Dagblaðið Vísir - DV - 01.04.2000, Side 26
26
LAUGARDAGUR 1. APRÍL 2000
Helgarblað
Styður Bræðurna
írski leikarinn Liam Neeson
sem vanur er aö halda skoöunum
sínum út af fyrir sig hefur nú
stokkið upp til
handa og fóta til að
verja gamla skóla-
kennara sína sem
tilheyra trúarhóp
sem kalla sig hina
Kristnu Bræður.
Eins og margir írar
gekk Liam í kaþ-
ólskan skóla en ólíkt mörgum hef-
ur hann ekkert nema gott um þá
reynslu að segja. Liam heiúr beint
máli sínu til leikara á borð við
Gabriel Byme og Pierce Brosnan
sem báðir hafa gagnrýnt Bræð-
uma sem þeir segja hafa beitt lík-
amlegu ofbeldi gegn nemendum
þegar þeir vom í skólanum auk
þess sem þeir hafl verið hrotta-
fengnir og grimmir að þeirra sögn.
Liam tekur hins vegar lítið mark
á öllu þesu fjaðrafoki eða eins og
hann sagði: „Ekkert þessu líkt hef-
ur nokkum tímann hent mig.“ Nú
er hins vegar bara að bíða og sjá
hvort frekari árekstra er von á
milli leikaranna í framtíðinni og
þá spyija menn sig náttúrulega
hvor hafl betur Bond eða Jedi?
Eykur umsvifin
Söngkonan Celine Dion stendur
svo sannarlega við kveðin orð þeg-
ar hún segist vilja vemda einkalíf
sitt fyrir ágangi
fjölmiöla. Nýlega
festi hún kaup á
húsi við Aðmiráls-
vík á Flórída en
staðurinn státar af
stærðargirðingu
sem enginn kemst
yfir nema fuglinn
fljúgandi. Hins vegar mun Celine
ekki hafa fundist nóg um grind-
verkið því stuttu seinna bætti hún
um betur og keypti land á Bjam-
arey sem er í víkinni ekki langt
frá húsi hennar. Á Bjamarey ætl-
ar söngkonan að byggja annað hús
fyrir 60 milljónir króna en með
því móti ætti Celine vonandi að
hljóta hinn langþráða frið sem
hún sækist svo mjög eftir. Iðnað-
armenn og sveitungar hennar úr
Aðmírálsvík hafa því heldur betur
kæst yfir tíðindunum og sjá fram
á mikil uppgrip. Segir sagan að
þegar þeir hafl frétt af fyrirætlun-
um Dion hafi þeir slegið upp helj-
arinnar veislu.
Heygarðshornið
Kominn heim aftur
- Kristján Baldursson til Útivistar eftir 10 ára starf fyrir keppinautinn
„Ég er mjög ánægður með að vera
kominn hingað aftur. Margir hafa
boðið mig velkominn og ég hlakka
til að takast á við þau verkefni sem
fram undan eru. Það má segja að ég
sé kominn heim aftur.“
Kristján M. Baldursson tók við
starfi framkvæmdastjóra Útivistar
1. febrúar sl. Kristján byrjaði sem
áhugamaður að starfa hjá Útivist
árið 1976, ári eftir að félagið var
stofnað. Útivist var stofnuð sem
klofningshópur út úr hinu gamal-
gróna Ferðafélagi Islands og réð þar
einkum ósætti frumkvöðuls Útivist-
ar, Einars Guðjohnsens, við ríkj-
andi stefnu Ferðafélagsins.
„Ég kynntist helstu frumkvöðlum
Útivistar mjög vel og vann mikið
með þeim. Þar voru menn eins og
Einar Guðjohnsen, Jón I. Bjamason
og Þorleifur Guðmundsson. Miklir
úrvalsmenn."
Kristján starfaði lengi fyrir Úti-
vist en árið 1990 var hann ráðinn
framkvæmdastjóri Ferðafélags
íslands og gegndi því starfi í sam-
fleytt 10 ár áður en hann sneri aft-
ur. Hann segir að umskiptin hafi
farið fram í fullri sátt og góð sam-
skipti og samvinna séu félögunum
báðum nauðsynleg. Lovísa Christi-
ansen, sem lét af embætti formanns
Útivistar á síðasta aðalfundi, lýsti
því svo að Kristján væri búinn að
vera í 10 ára starfsþjálfun.
„Útivist veröur 25 ára á þessu ári.
Sá jákvæði félagsandi og öflug sjálf-
boðavinna sem félagið hefur alltaf
byggst á lifir enn góðu lffi meðal fé-
lagsmanna og ungt fólk sækir mikið
í ferðir til okkar og það verður mik-
ið um dýrðir á afmælisárinu."
