Dagblaðið Vísir - DV - 01.04.2000, Page 33

Dagblaðið Vísir - DV - 01.04.2000, Page 33
LAUGARDAGUR 1. APRÍL 2000 I>V 33 Helgarblað Fann Drottin í fangelsinu - konan sem vígði kvennafangelsið afplánar 5 ára dóm og hefur frelsast Sólrún Elídóttir „Ég hef fyrirgefiö bæöi dómskerfinu og óvinum mínum og fer sátt héöan þegar þar að kemur. “ „Ég var fyrsti fanginn sem flutti hingað í kvennafangelsið í apríl 1989. Þá var ég í mjög opinni vistun, fékk að sækja AA-fundi úti í bæ og stunda vinnu niðri í Granda en þangað hjólaði ég á hverjum morgni. Nú eru reglumar mikið breyttar. Ég er búin að vera hérna síðan í mars 1999 og fæ ekkert að fara út af lóðinni og fæ dags- leyfi fyrst í október í haust. Þá ætla ég að fara til Vestmannaeyja þar sem maðurinn minn bíður eftir mér.“ Þetta segir Sólrún Elídóttir, 43 ára refsifangi sem afplánar flmm ára dóm í Kvennafangelsinu í Kópavogi. Sól- rún hefur verið þar áður því hún hef- ur, fyrir utan þann dóm sem hún nú afplánar, ails hlotið 15 refsidóma allt frá árinu 1973. Auk þess hefur fjórum sinnum verið gerð við hana dómsátt og hún svipt ökuleyfi. Gráta mest sem fá mánuð Sólrún hefur áður á ferli sínum ver- ið dæmd til fangelsisvistar í samtals 6 ár og 9 mánuði sem var að litlum hluta á skilorði. Hún fékk einu sinni reynslulausn en rauf skilorð og af- plánaði refsivist til loka og fékk frelsi síðast árið 1993. Hún er því enginn viðvaningur þegar frelsissvipting er annars vegar. „Þeir gráta mest sem fá einn mán- uð,“ segir hún og brosir. Séð að utan gæti ókunnugur haldið að Kvennafangelsið í Kópavogi væri litili heimavistarskóli í sveit með óvenjuiega rammgerðri girðingu. Við nánari skoðun sjást rammgerðar lok- ur á gluggum, eftirlitsmyndavélar og fleira sem staðfestir að hér er enginn frjáls. Reglurnar um rúmfötin Sóbnin tekur á móti okkur í vist- legu heimsóknarherbergi í kjallara. Þar inni eru tveir hægindastólar og sófi. Á veggnum hangir tilkynning þar sem kemur fram að reykingar eru leyfðar og það eru rúmfót í skúffu undir sófanum. Þeir sem nota þau eru beðnir að setja þau í óhreina tauið að heimsókn lokinni. „Fyrst fannst mér að ég hefði afsökun fyrir því að greiða ekki tíund af því ég vœrí í fangelsi en svo sá ég að það er engin af- sökun. Móðir mín greiðir líka tíund af sínum ellilaunum. “ Sólrún er vel snyrt kona með bjart- an svip og er létt um bros. Við biðjum hana að lýsa einum degi i fangelsinu og það kemur í ljós aö skipulögð dag- skrá er frá klukkan átta, þegar morg- unmatur er á boðstólum. Síðan ganga fangar til vinnu og starfa fjóra tíma á dag við pökkun á blöðum, pappírum, bæklingum og bolum, auk þess að framleiða barmmerki. Á kvöldin er horft á sjónvarp, spilað og spjallað. Ekki bara konur Um þessar mundir er kvennafang- elsi alls ekki réttnefni á þessari stofn- un því þar dvelja 10 fangar, fimm karlar og fimm konur. FYrir utan vinnuna gefst tækifæri til náms því einn klefinn er nýttur sem skólastofa og ágæt líkamsræktaraðstaða er í kjallaranum. Sólrún er meðal þeirra fimm nemenda sem sitja á skólabekk í fangelsinu. „Ég er í stærðfræði, ensku, ís- lensku, bókfærslu og læri á tölvu. Mér gengur vel og finnst afskaplega gam- an. Ég tók próf í stærðfræði í desem- ber og gekk bara vel. Ég hætti sjálf í skóla þegar ég var 13 ára til að fara að vinna." Það eru mikil samskipti milli fang- anna við Kópavogsbrautina yfir dag- inn en kynjunum er haldið stranglega aðskildum þess utan. En nær róman- tíkin sér aldrei á strik innan múr- anna? „Allt svoleiðis er stranglega bann- að. Þetta er kvennafangelsi og karl- arnir vita aö ef þeir brjóta reglumar þá fara þeir beint niður á Skólavörðu- stíg aftur. Þeir haga sér vel.