Dagblaðið Vísir - DV - 10.04.2000, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 10.04.2000, Blaðsíða 13
13 MÁNUDAGUR 10. APRÍL 2000 DV__________________________________ Útlönd CIA refsar fyrir árásina á kínverska sendiráðið í Belgrad: Einn var rekinn og sex tyftaðir Bandaríska leyniþjónustan CLA greindi frá því í gær aö einn starfs- maður heföi verið rekinn vegna mistaka sem hann gerði og leiddu til þess að flugvélar Atlantshafs- bandalagsins (NATO) gerðu loftárás á kínverska sendiráðið í Belgrad í átökunum í Kosovo í fyrra. Að sögn embættismanns CIA, sem ekki vildi láta nafns sins getið, voru sex aðrir starfsmenn tyftaðir, þar af einn háttsettur. George Tenet, forstjóri CIA, hefur þegar refsað mönnunum. Ákvörðun þar um var tekin i kjölfar umfangs- mikillar rannsóknar á loftárásina í maí í fyrra. Þrír kínverskir borgarar létu lífið í árásinni og tuttugu aðrir hlutu sár. Flugvélar NATO höfðu ætlað að gera árás á birgðastöðvar júgóslav- neska hersins. Einhverjir starfsmannanna fengu Refsivöndur CIA á lofti Svona leit kínverska sendiráðiö í Belgrad út eftir loftárás NATO í fyrra. CIA hefur refsað fyrir mistökin. munnlega refsingu en aðrir fengu bréf þar sem þeim var meðal annars tilkynnt að þeir fengju ekki neina stöðuhækkun í einhvern tima. Sex- menningamir samþykktu allir á einn eða annan hátt skotmarkið sem sá brottrekni hafði valið. Einn starfsmaður CIA fékk hins vegar hrós fyrir að reyna árangurs- laust að koma í veg fyrir sprengju- árásina þegar hann hafði áttað sig á að rangt skotmark hafði verið valið. Árásin spillti mjög samskiptum Bandarikjanna og Kína og hefur ekki enn gróið um heilt. Æstur múgur rést meðal annars á banda- ríska sendiráðið í Peking skömmu eftir að árásin var gerð. Bandarísk stjómvöld héldu því statt og stöðugt fram að árásin hefði verið slys en ekki gerð af ásettu ráði. í yfirlýsingu frá CIA í gær var sú fullyrðing ítrekuð. Poul Nyrup Rasmussen Færeyingar vantreysta danska for- sætisráðherranum. Poul Nyrup: Hagar sér eins og nýlenduherra Fjármálaráðherra Færeyja, Karsten Hansen úr Þjóðveldis- flokkinum, segir að Poul Nyrup Rasmussen, forsætisráðherra Danmerkur, komi fram við Fær- eyinga eins og nýlenduherra. „Hann segir svo margt sem bendir til að hann vilji ekki sleppa takinu af Færeyjum,“ segir Hansen í viðtali við danska blað- ið Jyllands-Posten. Hann telur ljóst að Nyrup vilji ekki láta minnast sín sem forsæt- isráðherrans sem glataði hluta af ríkinu. „Mannleg viðbrögð," segir Karsten Hansen. Lömbin borin til slátrunar Palestískir hellisbúar slógu upp veislu í gær til að fagna því að ísraelar leyfðu þeim að snúa aftur í helia sína í eyðimörkinni í Júdeu. Af því tiiefni var lömbum slátrað og vinum og ættingjum boðið að gæða sér á kræsingunum. Nýj ar vorur Handofin rúmteppi, tveir púöar fylgja. Ekta síðir pelsar. Síðir leðurfrakkar. Handunnin húsgögn. Arshátíðar- og fermingardress. Handunnar gjafavörur. Kristall - matta rósin, 20% afsl. opa Sigurstjarnan virka daaa 11-18, laugard. 11-15 í bláu húsi við Fákafen. Sími 588 4545. uwsSBPas VW Golf, f. skrd. 8.5.1998, bsk., 5 dyra, ekinn 21 þ. km, svartur. Verð kr. 1.320.000. VW Passat, 4x4, f. skrd. 2.7.1999, bsk., 5 dyra, ekinn 14 þ. km, grár. Verð kr. 2.290.000. VW Polo, f. skrd. 22.2.1996, bsk., 3 dyra, ekinn 92 þ. km, grænn. Verðkr. 680.000. VW Passat, 1800, f.skrd. 21.5.1997, ssk., 4 dyra, ekinn 59 þ. km, rauður. Verð kr. 1.690.000. Subaru Legacy GL 4wd, f. skrd. 2.7. 1993, bsk., 5 dyra, ekinn 135 þ. km, grár. Verð kr. 850.000. Toyota Hiace, bensín, f. skrd. 22.7.1999, bsk., 4 dyra, ekinn 12 þ. km, hvítur. VW Transporter, vsk-bíil, f. skrd. 26.4. Nissan Patrol, 2,8, dísil, f. skrd. 19.5. Verðkr. 1.630.000. Verð kr. 1.190.000. rauður. Verð kr. 2.300.000. Borgartúni 26, ámar 561 7510 & 561 7511 úrval nHa*ra bíla af öllu^ sfaröu^ og ger*u»») / Margar bifreiðar á söluskrá okkar er hægt að greiða með Visa eða Euro raðgreiðslum

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.