Útivist á tvo skála í Básum í Þórs-
mörk, einn á Fimmvörðuhálsi, ný-
lega endurbyggðan skála í Skæling-
um, rétt austan Eldgjár, og einnig
nýlega endurreistan skála undir
Sveinstindi á svipuðum slóðum.
„Þetta er hluti af samstarfi félags-
ins við Skaftárhrepp. Við erum að
byggja upp nýja gönguleið sem ligg-
ur frá Sveinstindi og vestur í Eldgjá
og Hólaskjól. Til þess höfum við
endurbyggt tvo gamla gangna-
mannakofa og erum þannig að varð-
veita menningarverðmæti um leið
og við eignumst húsaskjól.“
Kristján hóf ferii sinn í útivistarbransanum sem starfsmaöur Útivistar áriö 1976. Hann tók viö sem framkvæmdastjóri
Útivistar 1. febrúar sl. eftir 10 ára starf hjá keppinautnum.
Litla félagið og stóra félagið
Þegar þessi tvö félög, sem keppa á
hinum svokallaða útivistarmarkaði,
eru borin saman kemur mikill
stærðarmunur í ljós. Útivist er með
um 1.600 skráða félaga meðan
Ferðafélag íslands hefur 7.500 til
8.000 eftir árum. Útivist á fimm
skála á fjöllum en Ferðafélagið 17 en
34 séu skálar aðildarfélaganna á
landsbyggðinni taldir með. Er ekki
sjálfsagt mál að sameina félögin?
„Það hefur stundum verið rætt og
á ýmsum tímum hefur verið áhugi á
því. Ég kom til starfa hjá Ferða-
félaginu á sínum tíma, m.a. vegna
þess að þáverandi forseti, Höskuld-
ur Jónsson, hafði mikinn áhuga á
aukinni samvinnu eða sameiningu
félaganna.
í dag sýnist mér ekki vera grund-
völlur fyrir sameiningu en félögin
geta aftur á móti unnið saman á
ýmsum sviðum.
Mér fmnst samkeppni að mörgu
leyti vera af hinu góða. Hún heldur
okkur vakandi og hvetur til meira
framboðs á ferðum og gönguleið-
um.“
Ferðalög innanlands hafa verið
starf og áhugamál Kristjáns í tæp-
lega 25 ár. Hefur hann einhvem
tíma til að ferðast sjálfur?
Alltaf á ferðinni
„Ég hef alltaf ferðast talsvert því
ég hef gripið i að vera fararstjóri.
Ég fer af og til í dags- og helgar-
ferðir og helst vil ég komast i eina
góða 4-5 daga gönguferð á hverju
sumri. Ég hef einnig lengi haft
áhuga á ferðalögum um nágranna-
lönd okkar, Færeyjar, Grænland
og Noreg, og stefni m.a. á Færeyja-
ferð með Útivist um hvítasunn-
una.
Ég er með stóra fjölskyldu svo
hin seinni ár hefur Þórsmörkin
verið vinsæll áningarstaður. En í
sumar hyggjumst við ganga milli
skála frá Sveinstindi í Eldgjá með
eldri börnin. Böm geta oft miklu
meira en maður heldur og ég held
að flestir krakkar ráði við langar
gönguferðir um 8-9 ára aldurinn."
Útivist hefur fitjað upp á ýms-
um nýjungum í starfinu og nægir
að nefna hina sívinsælu Jóns-
messugöngu yfir Fimmvörðuháls
þar sem stór hópur gengur yfir
fjallið að næturlagi og nýtur töfra
náttúrunnar. Einnig mætti nefna
jeppadeild Útivistar og heimasíðu
félagsins, www.utivist.is sem er af-
skaplega virk að sögn Kristjáns.
„Við reynum að halda henni vel
við og það kemur mér á óvart að
sjá hve mikið af bókunum og
skráningum á nýjum félögum
kemur í gegnum heimasíðuna. Við
reynum að vera í takt við tímann
og þá vill fólk ferðast með okkur.“
-PÁÁ
Gubmundur Andri Thorsson
skrifar í Helgarblaö DV.
Hækkanir eru alltaf öðrum að kenna
Þeir eru þungbærir þessir tveir
sem hcifa hertekið alla auglýsinga-
tíma sjónvarpsstöðvanna í þvi
skyni að múta þjóðinni til að hlusta
á sig og þeir eru vissulega alvarleg
áminning um það hvað gerist verði
rás eitt lögð niður: allt útvarp í
landinu verður þá undirlagt af að-
skiljanlegum pörum af karlkyns
röflurum og fróðleikur aftekinn
með öllu.
