Dagblaðið Vísir - DV - 01.04.2000, Qupperneq 58
V 66
LAUGARDAGUR 1. APRÍL 2000
Tilvera
r>v
dbandagagnryni
Sparkler:
★★i
Glit-
meyjar
og fölnandi
stjörnur
Gott er að dreyma um að slá í gegn,
helst að verða ríkur og jafhframt að
njóta hins besta sem lífið hefur upp á
að bjóða. Ekki eru allir svo heppnir að
geta notið lífsins, aðrir ganga 1 gegnum
það í blekkingaheimi og sumir kynn-
ast einfaldlega varla lífsnautnum.
Aðalpersónan í Sparkler virðist vera
týpan sem hefur gengið í gegnum lífið
í blekkingaheimi.
Hún glitrar og hún ætlar að gera
eitthvað. Hún er Melba May. Líf Melbu
er þó fábrotið þar sem hún býr í hús-
vagni, reyndar þeim flottasta í hús-
vagnahverfmu, en peningar litlir og
eiginmaðurinn upp á fáa fiskana. Þeg-
ar Melba kemst að því að eiginmaður-
inn heldur fram hjá þá er flúið í faðm
mömmu gömlu. Ekki þýðir þó að húka
■* heima öllum stundum og Melba fer út
á lífið. Þegar hún hittir svo þijá unga
menn úti á lífmu telur hún örlögin
hafa gripið í taumana og nú ætli hún
að gera eitthvað við líf sitt.
Myndin hefur upp á skemmtilega
karaktera að bjóða. Mamma Melbu
May er hreint og beint snilldarlegur
karakter. Gaman er að sjá eldri pæjur
sem hafa ekki verið að „meika það“ í
liftnu en geta litið út eins og stjömur
við réttu tækifærin. Það er svo hrylli-
lega mikið af gelgjumyndum að létt
% blanda af unglingagelgjuleikurum og
eldri virkar hér mjög vel.
Útgefandi: Skífan. Leikstjóri: Darren Stein.
Aöalhlutverk: Park Overall, Veronica Cartwright,
Jamie Kennedy, Steven Petrarca og Freddie
Prinze, Jr. Bandarisk, 1997. Lengd: 96 mín.
Bönnuð innan 12 ára. -GG
Outside
Providence:
★★★
Enn
einn
" ung-
lingur-
inn á krossgöt-
um
Stundum er líflð einfaldlega ekk-
ert flókið. Það eru grunnatriðin sem
gilda og ekkert annað kemst að.
Hvað ætti ungur, áhyggjulaus strák-
ur að hugsa um annað en góðar
stundir með félögimum og jafnvel
að ná athygli hins kynsins? Ja, er
ekki allt upptalið?
Timothy „Dildo“ Dunphy er
stefnulaus unglingsstrákur sem
stefnir einna helst í ræsið ef eitthvað
er. Hann og félagar hans eyða mest-
um tima sínum í að komast í vímu og
vera í vímu. Timothy á yngri bróður,
sem er í hjólastól, sem hann sýnir þó
umhyggju og foður sem er frekar
kaldranalegur. Vegir lífsins eru þó
margbreytilegir og Timothy er send-
ur nauðugur í heimavistarskóla. Þar
hefst svo skemmtilegt uppgjör stráks-
ins á sjálfúm sér og lífinu.
Myndin er nokkuð skemmtileg og
fyndin. Þó dettur hún niður á köflum
en þar sem persónusköpunin er
prýðileg þá stendur maður sig aö þvi
að glotta á sumum alvarlegri köflum
myndarinnar. Þó nokkuð er af ör-
smáum bröndurum sem skapa al-
menna ánægjulega heild áhorfunar.
