Dagblaðið Vísir - DV - 01.04.2000, Qupperneq 53

Dagblaðið Vísir - DV - 01.04.2000, Qupperneq 53
61 LAUGARDAGUR 1. APRÍL 2000 DV Með allt á hreinu - Egill Ólafsson, tónlistarmaður og leikari Egill Ólafsson „Oftast er það konan mín sem sér um matseldina, þar sem hún er einfald- lega meistarakokkur, en efég matreiöi þá vil ég hafa bæöi engifer og sítrónu viö höndina. Því ætla ég aö stinga upp á sítrónukjúklingi á kínverska vísu. “ Egill Ólafsson á 25 ára söng- afmæli um þessar mundir en það var með Spilverki þjóðanna sem hann steig fyrst á stokk, syngjandi og leikandi. Síðan þá höfum við séð hann í al- varlegu hlutverki á sviði leikhúsa og allt til þess að vera dansandi og syngjandi á sviði í mikilli gleði og stemningu á tónleikum. Honum er svo sannarlega margt til lista lagt eins og við landsmenn höfum séð í gegnum árin og er því forvitnilegt að vita hvernig hann stendur sig i matargerð, en haft er eftir heimildarmönnum að hann sé ekkert síðri í þeirri listgrein, sé úr- valskokkur og matreiði mjög ljúf- fengan mat. „Þessa dagana er ég að leika og syngja í Kysstu mig Kata sem allir ætla að sjá og heyra. Nú eru rétt 25 ár síðan ég kom fram syngjandi og leikandi með Spilverki þjóðanna í fyrsta sinn og af því tilefni er ég með nýja plötu í farvatninu sem kemur út með haustinu, allt ný lög og textar sem ég hef verið að semja undanfama mánuði. Eftir æfmgar á Kötu tek ég aftur upp þráðinn við þessa vinnu. Enn fremur fer ég í næstu viku að spila vítt mn Suðurland með Birni Thoroddsen og félögum; við leikum í grunnskólum í tengslum við fyrir- bæri sem nefnt er „Tónlist fyrir alla“. Þá fer ég í stutta ferð til Kanada og Kaliforníu síðar í vor aö syngja í tengslum við landafundahá- tíðarhöld þar,“ sagði Egill. Eins og lesendur vita var það Björgvin Halldórsson sem skoraði á Egil í síðustu viku. „Enn hef ég ekki fengið að bragða mat sem Björgvin Halldórs hefur lagað en ég hef heyrt að hann sé snjall að matreiða upp á ítölsku. Sjálfur er ég betri í því að njóta mat- ar en laga hann. Þó stend ég oft yfir matseld og gef ráð um bragðið; óþol- andi... örlítið meira engifer,“ sagði Egill sem að eigin sögn fer aldrei eftir uppskriftum heldur leitar eftir rétta bragðinu. Hann bætti svo við: „Oftast er það konan mín sem sér um matseldina þar sem hún er einfaldlega meist- arakokkur, en ef ég matreiði þá vil ég hafa bæði engifer og sitrónu við höndina. Því ætla ég að stinga upp á sítrónukjúklingi á kínverska vísu“. Sítrónukjúkling- ur fyrir fjóra Aðalréttur Einn kjúklingur, skorinn í litla beinlausa bita olía, salt og pipar, sveppir, einn rauður pipar, smátt skor- inn og öll fræ fjarlægð, rifinn börkur af einni sítrónu, 5 vorlaukar, skomir niður þumalflngursstórt engifer, skor- ið smátt einn bolli kjúklingasoð (matskeið Oscar kjúklingakraft- ur, í bolla af sjóðandi vatni) skvetta af þurru sérríi tvær matskeiðar tamarin sojasósa þrjár matskeiðar sítrónusafi ein matskeið hunang Hitið olíuna, salt og pipar á kjúklingabitana og snöggsteikið þá í olíunni í 2-3 mín. Takið bitana af pönnunni og hald- ið þeim heitum. Steikið sveppina, engiferið