Dagblaðið Vísir - DV - 01.04.2000, Page 53
61
LAUGARDAGUR 1. APRÍL 2000
DV
Með allt á hreinu
- Egill Ólafsson, tónlistarmaður og leikari
Egill Ólafsson
„Oftast er það konan mín sem sér um matseldina, þar sem hún er einfald-
lega meistarakokkur, en efég matreiöi þá vil ég hafa bæöi engifer og sítrónu
viö höndina. Því ætla ég aö stinga upp á sítrónukjúklingi á kínverska vísu. “
Egill Ólafsson á 25 ára söng-
afmæli um þessar mundir en það
var með Spilverki þjóðanna sem
hann steig fyrst á stokk, syngjandi
og leikandi.
Síðan þá höfum við séð hann í al-
varlegu hlutverki á sviði leikhúsa
og allt til þess að vera dansandi og
syngjandi á sviði í mikilli gleði og
stemningu á tónleikum.
Honum er svo sannarlega margt
til lista lagt eins og við landsmenn
höfum séð í gegnum árin og er því
forvitnilegt að vita hvernig hann
stendur sig i matargerð, en haft er
eftir heimildarmönnum að hann sé
ekkert síðri í þeirri listgrein, sé úr-
valskokkur og matreiði mjög ljúf-
fengan mat.
„Þessa dagana er ég að leika og
syngja í Kysstu mig Kata sem allir
ætla að sjá og heyra.
Nú eru rétt 25 ár síðan ég kom
fram syngjandi og leikandi með
Spilverki þjóðanna í fyrsta sinn og
af því tilefni er ég með nýja plötu í
farvatninu sem kemur út með
haustinu, allt ný lög og textar sem
ég hef verið að semja undanfama
mánuði. Eftir æfmgar á Kötu tek ég
aftur upp þráðinn við þessa vinnu.
Enn fremur fer ég í næstu viku að
spila vítt mn Suðurland með Birni
Thoroddsen og félögum; við leikum
í grunnskólum í tengslum við fyrir-
bæri sem nefnt er „Tónlist fyrir
alla“. Þá fer ég í stutta ferð til
Kanada og Kaliforníu síðar í vor aö
syngja í tengslum við landafundahá-
tíðarhöld þar,“ sagði Egill.
Eins og lesendur vita var það
Björgvin Halldórsson sem skoraði á
Egil í síðustu viku.
„Enn hef ég ekki fengið að bragða
mat sem Björgvin Halldórs hefur
lagað en ég hef heyrt að hann sé
snjall að matreiða upp á ítölsku.
Sjálfur er ég betri í því að njóta mat-
ar en laga hann. Þó stend ég oft yfir
matseld og gef ráð um bragðið; óþol-
andi... örlítið meira engifer,“ sagði
Egill sem að eigin sögn fer aldrei
eftir uppskriftum heldur leitar eftir
rétta bragðinu.
Hann bætti svo við: „Oftast er það
konan mín sem sér um matseldina
þar sem hún er einfaldlega meist-
arakokkur, en ef ég matreiði þá vil
ég hafa bæði engifer og sitrónu við
höndina. Því ætla ég að stinga upp á
sítrónukjúklingi á kínverska vísu“.
Sítrónukjúkling-
ur fyrir fjóra
Aðalréttur
Einn kjúklingur, skorinn í litla
beinlausa bita
olía, salt og pipar,
sveppir,
einn rauður pipar, smátt skor-
inn og öll fræ fjarlægð,
rifinn börkur af einni sítrónu,
5 vorlaukar, skomir niður
þumalflngursstórt engifer, skor-
ið smátt
einn bolli kjúklingasoð
(matskeið Oscar kjúklingakraft-
ur, í bolla af sjóðandi vatni)
skvetta af þurru sérríi
tvær matskeiðar tamarin
sojasósa
þrjár matskeiðar sítrónusafi
ein matskeið hunang
Hitið olíuna, salt og pipar á
kjúklingabitana og snöggsteikið þá í
olíunni í 2-3 mín.
Takið bitana af pönnunni og hald-
ið þeim heitum. Steikið sveppina,
engiferið og piparinn í ca mínútu.
Bætið sítrónuberkinum og lauk-
unum við og steikið í hálfa mínútu.
