Dagblaðið Vísir - DV - 01.04.2000, Qupperneq 50
LAUGARDAGUR 1. APRÍL 2000
DV
.vera
Tvöföldun í flugumferö
Á næstu 15 árum er gert ráð fyrir
fíugfarþegum i Evrópu muni fjölga
um helming.
Umferðarþungi á
flugvöllum:
London meö
flesta flugfar-
þega
Ef spár ganga eftir á Qöldi flugfar-
þega innan Evrópu eftir að tvöfaldast á
næstu flmmtán árum. Árið 2015 er gert
j^áð fyrir 1.1 milljarður manna muni
ferðast flugleiðis í álfunni. Þetta er
mun meiri aukning en áður hafði ver-
ið gert ráð fyrir. Til marks um mikla
fjölgun má nefna að árið 1998 voru
flugfarþegar í Evrópu 541 milljón en í
fyrra fóru rúmar 900 milljónir manna
um evrópska flugvelli.
Mest flugumferð í heiminum er um
London en 62.2 milljónir farþega fóru
um Heathrow en ef Stansted og
Gatwick eru taldir með var fjöldi flug-
farþega á síðasta ári 102 milljónir.
Mest umferð um stakan flugvöll er á
^Kartsfield-vefli í Atlanta en þar fóru
tæpar 80 milljónir farþega mn í fyrra.
O’Hare flugvöllur í Chicago lenti í öðru
sæti með 72 milljónir og Los Angeles í
því þriðja með 63.9 milljónir farþega.
Sydney í Astralíu
Ólympíuleikarnir verða haldnir í
þessari vinsælu ferðamannaborg
i haust.
Ólympíuleikar í Sydney:
* Hundleiðir á
hamaganginum
Árum saman hefur Sydney í Ástralíu
verið í toppsæti þegar áhugaverðustu
ferðamannaborgir heims eru valdar í
könnunum. Ástralía er í tísku um þess-
ar mundir og ekki spillir fyrir að
Ólympíuleikar verða haldnir í borginni
í haust.
Síðastliðin sjö ár hefur undirbúning-
ur fyrir Ólympíuleikana staðið yfir í
borginni og uppbyggingin verið gríðar-
leg. Nú, þegar liður að leikunum, herma
fregnir að borgarbúar sjálfir séu orðnir
hundleiðir á öllum hamaganginum og
áhugi á leikunum hefur minnkað.
Uppbyggingin er hins vegar góð fyrir
'’í'erðamenn því hótelrými hefur verið
margfaldað i borginni og að minnsta
kosti tólf hótel af stærri gerðinni hafa
risið á síðustu misserum. Þá hafa
iþróttamannvirki verið reist víða og
jámbrautakerfið allt endurhannað og
bætt.
Hundruð þúsunda ferðamanna munu
vafalaust leggja leið sína tfl borgarinnar
i september til þess að upplifa leikana
og þeir geta verið vissir um að sú Sydn-
ey sem við þeim blasir verður fallegri og
betur skipulögð en nokkru sinni áður.
Býrðu í Kaupmannahöfn?
Ertu á leiðinni ??? 1
www.islendingafelagid.dk
Víkingaæði
í Dölunum
MYNDIR: MAGNUS HJORLEIFSSON.
Víkingaæðiö í Dölum
Hluti þátttakendanna, kennararnir og tveir ungir gestir:
Frá vinstri, aftari röð: Sigrún Halldórsdóttir, Guðrún Ágústsdóttir, Sigríður Bjarnadóttir, (á bak við Birgit), Birgit Kryger,
Ásta Sigurðardóttir, Bæring Jónsson, Eric Zelinke, Ása Gísladóttir, Elín Melsteð. Fremri röð: Guðborg Tryggvadóttir
með Elínu Huld, Inga Guöbrandsdóttir, Nanna Hjaltadóttir, Snæbjörg Bjartmarsdóttir, Ólafía Ólafsdóttir og Aron Snær.
DV, BUÐARDAL:_____________________
Dalamenn hugsa um fátt meira
þessa stundina en víkingatímann.
Sumir segja að hálfgert víkingaæði
hafi runnið á íbúa héraðsins. Ný-
lega lauk í Búðardal tveggja vikna
námskeiði sem handverksfélagið
Bolli stóö fyrir í gerð víkinga-
klæðnaðar og muna frá tímum Ei-
ríks rauða. Um 15 manns tóku þátt
í námskeiðinu. Kennarar voru frá
Leöurgerð
Hér eru þeir Eric og Bæring við leð-
urvinnu á námskeiðinu, klæddir
glæsilegum búningum fornmanna.
í nýjum fornmannabúningum
til Eiríksstaða
Að námskeiðinu loknu fóru þátttak-
endur, klæddir í nýsaumaða fom-
mannabúninga ásamt tilheyrandi, að
Eiríksstöðum í Haukadal þar sem
teknar voru myndir í tilefhi nám-
skeiðsins og eins er fyrirhugað að nota
þær í kynningarbækling fyrir Eiríks-
staðanefndina tfl þess að kynna fyrir-
huguð hátíðahöld í sumar.