Útgefandi: Skífan. Leikstjóri: Michael Cor-
rente. Aöalhlutverk: Shawn Hatosy, Jon
Abrahams, Tommy Bone, Jonathan
Brandis, Jack Ferver, Adam Lavorgna,
Jesse Leach, Gabriel Mann, Kristen Shor-
ten, Amy Smart, Alex Toma, George Went
■* og Alec Baldwin. Bandarísk, 1998.
Lengd: 100 mín. Bönnuö innan 12 ára.
-GG
Enginn Óskar fyrir
Sjötta skilningarvitið
Nei, ekki fengu aðstandendur
þessarar stórgóðu myndar að taka
með sér heim svo mikið sem eina
einustu styttu, þótt hún hafi verið í
hópi þeirra mynda sem flestar til-
nefningar fengu. Alls voru þær sex
talsins, fyrir bestu mynd, bestu leik-
stjóm, besta frumsamda handrit,
besta karlleikara í aukahlutverki,
besta kvenleikara í aukahlutverki
og bestu klippingu. í tilefni af út-
gáfu myndarinnar á myndbandi nú
í vikunni í kjölfar óskarsverðlauna-
hátíðarinnar aðfaranótt mánudags
ætla ég að líta á hvern flokk fyrir
sig, bera saman við verðlauna-
hafann og reyna að meta hvort ég sé
sammála vali amerísku kvikmynda-
akademíunnar.
Lúffaði fyrir American
Beauty
Það var American Beauty sem
bar sigurorð af The Sixth Sense í
flokkunum besta mynd, besta leik-
stjóm og besta frumsamda handrit.
Vissulega er The Sixth Sense frá-
bær mynd í alla staði, en American
Beauty hittir beint í mark í ádeilu
sinni á ameríska drauminn og kem-
ur vel við kauninn á þjóðarsál-
inni. Hún á einfaldlega
meira erindi til áhorfenda
og á Óskarinn fyrir bestu
mynd skilið fyrir þær
sakir. Tvær frábærar
myndir, en ég er sam-
mála vali akademíunnar.
Oft er það leikstjóri
bestu myndar-
innar
verðlaun fyrir bestu leikstjóm en
þó era undantekningar á því. í
flokknum besta mynd eru metin al-
hliða gæöi myndarinnar en í flokkn-
um besti leikstjóri er litið til
frammistöðu leikhópsins og því
hlýtur frábær leikur Kevin Spacey
og Anette Bening í aðalhlutverkun-
um að hafa fleytt Sam Mendes lang-
leiðina að Óskamum. Hins vegar er
það spurning hvort það sé ekki
meira leikstjómarafrek að leiðbeina
síðri leikurum þannig að þeir nái
stjömuleik. í þessum flokki ftnnst
mér að M. Night Shyamalan hefði
alveg eins átt skilið Óskar, sérstak-
lega í ljósi magnaðrar frammistöðu
sem hann laðar fram úr leikara á
bamsaldri, Haley Joel Osment.
Litli drengurinn með tilnefn-
inguna
Frammistaða hans þótti nógu góð
til að tilnefna hann til óskarsverð-
launa en mann grunar þó að það sé
að hluta til komið af því hversu
ungur hann er. Það heföi þó verið
gaman að sjá hann taka á móti stytt-
unni en ekki þótti mér neitt verra
að sjá eðalleikarann Michael Caine
taka á móti verðlaununum af
stakri hógværð. Hins vegar
fannst mér einkennilegt af aka-
demíunni að halda því fram að
r j stráksi hefði verið í aukahlut-
verki en varla hefði hann átt
meiri séns í Kevin Spacey. Ástr-
alska leikkonan Toni Collette var
hins vegar í réttum flokki,
en þar vann Angelina Jolie _
fyrir Girl, Interr-i
demían hefur löngum verið hrifin af
geðsjúklingahlutverkum, svo valið
kom ekkert á óvart.
