Dagblaðið Vísir - DV - 20.04.2000, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 20.04.2000, Blaðsíða 8
8 FIMMTUDAGUR 20. APRÍL 2000 Utlönd Rugslys Vélin var afgeröinni Boeing 737-200. Versta flugslys í sögu Filippseyja Flugslysið, sem varð 131 manni að bana á eyjunni Mindanao, suður af borginni Davao á Filippseyjum er það versta í sögu landsins frá upp- hafi. Vélin var full af farþegum á leið í páskafrí þegar slysið átti sér stað en meðal hinna látnu voru auk inn- fæddra Ástrali á miðjum aldri og tveggja ára dóttir hans. Fiögur reifa- böm voru meðal þeirra sem létust. Síðast þegar fréttist var enn verið að leita að líkum farþega en þau liggja dreifð á stóru svæði. D’Alema Ljóst er aö ríkisstjórn nr. 58 verður mynduö á Ítalíu á næstunni. D’Alema hefur sagtaf sér sem forsætis- ráðhera Massimo D’Alema hefur sagt af sér eftir því sem fullyrt er í gær. Þar með hefur 57. ríkisstjóm Ítalíu eftir síðari heimsstyrjöld fallið. „Afsögn forsætisráðherrans hefur verið staöfest," sagði í yfirlýsingu frá rikisstjóminni. D’Alema er fyrr- um kommúnisti og fyrstur sem slík- ur til að gegna embætti forsætisráð- herra en hann hefur setið í ráðherra- stól síðastliðna 18 mánuði. Bauðst hann til að segja af sér eftir að ríkis- stjórnarflokkarnir töpuðu vemlegu fylgi í héraðskosningum. Leyfa út- flutning á PlayStation2 Viðskiptaráðuneyti Japans hefur dregið úr útflutningshöftum sem settar voru á nýjustu leikjatölvu Sony fyrirtækisins, PlayStation2. Hélt ráðuneytið þvi fram að tölvan væri svo háþróuð að hún væri i raun hemaðarleyndarmál og nefndi sérstaklega að hluta hennar væri unnt að nota 1 stýriflaugakerfi. Tals- menn Sony svöruðu þvi til að ekki væri stætt á því aö draga úr getu tölvunnar svo að hún samræmdist reglugerð, sérstaklega i ljósi harðn- andi samkeppni frá fyrirtækjum á borð við Microsoft. Gert er ráð fyrir að tölvan komi á markað bæði í Evrópu og Bandaríkjunum síðar á þessu ári. Simbabve Landtökumenn leggja til atlögu — á nýjan leik Landtökumenn virt- ust vera að leggja til at- lögu á nýjan leik að leggja undir sig fleiri býli hvítra í Matabele- land í Suðvestur- Simbabve i gær er for- seti landsins, Robert Mugabe, hitti leiðtoga þeirra í Harare. Hundruð hvítra, sem búsett eru i landinu, hafa þegar kraflst þess að fá breskan ríkisborg- ararétt. Bretland hefur i kjöl- far landtökunnar að undanfomu þar í landi farið fram á að alþjóð- legum þrýstingi verði beitt til að knýja á um lausn i málinu og að hætt verði við frekara ofbeldi. Fulltrúi bænda þar í landi sagði Reuter-fréttastofunni að mörg hundruð landtökumanna væru á leið sinni með rútum til Matabeland - væntanlega í þeim tilgangi að taka fleiri býli eignarhaldi. „Það litur út Landtökumenn Ekkert útlit er fyrir aö átökum linni. fyrir að þeir séu að undirbúa árás á býlin undir lok vikunnar. Við meg- um eiga von á að páskamir verði hræðilegir í ár,“ sagði talsmaður- inn. Landtökumenn hafa nú á síðast- liðnum tveimur mánuðum náð hundraða býla á sitt vald í kringum borgina Harare. Mugabe hefur fordæmt árásirnar á opinberum vett- vangi í ræðu sem hann hélt í tilefni þess að 20 ár eru liðin frá því að þessi fyrr- um breska nýlenda öðlaðist sjálfstæði. Á hinn bóginn hefur Mugabe einnig lofað gjörðir þeirra á öðrum vettvangi sem skýtur skökku við yflr- lýsta stefnu hans. Tveir hvítir hafa þegar látið lífið í átökunum sem er stýrt af Chenjerai „Hitler" Hunzvi fyrir hönd landtökumanna. Hæstirétt- ur þar í landi hefur þegar dæmt hann fyrir að van- virða ákvörðun réttarins sem fyrr í vikunni dæmdi landtök- urnar ólögmætar. Morgan Tsvangirai, leiðtogi stjórnarandstöðunnar, sagðist ekki velkjast í vafa um að átökin að und- anfornu væru að undirlagi Mugabes sjálfs. Syndirnar lamdar burt Hópur karlmanna frá El Salvador