Dagblaðið Vísir - DV - 01.02.2000, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 01.02.2000, Blaðsíða 14
14 ÞRIÐJUDAGUR 1. FEBRÚAR 2000 jJ J J/3-J j;JJJ Klessukeyrði nýuppgert vélhjól konunnar: Nei, ekki pústkerfið! - var það fyrsta sem eiginmanninum datt í hug þegar hann lenti í götunni fjórðu hæð í blokk í Breiðholtinu mSk búa hjónin Ögmundur Birgisson og Margrét Hanna en í svefnher- berginu er bóndinn að gera upp fyrstu skellinöðruna, Hondu MB-5 ár- gerð 1980, sem hann eignaðist fyrir tuttugu árum. Bæði eru þau forfallnir mótorhjóla- aðdáendur og Ögmundur í mjótor- hjólaklúbbnum Exar sem samanstend- ur að mestu af AA mönnum. Margrét fékk bakteríuna 16 ára gömul en Ög- mundur 15 ára og þau kynntust i gegn- um þetta áhugamál sitt. „Þetta er hjól númer tvö sem við gerum upp frá grunni en ég er að byrja á því þriðja. Hins vegar er ég búinn að eiga 12 eða 14 hjól í gegnum tíðina. S„Ég átti lítið hjól þegar við kynnt- umst en síðan keypti ég mér stærra hjól,“ segir Margrét. „Við gerðum það upp og það var orðið ægilega fint. Svo kom Ögmundur og fór á þvl í vinnuna Ögmundur Birgisson og Margrét Hanna ásamt dóttur sinni, Birtu Diljá, meö 20 ára gamla Hondu sundurtekna á stofugóifinu. DV-mynd Teitur en ég var þá ólétt og hann rústaði hjól- ið.“ Ögmundur var á leiðinni í vinnuna í Bílanausti þegar hann lenti í árekstri í Borgartúninu í maí 1998. Hann segir að læknamir hafi ekki ætlað að trúa þvi en löppin á honum brotnaði ekki heldur bognaði eftir að hann hafði þeyst af hjólinu og lent í götunni. Að öðru leyti slapp hann ótrú- lega vel. Þau voru nýhúin að setja á hjólið forláta sérpant- aðar pústflækjur og þetta var fyrsta ferðin með þær á hjól- inu. „Það fyrsta sem mér kom í hug þegar ég lenti á götunni var: „Nei, ekki pústkerfið!" segir Ögmundur en þau hjón eru sammála um að vélhjóla- ökumenn eigi að hafa það fyrir reglu að líta vel í kringum sig, sýna kurteisi og treysta engum í um- ferðinni. -HKr. Menningarverðmæti fólgin í gömlum hjólum Eg hef alltaf verið mikill safn- ari í mér og gömul mótorhjól eru bara einn angi af því. Það hefur hins vantað á aö tíminn sé nægur til að gera hjólin upp og lag- færa þau,“ segir Grímur Jónsson sem á merkilegt safna gamalla mót- orhjóla. Eitt merkilegasta hjólið í safni Gríms er Henderson-hjól frá 1919. Hjólið eignaðist Grímur fyrir 30 árum en segist enn eiga langt í land með að gera það ökufært. „Þetta er skemmtilegt hjól og mér finnst lík- legt að ég sé þriðji eigandinn að því. Það var nú tilviljun að ég rakst á það á sínum tíma hjá honum Inga í ruslinu. Hann fór á því um allar sveitir þegar hann vann sem raf- virki á sumrin. Sá sem átti hjólið fyrstur og flutti það hingað til lands var hins vegar maður að nafni Ingólfur Espholin," segir Grímur. Meðal annarra merkra gripa í safni Gríms má nefna BSA frá 1946, Arial frá 1945, Sarolan frá 1950 og Royal Enfield frá 1937. „Þetta eru forveramir og auðvitað eru fólgin ákveðin menningarverðmæti í þeim. Ég er ansi hræddur um að margir góðir gripir hafi lent á haug- unum í áranna rás,“ segir Grímur. Grímur Jonsson hefur safnaö mótórhjólum í áratugi og á nokkur merkishjól. DV-mynd Pjetur Hvenær hið merka Henderson-mót- orhjól Gríms kemst á götuna er óráð- ið. „Að gera upp fomgripi sem þessa kostar mikla yfirlegu og það fer mik- ill tími í að útvega varahluti. Ég' stefni á að klára Henderson-inn en hvenær það verður get ég ekki sagt um,“ segir Grímur Jónsson. -aþ Hjón í Válhjólafálagi gamlingja endursmíða mótorhjól: Erum að gera upp Harley '31 Einar Ragnarsson vélhjóla- áhugamaöur er ásamt konu sinni aö gera upp þennan Harley Davidson 1931-ár- gerö, ásamt 55 ára BSA-hjóli. DV-mynd Hilmar „Við höfúm eitthvað komið nálægt þessu. Við erum búin að gera upp eina fjóra Harleya," segir Einar og á þar að sjáldsögðu við þá nafntoguðu mótor- hjólategund, Harley Davidson. „Við er- um reyndar búin að selja þá alla aftur, en við erum með ein sex eða sjö göm- ul hjól sem við eigum eftir að gera upp. Elsta hjólið sem ég hef átt við er ‘31- módel af Harley. Ég held að elsta hjól- ið sem búið er að gera upp og sést hér á götum sé af árgerðinni 1938, en það er breskt af gerðinni Ariel." - Hvað um varahluti í svo gömul hjól? „Þetta er til víða, en það tekur bara tima að finna þetta hér og þar um heiminn. Það er mest til af bresk- um hjólum og gott að fá í þau vara- hluti. Það er líka mikill áhugi í Bret- landi og þeir virðast halda þessu lengi við og framleiða enn varahluti í gömul hjól.“ - Eru þá ekki víða til hjól á háa- loftum og í skúrum sem eru að grotna niður? „Eflaust eitthvað, annars er orðinn svo mikill áhugi á að gera þetta upp að ekki liggur mikið af þessu. Menn eru að sanka að sér hjólum til að gera upp. Maður er þó alltaf að heyra sögur af einhverjum gullgripum sem hefur verið fargað.“ - Hvað ertu að gera upp núna? „Það er Harley ‘31 og það er ver- ið að sprauta á því tankinn, bretti og annað. Konan mín á reyndar þetta hjól. Svo er ég líka meö BSA 1945 módel.“ -HKr. Myrkur vetrarins leggst æði misjafnlega í fólk. Margir finna fá önnur úrræði til að drepa tímann eftir að vinnu lýkur en að horfa á blessað sjónvarpið. Sem bet- urfer á þetta ekki við alla og vélhjólaáhugamenn eru í hópi þeirra sem hafa nóg að gera þó ekki sé hægt að vera úti að hjóla. í btlskúrum og kjöllurum er víða verið að pússa og gera upp gömul mótorhjól. Sumir leggja meira að segja hjónaherbergið undir þá iðju. Ingólfur Espholin á Henderson- hjólinu árið 1919. Þetta er hjóliö sem Grímur er aö gera upp. Grímur Jónsson safnar gömlum mótorhjólum: Einar Ragnarsson er i Vélhjólafélagi gaml- ingja sem er félags- skapur þeirra sem aka á gömlum mótor- hjólum og félags- menn eru 34. Hann hefúr ásamt konu sinni, Dagnýju Hlöðversdóttur, talsvert fengist við að gera upp gömul mótorhjóL.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.