Dagblaðið Vísir - DV - 01.04.2000, Síða 31
31
LAUGARDAGUR 1. APRÍL 2000
x>v__________________________________________________________________________________________________Helgarblað
Ólafur J. Kolbeins
Sölufulltrúi
Hiti færðist í leikinn þar sem fleira
og fleira fólk sem vann að útsendingu
Stöðvar 2 á keppninni mætti á staðinn
til að gera sig og aðra klára í slaginn.
Það var farin að myndast ringulreið -
nú var að duga eða drepast - ekki yrði
aftur snúið. í miðri ringulreiðinni
fékk ég þá hugdettu að ég þyrfti að
klippa á mér toppinn svo ég hefði
betri yfirsýn yflr svið og áhorfendur.
Ég leitaði á náðir fagfólks sem kippti
því í liðinn og að þvi loknu leið mér
betur. Hárið á mér á met í hraövexti
þannig að klippingin sem minn frá-
bæri klippari, Ingvi, hafði gert fyrir
skemmstu var nánast úr sér vaxin.
Gekk eins og í sögu
Klukkan 20.00 kom öll dómnefnd-
in niður til okkar og þar á meðal
var sjálf gyðjan, Claudia Schiffer.
Þau tóku í höndina á okkur öllum
og spjölluðu við okkur um allt
mögulegt, frá vélsleðum upp I
barnsfæðingar. Claudia var öll hin
almennilegasta og bæði geislandi og
falleg. Á þessum tímapunkti var
flðringur farinn að gera vart við sig
✓
Eg er fegurð-
ardrottning...
Elva Dögg Melsteð, ungfrú ísland.is,
lýsir krýningardeginum
inn yfir því. Það kom hins vegar á
daginn að hún hafði rétt fyrir sér.
Claudia bar nafn mitt sem sigurveg-
ara fram með nokkrum ágætum. Ég
tölti upp á svið og var hin rólegasta.
Ég er þakklát sjálfri mér fyrir að
hafa verið svona róleg. Ég heyrði
vini og vandamenn fagna úti í sal
þegar ég kom inn á svið. Þegar ég
hafði tekið við blómi og titli ætlaði
ég að gleyma að fá kórónuna og
stillti mér upp hjá stallsystrum mín-
um. Nafna mín Eiríksdóttir var svo
elskuleg að hvísla því að mér að
núna ætti ég að fá kórónuna. Það
gekk nú nokkuð brösulega að setja
hana á mig þar sem hún sneri vit-
laust til að byrja með. Það var gam-
an að fara í myndatöku með
Claudiu og hún spjallaði eitthvað
við mig. Ég verð að játa það að ég
man ekkert hvað hún sagði.
Andrea tók örstutt viðtal viö mig,
lyklarnir að Bensinum voru afhent-
ir og nú upphófst tfmi faðmlaga og
hamingjuóska. í kjallaranum var
flöldi manns og innan skamms voru
flölmiðlar mættir á staðinn. Þórey
mín náði í kærastann minn, vini og
vandamenn sem þorðu ekki að
koma niður fyrr en að gefnu leyfi.
Þá upphófst ein mesta gleði sem ég
hef upplifað; það var ógleymanleg
stund að hitta mömmu og Magga og
alla hina sem fylgst höfðu með mér.
Ég fór í nokkur viðtöl en ferðinni
var heitið á Astró þar sem flörið
lifði fram eftir nóttu. Dagurinn var
einn draumur í dós!
SUZUKI SÖLUUMBOÐ: Akranes: Ólafur G. Ólafsson, Garðabraut 2, sími 431 28 00. Akureyri: BSA hf., Laufásgötu 9, sími 462 63 00. Hafnarfjörður: Guðvarður Ellasson,
Grænukinn 20, simi 555 15 50. Hvammstangi: Bíla- og búvélasalan, Melavegi 17, sími 451 26 17. Isafjörður: Bilagarður ehf.,Grænagarði, simi 456 30 95.
Keflavik: BG bilakringlan, Grófinni 8, simi 421 12 00. Selfoss: Bílasala Suðurlands, Hrismýri 5, sími 482 37 00.
Laugardagurinn 25. mars 2000. Ég
vaknaði fyrir allar aldir, miðað við
það að ég hafði ætlað að sofa eins
lengi og ég mögulega gæti og mætti.
Einhver spenningur greip þá um sig i
draumaheimi undirmeðvitundarinnar
og ég glaðvaknaði. Unnustinn, Magn-
ús, svaf eins og hann ætti líflð að
leysa. Ég byrjaði á því að fara í bað
þar sem barnaefnið á Skjá einum var
ekki byrjað þar eð klukkan var aðeins
08.30. Ég lá í baðinu eins lengi og ég
mögulega gat, án þess þó að storka
húðfrumunum um of. Ætli ég hafl
ekki verið aðeins of róleg í tíðinni þar
sem tíminn flaug áfram og enn á ný
var ég á síðustu stundu. Það var mæt-
ing í Perlunni klukkan 12.30 en
„generalprufa" átti að byrja klukkan
13.00.