Ungur víkingur og annar eldri
Eric Zelinke kennir Aroni Snæ sitthvað sem getur nýst víkingum og
köppum í lífínu.
Hinn danski Eíríkur rauöi
Hér eru Eiríkur danski, Birgit Kryger og Bæring, fornmaður og Dalamaður, við
Eiríksstaði hina nýreistu, sem ferðafólk mun áreiðanlega fýsa að
sjá í sumar.
Svona skæddust menn til forna á
hátíðisdögum, í leðurskóm eins og
þessum sem fólkið í Dölum
lærði að búa til.
Eiríkur lét þess getið að hann hefði
notað þetta slæma veður undanfamar
vikur og prófað víkingafatnaðinn og
það hafi komið sér á óvart hversu hlý
fötin reyndust í stormi, snjókomu og
frosti. -MB
Vígalegur kappi
Bæríng Jónsson á Saursstöðum er
vígalegur með boga sinn og örvar
þar sem hann skimar (væntanlega
eftir óvinum) frá bæ sínum, Eiríks-
stöðum. Búningurinn er litaður úr
íslenskum jurtalitum eftir
fornum aðferðum.
Danmörku, þau Eric Zelinke forn-
leifafræðingur, eða Eiríkur rauði
eins og hann kallar sig, og Birgit
Kryger, textílhönnuður frá Rybe
Vikingcenter. Þau kenndu þátttak-
endum aö vinna muni úr tré og
leðri auk klæðskurðar úr hör og
vaðmáli og spjaldvefnað.
Eiríkur rauöi ekki
svo slæmur
Eiríkur og Birgit hafa verið á ís-
landi áður og lýstu bæði ánægju
sinni yfir verunni í Dölunum. Eirík-
ur er einlægur aðdáandi nafna síns
Eiríks rauða og segir hann ekki
hafa verið eins slæman mann og
menn haldi fram. Hann ætlar sér að
koma í sumar með fjölskyldu og
vini og taka þátt í víkingahátíðun-
um sem fyrirhugaðar eru.
Birgit segir fólkið á námskeið-
inu afar laghent og áhugasamt,
gaman hafi verið að kenna þeim
þetta gamla handverk og þetta hafi
verið auðvelt verk því allir séu
greinilega vanir að vinna í hönd-
unum.
Þau era afar ánægð með afrakst-
ur námskeiðsins, munirnir eru
fjölbreyttir og vel gerðir. Auk
jurtalitaðs fatnaðar mátti sjá ekta
leðurskó, tréskálar, útskomar og
skreyttar skeiðar úr tré, hnífa,
veski, skartgripi, sliður fyrir vopn
og hnífa, borða ofna með spjald-
vefnaði og ein frúin var að búa sér
til boga.
Machu Picchu í Perú:
Vilja margfalda straum ferðamanna
Þrátt fyrir að fjöldi ferðamanna
til Machu Picchu í Perú hafi slegið
öfl met í fyrra eru yfirvöld landsins
á þeirri skoðun að hleypa eigi enn
fleira fólki að þessum einstöku
minjum um Inka á landinu. Rústir
Machu Picchu frá 15. og 16. öld, sem
telst einn helgasti staður Inka,
standa hátt í Andesfjöllum og hing-
að til hafa langferðabílar mest verið
notaðir til að ferja fólk til og frá
staðnum. Nú eru uppi hugmyndir
um að byggja kláfferju frá dalbotni
og upp að rústunum. Með ferjunni
telja yfirvöld að bæði megi koma
fleiri ferðamönnum til Machu
Picchu og eins verði auðveldara að
halda reglu á ferðamannastraumn-
um. Þegar er farið að bera á miklum
mótmælum vegna fyrirhugaðra
framkvæmda og mótrökin þau að
mannvirki sem þetta muni skaða
hið fagra landslag fjallanna.
í fyrra heimsóttu 360 þúsund
ferðamenn Machu Picchu og var
það aukning um 20% frá árinu
áður. Stjórnvöld I Perú vilja gjarna
að tala ferðamanna verði í kringum
2 milljónir á ári sem myndi þýða að
6.800 manns heimsæktu rústirnar á
Helgur staöur
Machu Picchu frá 15. og 16. öld
telst til helgustu staða Inka.
degi hverjum. Andstæðingar þess-
ara hugmynda benda á rannsóknir
sem sýna að rústimar þola alls ekki
meiri ágang en sem nemur um þús-
und ferðamönnum á dag.
Ef af byggingu kláfferjunnar
verður er liklegt að sá tími sem
hver ferðamaður fær að dvelja i
rústunum verði styttur til muna og
vafalaust mun mörgum þykja það
súrt í broti. Vinsældir Machu
Picchu meðal ferðamanna kunna að
verða þessum merka stað að falli.