samstaða: Launafólk sýni samstöðu DV, Akureyri: Samninganefnd Stéttarfélagsins Samstöðu í Húnavatnssýslum lýsir yfir fullum stuðningi við fram komnar kröfur Verkamannasam- bandsins og Landssambands iðn- verkafólks vegna komandi kjara- samninga. Samninganefndin minnir á að það umtalaða ástand sem ákveðnir aðilar í þjóðfélaginu halda nú mjög á lofti er ekki af völdum launahækk- ana til félagsmanna áðurnefndra landssambanda, það ættu stjórnvöld í það minnsta að hafa hugfast, það sýnir líka skuldaþróun fjölskyldn- anna í landinu. Samninganefnd Stéttarfélagsins Samstöðu skorar á launafólk að sýna í verki samstöðu og samtaka- mátt hreyfmgarinnar og mynda það bakland sem þarf til að ná fram þeim sanngjörnu kröfum sem lagðar hafa verið fram þeim lægstlaunuðu í landinu til hagsbóta. -gk Veðrið á morgun: Bjart aust- anlands Á morgun verður norðaustan- átt, 5-10 m/s, og snjókoma eða él norðan til á landinu fram eftir degi en suðvestlæg átt og úrkomu- lítið síðdegis. Vestan 5-10 m/s og smáél suðvestanlands en bjart veður á Suðaustur- og Austur- landi. Frost verður á bilinu 1 til 5 stig inn til landsins en hiti í kringum frostmark við ströndina. Veörið í dag er á bls. 37. ueitur matur í hádeg/niy á gódu verði. Bæjarlind 18 - 200 Kópavogi sími 564 2100 Netfang: midjan@mmedia is bfother P-touch 9400 Stóra merkivélin sem 10 leturgerðir margar leturstærðir 16 leturstillingar prentar í 10 linur borði 6 til 36 mm þolir álagið 1 Rafport Nýbýlavegi 14 S(mi 554 4443 Veffang: www.if.is/rafport

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.