Rauður engill
Keppendur hittust í kjallara
Perlunnar en þar var aðstaða okkar.
Allir höfðu sömu sögu að segja og
höfðu vaknað langtum fyrr en ætlað
var. Þrátt fyrir það voru allir nokkuð
hressir, fyrir utan myrkrið sem hrjáði
okkur til að byrja með. Við spjölluð-
um við Ingu okkar sem stappaði í okk-
ur stálinu. Einhver seinkun varð á
generalprufunni sem kom sér þó
ágætlega þar sem við höfðum nóg að
spá og spekúlera varðandi daginn og
kvöldið. Prófraunin hófst og gekk
nokkuð vel - það stress sem hafði
safnast upp í biðinni var á burt. Örlít-
ið spennufafl í formi þreytu gerði vart
við sig á þessum tímapunkti.
Eins og engill af himnum ofan kom
sendill á rauðum bíl með sex kassa af
rjúkandi og ilmandi pitsum. Við
hámuðum þær í okkur þar eð við viss-
um allar aö ekki myndum við borða
öllu meira þann daginn.
Hef ekki undan að klippa
Nú er klukkan orðin um það bil
þrjú. Þá hófst fórðun og hárgreiðsla.
Ágætlega gekk að farða mig og hár-
greiðslan gekk enn betur og hraðar.
Þá upphófst enn ein biðin. Við biðum
og spjölluðum. Einhverjar voru með
rúllur í hárinu og myndaði það heim-
ilislega stemningu í kjallara Perlunn-
ar, allavega fyrir mig. íslenska dóm-
nefndin kom niður og hitti okkur ör-
stutt þar sem við vorum í óðaönn að
undirbúa okkur á líkama og sál.
/ miðri ringulreiðinni fékk
ég þá hugdettu að ég þyrfti
að klippa á mér toppinn
svo ég hefði betri yfirsýn
yfir svið og áhorfendur.
stress keppenda og aðstandenda.
Það var mjög gott að hafa þær þarna
til að létta andrúmsloftið.
Spjallað við Claudiu
Þegar úrslit 3. og 2. sætis voru
kunn magnaðist spennan. Einn
keppenda hvislaði því að mér að ég
yrði í fyrsta sæti en ég hristi haus-
Þú færð þriggja dyra
SUZUKI Swift á a&eins
980.000 kr.
Swift er fyrir þá sem eru að leita sér að
liprum, ódýrum og áreiðanlegum bíl. Hann
er með gott innanrými og er vel búinn
með vökvastýri, rafmagn I rúðum og
speglum, hita í sætum, samlæsingar og
margt fleira. Swift er ekki hvað síst þekktur
fyrir sparneytni og hagkvæmni í rekstri
og kemur jafnan út með eina lægstu
bilanatíðni allra bíla í könnunum.
Það er því engin furða að hann sé afar
góður I endursölu, hann bara einfaldlega
endist og endist!
Swift - Spameytni bíllinn
TEGUND: VERÐ:
SWIFT GLS 3-d 980.000 KR.
SWIFT GLX 5-d 1.020.000 KR.
þar sem stöðugt var verið að minna
á að þetta væri að nálgast.
Stundin rann upp og allir voru
komnir í rétta röð - spenningurinn
gerði mjög vart við sig. Það féll í
minn hlut að opna sýninguna fyrir
hönd keppenda og ég var dálítið
stressuð síðustu sekúndurnar fyrir
fyrstu innkomuna. Þegar á sviðið
var komið var þetta ekkert mál og
allt gekk mjög vel. Á milli atriða og
sýninga var nægur timi til að skipta
um fót og koma sér í aðra stemn-
ingu. Niðri hjá okkur var fuflt af
fólki og mikið líf. Það næsta sem ég
þurfti að gera var að sýna fyrir
Morgan. Það gekk eins og í sögu og
ég hafði mjög gaman af. Þar á eftir
var sýning frá DKNY þar sem við
máttum hafa það eins skemmtflegt
og við vildum. Fyrir vikið var sýn-
ingin lifandi og skemmtileg. Að
henni lokinni voru „andlit fyrir-
tækja“ valin. Þar hreppti ég titilinn
Japis-stúlkan. Fyrir það fékk ég
mini-diskspilara sem kemur sér
mjög vel. Það var skemmtilegt að
sjá að titlarnir dreifðust á margar
stelpur. Eftir þetta fórum við í kjól-
ana og biðum niðri eftir úrslitum
dómnefndar. Helga Braga og vin-
kona hennar, Lilja Ósk, sáu um að
kitla hláturtaugarnar og minnka
SUZUKI BÍLAR HF
Skeifunni 17. Sími 568 51 00.
www.suzukibilar.is
$ SUZUKI
/4*