Hellið yfir kjúklingasoðinu,
sérríi, hunanginu og sojasósunni,
látið suðuna koma upp og skelliö
kjúklingabitunum út í, þetta er látið
malla í ca 1 mínútu og þá borið
fram með hrísgrjónum.
Nauðsynlegt er að velta því sem
er á pönnunni vel meðan á steik-
ingu stendur.
Soðnar amar-
etto-perur
Eftirréttur
4 vel þroskaðar perur
fjórar matskeiðar Maple-síróp
8 matskeiðar Amaretto-likjör
Perurnar eru flysjaðar en stilkur-
inn og fimmtíukróna stór blettur af
berki skilinn eftir við stilkinn.
Perumar settar í pott sem rétt
rúmar þær og vatn látið fljóta yfir,
suða látin koma upp við hægan
hita, lok sett á og slökkt undir, látið
bíða þannig í korter.
Perumar teknar upp úr og kæld-
ar í ísskáp. Helmingi vatnsins hellt
úr pottinum, líkjörnum og sírópinu
skellt út í og hrært vel.
Perumar settar í litlar skálar og
soðinu hellt jafnt yfir þær.
Egill skorar á
Ragnheiöi Ólafsdóttur,
systur sína, aö gerast
matgæöingur í næstu viku.
Tilvera
M.fáafrPI:
Steiktur
smokkfiskur
með austur-
lenskri appel-
sínusósu
Fyrir 6
400 g hreinsaður smokkfiskur
2 msk. olía
salt og pipar
Lagið sósuna og haldi heitri meö-
an smokkfiskurinn er steiktur.
Hreinsið leifar af himnu og glæru
„stöngina" innan úr smokkfiskboln-
irni. Skerið bolinn í 1/2 cm þykka
hringi. Steikið í olíunni við háan
hita í eina mínútu á stórri pönnu.
Austurlensk sósa
1/2 meðalstór paprika, rauð
1 msk. ólífuolía
1 lítill vorlaukur
1/2 tsk. fínt saxaður hvítlaukur
1 tsk. fínt saxaður ferskur engi-
fer
1 1/2 dl kjúklingasoð
1/2 dl appelsínuþykkni
börkur og safi af 1/2 appelsínu
2 msk. ostrusoja
1 tsk. hunang
1 tsk. sykur
1/2 dl teryaki soja
1 tsk. rifsberjahlaup
sósulitur
salt og pipar
rauðvínsedik
Skerið paprikuna í teninga og
laukinn í smátt. Hitið olíuna í þykk-
botna potti og steikið lauk, engifer,
hvitlauk og paprikuna - án þess að
brúna - bætið öðrum efnum saman
við. Bragðbætið með salti, pipar og
edikinu. Litið sósuna vel dökka og
þykkið örlitið með maisenamjöli.
Hollráð
Þegar sósur eru þykktar með
maisenamjöli er mjölið sett í boUa
og köldu vatni hellt yfir. Síðan er
hrært þar til mjölið leysist upp í
vatninu. Þá er því heUt út í sjóðandi
vökvann sem á að þykkja og hrært í
með þeytara svo ekki kekkist.
Nykaup
Þarsem ferskleikinn býr
Uppskriftirnar eru fengnar frá Nýkaupi
þar sem allt hráefni í þær fæst.
Brunndælur
Tsurumi CljitpDSlffilS
Sími 568 1044
4.
Réttarhálsi 2. sími: 587 5588
Skipholti 35. sími: 553 1055
Þjónustuaðilar um land allt.
UJJJaNotiö ekki barnabílstól
í sæti ef uppblásanlegur
öryggispúði er framan viö það.
að note bílbelti
Lílíl-lt. ulu lt-lLLlll-LIlll
LOKAHELGIN Enn meiri verðlækkun
Regngallaribarna,
nÚ 2.990.
fullorðins,
nÚ 3.990.
Skóveisla.Ódýrt
Barnaskór,
nú 500.
Fullorðinsskór,
nÚ 995.
Iþróttatöskur,
nú 995.
- ódýrt.
Opið laugardag 10-18 og sunnudag 12-18.
Töfflur
st. 36-46,
nú 750.
Fila-nærföt, kven/herra,
nú 40% afsl.
Hjólabuxur,
st. 38-42,
nú 500.
SPAR SPORT
TOPPMERKI Á LAGMARKSVERÐI
▼
Nóatún 17
Sími 511 4747.