og piparinn í ca mínútu. Bætið sítrónuberkinum og lauk- unum við og steikið í hálfa mínútu. Hellið yfir kjúklingasoðinu, sérríi, hunanginu og sojasósunni, látið suðuna koma upp og skelliö kjúklingabitunum út í, þetta er látið malla í ca 1 mínútu og þá borið fram með hrísgrjónum. Nauðsynlegt er að velta því sem er á pönnunni vel meðan á steik- ingu stendur. Soðnar amar- etto-perur Eftirréttur 4 vel þroskaðar perur fjórar matskeiðar Maple-síróp 8 matskeiðar Amaretto-likjör Perurnar eru flysjaðar en stilkur- inn og fimmtíukróna stór blettur af berki skilinn eftir við stilkinn. Perumar settar í pott sem rétt rúmar þær og vatn látið fljóta yfir, suða látin koma upp við hægan hita, lok sett á og slökkt undir, látið bíða þannig í korter. Perumar teknar upp úr og kæld- ar í ísskáp. Helmingi vatnsins hellt úr pottinum, líkjörnum og sírópinu skellt út í og hrært vel. Perumar settar í litlar skálar og soðinu hellt jafnt yfir þær. Egill skorar á Ragnheiöi Ólafsdóttur, systur sína, aö gerast matgæöingur í næstu viku. Tilvera M.fáafrPI: Steiktur smokkfiskur með austur- lenskri appel- sínusósu Fyrir 6 400 g hreinsaður smokkfiskur 2 msk. olía salt og pipar Lagið sósuna og haldi heitri meö- an smokkfiskurinn er steiktur. Hreinsið leifar af himnu og glæru „stöngina" innan úr smokkfiskboln- irni. Skerið bolinn í 1/2 cm þykka hringi. Steikið í olíunni við háan hita í eina mínútu á stórri pönnu. Austurlensk sósa 1/2 meðalstór paprika, rauð 1 msk. ólífuolía 1 lítill vorlaukur 1/2 tsk. fínt saxaður hvítlaukur 1 tsk. fínt saxaður ferskur engi- fer 1 1/2 dl kjúklingasoð 1/2 dl appelsínuþykkni börkur og safi af 1/2 appelsínu 2 msk. ostrusoja 1 tsk. hunang 1 tsk. sykur 1/2 dl teryaki soja 1 tsk. rifsberjahlaup sósulitur salt og pipar rauðvínsedik Skerið paprikuna í teninga og laukinn í smátt. Hitið olíuna í þykk- botna potti og steikið lauk, engifer, hvitlauk og paprikuna - án þess að brúna - bætið öðrum efnum saman við. Bragðbætið með salti, pipar og edikinu. Litið sósuna vel dökka og þykkið örlitið með maisenamjöli. Hollráð Þegar sósur eru þykktar með maisenamjöli er mjölið sett í boUa og köldu vatni hellt yfir. Síðan er hrært þar til mjölið leysist upp í vatninu. Þá er því heUt út í sjóðandi vökvann sem á að þykkja og hrært í með þeytara svo ekki kekkist. Nykaup Þarsem ferskleikinn býr Uppskriftirnar eru fengnar frá Nýkaupi þar sem allt hráefni í þær fæst. Brunndælur Tsurumi CljitpDSlffilS Sími 568 1044 4. Réttarhálsi 2. sími: 587 5588 Skipholti 35. sími: 553 1055 Þjónustuaðilar um land allt. UJJJaNotiö ekki barnabílstól í sæti ef uppblásanlegur öryggispúði er framan viö það. að note bílbelti Lílíl-lt. ulu lt-lLLlll-LIlll LOKAHELGIN Enn meiri verðlækkun Regngallaribarna, nÚ 2.990. fullorðins, nÚ 3.990. Skóveisla.Ódýrt Barnaskór, nú 500. Fullorðinsskór, nÚ 995. Iþróttatöskur, nú 995. - ódýrt. Opið laugardag 10-18 og sunnudag 12-18. Töfflur st. 36-46, nú 750. Fila-nærföt, kven/herra, nú 40% afsl. Hjólabuxur, st. 38-42, nú 500. SPAR SPORT TOPPMERKI Á LAGMARKSVERÐI ▼ Nóatún 17 Sími 511 4747.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.