Dagblaðið Vísir - DV - 12.04.2000, Síða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 12.04.2000, Síða 2
18 MIÐVIKUDAGUR 12. APRÍL 2000 H>"V Svona líta bílarnir út Eins og undanfarin ár gefur DV nú út sérstakt aukablaö með yfir- liti yfir þá fólksbíla og jeppa sem vitað er að verða í boði á íslensk- um bilamarkaði á yfirstandandi ári. Við fylgjum hefðinni með því að gefa tæknilega lýsingu og verð á þessum bílum í sérstakri töflu sem menn geta tekiö úr blaðinu og geymt sér til þæginda og fróðleiks síðar meir, ef það hentar. Þegar undirbúningur þessa blaös var á lokastigi var gerð breyting á lögum um vörugjald sem snertir bílainnflutninginn talsvert þar sem gjaldflokkum bíla var fækkað úr sex í tvo. Þetta breytti nokkuð því sem þegar var frágengið og varð að vinna sumt upp á nýtt. Aðalatriðið er þó að í fyrrgreindri upplýsinga- töflu eru nú tveir dálkar yfir verð. Annar segir frá verðinu eins og það var fyrir gjaldflokkabreytingu, hinn eins og það er eftir hana. Við þykjumst vita að það muni mörg- um þykja ærið forvitnilegt til sam- anburðar - hvaö hefur lækkað? Hvað hefur hækkað? Þá fitjum við líka upp á þeirri nýbreytni núna að birta myndir af þeim bílum sem boðnir eru ásamt örstuttri umsögn um nokkra kosti þeirra eða eiginleika. Undanfarin ár hefur nokkuð borið á gagnrýni þess efnis að ekki hafi verið nógu mikið af bílamyndum í þessu sér- blaði. Úr því er nú bætt. í þessari léttu umfjöllun er bíl- um raðað eftir verðflokkum. Rétt er að benda á og undirstrika að það verð sem tilgreint er í blaðinu er í öllum tilvikum lægsta verð á hverri tegund eða undirgerð. Verð- ið hækkar að sjálfsögöu eftir bún- aði frá því grunnverði sem hér er gefið. -NG/SHH Væntan- legir bílar - verð liggur ekki fyrir Audi A2 Audi A6 Allroad Lexus LS430 Lexus RX300 Mercedes Benz C-klassi Nýr Pajero Porsche 911 Turbo Skoda Fabia Toyota RAV 4 Volvo S70 AWD Audi A2 Þessi bíll er væntanlegur á ár- inu og er hinn minnsti í Audi-fjöl- skyldunni. Hann er byggður á svokall- aða „spaceframe“- álgrind og yfirbygg- ingin er gerð á ál- ramma þannig að bíllinn sjálfur er mjög léttur. Samt er þetta fjögurra dyra bifl þannig að auð- velt ætti að vera að umgangast hann og ekki spillir að í boði veröa sparneytnar vélar, þar á meðal þriggja lítra TDI- vélin sem í litla VW Lupo-bílnum heldur sig innan við 3 lítra á hundraðið. Mitsubishi Pajero - nýr Þetta er nýr bíll frá grunni og sameinar enn betur en áður megin- kosti hrað- brauta- bíls og fjalla- jeppa. Grindin er sam- byggð við yfirbygging- una og þannig næst samtímis út lægri þyngdarpunktur og meiri veghæð. Hinn nýi Pajero er sérlega hljóðlátur í akstri og stöðugur á vegi og rúmar mjög vel, bæði í aftursæti og fram- sæti. Tveggja manna „auka- sæti“ er aftast í bílnum en rennt ofan í hólf gólfi þegar ekki er verið að nota það. Lexus LS430 LS430 er nýjasti billinn frá Lexus og er einn best búni lúx- usbíflinn á markaðin- um i dag. Við hönnun hans var leitast við að hafa loftmótstöðu eins litla og mögulegt var, enda er hún sú minnsta í sínum flokki, eða 0,25 Cd. Fyrir vikið er hann einstaklega hljóðlátur en það er ekki það eina sem prýö- ir þennen bíl. Hann er búinn