Dagblaðið Vísir - DV - 01.04.2000, Síða 56

Dagblaðið Vísir - DV - 01.04.2000, Síða 56
64 __________________________LAUGARDAGUR 1. APRÍL 2000 Tilvera I>V Guðbrandur á Bassastöðum: Skaut næstum undan sér fótinn - braust einsamall til byggða af ótrúlegu harðfylgi „Mér fannst eins og ég hefði orð- ið fyrir einhverju höggi en vissi samt ekki í raun og veru hvað hafði gerst; varð ekki var við neinn sárs- auka. Skotið sem ég vissi að hafði hlaupið úr byssunni hélt ég að hefði farið út í loftið. En þegar ég ætlaði að koma mér á fætur þá fylgdi fótur- inn ekki eftir og sneri allt öðruvísi en hann átti að gera.“ Þannig lýsir Guðbrandur Sverris- son, bóndi og refaskytta á Bassa- stöðum í Strandasýslu, fyrstu augnablikunum eftir að skot hljóp úr haglabyssu gegnum hægri fót hans um hné og tætti bæði hold og bein og hnjáliðurinn nánast hvarf. Þetta gerðist 8. mars 1999. Dagurinn sá var bæði bjartur og fagur síðvetrardagur og geislandi heiðskírt. Um morguninn fór Guð- brandur að moka snjó með dráttar- vél og snjóblásara eins og var vani hans ákveðna daga. Hann kom heim til sín um 11.30 og gleypti í sig dálít- inn matarbita og honum halda eng- in bönd. Fátt jafnast á við að fara til fjalla við slíkar aðstæður og virða fyrir sér dýrð náttúrunnar í vetrar- búningi. Þá er veiðilöngunin í há- marki. Ótal sinnum hefur hann komið að rebba á slíkum dögum, oft í námunda við grenstæði þar sem hann lætur sólarylinn verma sig meðan smáblundur er tekinn þegar sól er hæst á lofti, og sent hann inn í eilífðina. Þetta voru einmitt kjöraðstæður til þess. óskar eftir umboösmanni í Grindavík. ^ | Uppiýsingar gefur Már í síma 550 5741. Smáauglýsingadeild DV er opin: • virka daga kl. 9-22 • iaugardaga kl. 9-14 • sunnudaga kl. 16-22 Tekiö er á móti smáauglýsingum til kl. 22 til birtingar nœsta dag Ath. Smáauglýsing í Helgarblað DV þarf þó að berast okkurfyrir kl. 17 á föstudag o\\t miKi hirpj^ V. ■^L Smáauglýsingar 550 5000 Guðbrandur undir stýri Guöbrandur hefur aukavinnu viö aö moka snjó á sínum heimaslóöum og nýja dráttarvélin nýtist vet. Guðbrandur gegndi auk þess því starfi fyrir sveit sína að halda í skefjum og reyna að fækka bæði ref og mink. Þaut í holti tófa „Uppi á fjallinu, rétt sunnan við Asparvík, verð ég var við tófu sem er á skokki og ég fer þannig að henni að hún er tilneydd að fara niður fyrir klettabelti sem þama er. Ég stöðva sleðann við klettabrún og hugleiöi hvernig staða mín geti best verið til að koma á hana skoti þeg- ar hún fer með fram klettunum neð- anverðum. Ég set strax skotið í byssuna svo tófan heyri ekki hljóð- ið sem alltaf heyrist þegar skot er sett í byssu. Ég hef alltaf verið mjög ákveðinn við sjálfan mig og aðra að setja öryggið alltaf á þegar skot er komið í svo engin hætta sé á ferðum þó eitthvað komi upp á. Ég hef ekki gengið nema örfá skref þegar ég fell kylliflatur - það reyndist glærasvell undir snjóhulu. Ég missi byssuna og þá gerist það sem fyrst er frá sagt. Ekki var nú allt gáfulegt sem kom upp í hugann þegar ég sá hvað gerst Guöbrandur Sverrisson Hann stendur viö nýja dráttarvéi sem er meö sérsmíðuöu fótstigi svo hann geti notaö fótinn. Guöbrandur skaut næstum undan sér fótinn og sýndi ótrúlegt haröfyigi viö aö