klæöist rauöum kuflum meö poka yfir hausnum og meö svipur í hendi í tilefni af því aö páskarnir eru í nánd. Ferðast þeir um og lemja syndirnar úr hinum syndugu en þessi siöur mun vera frá 17. öld. Elian kostar 70 milljónir og talan hækkar áfram Miamiborg hefur þegar þurft að punga út 70 milljónum fyrir barátt- unni um forræði Elians Gonzales sem staðið hefur að undanfórnu milli foður hans og ættingja á Mi- ami. Borgarstjóri Miami, sem vill fyrir alla muni halda drengnum á banda- rískri grundu, segir það stjómvöld- um í Washington að kenna að kostnaðurinn sé jafnhár og raun ber vitni. Segir hann allt fjölmiðlafárið kingum drenginn að undanfömu og mótmæli útlægra Kúbverja hafa kostað borgina gífurlegar fjárhæðir en borgin hefur sjálf þurft að standa straum af kostnaðinum sem hlýst af því að sjá um löggæslu og neyðarað- stoð á svæðinu. „Þetta er alrikislög- reglunni að kenna. Við eram bara ■Dýr forræöisdeila Baráttan um Elian er kostnaöarsöm. að framkvæma það sem svæðislög- reglan á að gera,“ segir borgarstjór- inn og vill meina að stjómvöld eigi að grípa í taumana og kosta lög- gæslu sjálf. Elian hefur nú verið í vörslu ætt- ingja sinna á Miami síðan honum var bjargað undan ströndum Banda- rikjanna 25. nóvember síðastliðinn en hann var einn af þremur sem komust lífs af og var móðir hans meðal þeirra sem lést. Elian komst síðan í heimsfréttirnar eftir að út- lægir Kúbverjar og ættimgjar Eli- ans neituðu að skila honum aftur en um það hefur deilan staðið að und- anfömu. Kostnaðurinn við barátt- una er sagður koma afskaplega illa fjárhagslega við Miami einmitt núna. Rannsókn hafin Ríkissaksóknari Indónesíu hefur skipað nefnd til að rannsaka óeirðirn- ar sem bratust út á Austur-Tímor eftir að þeir greiddu at- kvæði með sjálf- stæði á síðasta ári. Sprenging við McDonald’s Kona lést í sprengingu fyrir utan McDonald’s veitingastað í bænum Dinant í Vestur-Frakklandi í gær. Telja yflrvöld árásina tengda mótmæl- um gegn alþjóðavæðimgu en McDon- ald’s hefur orðið fyrir barðinu á mót- mælendum í Frakklandi að undan- fömu. Mótmæli í Moldavíu Þúsundir stúdenta efndu til mót- mæla til að knýja á um að samstúd- entum þeirra sem mótmæltu fyrr í vikunni skyldi sleppt úr haldi lög- reglu. Ástæða mótmæla að undan- förnu mun vera slæmt efnahagsá- stand í Moldavíu. Arafat hittir Mubarak Yasser Arafat flaug til Kaíró í gær á fund Mubaraks en Clinton Bandaríkjaforseti mun hitta Mubarak í dag. Telja Bandaríkja- menn Mubarak lykilmanninn í að höggva á hnútinn í viðræðum ísra- ela og Palestínumanna. Ákærðir fyrir að þiggja mútur Tveir starfsmenn Rauða krossins í Þýskalandi voru í gær dæmdir í rúmlega 10 ára fangelsi fyrir að þiggja að gjöf utanlandsferðir og milljónir marka frá lyfjafyrirtækj- um. Barbie í forsetakjör Leikfangafyrirtækið Mattel hefur geflð frá sér yfirlýsingu þar sem það hyggst framleiða Barbie-dúkku í hlutverki forsetaframbjóðanda. Að sögn talsmanns fyrirtækisins er þetta gert til gera ungar stúlkur meðvitaðari um stétt sína og stöðu og hvetja jafnframt til að setja markið hærra í lífinu. Yfirvofandi hungursneyð Talsmenn Hjálparstofnunar Sam- einuðu þjóðanna segja að ekki hafl verið brugðist sem skyldi við mikl- um þurrkum sem herja nú á ibúa vítt og breitt um Afríku. Telja þeir að verði ekkert að gert eigi 16 millj- ónir manna á hættu að deyja hung- urdauða. Ekki gefa hundum súkkulaði Hundaeigendur ættu að hugsa sig tvisvar um áður en þeir gefa hund- um sínum súkkulaði því breskar rannsóknir bendirtil þess að það geti reynst hundunum banvænt. Bíður dómsins Mou Qizhong, sem áður var tal- inn ríkasti maður Kína, bíður enn eftir dómsuppkvaðningu, sex mán- uðum eftir að hann var dæmdur fyr- ir svik í milliríkjaviðskiptum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.