Samt er eitthvað heiðarlegt í þess-
ari ágengu sölumennsku. Þeir koma
til dyranna eins og þeir eru klædd-
ir, menn sem virðast hafa svo fátt
fram að færa sjálfir að þeir þurfa að
borga fólki stórfé fyrir að hlusta á
sig. Hið sama verður ekki sagt um
veldið sem kennir sig til hringsins,
hælist i nafni sínu um af því að hafa
sölsað undir sig nánast afla smá-
söluverslun í landinu með afleiðing-
um sem hvert einasta heimili fmn-
ur í buddunni - Baug og nýjustu
herferðina hjá þeim sem sýnilega er
hönnuð af einhverri ímyndar-
fabrikku og fréttatilbúningsstofu.
Hver var aftur heitstrengingin
hjá þeim? Að þeir ætluðu að stilla
sig um að hækka hjá sér álagning-
una í tvö ár? Á maður að ærast af
fögnuði yfir því? Fólk er ekki flfl og
finnur í buddunni sinni hvort verð
lækkar eða hækkar, og af því ræðst
hvort það hefur dálæti á fyrirtækj-
um - ekki ímynd. Ef þeir vilja end-
urheimta fyrra dálæti þjóöarinnar á
Bónusbúðunum veröa þeir að
lækka hjá sér verðið,
það.
svo einfalt er
Þegar fyrirtæki á borð við Baug
eru farin að ráðast í ímyndarher-
ferðir er eitthvað ískyggilegt á ferð-
inni. ímynd er bara orð sem vantar
-un aftan við. Það táknar að hag-
ræða þurfi sannleikanum. Verslun
sem hugsar um hag neytenda og
reynir að halda verði niðri eins og
kostur er þarf ekki á ímynd að
halda. Bónusmenn geta vissulega
sagt að þeir séu alltaf með lægsta
vöruverðið: Holtakjúklingurinn hjá
þeim er ódýrari en hann er í öllum
hinum búðunum sem þeir eiga líka.
Það er sem sé dýrara að kaupa
Holtakjúlkinginn í Nýkaup vegna
þess að þar eru flottari innréttingar.
En Holtakjúklingur er alltaf sá sami
fyrir því.
Hækkanir eru alltaf öðrum að
kenna en þeim sem standa fyrir
þeim og hagnast á þeim. Eða það
Fólk er ekki fífl og finnur
í buddunni sinni hvort
verð lœkkar eða hœkkar,
og af því rœðst hvort það
hefur ddlceti á fyrirtœkj-
um - ekki ímynd. Ef þeir
vilja endurheimta fyrra
dálœti þjóðarinnar á
Bónusbúðunum verða
þeir að lækka hjá sér
verðið, svo einfalt er það.
mætti að minnsta kosti ætla af opin-
berri umræðu hér á landi. Bensín-
félögin hér skiluðu methagnaði síð-
asta ár vegna gengdarlausra hækk-
ana úti í heimi sem skiluðu sér
greiðlega hingað, með stórkostlegum
og stigmagnandi áhrifum á verð-
bólgu og vísitölur, en sjá skyndilega
öll tormerki á þvi að lækkun á
heimsmEU’kaði skili sér nú og fara út
í einhverjar tæknilegar útlistanir á
því sem enginn hefur forsendur til
að þjarka við þá um. Það eina sem
við vitum er að bensínið lækkar
aldrei þegar það á að lækka. Trygg-
ingarfélögin sem sömuleiðis skiluðu
methagnaði síðasta ár vegna yfir-
gengilegra hækkcma á gjaldskrá
sinni búast í kjölfar kjarasamninga
-—r.
til að demba nýjum og gjörsamlega
rakalausum hækkunum yfir lands-
lýð. Seðlabankinn hyggst enn
hækka vexti til þess hægja á verð-
bólgunni sem stafar fyrst og fremst
af hækkunum á bensíni og trygging-
um. Almenningur fær þannig alls
staðar að blæða, á þannig von á því
að þurfa að borga meira af húsnæð-
inu, meira af bílnum sem allir neyð-
ast hér til að eiga út af fávíslegu
skipulagi samgangna og ekki er að
vænta lækkandi matvöruverðs, því
enn er grænmeti hér tollað eins og
jagúarbílar.
Engu er líkara en að gjörvallt for-
stjóragengi landsins hafi skorið upp
herör til að reyta af almenningi það
litla af peningum sem enn kunna að
leynast einhvers staðar undir
kodda. Engu er líkara en að þeir
hafi sammælst um að gera okkur öll
að marxistum. Eins og þeh haga sér
virðist islenskur efnahagsvandi ein-
vörðungu stafa af taumlausri og
andfélagslegri græðgi stórfyrirtækj-
anna.