öflugri V8 bensínvél sem hefur 4') Newton- metra af togi. Vel er séð fyrir öryggi með 8 öryggispúðum sem staðalbúnaö og þægindin eru sér á parti. Meðal annars skynjar miðstöðin mun á sól og skugga og hluti hennar er í sætunum þannig að þau verða aldrei of heit eða köld. Vel fer einnig um aftursætisfarþega sem geta stillt aftursæti með raf- magnsbúnaði úr niðurfellanlegum miðjustokki. Lexus RX300 Nýi Lexus RX300 er lúxusbíll með út- lit og eiginleika jeppa. Hann er með sívirkt íjórhjóladrif, tengt aflmikilli 220 hestafla V6 vél úr áli. Hann er með spólvörn og í sjálf- skiptingunni er bún- aður sem læsir henni og kemur í veg fyrir að hún „slúðri“. Með þess- ari vél fer hann úr kyrrstöðu i hundrað kílómetrana á 8,8 sekúndum sem er gott fyrir bíl sem er 1770 kíló. Eins og aðrir lúxusbílar frá Lexus er RX hlaðinn búnaði og all- ur öryggisbúnaður er staðalbúnaður þar. Audi A6 Allroad Audi Quattro Allroad er nokkuð sérstakur í sínum flokki aldrifsfólksbíla. Þessi skemmtilegi bíll er væntanlegur hingað fljótlega og er með loftpúða- fjöðrun á öllum fjórum hjólunum sem virkar þannig að skynjarar fylgjast með undirlaginu og hækka bílinn upp þar sem þörf er talin á. Ökumaður- inn getur einnig stjómað veghæðinni með takka úr mælaborðinu. Bíllinn er með tvær geröir véla, báðar öflugar bensín- og dísilvélar. Bensínvélin er 2,7 lítra, V6, með tvöfaldri túrbínu og pumpar út 250 hestöflum. Allroad er all- vel búinn og mjög vel búinn og ætti að henta mörgum íslendingnum vel. Porsche 911 Turbo í þessum nýja bíl frá Porsche fær maður allt sem hægt er að fá í alvöru- sportbíl. Með túrbínunni spýtir hann bílnum úr 0 í 100 km/klst. á aðeins 4,2 sekúndum. Hann er uppfullur af nýjustu tækniundrunum frá Porsche og má þar til dæmis nefna eigið stöðugleikakerfi, fjórhjóladrif og í heddunum er „VarioCam Plus“-kerfið. Eins og flestir Porsche-bílamir er hann fáanlegur með Tiptronic S skiptingunni og síðast en ekki síst eru nýju keramikbrems- urnar í þessum bíl en þær minnka ófjaðraða þyngd bílsins og gera hann þannig skemmtflegri í akstri. Skoda Fabia Þetta er nýjasti bíllinn frá Skoda. Hann var frumkynntur á alþjóðlegu bílasýningunni í Frankfurt í haust sem leið og vakti þar strax mikla athygli. Hann ber augljósan útlitskeim af tékkneskum uppruna sínum en hvað tæknibúnað og frágang áhrærir virðist hann nú vera kominn til jafns við þýska frænd- ur sína í Volkswagen- fjölskyldunni. Þessi bíll er ákaflega vel búinn og bú- ast má við að hann veki mikla athygli þegar hann verður kynnt- ur á íslandi í næsta mán- uði. Mercedes Benz C-klassi C-klassinn frá MB er alveg nýr og var frumkynntur í marsmánuði síðast- liðnum. Þegar þetta er ritað er lítið vitað um í hverju hann er breyttur frá eldri árgerðum. Það sem fyrir liggur á þessari stundu er að endurhönnunin tók fjögur ár og kostaði 1,36 milljarða evra. Nánari upplýsingar um þennan bíl berast væntanlega á næstunni. Alfa frá kr. 1.790.000 Opið á laugardögum kl 13 -17 Istraktor ?,9 BlLAR FYRIR ALLA SMIÐSBÚÐJ • Cim«* - S fÍÍ7 5 4 0 0 » 0 0 í dag. Fyrirgefðu sjálfum þér og endurlifðu kynnin af þinní bestu akstursupplifun.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.