kom- ast einsamall til byggöa eftir óhappiö. hafði. Það fyrsta sem flaug gegnum hugann var: Hvað get ég gert til að ekki fréttist að ég hafi orðið fyrir skoti úr eigin byssu? Ég hef oft sagt við konuna mína að undrast ekki um mig þó ég skili mér seint og þess vegna veit ég að það verður ekki farið að leita að mér fyrr en undir kvöld. Það reyn- ist þrautin þyngri að snúa sleðan- um við því ekki er hægt að bakka honum og ég hafði stöðvað hann fremst á klettabrún. Ég dróst fram og til baka milli endanna á honum og hann færðist í hvert skipti nóg til þess að ég gat loks ekið af stað. Þá var að ákveða leiðina svo ég lenti ekki í sjálfheldu því þarna eru bæði klettar og hengjur og ekki gekk að fara sömu leið til baka því hún var bæði löng og krókótt. Ég valdi leið niður á aðalveginn rétt við bæinn Reykjarvík, þar sem heit- ir Álfhóll; taldi mig þá ekki vera í þeim hliðarhalla sem ég réði ekki við og það gekk fljótt og vel. Ruggaði fætinum fyrir þá Nokkur óþægindi gerðu vart við sig þegar ekið var á auðri jörðinni en annárs var ég dofinn. Þegár ég kom svo inn undir Ás- mundarnes sé ég þyrlu Landhelgis- gæsluimar og þá herti ég heldur á mér. Ég vissi að björgunarhunda- sveit hafði verið með æfingu við Laugarhól en um þyrluna vissi ég ekkert fyrr en hún blasti við. Þegar ég kom inn undir Laugarhól er hún á sveimi um Bjarnarfjörðinn. Ég hafði strax orð á því að ég þyrfti að fá far með þyrlunni suður en þetta voru nú allt ókunnugir menn og ég þekkti engan nema lögg- una okkar, hann Höskuld. Hinir hafa örugglega haldið að þeir sæju þarna dæmigerðan bóndakarl, grá- an mjög, í lörfum og á gömlum vélsleða. Til þess að blessaðir menn- imir áttuðu sig á því hvað hafði gerst ruggaði ég dálítið fætinum fyr- Pakki af ryksugupokum fylgir með f kaupbaeti Vamperino SX 1.300 W Fimmfalt filterkerfi Tveir fylgihlutir Pakki af ryksugupokum fylgir með f kaupbæti # Pakkiaf ryksugupokum fylgir með i kaupbæti Pakki af ryksugupokum fylgir með í kaupbæti <Spí Vamperino 920* 1.300 W Lengjanlegt sogrör X Fimmfalt filterkerfi Þrír fylgihlutir Vampyr 5020 Ný, orkusparandi vél Sogkraftur 1.300 W Fimmfalt filterkerfi Tveir fylgihlutir CE-P0WER • Ný, kraftmikil ryksuga í sportlegri tösku Sogkraftur 1.600 W* Lengjanlegt sogrör Rmmfalt filterkerfl • Tveir fylgihlutir - i _l^-|_ BRÆÐURNIR Í©1 ORMSSON Lágmúla 8 • Sími 530 2800 UMBOÐSMENN Sími 530 2800 www.ormsson.is Vesturland: Hljómsýn, Akranesi. Kf. Borgfirðinga, Borgarnesi. Blómsturvellir, Hellissandi. Guöni Hallgrímsson, Grundarfirði. Ásubúð, Búðardal. Vestfirðin Geirseyrarbúðin, ■ Patreksfirði. Rafverk, Bolungarvík. Straumur, ísafiröi. Pokahomið, Tálknafirði. Norðuriand: Radionaust, Akureyri. Kf. Steingrímsfjarðai; Hólmavík. Kf. V-Hún., Hvammstanga. Kf. Húnvetninga, Blönduósi. Skagfirðingabúð, Sauöárkróki. Urð, Raufarhöfn. Austurland: Sveinn Guðmundsson, Egilsstöðum. Kf. Vopnafirðinga, Vopnafirði. Kf. Stöðfirðinga. Verslunin Vík, Neskaupstað. Kf. Fáskrúðsfirðinga, Fáskrúðsfirði. KASK, Höfn, KASK Djúpavogi. Suðurland: Mosfell, Hellu. Árvirkinn, Selfossi. Rás, Þoriákshöfn. Brimnes, Vestmannaeyjum. Klakkur, Vík. Reykjanes: Ljósbogin Keflavík. Rafborg, Grindavík.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.