Dagblaðið Vísir - DV - 12.04.2000, Page 22
MIÐVIKUDAGUR 12. APRÍL 2000 1>V
’38
Kia Sportage
Þetta er alvörujeppi, byggöur á grind, með hátt og lágt drif og tengjanlegt
framhjóladrif.
Hann er að flestu
leyti sami bíllinn
og Kia Grand
Sportage - Sport-
age Wagon
nema hvað hann
er minni og því
ekki eins rúm-
góður.
Ford Puma
Puma er nettur kúpubakur frá Ford, gerður á sömu grunnplötu og Fiesta.
Þetta er sportútfærsla og sem slíkur sportlegur útlits og í innréttingum og
• raunar i akstri líka. Hann er vegna byggingarlagsins ekki eins rúmgóður og
Fiestan og
er enda
ætlaður
til nota
fyrir ann-
an lífsstíl
og ágæt-
lega
skemmti-
legur sem
slíkur.
Chrysler Neon
Chrysler Neon hefur ekki verið mikið í umræðunni hér á íslandi en e.t.v.
verður breyting á því nú þegar Chrysler-umboðið flyst á nýjar hendur. Neon
er með minnstu amerísku bflum og í upphafl var sagt að með honum væri
Chrysler að bjóða upp á japanska hönnun með amerísku innanrými. Með
sameiningu Chrysler og Daimler Benz hefur opnast nýr möguleiki í mark-
aðssetningu þessa netta Ameríkubíls á Evrópumarkaði.
Alfa Romeo 156
Þetta er bíllinn sem kom meira að segja framleiðendum sinum á óvart: Á
þeim þremur árum sem hann hefur verið í boði er búið að selja á þriöja
hundrað þúsund bíla af þessari gerð. Hann þykir fallegur en einkum þó
skemmtilegur akstursbíll og í hann er hægt að velja margs konar vélar og
búnað. Áhuga-
verðasta við-
bótin er
svokölluð Sele-
speed-skipting,
kúplingslaus
skipting sem
hægt er að
nota sem sjálf-
skiptingu eða
skipta sjálfur -
jafnvel bara
með tökkum á
stýrishjóli.
Daewoo Leganza
Þetta er fólksbíll fullrar stærðar og agætlega búinn sem slíkur, með allan
heföbundinn öryggisbúnað eins og nú tíðkast, svo sem læsivarðar bremsur
og tvo líknarbelgi. Leganza er ágætlega rúmgóð og ágætur ferðabíll. Á meg-
inlandsmarkaði er honum talið heldur til last að ekki skuli fást i hann
stærri vélar en raun ber vitni en við íslenskar aðstæður dugar tveggja lítra
136 ha. vélin ágætlega.
itÖ 'Sf Sportbílalakk
$ áallabfla.
BILALAKK
ISLAKK
sérverslun með bílalakk
Suzuki Vitara SE
Þennan bil er í rauninni óþarfi að kynna fyrir
íslendingum, svo vel sem hann hefur kynnt sig
gegnum tíðina. Eins og aðrir Suzuki-jeppar er
hann byggður á grind, með millikassa með háu og
lágu drifi og tengjanlegu framdrifl. Þetta eru spar-
neytnir bílar og traustir og fara ágætlega á vegi.
Ökumaður og farþegar sitja hátt og sjá vel yflr.
Auðvelt er að fella niður aftursætið ef þörf er á
auknu flutningsrými.
Hyundai
Sonata
Sonata er fullvaxinn fólksbíll, ágætlega
rúmgóður og þægilegur. Hann er ágætlega bú-
inn með tilliti til árekstursöryggis, með fjóra
líknarbelgi, styrktarbita í hurðum og læsi-
varðar bremsur, svo nokkuð sé nefnt. Sonatan
er ágætlega þægilegur í akstri og hentar vel til
lengri ferða, en er jafnframt þokkalega liðleg-
ur í hversdagsakstri innanbæjar.
Mazda 626
626 Mazdan er í efri millistærð og fáanleg í
margvíslegum útfærslum: stallbakur, hlaðbakur
og langbakur. Almennt séð eru þessir bílar
þokkalega og upp í ágætlega rúmgóðir og ágæt-
lega búnir. Þeir eru með góða fjöðrun og fara vel
á vegi og, eins og Mazda almennt, eru þetta
traustir bílar og líklegir til að endast vel.
Kia Grand Sportage
í Kia Grand Sportage-jeppanum fá kaup-
endur vel búinn bíl á góðu verði. Kia-umboð-
ið var til skamms tíma hjá Jöfri en er nú
flutt til nýrra eigenda í Hafnarfirði. Sporta-
ge er byggöur á grind með millikassa og háu
og lágu drifi og flokkast því réttilega undir
jeppaskilgreininguna og að auki er hann
með tregðulæsingu á afturdrifi. Hann er
með 120 hestafla bensínvél og rúmar vel
flmm manns án vandræða.
*s»
Mitsubishi
Galant
Galantinn er stóri fólksbillinn frá
Mitsubishi og er nú fáanlegur með
vél af GDI-útfærslu eins og Carisma-
billinn, bara stærri og aflmeiri. Þetta
er afar vel búinn bíll, með fjóra líkn-
arbelgi og hitastýringu svo nokkuð sé
nefnt. Galantinn hefur fengið orð fyr-
ir fallegan frágang, þægileg sæti og
prýðilegt akstursöryggi.
Volvo 40
Eins og aðrir VolvobOar er
Volvo 40 fáanlegur með auð-
kennisstafnum S fyrir fólksbfl
en V fyrir langbak. Uppruna-
lega er þessi bíll þróaður i
samvinnu við Mitsubishi og
NedCar og framleiddur í
Hollandi. Eins og í öðrum
Volvobílum er mikið lagt upp úr öryggi, bæði virku og óvirku, með WIPS
og SIPS, fyrir utan spymustýringu og skrikvöm. S40 Silverline er um þess-
ar mundir á sérstöku tilboði hjá umboðinu.
Audi A3
Audi A3 er i Golf-stærðarflokki og í rauninni afar líkur þeim bíl, enda frá
sama framleiðanda. Til að byrja með var hann aðeins fáanlegur tveggja
hurða en nú er fjögurra dyra Audi A3 í boði líka. Þessi bíll hefur fengið orð
fyrir aö vera þægilegur í umgengni, vel smíðaöur og kvillalítill og öryggis-
búnaður hans mun vera einn hinn besti sem fyrirfinnst í bíl af þessum
stærðarflokki.
Verð
2.000.000 -
2.499.000
2.008.000 Ford Mondeo
2.030.000 Jeep Wrangler
2.040.000 Fiat Barchetta
2.050.000 Audi A4
2.075.000 Nissan Vanette Combi
2.090.000 Fiat Coupé
2.099.000 Suzuki Grand Vitara
2.110.000 Mitsubishi L200
2.115.000 Honda Accord
2.119.000 Hyundai Coupé
2.170.000 Mitsubishi Space
Wagon
2.180.000 Saab 9-3
2.180.000 Toyota Celica
2.190.000 Kia Camival
2.198.000 Subaru Forester
2.200.000 Isuzu pickup
2.225.000 Honda CR-V
2.230.000 Nissan Terrano II
2.265.000 Ford Ranger
2.290.000 Galloper
2.290.000 Toyota Hiace
2.299.000 Toyota Hilux DC
2.340.000 Land Rover
Freelander
2.398.000 Hyundai Starex
2.468.000 Volkswagen Caravelle
...........
.