“ Frelsaðist í fangelsinu En Sólrún er glöð og sáttari við vistina í fangelsinu en oft áður af sér- stökum ástæðum. Hún hefur hleypt Drottni inn í líf sitt en hún frelsaðist í október síðastliðnum. Hefur það breytt miklu í lífi hennar? „Það hefur sannarlega gert það. Ég var áður mjög reið og bitur út í allt og alla, bæði dómskerfið og fólk sem ég hef kynnst og hefur gert mér illt um dagana. En Drottinn segir að maður eigi að biðja fyrir óvinum sínum og það hef ég gert og fyrirgefið öllum þeim sem hafa gert mér rangt. í Bibl- íunni stendur að Drottinn geti ekki fyrirgefið mér nema ég geti fyrirgefið öðrum. Mér fmnst ólýsanlega gott að vera komin í samfélag við Drottin á ný. Ég ólst upp við trú á Guð og sótti samkomur meðan ég var yngri en villtist af réttri leið en nú hef ég ratað heim til Drottins á ný.“ Sób*ún segir að það sem frelsaði hana var að í fangelsinu hefur hún horft mikið á sjónvarpsstöðina Omega sem sendir út kristilegt efni og gegn- um þá nálægð við Drottin hefur hún frelsast. En hefur hún tækifæri til að stunda trú sína við þessar aðstæður? „Ég bið til Guðs í hálftima á hveij- um morgni og les mikið í Biblíunni á hverjum degi, dreg mannakornaspjöld og les ritningargreinar. Ég horfi á Omega og mig dreymir um að fá leyfi til að fara á samkomu hjá Vegmurn en hef ekki fengið það enn þá. Móðir mín, sem er einnig frelsuð, talar við mig á hverjum degi og það er mér ómetanlegur styrkur." Greiðir tíund til Omega Sólrún segist greiða tíund af naum- um fjármunum sínum til Omega og hvetur fleiri til að gera slíkt hið sama því nú standa fyrir dyrum hjá Omega kaup á nýjum sendi svo t.d. lands- byggðin nái sendingunum. Sólrún hefur fundið Drottin í fangelsinu „Ég bið til hans á hverjum degi og veit aö hann mun styðja mig. “ „Fyrst fannst mér að ég hefði afsök- un fyrir því að greiða ekki tíund af því ég væri í fangelsi en svo sá ég að það er engin afsökun. Móðir mín greiðir líka tíund af sínum ebilaunum og þegar einn samfangi minn bað mig fyrir pening sem ég átti að senda til Omega þá gladdist ég því ég fann að Drottinn var að nota mig. Trúin hefur gert óendanlega mikið fyrir mig og þetta er líka svo mikið menntun fyrir mig. Áður vissi ég ekki einu sinni hvað amen þýddi.“ Sólrún var dæmd í fimm ára fang- elsi fyrir að stinga fyrrum sambýlis- mann sinn meö hnífi. í dómsorðum segir: „Við refsimat í málinu verður að hafa hliðsjón af framangreindum sakarferli og einnig framferði hennar eftir verknaðinn en ljóst er að hún „Ég var 14 ára, dauð- feimin og hékk alltaf í pilsfaldi systur minnar. Áfengið losaði um höml- urnar og ég gat tjáð mig. “ reyndi að hylja sporin eftir hann...