Handritið að The Sixth Sense hef-
ur að geyma einhverja óvæntustu
og alflottustu sögufléttu sem ég hef
séð í áraraðir. Það dugði henni þó
ekki til að hafa Óskarinn af Americ-
an Beauty sem tefldi fram hvassri
en þó léttlyndri þjóðfélagsádeilu
sem sameinaði listilega vel þá kosti
að skemmta áhorfendanum og gefa
honum jafnframt eitthvað til að
hugsa um. Ég á erfitt með að gera
upp á milli þessara tveggja hand-
rita.
Ekki tíl að rífast yfir
Að lokum er það klippingin og ég
get ekkert kvartað undan því að
The Matrix hafl hrifsaö þá styttu
eins og þrjár aðrar, allar fyrir
tæknilega hluti, enda var sú mynd
algjört þrekvirki tæknilega séð og
frumkvööull á því sviði. Þótt klipp-
ingin hafi verið vel gerð í The Sixth
Sense, eins og reyndar öll tæknileg
úrvinnsla, þá er The Matrix bara í
sérflokki hvað það varðar.
Niðurstaða min er sú að í flokk-
unum besti leikstjóri og besta frum-
samda handrit (hugsanlega einnig
besta leikkona í aukahlutverki)
hefði The Sixth Sense átt óskarinn
skilið alveg til jafns við American
Beauty (og Girl, Interrupted), og
hefði kannski mátt fá a.m.k. einn
þeirra, þótt varla sé hægt aö rífast
hástöfum yfir því. American Beauty
er sérlega vel að styttunum
komin. Hins vegar má segja
að það sé sama hversu góða
mynd þú gerir, þú getur
aldrei átt Óskarinn vísan
því það er alltaf möguleiki
á að einhver annar geri
enn betur.
Pétur Jónasson
The Sixth Sense
Haley Joel Osment og Bruce Willis í hlutverkum sínum í mynd sem tilnefnd var til sex óskarsverölauna en fékk engin.
Y f irnáttúrlegt
drama
Það getur oft verið erfltt að hafa
litla krakka í stóram hlutverkum í
stórmyndum. Oft vantar þá þroska og
reynslu til að gefa hlutverkinu dýpt
og verða því veiki hlekkurinn í leik-
hópnum, sérstaklega ef þeir eru með-
al stjömuleikara. Hinn ungi Haley
Joel Osment stóð sig þó svo vel í hlut-
verki stráksins sem sér dautt fólk að
hann var tilnefndur til óskarsverð-
launa fyrir leik sinn. Toni Collette
fékk einnig tilnefningu fyrir hlutverk
móður stráksins, en ekki Brace Will-
is fyrir hlutverk sálfræðingsins sem
reynir að hjálpa stráksa, þótt hann
standi sig alveg prýðilega, enda miklu
betri leikari en margir halda sem að-
eins sjá hasarmyndimar hans.
Þessi mynd er alls ekki hryllings-
mynd, þótt sum atriðin séu fremur
óhugnanleg. Ég myndi fremur kalla
þetta yfimáttúrlegt drama sem fjall-
ar um viðbrögð fólks við hlutum
sem ekki rúmast í efnisheiminum.
Hæg og vönduð uppbygging sögunn-
ar, ásamt vandaðri persónusköpun,
góðum leik og lýtalausri tæknilegri
úrvinnslu, gerir þetta að einkar
áhugaverðri mynd sem grípur
áhorfandann fostum tökum. Rúsín-
The Sixth
Sense
★★★★
an í pylsuendan-
um er síðan
óvænt og sér-
lega vel hugsuð söguflétta í lokin
sem breytir öllum forsendum sem
áður hafa verið gefnar. Það er
einmitt mjög gaman að sjá myndina
í annað skipti og taka betur eftir því
hvað sögufléttan er óaðfinnanleg.
Útgefandi: Myndform. Leikstjóri: M. Night
Shyamalan. Aöalhlutverk: Bruce Willis,
Haley Joel Osment og Toni Collette.
