Dagblaðið Vísir - DV - 12.04.2000, Page 6

Dagblaðið Vísir - DV - 12.04.2000, Page 6
22 MIÐVIKUDAGUR 12. APRÍL 2000 pv VWPolo Nýlega kynnti Hekla hf. nýjan Volkswagen Polo sem er nokkuð breyttur frá fyrirrennara sínum. Hann er kominn með ný ljósker bæði framan og aftan og nýja og sérlega smekklega innréttingu - allt miklu sportlegra en áður. Hann er vel búinn miðað við smábíl og meðal annars er í honum Alpine- geislaspilari með 4 hátölurum. Hann er í boði í nokkrum útgáfum með vélar upp í 125 hestöfl, bæði sjálfskiptur og beinskiptur. Hann er einnig vel búinn frá öryggissjón- armiði, með ijóra loftpúða, þar af tvo fyrir hliðarárekstra sem komið er fyrir í hliðum framsæta. Ford Ka Ka er minnsti bíllinn sem Ford hefur í boði, tveggja dyra bíll, og menn hafa ýmsar skoðanir á útliti hans, hvort það sé fagurt eður ei. Það gildir hið sama um Ka og marga fleiri litla bíla að þeir henta einkum fyrir tvo til ferða eða litlar fjölskyldur því rýmið aftur í er frek- ar skorið við nögl. Hins vegar er þetta lipur bíll í akstri og þægilegur innan sinna marka, hefur frískar tökur og liggur ágætlega. aukaafslátt af smáauglýsingum DV Smáauglýsingar IPVI 550 5000 Toyota Yaris Yaris er fyrsti smábíllinn frá Toyota sem virki- lega slær gegn. Hann var valinn bíll ársins Evrópu og kannski að vonum því hann var fyrst og fremst hannaður með Evr- ópumarkaðinn í huga. Þetta er líf- legur smábíll, lipur í borgum og létt- ur til langferða. Hægt er að draga aftursætið fram og aftur eftir því sem hentar með tilliti til farþega og/eða flutnings. Peugeot 206 Liðlegur smábíll sem þykir fallegur á velli. Eins og frönskum bílum er títt er hann fjarska þægilegur á vegi, með góða fjöðrun og ágætt veggrip. í mis- hæðóttu landi eða þéttbýli er hann því skemmtilegri sem hann er valinn með aflmeiri vél. í þéttbýli er hann liðlegur og léttur í snúningum og al- mennt séð verður hann að teljast ágætlega hljóðlátur, ekki síst miðað við sinn flokk Hyundai Accent Accent er bíll sem margir þekkja og notið hefur ágætra vinsælda hérlendis. Þegar þetta er ritað er nýr bíll að koma og hef- ur ekki verið unnt að taka hann til kostanna við ís- lenskar aðstæður enn sem komið er en af erlendum um- sögnum að dæma er sá nýi rúmbetri en sá sem hann tekur við af, ekki síst í aftursæti. Nánari umfjöllun verður væntanlega í DV-bílum á næstunni. Fiat Punto Á siðasta ári kom Fiat með alveg nýjan Punto og raunar í tveimur grunn- útfærslum: tveggja hurða og fjögurra hurða. Að vélbúnaði er þetta sami bíll- inn en að útliti til er ýmislegt fleira en hurðafjöldinn sitt með hverju snið- inu og fjögurra dyra bíllinn er lengri en hinn. Fiat Punto er ágætlega búinn smábíll og einn hinn álitleg- asti í sínum flokki, eins og glöggt má sjá af sölutölum frá meginlandinu þar sem hann hefur selst vel, t.a.m. í Þýskalandi. Ford Fiesta Fiesta er ekki til muna stærri en Ka en er fjögurra dyra og þar með þægi- legri í umgengni - og reyndar rúmbetri aftur í, þó hún beri þar hin eðlilegu einkenni smábílsins. Fiesta fékk andlitslyftingu í fyrra og er nú komin með „New Edge Design" líkt og aðrir Fordbílar. Það sem helst einkennir Fiesta er ágætlega skemmtilegir aksturseiginleik- ar, góð vinnsla og ágæt fjöðrun. Suzuki Wagon R+ Nýstárleg gerð minnstu fjölnotaMa. Enn minni Wagon R sló í gegn á japönskum markaði og velti m.a.s. Toyota Corolla úr sessi sem söluhæsta bílnum á heimamarkaði. Wagon R+ er sérstaklega hannaður fyrir Evrópu- markað, stærri og aflmeiri heldur en sá sem Japan- ar kaupa. Hann er fáanlegur með sjálfskiptingu sem þykir + hér á landi. Með einu handtaki má leggja niður hvort aftursætið fyrir sig og fá slétt flutningsgólf aft- ur í. Nissan Micra Nissan Micra hefur notið talsverðra vinsælda á íslandi. Þetta er liðlegur og snaggaralegur smábíll sem kom fyrst fram árið 1993 en fékk andlitslyft- ingu árið 1998. Hann er ágætlega úr garði gerður og rúmbetri en hann sýn- ist utan frá. Hann er tiltölulega hábyggður og fyrir bragðið er auðvelt að umgangast hann. Hann þykir sparneytinn og hagkvæmur í rekstri. Opel Sú Corsa sem nú er í boði er farin nokkuð að reskjast: er frá 1993. Það breytir því ekki að þeim sem hafa kynnst henni líkar hún vel og þó hún sé ekki ýkja stór hefur hún marga góða kosti. Hún er þokkalega rúm- góð miðað við stærð, þægileg í akstri og vel búin hvað óvirkt öryggi áhrærir. Þar að auki er hún sparneytin og hefur komið prýðilega út í rekstri. Verð 1.000.000 1.199.999 1.050.000 Volkswagen Polo 1.060.000 Ford Fiesta 1.089.000 Nissan Micra 1.089.000 Peugeot 206 1.095.000 Fiat Punto 1.099.000 SuzuM Wagon R+ 1.130.000 Opel Corsa 1.160.000 Daihatsu Sirion 1.188.000 Renault Clio 1.195.000 Suzuki Baleno IVECO Sendibíll ársins 2000 í Evrópu Vann þennan eftirsótta titil með yfirburðum. Iveco Daily, sendibílI ársins 2000 er sterkur sigurvegari á góðu verði. Við bjóðum 3000 gerðir af Daily, einnig ótrúlegt verð á kössum og vörulyftum. Istraktor w BlLAR fyrir alla SMIÐSBÚÐ 2 - GARÐABÆ - SlMI 5 400 800

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.