“ Þegar vísað er til framangreinds sakarferils er átt við afbrotasögu Sól- rúnar sem nær allt aftur til ársrns 1973. Þar er finna fjölda brota sem tengjast áfengisneyslu en einnig hluti eins og líkamsárásardóm, svik, skjala- fals og þjófnað. Fæddist á „Djöflaeyjunniu. Sólrún fæddist í Kamp Knox, braggahverfinu í vesturbæ Reykjavik- ur, og ólst þar upp fyrstu árin. Þetta er það umhverfi sem kvikmyndin Djöflaeyjan er sniðin eftir og Sólrún segist eiga myndina en ekki kannast við að lifsbaráttan í kampinum hafi verið ems hörð og þar er lýst. Bragg- amir voru samt neðst í samfélagsstig- anum en ólst Sólrún upp við fátækt? „Við áttum alltaf góð fót og fengum sinni varð aldrei eiginmaður hennar. „Ég vissi abtaf að viö gátum ekki gifst. Við höfðum slæm áhrif hvort á annað en mér þótti alltaf vænt um hann þrátt fyrir allt sem hann gerði mér. Ég veit aö honum gengur vel í lífinu í dag, er kominn í Samhjálp og ég hef fyrirgefiö honum.“ Þegar Sólrún segir frá ævi sinni og þegar málskjöl sem hana varða eru lesin er áfengisdemóninn aldrei langt undan og stýrb* lífi hennar að meira og minna leyti árum saman. En hefur hún reynt að losa sig úr viðjum áfeng- isins? „Ég man ekki hvað ég hef farið oft í meðferð. Ég er feimin og abir sem ég þekkti voru í einhverju rugli og mér leið ekki reglulega vel á AA-fundum en betur á samkomum. Þetta sótti aUtaf í sama farið aftur.“ Sé eftir mörgu Þegar litið er yfir skrykkjóttan fer- U Sólrúnar vaknar sú spurning hvort hún sjái eftir einhverju í lífinu: „Það er margt sem ég hefði viljað hafa öðruvísi. Ég hefði vUjað halda áfram í skóla og læra meira. Mig lang- aði til að verða kokkur. En það varð ekki.“ Sólrún á eftir að afplána tæplega fjögur ár en getur sótt um náðun þeg- ar afplánun er hálfnuð. Hvernig sér hún fyrir sér lífið utan fangelsins? „Ég kvíði engu. Ég á yndislegan mann sem bíður eftir mér. Ég á stóra fjölskyldu sem hefur aldrei snúið við mér bakinu þótt ég sé sannarlega svarti sauðurinn. Ég veit að Drottinn mun styðja mig.“ En óttast hún ekkert fordóma fólks gagnvart miðaldra konu með tæplega 20 ára ferU afbrota og óreglu? „Fólk verður bara að taka mér eins og ég er. Ég get engu breytt. Það eru margir fljótir að dæma mann sem ekki þekkja mann og margir, eins og tU dæmis tengdamóöir mín sem er góð kona, hefur ekki skilning á mínu hlutskipti. En ég treysti á fólkið mitt og Drottin." -PÁÁ nóg að borða. Ég man ekki eftir nein- um erfiðleikum.“ Sóbún segist hafa verið afar febnin í æsku og átti auk þess erfitt uppdrátt- ar þar sem hún var átta ára gömul lát- in sitja eftir í skóla og var strítt tals- vert fyrir vikið. Þess vegna var hún fegin að hætta í skóla 13 ára og fara að vinna í Hraðfrystistöðinni. Fyrsti sopinn 14 ára Áfengi hefur markað djúp spor í líf Sólrúnar og hún segist muna vel eftb fyrsta sopanum: „Ég var 14 ára, dauðfeimin og hékk alltaf í pilsfaldi systur minnar. Áfeng- ið losaði um hömlumar og ég gat tjáð mig.“ Sóbún hefur búið á fjölmörgum stöðum á ævi sinni: á Kringlumýrar- bletti, í Blesugróf, Ferjubakka, Kefla- vík, á Eskifirði, í Vestmannaeyjum og Kópavogi, auk nokkurra staða í Reykjavík. Hún hefur unnið síðan hún var 13 ára, alltaf í frystihúsum og fiskvinnslu. Núverandi eiginmaður hennar er sá fjórði en maðurinn sem hún var dæmd fyrir að stinga oftar en einu

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.