Bandarísk, 1999. Lengd: 103 mín. Bönn-
uö innan 16 ára. -PJ
Geena Davis í nýjustu kvikmynd
sinni, Stuart Little
Ætlar aö flytja sigyfir í sjónvarpiö.
Geena Davis í
sjónvarpið
Fallandi kvikmyndastjömur leita
gjarnan í sjónvarpið til að halda sér
í sviðsljósinu. Stutt er síðan Charlie
Sheen samþykkti að taka að sér
hlutverk Michaels J. Fox i Spin
City þar sem sá síöarnefndi verður
að hætta vegna veikinda. Þótt
Sheen sé fallandi stjama þá er það
ekki meira en svo að hann gat haft
það í gegn að tökustaður þáttanna
var færður frá New York til Los
Angeles þar sem hann á heima.
Geena Davis hefur ekki átt miklu
láni að fagna í kvikmyndaheimin-
um að undanfornu. Það er af sem
áður var þegar hún var eftirsóttasta
stjarnan í Hollywood. Byrjunin á
óförum hennar má rekja til Cutt-
hroad Island, sem var með dýrari
myndum sem gerðar hafa verið og
kolféll. Hún sýndi síðan góða takta í
The Long Kiss Goodnight, virki-
lega góðri sakamálamynd sem átti
skilið betri aðsókn en raunin varð.
Síðan hefur lítið frést af henni þar
til nú en samkvæmt fréttum ætlar
hún að fylgja fordæmi Sheen og fara
yflr í sjónvarpið. Hefur hún sam-
þykkt að taka að sér hlutverk í
nýrri sjónvarpsseríu, Lost and
Found.. Hún mun leika konu á fer-
tugsaldri sem gengur vel í við-
skiptaheiminum. Líf hennar tekur
miklum breytingum þegar kún
kynnist ekkjumanni með tvö börn.
Laun Davis verða ekkert til að
skammast sín fyrir. Mun hún fá
200.000 dollara fyrir hvern þátt, en
þeir verða í fyrstu lotu 22, þannig að
heildartekjur hennar verða 4,4
milljónir dollara fyrir syrpuna; auk
þess verður hún titluð framleiðandi.
Lgp
Lake Placid:
★★
Króksi
étur
Kana
Myndir um
dýr sem stækka upp úr öllu valdi og
herja á mannskepnuna eru eitt
þekktasta og um leið ófrumlegasta
form hryllingsmynda (King Kong,
Alligator, Anaconda, Godzilla
o.s.frv.). Maður á eiginlega aldrei
von á góðu frá höfundum slíkra
mynda. Ef grunnhugmyndin að
baki sögunni er ekki skárri en
þetta, þá er varla hægt að búast við
mjög snjöllu handriti.
í friðsælu vatni verður allt í einu
vart við risastóran krókódíl sem
snæðir menn og skepnur í gríð og
erg. Hópur fólks fer í útilegu að
kanna málið og ákveður síðan að
veiða króksa eftir að hafa dundað
sér um stund við sundæfingar í
kringum hann.
Þetta er næstum því jafn spennandi
og veðurfréttimar (með fullri virð-
ingu fyrir veðurfræðingum) og með
heimskulegri myndum. Hópurinn
sem fer á króksaveiðar er svo bjána-
lega saman settrn- að það hálfa væri
nóg, og persónusköpunin er bæði ýkt
og asnaleg. Þrátt fyrir það verð ég að
viðurkenna að ég hafði lúmskt gaman
af myndinni, því að hún var svo gjör-
samlega út í hött að það jaðraði við
súrrealisma. Ég ætla því að líta á
hana sem meðalgóða grínmynd. Svo
eru líka furðugóðir leikarar í henni.
Útgefandi: Bergvík. Leikstjóri: Steve
Miner. Aöalhlutverk: Bill Pullnam, Bridget
Fonda, Oliver Platt og Brendan Gleeson.
Bandarísk, 1999. Lengd: 1999. Bönnuö
innan 16 ára. -PJ