Dagblaðið Vísir - DV - 12.04.2000, Qupperneq 11

Dagblaðið Vísir - DV - 12.04.2000, Qupperneq 11
13 MIÐVIKUDAGUR 12. APRÍL 2000 27 Dabo-dekk framleidd á íslandi í vörubíladeildinni eru dekkin kaldsóluð á meðan framleiðslan í fólksbíladeildinni byggir á heitsóluðum dekkjum. Endurvinnsla með gufu á dekkjum í Hveragerði í Hveragerði er nú um þessar mundir að hefjast framleiðsla á Dabo-dekkjum frá Hollandi. Þessi dekk voru áður framleidd í Hollandi en íslenskir aðilar hafa nú keypt framleiðsluna og flutt verksmiðjuna til landsins. Dabo-dekkin eru sóluð dekk en byggja á evrópskum gæða- stöðlum og eru ein af fáum sóluðum dekkjum sem bílaframleiðendur í Evrópu viðurkenna undir bíla sína. Til að ná þessari gæðastýringu þurfti að huga að mörgum þáttum. Fenginn var sérfræðingur í fram- leiðslunni frá Englandi til að keyra saman framleiðsluna og þjálfa starfsmenn. Við framleiðsluna er aðeins belgur notaðra dekkja nýttur og þarf hann að standast sérstakt gæðapróf áður en honum er hleypt út í framleiðsluna. Hráefnin í fram- leiðslu Dabo eru framleiðsluleynd- armál en þegar upp er staðið er komið sólað dekk sem stenst ströng- ustu kröfur erlendra skoðunarstofa eins og TUV í Þýskalandi og má nota til aksturs allt að 210 km hr/klst. Erlend skoðunarstofa fylgist svo með gæðum framleiðsl- unnar. Grænni framleiösla Notast er við gufu í frámleiðslu dekkjanna sem nóg er af í Hvera- gerði og gerir það framleiðsluna „grænni" en annars staðar þar sem mengandi efni eru notuð. Fram- leiðslugeta verksmiðjunnar er 250-300.000 dekk á ári en fyrsta árið er gert ráð fyrir að framleiða um 100.000 dekk. Dabo ætlar sér mark- aðshlutdeild á íslandi þótt aðal- markaður þeirra hafi verið og verði í Evrópu og vegna hagkvæmni í framleiðslu munu þeir geta boðið sóluð dekk á lægra verði hérlendis en sést hefur áður. Einnig verður framleiðsla á kaldslóluðum vöru- bíladekkjum og er sú framleiðslu- lína búin bestu tækjum sem völ er á. Öll framleidd dekk eru númeruð þannig að ef eitthvað kemur upp á er hægt að rekja framleiðsludag og hver vann við framleiðslu þess og ef hægt er að rekja gallann til fram- leiðslunnar er verksmiðjan ábyrg. Framleislan hér á landi mun verða í nánu samstarfi við verksmiðju í Hollandi sem framleiðir öll stærri vinnuvéladekk undir sama nafni en alls munu um 12—15 manns hafa at- vinnu af þessu hérlendis. Bílkó í Kópavogi er nú orðið heildsala þessara dekkja og er kom- ið með sérstakt húsnæði að Smiðju- vegi 34 undir þessa starfsemi sína. Þar er hægt að fá dekk undir allar tegundir fólksbila, vinnuvélar, vörubíla og jeppa. -NG / IJrval - gott í hæginda.stólinn Jón Kristinn Ríkarðsson, framkvæmdastjóri Dabo á íslandi. Myndir: DV-bílar Eva Hreinsdóttir Framleiöslan í Hveragerði fer fram að Austurmörk 16 þar sem áður voru til húsa BB dekk. baueno Langar þig tii þess? SUZUKI Baleno fæst fjórhjóladrifinn, með spræka og skemmtilega 1600 vél, bæði í Sedan og Wagon útfærsl- unum. Fjórhjóladrif er alveg ómetan- legt við þær aðstæður sem við búum við hér á ísiandi, ekki bara svo við komumst leiðar okkar, heldur bætir það aksturseiginleika og stöðugleika bílsins við allar aðstæður. Svo eru Baleno 4x4 bílarnir afar vel búnir staðalbúnaði, bæði þæginda- og öryggisbúnaði. SUZUKI bílar eru þekktir fyrir hagkvæmni í rekstri og sparlega eldsneytisnotkun. Er þetta ekki einmitt bíllinn sem þig vantar? Baleno - Fólksbíllinn TEGUND: VERÐ 1.3 GL 3d 1.195.000 KR. 1.6 GLX 4x4 4d abs 1.595.000 KR. 1.6 GLX WAG0N 4x4 abs 1.695.000 KR. SUZUKI BILAR HF Skeifunni 17. Sími 568 51 00. www.suzukibilar.is Hefur þú upplifað Baleno 4x4 þjóta í gegnum snjóinn SUZUKI SÖLUUMBOÐ: Akranes: Ólafur G. Ólafsson, Garðabraut 2, slmi 431 28 00. Akureyri: BSA hf., Laufásgötu 9, sími 462 63 00. Hafnarfjörður: Guðvarður Eliasson, Grænukinn 20, simi 555 15 50. Hvammstangi: Bíla- og búvélasalan, Melavegi 17, simi 451 26 17. Isafjörður: Bílagarður ehf.,Grænagarði, simi 456 30 95. Keflavík: BG bílakringlan, Grðfinni 8, simi 421 12 00. Selfoss: Bllasala Suðurlands, Hrismýri 5, sími 482 37 00.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.