Dagblaðið Vísir - DV - 01.02.2000, Blaðsíða 19

Dagblaðið Vísir - DV - 01.02.2000, Blaðsíða 19
ÞRIÐJUDAGUR 1. FEBRÚAR 2000 27 % Fréttir i>v Pálmi, fyrrverandi landbúnaöarráðherra, hér í góöum hópi, fékk óvænt hrós frá Guöna, eftirmanni sfnum. Ungar blómarósir í Fagrahvammi innan um hinar rósirnar sem eru aldrei feg- urri en seinnipart vetrar, Guörún Sigurbjörnsdóttir til vinstri og Guörún Birna Gísladóttir. DV-myndir Eva Hreinsdóttir Tilraunaverkefni um raflýsingu lokið Guðni lofar að hjálpa garðy r kj u bændu m DV, Hveragerði: Ræktun flestra afurða garðyrkju- manna á íslandi er möguleg allt árið. Það er niðurstaðan í tiirauna- verkefni um ræktun garðyrkjuaf- urða í gróðurhúsum sem nú er lok- ið. Aðeins hátt raforkuverð er þrándur í götu. Á fundi Sambands garðyrkjubænda, sem haldinn var í síðustu viku, voru kynntar niður- stöður. Á fundinum sagði landbún- aðarráðherra að vel kæmi til greina að aðstoða garðyrkjubændur varð- andi innkaupin á raforku. Megintilgangur tilraunanna var að bera saman hefðbimdna raflýs- ingu og lýsingu þar sem lýst er með mismunandi ljósmagni og í mis- langan tíma. Tilraunir þessar voru gerðar á rósum, geislafíflum og silkivöndum og á agúrkum, tómöt- um og jarðarberjum. í bæklingi, þar sem aðferðir og niðurstöður eru kynntar, kemur ýmislegt fróðlegt í ljós. Aðalniðurstöður benda til þess að ræktun flestra garðyrkjuafurða sé möguleg allan ársins hring. Aðal- vandamálið er verð á raforku en garöyrkjubændur telja að vel mætti athuga sérstaka taxta um nætur og á sumrin. Erlendar rósir eiga ekki möguleika í upphcdl fundar var gestum boð- ið að skoða garðyrkjustöðina Fagra- hvamm, sem er í eigu Ingimars Sig- urðssonar, rósabónda með meiru. Ingimar kvað miklar breytingar hafa orðið með aukinni og tölvu- stýrðri raflýsingu. „Áður fyrr var ekkert ræktað í fjóra mánuði yflr vetrartímann. Nú er lýst í um 20 stundir í svartasta skammdeginu." Rósir nýta raflýsinguna betur en sjálfa dagsbirtuna og þær eru þýð- ingarmesta tegundin í ræktun .af- skorinna blóma hérlendis. „Verð rósa hefur fariö lækkandi og engin leið er fyrir erlenda framleiðendur að reyna að keppa við þá íslensku," fullyrðir Ingimar. „Gæði rósa, eins og annarra blóma til afskurðar, eru meiri síðla vetrar en á öðrum árs- tímum.“ Nú fer þvi líklega að fara í hönd besti tíminn til að „segja það með blómum". Verð Rarik helmingi hærra Meðal viðstaddra í Fagrahvammi var ísólfur Gylfl Pálmason alþingis- maður og upplýsti hann viðstadda að taxti Rarik væri mun hærri en hjá fyrrverandi rafveitu Hveragerð- is eða kr. 2,18 miðað við kr. 1,50 áður en kom til sölu rafveitunnar hér i bæ. Bragi í Eden bauð gestum að smakka alíslenska banana og síðan þáðu gestir aðrar veitingar þar á meðan verkefnisstjóri, Garöar R. Ámason, og formaður Sambands garðyrkjubænda, Kjartan Ólafsson, gerðu grein fyrir niðurstöðum til- raunaverkefnisins. Að lokinni þeirri kynningu tóku nokkrir þingmenn Suðurlands til máls ásamt öðrum fundarmönnum. Umræður voru fjörugar og var mál manna að Guðni Ágústsson hefði farið á kostum í ræðu sinni. M.a. bauð hann velkominn Pálma Jóns- son, fyrrverandi ráðherra, og hafði orð á því hversu vel hann liti út. Hann minnti sig óneitanlega á hluta úr Austurstrætiskvæöi Tómasar Guðmundssonar um að jafnvel gamlir ljósastaurar yrðu aftur grænir og færu að syngja. Niöurgreiösla á orkunni? Mesta athygli vakti þó að að- spurður svaraði landbúnaðarráð- herra að vel kæmi til greina að styrkja garðyrkjubændur hvað varðaði raforkuverð. Haft var eftir rafmagnsveitustjóra Rarik, Krist- jáni Jónssyni, að Rarik keypti raf- orku á sama verði og þær seldu það m garðyrkjubændum þannig að hann sæi ekki hvernig verð gæti lækkað frá þeim. -eh Sveitarfélagið Skagafjörður: Ekki aukið við skuldir DV, Akureyri: Fjárhagsáætlun Sveitarfélagsins Skagafjarðar er nú til lokaaf- greiðslu. Fjárhagsstaða sveitarfé- lagsins er Eifar erfið og sveitarfélag- ið skuldsett en skuldsetning verður ekki aukin. Greiða á niður lán fyrir 129 milljónir króna en nýjar lántök- ur munu nema 124 milljónum króna. Engar eignasölur verða á ár- inu, hvorki sala á fasteignum né hlutabréfum, en menn höfðu velt því nokkuð fyrir sér hvort sveitarfé- lagið myndi selja a.m.k. hluta af hlutabréfum sínum í Steinullar- verksmiðjunni. Tekjur sveitarfélagsins munu nema 770 milljónum króna og rekstrargjöld 668 milljónum. Fram- kvæmdir í sveitarfélaginu verða fyrir um 200 milljónir króna. í skólabyggingar fer um helmingur þeirrar upphæðar, og 45 milljónir í gatnagerð. Snorri Bjöm Sigurðsson sveitar- stjóri segir að mikið sé talað um það í fjölmiðlum að Skagafjörður standi illa fjárhagslega en minna sé t.d. tal- að um það þjónustustig sem haldiö sé uppi þar. „Ég held það sé óhætt að segja að óvíða á landsbyggðinni sé boðið upp á sama þjónustustig og hér, t.d. varðandi alla félagslega þjónustu, skóla- og íþróttamann- virki, svo eitthvað sé nefnt, slík þjónusta finnst ekki í neinu byggð- arlagi af sambærilegri stærð utan höfuðborgarsvæðisins, enda þýðir ekkert annað en hafa þetta svona ef fólk ætlar að lifa á þessum stöðum," segir Snorri Bjöm. gk

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.